Listamaður: Ásmundur Sveinsson 
Staðsetning: Reykholt í Bláskógabyggð
Ár: Reist 1958
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Málmskúlptúr

Listaverkið:

Bókvitið verður ekki í askana látið er hár óhlutbundinn málmskúlptúr sem stendur við Félagsheimilið Aratungu í Reykholti. Titill verksins er tekið frá málshætti sem vísar til að ekki sé hægt að mata fólk af upplýsingum heldur þurfi það sjálft að hafa fyrir fræðslu sinni og lærdómi.

Verkið var gjöf Ungmennafélags Biskupstungna til Aratungu á 60 ára afmæli félagsins, sumardaginn fyrsta 1968.

Listamaðurinn:

Ásgrímur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar.  Hann hóf námsferil sinn í tréskurði hjá Ríkharði Jónssyni en hélt síðar út til náms og lærði í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og að lokum París þar sem hann bjó á árunum 1926-1929.
Í verkum sínum lék Ásmundur oft með málshætti, frásagnir og tilvísanir, ýmist úr raunveruleikanum eða þjóðsögum og fór sínar eigin leiðir í túlkun sinni á þeim. Framan af ferli sínum vann hann með höggmyndir í stein sem oft táknuðu samtímafólk hans sem gegndu erfiðum störfum fyrir lítinn pening, líkt og vatnsberar og járnsmiðir. Um árið 1950 kynntist hann abstraktverkum Gerðar Helgadóttur. Í kjölfarið breytist list hans og varð léttari í sniðum en á sama tíma stærri en áður hafði verið.
Árið 1924 giftist Ásmundur Gunnfríði Jónsdóttur sem var myndhöggvari og saumakona. Þau bjuggu við Freyjugötu 41 í miðbæ Reykjavíkur en þar er nú Ásmundarsalur. Eftir skilnað þeirra byggði hann sér heimili og vinnustofu í Sigtúni með tilkomumiklum myndastyttugarði Ásmundarsafn, og er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur.

Ásmundur kvæntist Ingrid Håkansson árið 1949 eftir að hafa átt tvær dætur með henni. Ásmundur og Ingrid eignuðust fyrstu dóttur sína 1941, ári áður en Ásmundur byrjar að byggja fyrsta hluta heimilis og vinnustofu sinnar í sigtúni, kúluna.

Hugtök:

Óhlutbundin list: Hefur einnig verið kölluð abstraktlist. Líkt og orðið gefur til kynna er myndefnið ekki bundið við neinn sérstakan hlut. Við sjáum ekki hluti sem við þekkjum líkt og bíl eða blóm, heldur sýnir slík list einungis samspil forma, lita eða lína.
Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Hugleiðingar:

Hvernig mynduð þið túlka málshætti í list? Hvernig mynduð þið t.d. teikna málsháttinn: „Bókvitið verður ekki í askana látið” eða „sá hlær best sem síðast hlær”?

ATH: Aðgengi að verkinu er auðvelt.

Listamaður: Ásmundur Sveinsson 
Staðsetning: Reykholt í Bláskógabyggð
Ár: Reist 1958
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Málmskúlptúr

Listaverkið:

Bókvitið verður ekki í askana látið er hár óhlutbundinn málmskúlptúr sem stendur við Félagsheimilið Aratungu í Reykholti. Titill verksins er tekið frá málshætti sem vísar til að ekki sé hægt að mata fólk af upplýsingum heldur þurfi það sjálft að hafa fyrir fræðslu sinni og lærdómi.

Verkið var gjöf Ungmennafélags Biskupstungna til Aratungu á 60 ára afmæli félagsins, sumardaginn fyrsta 1968.

Listamaðurinn:

Ásgrímur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann hóf námsferil sinn í tréskurði hjá Ríkharði Jónssyni en hélt síðar út til náms og lærði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og París þar sem hann bjó á árunum Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann hóf námsferil sinn í tréskurði hjá Ríkharði Jónssyni en hélt síðar út til náms og lærði í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og að lokum París þar sem hann bjó á árunum 1926-1929.
Í verkum sínum lék Ásmundur oft með málshætti, frásagnir og tilvísanir, ýmist úr raunveruleikanum eða þjóðsögum og fór sínar eigin leiðir í túlkun sinni á þeim. Framan af ferli sínum vann hann með höggmyndir í stein sem oft táknuðu samtímafólk hans sem gegndu erfiðum störfum fyrir lítinn pening, líkt og vatnsberar og járnsmiðir. Um árið 1950 kynntist hann abstraktverkum Gerðar Helgadóttur. Í kjölfarið breytist list hans og varð léttari í sniðum en á sama tíma stærri en áður hafði verið.
Árið 1924 giftist Ásmundur Gunnfríði Jónsdóttur sem var myndhöggvari og saumakona. Þau bjuggu við Freyjugötu 41 í miðbæ Reykjavíkur en þar er nú Ásmundarsalur. Eftir skilnað þeirra byggði hann sér heimili og vinnustofu í Sigtúni með tilkomumiklum myndastyttugarði Ásmundarsafn, og er hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur.

Ásmundur kvæntist Ingrid Håkansson árið 1949 eftir að hafa átt tvær dætur með henni. Ásmundur og Ingrid eignuðust fyrstu dóttur sína 1941, ári áður en Ásmundur byrjar að byggja fyrsta hluta heimilis og vinnustofu sinnar í sigtúni, kúluna.

Hugtök:

Óhlutbundin list: Hefur einnig verið kölluð abstraktlist. Líkt og orðið gefur til kynna er myndefnið ekki bundið við neinn sérstakan hlut. Við sjáum ekki hluti sem við þekkjum líkt og bíl eða blóm, heldur sýnir slík list einungis samspil forma, lita eða lína.
Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Pælingar:

Hvernig mynduð þið túlka málshætti í list? Hvernig mynduð þið t.d. teikna málsháttinn: „Bókvitið verður ekki í askana látið” eða „sá hlær best sem síðast hlær”?

