Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga, Byggðasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Ásgrímur var fæddur og uppalinn í Flóanum og hafði umhverfi bernskuheimilisins sterk áhrif á hann og listsköpun hans. Ásgrímur var vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka um tíma og þar fékk hann sína fyrstu vatnsliti. Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka sem Bjarnveig og synir hennar gáfu, eru eftir Ásgrím Jónsson. Ásgrímur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili, Hús Ásgríms er opið almenningi.
Ásgrímsleiðin er í raun margþætt. Upphaf leiðarinnar getur verið í Hveragerði, á Eyrarbakka eða í Reykjavík.
Gestir leiðarinnar geta valið hvar þeir byrja og henni má jafnvel skipta á tvo daga. Leiðin samanstendur af listasýningunni Hornsteini á Listasafni Árnesinga í Hveragerði, sýningunni Drengurinn, fjöllin og Húsið á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, þaðan liggur leiðin meðfram ströndinni í austurátt í Gegnum Stokkseyri og upp Gaulverjabæjarveginn. Ásgrímur hvílir í Gaulverjabæjarkirkjugarði, þar er hægt að stoppa og ganga að leiðinu. Þegar haldið er áfram upp veginn þá sést fjallahringurinn vel sem fóstraði sveininn Ásgrím. Frá veginum er hægt að horfa í átt að bænum (eða bæjarstæðinu) sem er nú löngu horfinn en klettarnir sem Ásgrímur taldi vera álfakirkju sjást greinilega. Hús Ásgríms á Bergstaðastræti 74 er varðveitt af Listasafni Íslands og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum. Upplagt er að heimsækja Hús Ásgríms áður en Ásgrímsleiðin er farinn eða í kjölfar þess.
Verkefnið er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Fyrir upplýsingar og bókun hópa í Listasafn Árnesinga skrifið póst til listasafn (hjá) listasafnarnesinga.is
Hönnun og teikningar korts var gerð af Lóu Hjálmtýsdóttur.
Ásgrímur’s Way is a collaboration between three museums, which are uniting to commemorate artist Ásgrímur Jónsson, who was born in the county of Árnessýsla.
Ásgrímur Jónsson (1876–1958) was one of the pioneers of Icelandic visual art and the first Icelandic painter to make art his main profession. He was born on March 4, 1876 on the farm of Suðurkot in Rútsstaðahverfi, in the Flói region of south Iceland.
From the outset Icelandic nature was Ásgrímur’s principal subject, and his work formed the foundation of Icelandic landscape art.
The Árnessýsla Heritage Museum in Eyrarbakki holds its exhibitions in Húsið (the Merchant’s House) and a cluster of buildings around it. As a youngster Ásgrímur Jónsson was employed by the merchant’s family. The Merchant’s House dates from 1765 and is one of Iceland’s oldest buildings.
On his death in 1958 Ásgrímur Jónsson bequeathed all his works that remained in his possession to the Icelandic nation, along with his home/studio at Bergstaðastræti 74 in Reykjavík. Now part of the National Gallery of Iceland, the building is open to the public as Home of an Artist, showcasing the life and work of Ásgrímur Jónsson, one of the pioneers of Icelandic painting.
For more information or booking of guided tour in LÁ Art Museum contact: listasafn (at) listasafnarnesinga.is
Design and illustrations are by artist: Lóa Hjálmtýsdóttir