ATH: Aðgengi að verkinu er auðvelt.

Listamaður: Einar Jónsson
Staðsetning: Flúðir
Ár: 1905
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Málmskúlptúr

Listaverkið:

Myndefni skúlptúrsins má rekja til fæðingu grísku gyðjunnar Afródítu, gyðju fegurðar og ástar. Hér má sjá gyðjuna rísa upp úr sjónum. Hár hennar og klæði falla niður með líkamanum og í faldinum sogast mannverur í snúningi upp eftir líkama hennar. Á neðri hluta myndarinnar eru óljósar fígúrur. Eftir því sem ofar dregur verða þær skýrari og sú sem er efst í faldinum upp við brjóst hennar er skýrust af þeim öllum. Margir lesa verkið sem táknmynd þess að þeir sem hafa fyrir hlutunum og standi með sér, nái á toppinn, en þeir sem fljóta með straumnum muni ekki áorka miklu í lífinu.

Listamaðurinn:

Einar Jónsson fæddist að Galtafelli í Árnessýslu árið 1874. Hann fékk snemma áhuga á list og hélt út til Kaupmannahafnar 19 ára gamall þar sem hann stundaði nám í tréskurði og höggmyndalist. Þar bjó hann til ársins 1909 og sýndi með hinum virta listamannahóp De Frie Billedhuggere. Að Kaupmannahafnarárunum loknum dvaldi hann í Berlín og London til 1914 en það ár samþykkti Alþingi að borga fyrir flutning á verkum hans heim frá Kaupmannahöfn ásamt því að annast varðveislu þeirra. Ári síðar samþykkti þingið fjárveitingu til byggingar á safni yfir verk hans. Safnið opnaði á Jónsmessu 1923 á Skólavörðuholti í Reykjavík, og var fyrsta listasafnið sem íslenskur almenningur hafði aðgang að.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Táknmynd: Myndir eða styttur sem eiga að tákna hugmyndir frekar en raunverulegan atburð.

Hugleiðingar:

Hvað lesið þið úr verkinu, hvað haldið þið að það tákni?
Vitið þið hvar Listasafn Einars Jónssonar er staðsett?

ATH: Aðgengi að verkinu er auðvelt.

Listamaður: Einar Jónsson
Staðsetning: Flúðir
Ár: 1905
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Málmskúlptúr

Listaverkið:

Myndefni skúlptúrsins má rekja til fæðingu grísku gyðjunnar Afródítu, gyðju fegurðar og ástar. Hér má sjá gyðjuna rísa upp úr sjónum. Hár hennar og klæði falla niður með líkamanum og í faldinum sogast mannverur í snúningi upp eftir líkama hennar. Á neðri hluta myndarinnar eru óljósar fígúrur. Eftir því sem ofar dregur verða þær skýrari og sú sem er efst í faldinum upp við brjóst hennar er skýrust af þeim öllum. Margir lesa verkið sem táknmynd þess að þeir sem hafa fyrir hlutunum og standi með sér, nái á toppinn, en þeir sem fljóta með straumnum muni ekki áorka miklu í lífinu.

Listamaðurinn:

Einar Jónsson fæddist að Galtafelli í Árnessýslu árið 1874. Hann fékk snemma áhuga á list og hélt út til Kaupmannahafnar 19 ára gamall þar sem hann stundaði nám í tréskurði og höggmyndalist. Þar bjó hann til ársins 1909 og sýndi með hinum virta listamannahóp De Frie Billedhuggere. Að Kaupmannahafnarárunum loknum dvaldi hann í Berlín og London til 1914 en það ár samþykkti Alþingi að borga fyrir flutning á verkum hans heim frá Kaupmannahöfn ásamt því að annast varðveislu þeirra. Ári síðar samþykkti þingið fjárveitingu til byggingar á safni yfir verk hans. Safnið opnaði á Jónsmessu 1923 á Skólavörðuholti í Reykjavík, og var fyrsta listasafnið sem íslenskur almenningur hafði aðgang að.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Táknmynd: Myndir eða styttur sem eiga að tákna hugmyndir frekar en raunverulegan atburð.

Hugleiðingar:

Hvað lesið þið úr verkinu, hvað haldið þið að það tákni?
Vitið þið hvar Listasafn Einars Jónssonar er staðsett?

ATH: Aðgengi að verkinu er auðvelt.

Listamaður: Páll Guðmundsson á Húsafelli
Staður: Skálholt
Ár: 1997
Grein: Höggmynd
Undirgrein: Grágrýtis-Höggmynd

Listaverkið:

Listaverkið Þór/Ísleifur var hluti af sýningu sem haldin var í Skálholti 1997 í tilefni aðdraganda 1.000 ára afmælis kristnitöku á Íslandi. Útlistaverk eftir sautján listamenn í Myndhöggvarafélagi Íslands voru sýnd í nærumhverfi Skálholts en þemað var „kristnitaka“ í víðu samhengi. Í verki Páls frá Húsafelli mætast heiðni og kristni þar sem þrumuguðinn Þór stendur við hlið Ísleifs Gissurarsonar fyrsta biskups Íslands. Verkið er tileinkað afa og ömmu listamannsins, þeim Páli Guðmundssyni og Rósu Eyjólfsdóttur á Hjálmsstöðum í Laugardal. Hann gaf verkið til Skálholts og stendur það enn milli kirkjunnar og Skálholtsskóla.

Listamaðurinn:

Páll Guðmundsson er myndhöggvari og hljóðfærasmiður sem býr á Húsafelli í Borgarfirði þar sem hann fæddist 1959. Húsafell hefur sterka tengingu við íslenska listasögu en þangað lögðu margir af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar leið sína á fyrri hluta síðustu aldar. Listin hefur ávallt verið velkomin í Húsafell og hefur það að líkindum verið hvati fyrir Pál að fara inn á þá braut. Meðal þekktustu verka Páls er steinharpa, hljóðfæri sem er byggt upp á flötum steinflögum sem slegið er á til að mynda tóna. Steinharpan öðlaðist heimsfrægð þegar hún var notuð í samspili við hljómsveitina Sigur Rós.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað úr málmi, tré eða öðru efni eða höggvið í stein, þá oft kallað höggmynd.

Grágrýti: Smákornótt, miðlungsþétt og ljósgrátt basalt sem kom upp á yfirborð jarðar fyrir 3,3 milljónum ára eða minna. Grágrýti er að mestu hraun sem runnu á seinni hluta ísaldar fyrir um 700.000 – 100.000 árum.

Hugleiðingar:

Getið þið ímyndað ykkur að búa til hljóðfæri úr hlutum úr náttúrunni?
Hvaða hluti mynduð þið nota?

Listamaður: Páll Guðmundsson á Húsafelli
Staður: Skálholt
Ár: 1997
Grein: Höggmynd
Undirgrein: Grágrýtis-Höggmynd

Listaverkið:

Listaverkið Þór/Ísleifur var hluti af sýningu sem haldin var í Skálholti 1997 í tilefni aðdraganda 1.000 ára afmælis kristnitöku á Íslandi. Útlistaverk eftir sautján listamenn í Myndhöggvarafélagi Íslands voru sýnd í nærumhverfi Skálholts en þemað var „kristnitaka“ í víðu samhengi. Í verki Páls frá Húsafelli mætast heiðni og kristni þar sem þrumuguðinn Þór stendur við hlið Ísleifs Gissurarsonar fyrsta biskups Íslands. Verkið er tileinkað afa og ömmu listamannsins, þeim Páli Guðmundssyni og Rósu Eyjólfsdóttur á Hjálmsstöðum í Laugardal. Hann gaf verkið til Skálholts og stendur það enn milli kirkjunnar og Skálholtsskóla.

Listamaðurinn:

Páll Guðmundsson er myndhöggvari og hljóðfærasmiður sem býr á Húsafelli í Borgarfirði þar sem hann fæddist 1959. Húsafell hefur sterka tengingu við íslenska listasögu en þangað lögðu margir af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar leið sína á fyrri hluta síðustu aldar. Listin hefur ávallt verið velkomin í Húsafell og hefur það að líkindum verið hvati fyrir Pál að fara inn á þá braut. Meðal þekktustu verka Páls er steinharpa, hljóðfæri sem er byggt upp á flötum steinflögum sem slegið er á til að mynda tóna. Steinharpan öðlaðist heimsfrægð þegar hún var notuð í samspili við hljómsveitina Sigur Rós.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað úr málmi, tré eða öðru efni eða höggvið í stein, þá oft kallað höggmynd.

Grágrýti: Smákornótt, miðlungsþétt og ljósgrátt basalt sem kom upp á yfirborð jarðar fyrir 3,3 milljónum ára eða minna. Grágrýti er að mestu hraun sem runnu á seinni hluta ísaldar fyrir um 700.000 – 100.000 árum.

Hugleiðingar:

Getið þið ímyndað ykkur að búa til hljóðfæri úr hlutum úr náttúrunni?
Hvaða hluti mynduð þið nota?

Listamaður: Gerður Helgadóttir
Staður: Skálholt *
Ár: 1963
Grein: steindir gluggar
Undirgrein: steinglersgluggar

Listaverkið:

Gluggar Gerðar Helgadóttur eru geometrískar abstraktmyndir sem byggðar eru á flókinni form- og talnatáknfræði. Kirkjugestir eiga að líta á gluggana sem heild; litafleti og leik ljóss og birtu. Með Skálholtsgluggum Gerðar var brotið blað í kirkjulist hérlendis. Það olli miklu fjaðrafoki þegar fréttist að allir gluggarnir, fimmtán talsins, ættu ekki að vera fígúratívir heldur abstrakt. Sumum þótti það þjóðarhneisa að slíkir gluggar, í geómetrískum anda, yrðu settir upp í Skálholtskirkju. Allt frá miðöldum hafði steindum gluggum í evrópskum kirkjum verið ætlað að vera Biblía hinna ólæsu þar sem þeir gætu virt fyrir sér myndir úr sögum tengdum kristinni trú.

Listamaðurinn:

Gerður Helgadóttir (1928-1975) fæddist að Tröllanesi í Norðfirði. Hún hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum 1945 og lærði þar í tvö ár. Engin höggmyndadeild var við skólann en sumarið 1947 fékk Gerður tilsögn hjá Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Hún fékk inn í Konunglegu dönsku Akademíuna það haustið en ekkert varð úr skólavistinni vegna stríðsins. Hún komst að lokum í framhaldsnám á Ítalíu þar sem hún var í tvö ár. Svo hélt hún til Parísar þar sem hún stundaði nám 1949-1950. Á meðan hún dvaldist erlendis kynntist hún mörgum af helstu listamönnum þess tíma og kom heim með ferskan blæ sem átti eftir að hafa áhrif á marga íslenska samtímalistamenn hennar.

Hugtök:

Fígúratíf form: Myndir byggðar á formum lifandi vera, fólki eða dýrum.
Geometrísk form: Form sem ekki eru byggð á lifandi verum heldur beinum eða sveigðum línum.
Óhlutbundin list: Hefur einnig verið kölluð abstraktlist. Líkt og orðið gefur til kynna er myndefnið ekki bundið við neinn sérstakan hlut. það er að segja við sjáum ekki hluti sem við þekkjum líkt og bíl eða blóm, heldur sýnir slík list einungis samspil forma, lita eða lína.

Hugleiðingar:

Hvernig líður þér þegar að þú horfir á verkið þegar að sólin skín í gegn?

Veistu hvar Gerðarsafn er?

*Skálholt:
Kirkjan sem stendur nú í Skálholti var vígð 1963 og í henni eru listaverk eftir tvær merkar listakonur: Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Byggingarnefnd Skálholtskirkju hafði efnt til samkeppni um gerð glugganna og bar Gerður sigur úr býtum. Nína Tryggvadóttir varð í öðru sæti en hún hafði nokkra reynslu í gerð steinglersglugga. Hún fékk það verkefni að gera altaristöfluna.

Listamaður: Gerður Helgadóttir
Staður: Skálholt *
Ár: 1963
Grein: steindir gluggar
Undirgrein: steinglersgluggar

Listaverkið:

Gluggar Gerðar Helgadóttur eru geometrískar abstraktmyndir sem byggðar eru á flókinni form- og talnatáknfræði. Kirkjugestir eiga að líta á gluggana sem heild; litafleti og leik ljóss og birtu. Með Skálholtsgluggum Gerðar var brotið blað í kirkjulist hérlendis. Það olli miklu fjaðrafoki þegar fréttist að allir gluggarnir, fimmtán talsins, ættu ekki að vera fígúratívir heldur abstrakt. Sumum þótti það þjóðarhneisa að slíkir gluggar, í geómetrískum anda, yrðu settir upp í Skálholtskirkju. Allt frá miðöldum hafði steindum gluggum í evrópskum kirkjum verið ætlað að vera Biblía hinna ólæsu þar sem þeir gætu virt fyrir sér myndir úr sögum tengdum kristinni trú.

Listamaðurinn:

Gerður Helgadóttir (1928-1975) fæddist að Tröllanesi í Norðfirði. Hún hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum 1945 og lærði þar í tvö ár. Engin höggmyndadeild var við skólann en sumarið 1947 fékk Gerður tilsögn hjá Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Hún fékk inn í Konunglegu dönsku Akademíuna það haustið en ekkert varð úr skólavistinni vegna stríðsins. Hún komst að lokum í framhaldsnám á Ítalíu þar sem hún var í tvö ár. Svo hélt hún til Parísar þar sem hún stundaði nám 1949-1950. Á meðan hún dvaldist erlendis kynntist hún mörgum af helstu listamönnum þess tíma og kom heim með ferskan blæ sem átti eftir að hafa áhrif á marga íslenska samtímalistamenn hennar.

Hugtök:

Fígúratíf form: Myndir byggðar á formum lifandi vera, fólki eða dýrum.
Geometrísk form: Form sem ekki eru byggð á lifandi verum heldur beinum eða sveigðum línum.
Óhlutbundin list: Hefur einnig verið kölluð abstraktlist. Líkt og orðið gefur til kynna er myndefnið ekki bundið við neinn sérstakan hlut. það er að segja við sjáum ekki hluti sem við þekkjum líkt og bíl eða blóm, heldur sýnir slík list einungis samspil forma, lita eða lína.

Hugleiðingar:

Hvernig líður þér þegar að þú horfir á verkið þegar að sólin skín í gegn?

*Skálholt:
Kirkjan sem stendur nú í Skálholti var vígð 1963 og í henni eru listaverk eftir tvær merkar listakonur: Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Byggingarnefnd Skálholtskirkju hafði efnt til samkeppni um gerð glugganna og bar Gerður sigur úr býtum. Nína Tryggvadóttir varð í öðru sæti en hún hafði nokkra reynslu í gerð steinglersglugga. Hún fékk það verkefni að gera altaristöfluna.

Listamaður: Nína Tryggvadóttir
Staður: Skálholt *
Ár: 1965
Grein: Mósaík verk
Undirgrein: Altarismynd

Listaverkið:

Árið 1965 var altarismynd Nínu Tryggvadóttur úr mósaík sett upp í Skálholtskirkju. Þótt greinilega megi sjá mynd af Kristi er verkið í heild ljóðrænt með sterkri skírskotun til náttúrunnar þar sem bláir, grænir og bleikbrúnir myndfletir renna út í rými byggingarinnar. Að sögn Nínu var hugmyndin sú að sjá mætti Krist birtast „sem eins konar anda í íslensku landslagi“.

Listamaðurinn:

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) fæddist á Seyðisfirði en flutti snemma með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Árið 1932 hóf hún að læra listmálun í Reykjavík en hélt síðan til Kaupmannahafnar í frekara nám árin 1935-39. Að námi loknu dvaldist hún um skamman tíma í París en sneri skjótt heim þegar stríðið skall á. Að stríðinu loknu hélt hún til New York og stundaði þar nám hjá Hans Hofmann. Meðan á náminu stóð var henni boðið að sýna í listagalleríi þar ásamt því að vinna leikmynd fyrir Macmillan leikhúsið við Columbia háskólann í New York.

Hún var á þessum tímapunkti komin í innsta hring listaelítunnar í New York og nokkrum mánuðum síðar giftist hún listamanninum og lækninum Alfred Copley. Eftir stutta ferð til Íslands var henni meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Eins og fjölmargir listamenn lá hún undir grun um að vera kommúnisti. Var þetta til þess að ferill hennar í Bandaríkjunum, sem hafði verið á hraðri uppleið, náði sér ekki á strik. Eftir fjögurra ára fjarbúð fluttu Nína og Alfred til Parísar 1952 og síðar til London. Þau komust ekki aftur til New York fyrr en árið 1959.

Hugtök:

Fígúratíf form: Myndir byggðar á formum lifandi vera, fólki eða dýrum.

Hugleiðingar:

Hvernig gerir maður mósaíkmynd?

*
Skálholt:
Kirkjan sem stendur nú í Skálholti var vígð 1963 og í henni eru listaverk eftir tvær merkar listakonur: Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Byggingarnefnd Skálholtskirkju hafði efnt til samkeppni um gerð glugganna og bar Gerður sigur úr býtum. Nína Tryggvadóttir varð í öðru sæti en hún hafði nokkra reynslu í gerð steinglersglugga. Hún fékk það verkefni að gera altaristöfluna.

Listamaður: Nína Tryggvadóttir
Staður: Skálholt *
Ár: 1965
Grein: Mósaík verk
Undirgrein: Altarismynd

Listaverkið:

Árið 1965 var altarismynd Nínu Tryggvadóttur úr mósaík sett upp í Skálholtskirkju. Þótt greinilega megi sjá mynd af Kristi er verkið í heild ljóðrænt með sterkri skírskotun til náttúrunnar þar sem bláir, grænir og bleikbrúnir myndfletir renna út í rými byggingarinnar. Að sögn Nínu var hugmyndin sú að sjá mætti Krist birtast „sem eins konar anda í [íslensku] landslagi“.

Listamaðurinn:

Nína Tryggvadóttir (1913-1968) fæddist á Seyðisfirði en flutti snemma með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Árið 1932 hóf hún að læra listmálun í Reykjavík en hélt síðan til Kaupmannahafnar í frekara nám árin 1935-39. Að námi loknu dvaldist hún um skamman tíma í París en sneri skjótt heim þegar stríðið skall á. Að stríðinu loknu hélt hún til New York og stundaði þar nám hjá Hans Hofmann. Meðan á náminu stóð var henni boðið að sýna í listagalleríi þar ásamt því að vinna leikmynd fyrir Macmillan leikhúsið við Columbia háskólann í New York [sjá heimild: https://www.mannlif.is/frettir/nina-tryggvadottir-var-talin-kommunisti-og-faerd-i-einangrunarbudir/].

Hún var á þessum tímapunkti komin í innsta hring listaelítunnar í New York og nokkrum mánuðum síðar giftist hún listamanninum og lækninum Alfred Copley. Eftir stutta ferð til Íslands var henni meinað að snúa aftur til Bandaríkjanna. Eins og fjölmargir listamenn lá hún undir grun um að vera kommúnisti. Var þetta til þess að ferill hennar í Bandaríkjunum, sem hafði verið á hraðri uppleið, náði sér ekki á strik. Eftir fjögurra ára fjarbúð fluttu Nína og Alfred til Parísar 1952 og síðar til London. Þau komust ekki aftur til New York fyrr en árið 1959.

Hugtök:

Fígúratíf form: Myndir byggðar á formum lifandi vera, fólki eða dýrum.

Hugleiðingar:

Hvernig gerir maður mósaíkmynd?

*
Skálholt:
Kirkjan sem stendur nú í Skálholti var vígð 1963 og í henni eru listaverk eftir tvær merkar listakonur: Gerði Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Byggingarnefnd Skálholtskirkju hafði efnt til samkeppni um gerð glugganna og bar Gerður sigur úr býtum. Nína Tryggvadóttir varð í öðru sæti en hún hafði nokkra reynslu í gerð steinglersglugga. Hún fékk það verkefni að gera altaristöfluna.

Listamaður: Guðmundur frá Miðdal 
Staðsetning: Áshildarmýri á Skeiðum
Ár: 1948
Grein: Höggmynd
Undirgrein: Steinhleðsla, hraungrýti, áletrað granít

Listaverkið:

Minnisvarði úr hraungrýti gerður í lögun manneskju, eftir teikningu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Minnisvarðinn hefur þrjár áletraðar graníthellur til minningar um Áshildarmýrarsamþykkt og þá Árnesinga sem stóðu vörð „um forn réttindi héraðs síns, lands og lýðs á örlagatímum“ eins og þar er letrað.

Sagan:

Á meðan Ísland var hluti af danska konungsveldinu voru hér á landi þó nokkrir menn konungs í valdastöðum. Á milli þeirra myndaðist klíkuskapur og fór að bera á óréttlæti frá þeim gagnvart Íslendingum. Árið 1496 höfðu Árnesingar fengið sig fullsadda af þessum yfirgangi. Þeir hittust í Áshildarmýri á Skeiðum þar sem þeir gerðu samning sín á milli um að koma í veg fyrir hvers konar yfirgang og óréttlæti af hendi umboðsmanna konungsvaldsins. Þeir gerðu með sér Áshildarmýrarsamþykkt sem snerist um að vernda réttindi Íslendinga. Ekki væri hægt að krefja Íslendinga um að halda út til Danmerkur til að rétta í málum þeirra, ekki nema mönnum væri vísað úr landi á Alþingi. Einnig kröfðust þeir þess að lögmenn þeirra og sýslumenn skyldu vera Íslendingar og fá þannig sanngjarnari meðferð fyrir dómstólum.

Listamaðurinn:

Guðmundur Einarsson frá Miðdal í Mosfellssveit (1895-1963) var fjölhæfur listamaður en hann var allt í senn: teiknari, grafíklistamaður, málari, myndhöggvari, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og fjallgöngumaður. Hann var í stjórn Ferðafélags Íslands um árabil og á ferðum sínum átti hann til að teikna það sem fyrir augum bar. Þegar heim var komið valdi hann það sem honum fannst fara vel saman svo úr varð mynd sem gat verið af fjalli á Vesturlandi en fossi af Suðurlandi.

Hugtök:

Minnisvarði: Listaverk sem er gert til minningar um persónu eða viðburð sem hefur sögulegt gildi og ekki má gleyma.

Hugleiðingar:

Hvaða landslag mynduð þið setja saman í mynd ef þið gætuð endurraðað náttúrunni? Hvað útilistaverk mynduð þið setja inn í þá mynd?

Listamaður: Guðmundur frá Miðdal 
Staðsetning: Áshildarmýri á Skeiðum
Ár: 1948
Grein: Höggmynd
Undirgrein: Steinhleðsla, hraungrýti, áletrað granít

Listaverkið:

Minnisvarði úr hraungrýti gerður í lögun manneskju, eftir teikningu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Minnisvarðinn hefur þrjár áletraðar graníthellur til minningar um Áshildarmýrarsamþykkt og þá Árnesinga sem stóðu vörð „um forn réttindi héraðs síns, lands og lýðs á örlagatímum“ eins og þar er letrað.

Sagan:

Á meðan Ísland var hluti af danska konungsveldinu voru hér á landi þó nokkrir menn konungs í valdastöðum. Á milli þeirra myndaðist klíkuskapur og fór að bera á óréttlæti frá þeim gagnvart Íslendingum. Árið 1496 höfðu Árnesingar fengið sig fullsadda af þessum yfirgangi. Þeir hittust í Áshildarmýri á Skeiðum þar sem þeir gerðu samning sín á milli um að koma í veg fyrir hvers konar yfirgang og óréttlæti af hendi umboðsmanna konungsvaldsins. Þeir gerðu með sér Áshildarmýrarsamþykkt sem snerist um að vernda réttindi Íslendinga. Ekki væri hægt að krefja Íslendinga um að halda út til Danmerkur til að rétta í málum þeirra, ekki nema mönnum væri vísað úr landi á Alþingi. Einnig kröfðust þeir þess að lögmenn þeirra og sýslumenn skyldu vera Íslendingar og fá þannig sanngjarnari meðferð fyrir dómstólum.

Listamaðurinn:

Guðmundur Einarsson frá Miðdal í Mosfellssveit (1895-1963) var fjölhæfur listamaður en hann var allt í senn: teiknari, grafíklistamaður, málari, myndhöggvari, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og fjallgöngumaður. Hann var í stjórn Ferðafélags Íslands um árabil og á ferðum sínum átti hann til að teikna það sem fyrir augum bar. Þegar heim var komið valdi hann það sem honum fannst fara vel saman svo úr varð mynd sem gat verið af fjalli á Vesturlandi en fossi af Suðurlandi.

Hugtök:

Minnisvarði: Listaverk sem er gert til minningar um persónu eða viðburð sem hefur sögulegt gildi og ekki má gleyma.

Hugleiðingar:

Hvaða landslag mynduð þið setja saman í mynd ef þið gætuð endurraðað náttúrunni? Hvað útilistaverk mynduð þið setja inn í þá mynd?

Listamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir &                                               Matthías Rúnar Sigurðsson
Staðsetning: Varmá í Hveragerði
Ár: 2019
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Grágrýtisskúlptúr

Listaverkið:

Listaverkið er 12 tonna steinn úr grágrýti, fenginn úr Núpafjalli. Elísabet lét flytja steininn að bakka árinnar en myndhöggvarinn Matthías Rúnar Sigurðsson hjó sæti í hann. „Þetta er stóll sem stendur við Varmá og þú getur sest í hann ef þér líður illa, þá líður það hjá eins og áin“. segir Elísabet.
„Verkið fjallar um vináttusamband okkar og náttúrunnar. Og hvað náttúran vill segja okkur á viðkvæmum stundum. Og að okkur er óhætt að lifa með tilfinningum okkar”.
Verkið er tileinkað unglingum.

Listamaðurinn:

Elísabet lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1987. Að því loknu stundaði hún nám í kvikmyndahandritsgerð í höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur og lauk BA-prófi í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2008.
Elísabet hefur verið blaðamaður, baráttukona fyrir umhverfisvernd og forsetaframbjóðandi, og er þá fátt eitt talið. Hún er margverðlaunaður rithöfundur sem skrifar ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit, og hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Matthías Rúnar Sigurðsson útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013. Í upphafi ferils síns vann hann að mestu með teikningar en fór fljótt að hafa áhuga á höggmyndalist. Kveikjan að því var bók um elstu listaverk sögunnar sem flest voru unnin með þeim hætti. Matthías leiddi hugann að því ef þetta var hægt fyrir þúsundum ára, hvað væri þá hægt að gera í dag með þeirri tækni og áhöldum sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Hann byrjaði að höggva út með hamar og meitil líkt og upprunalegu verkin höfðu verið unnin en það var tímafrek aðferð. Nú vinnur hann með rafmagnsverkfæri líkt og slípirokk og fræsara sem tekur mun styttri tíma.

Hugleiðing:

Það er fátt sem jafnast á við það að sitja í ró og hlusta á ána líða hjá. Fáið ykkur sæti og njótið vel.
Einnig gæti verið gott að leiða hugann að því hvar annars staðar er gott að vera á þar sem þið upplifið ykkur algerlega örugg.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað úr málmi, tré eða öðru efni eða höggvið í stein, þá oft kallað höggmynd.
Grágrýti: Smákornótt, miðlungsþétt og ljósgrátt basalt sem kom upp á yfirborð jarðar fyrir 3,3 milljónum ára eða minna. Grágrýti er að mestu hraun sem runnu á seinni hluta ísaldar fyrir um 700.000 – 100.000 árum.

ATH: Aðgengi að verkinu er ekki auðvelt.

Listamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir &                                               Matthías Rúnar Sigurðsson
Staðsetning: Varmá í Hveragerði
Ár: 2019
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Grágrýtisskúlptúr

Listaverkið:

Listaverkið er 12 tonna steinn úr grágrýti, fenginn úr Núpafjalli. Elísabet lét flytja steininn að bakka árinnar en myndhöggvarinn Matthías Rúnar Sigurðsson hjó sæti í hann. „Þetta er stóll sem stendur við Varmá og þú getur sest í hann ef þér líður illa, þá líður það hjá eins og áin“. segir Elísabet.
„Verkið fjallar um vináttusamband okkar og náttúrunnar. Og hvað náttúran vill segja okkur á viðkvæmum stundum. Og að okkur er óhætt að lifa með tilfinningum okkar”.
Verkið er tileinkað unglingum.

Listamaðurinn:

Elísabet lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1987. Að því loknu stundaði hún nám í kvikmyndahandritsgerð í höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur og lauk BA-prófi í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2008.
Elísabet hefur verið blaðamaður, baráttukona fyrir umhverfisvernd og forsetaframbjóðandi, og er þá fátt eitt talið. Hún er margverðlaunaður rithöfundur sem skrifar ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit, og hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Matthías Rúnar Sigurðsson útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013. Í upphafi ferils síns vann hann að mestu með teikningar en fór fljótt að hafa áhuga á höggmyndalist. Kveikjan að því var bók um elstu listaverk sögunnar sem flest voru unnin með þeim hætti. Matthías leiddi hugann að því ef þetta var hægt fyrir þúsundum ára, hvað væri þá hægt að gera í dag með þeirri tækni og áhöldum sem nútíminn hefur upp á að bjóða. Hann byrjaði að höggva út með hamar og meitil líkt og upprunalegu verkin höfðu verið unnin en það var tímafrek aðferð. Nú vinnur hann með rafmagnsverkfæri líkt og slípirokk og fræsara sem tekur mun styttri tíma.

Hugleiðing:

Það er fátt sem jafnast á við það að sitja í ró og hlusta á ána líða hjá. Fáið ykkur sæti og njótið vel.
Einnig gæti verið gott að leiða hugann að því hvar annars staðar er gott að vera á þar sem þið upplifið ykkur algerlega örugg.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað úr málmi, tré eða öðru efni eða höggvið í stein, þá oft kallað höggmynd.
Grágrýti: Smákornótt, miðlungsþétt og ljósgrátt basalt sem kom upp á yfirborð jarðar fyrir 3,3 milljónum ára eða minna. Grágrýti er að mestu hraun sem runnu á seinni hluta ísaldar fyrir um 700.000 – 100.000 árum.

ATH: Aðgengi að verkinu er ekki auðvelt.

Listamaður: Brynhildur Þorgeirsdóttir


Staðsetning: Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Ár: 2018
Grein: Skúlptúr

Listaverkið:

Árnesingur er skúlptúr af fjalli sem blasir við þegar komið er að Listasafni Árnesinga. Verkið er stórt og gróft en ákveðin mýkt er fólgin í fjólubláum göddunum sem tróna efst. Höfundur verksins, Brynhildur Þorgeirsdóttir, er myndlistarkona sem braut blað í höggmyndasögu Íslands með „pönkuðum“ verkum sínum en hún er þekkt fyrir að nota gadda í þeim. Hún vinnur mikið með gler og sand og notar einnig iðnaðarefni sem hún nýtir til að bergmála endurgera náttúruleg form sem birtast í verkum hennar á ævintýralegan en jafnframt jarðbundinn hátt.

Listamaðurinn:

Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona fæddist 1955 á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, Árnessýslu. List var vel liðin á heimilinu og hvatti móðir hennar hana til náms í myndlist með von um að hún yrði teiknikennari í framtíðinni. Brynhildur lærði við myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík. Eftir útskrift 1978 fór hún ekki að kenna myndlist, heldur hélt hún út til náms í Amsterdam, Kaliforníu í framhaldsnám. Hún fór einnig til Svíþjóðar þar sem hún nam glerlist og hefur það listform fylgt henni að miklu leyti síðan. Verkum hennar hefur verið lýst sem “pönkuðum” og herskáum/grófum en að eigin sögn er hún ljúf sveitastúlka; enda þótt glerbroddar séu í verkunum eru þeir alveg jafn meinlausir og hún sjálf.

Hugtök:

Pönk: Tónlistastefna sem kom fram á 8. áratug 20. aldar, þá einnig kallað ræflarokk. Pönk tónlistin einkennist af hrárri og einfaldri spilamennsku og jafnvel fölskum söng. Í kringum tónlistina þróaðist andfélagsleg menning sem birtist í lifnaðarháttum og klæðnaði ungmenna á þessum tíma en helstu einkenni þeirra voru rifinn fatnaður og áberandi hárgreiðslur, t.d. hanakambar.
Jarðbundin: Að vera í tengslum við jörðina og náttúruna, líkt og landslag og fjöll.

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Hugmyndir:

Í Bankastræti í miðbæ Reykjavíkur er lítið listasafn tileinkað pönkinu og er vert að kíkja þangað í næstu bæjarferð.
Í næstu fjöruferð gæti verið gaman að hafa Árnesinginn í huga og byggja sitt eigið líkan af honum og notast við steina og skeljar til að mynda gaddana á toppnum.

ATH: Aðgengi að verkinu er auðvelt.

Listamaður: Brynhildur Þorgeirsdóttir
Staðsetning: Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Ár: 2018
Grein: Skúlptúr

Listaverkið:

Árnesingur er skúlptúr af fjalli sem blasir við þegar komið er að Listasafni Árnesinga. Verkið er stórt og gróft en ákveðin mýkt er fólgin í fjólubláum göddunum sem tróna efst. Höfundur verksins, Brynhildur Þorgeirsdóttir, er myndlistarkona sem braut blað í höggmyndasögu Íslands með „pönkuðum“ verkum sínum en hún er þekkt fyrir að nota gadda í þeim. Hún vinnur mikið með gler og sand og notar einnig iðnaðarefni sem hún nýtir til að bergmála endurgera náttúruleg form sem birtast í verkum hennar á ævintýralegan en jafnframt jarðbundinn hátt.

Listamaðurinn:

Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarkona fæddist 1955 á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, Árnessýslu. List var vel liðin á heimilinu og hvatti móðir hennar hana til náms í myndlist með von um að hún yrði teiknikennari í framtíðinni. Brynhildur lærði við myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík. Eftir útskrift 1978 fór hún ekki að kenna myndlist, heldur hélt hún út til náms í Amsterdam, Kaliforníu í framhaldsnám. Hún fór einnig til Svíþjóðar þar sem hún nam glerlist og hefur það listform fylgt henni að miklu leyti síðan. Verkum hennar hefur verið lýst sem “pönkuðum” og herskáum/grófum en að eigin sögn er hún ljúf sveitastúlka; enda þótt glerbroddar séu í verkunum eru þeir alveg jafn meinlausir og hún sjálf.

Hugtök:

Pönk: Tónlistastefna sem kom fram á 8. áratug 20. aldar, þá einnig kallað ræflarokk. Pönk tónlistin einkennist af hrárri og einfaldri spilamennsku og jafnvel fölskum söng. Í kringum tónlistina þróaðist andfélagsleg menning sem birtist í lifnaðarháttum og klæðnaði ungmenna á þessum tíma en helstu einkenni þeirra voru rifinn fatnaður og áberandi hárgreiðslur, t.d. hanakambar.
Jarðbundin: Að vera í tengslum við jörðina og náttúruna, líkt og landslag og fjöll.

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Hugmyndir:

Í Bankastræti í miðbæ Reykjavíkur er lítið listasafn tileinkað pönkinu og er vert að kíkja þangað í næstu bæjarferð.
Í næstu fjöruferð gæti verið gaman að hafa Árnesinginn í huga og byggja sitt eigið líkan af honum og notast við steina og skeljar til að mynda gaddana á toppnum.

ATH: Aðgengi að verkinu er auðvelt.

Listamaður: Sigurjón Ólafsson
Staðsetning: Skógræktarreiturinn Hraunprýði, við vegamót Eyrarbakkavegar og Stokkseyrarvegar
Ár: Reist 1981
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Málmskúlptúr

Listaverkið:

Krían er málmskúlptúr sem stendur í skógræktarreit á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Verkið er 14 metra hátt og stendur hátt upp úr gróðrinum sem þar er og sést því víða að. Verkið samanstendur af ýmsum formum. Miðja þess er lóðréttur, þykkur málmur og út frá honum koma málmstangir með litlum kúlalaga formum við endana. Krían er reist til heiðurs Ragnari í Smára sem var ættaður frá Eyrarbakka en hann var mikill áhugamaður um list og styrkti marga listamenn með því að kaupa af þeim verk. Hann gaf hluta af listaverkasafni sínu til Alþýðusambands Íslands sem varð síðar að grunni Listasafns ASÍ. Ragnar gaf mikið til íslenskrar listar og á sannarlega skilið verk líkt og Kríuna sér til heiðurs. Krían var vígð 1981 í skógræktarreit sem móðir Ragnars gaf Eyrarbakkahreppi og skyldi hreppurinn koma upp höggmyndagarði í reitnum.

Listamaðurinn:

Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka árið 1908. Sína fyrstu leiðsögn í list fékk hann frá Ásgrími Jónssyni listmálara en síðar hjá Einari Jónssyni myndhöggvara. Hann hélt til Kaupmannahafnar í nám árið 1928 og sóttist honum námið svo vel að hann hlaut gull viðurkenningu frá skólanum fyrir eitt af verkum sínum árið 1930. Sigurjón kom heim eftir að stríðinu lauk en á meðan á dvöl hans stóð erlendis kynntist hann mörgum af framúrstefnulistamönnum Evrópu á þeim tíma. Þegar hann sneri heim var hann meðal brautryðjanda abstraktlistarinnar hér á landi. Í upphafi ferils síns vann hann flest sín verk í stein en eftir erfið veikindi í lungum þurfti hann að finna sér annan miðil því hann þoldi ekki steinrykið. Hann færði sig þá yfir í málm og við. Á síðari hluta starfsferils Sigurjóns urðu verk hans því mun léttari en einnig mun stærri.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Minnisvarði: Listaverk sem er gert til minningar um persónu eða viðburð sem á sögulegt gildi og ekki má gleyma.

Athugasemdir:

Aðgengi að verkinu er erfitt. Ekki er hægt að leggja bíl í þægilegri göngufjarlægð og engan slóða að sjá sem hægt væri að fylgja að verkinu.

Listamaður: Sigurjón Ólafsson
Staðsetning: Skógræktarreiturinn Hraunprýði, við vegamót Eyrarbakkavegar og Stokkseyrarvegar
Ár: Reist 1981
Grein: Skúlptúr
Undirgrein: Málmskúlptúr

Listaverkið:

Krían er málmskúlptúr sem stendur í skógræktarreit á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Verkið er 14 metra hátt og stendur hátt upp úr gróðrinum sem þar er og sést því víða að. Verkið samanstendur af ýmsum formum. Miðja þess er lóðréttur, þykkur málmur og út frá honum koma málmstangir með litlum kúlalaga formum við endana. Krían er reist til heiðurs Ragnari í Smára sem var ættaður frá Eyrarbakka en hann var mikill áhugamaður um list og styrkti marga listamenn með því að kaupa af þeim verk. Hann gaf hluta af listaverkasafni sínu til Alþýðusambands Íslands sem varð síðar að grunni Listasafns ASÍ. Ragnar gaf mikið til íslenskrar listar og á sannarlega skilið verk líkt og Kríuna sér til heiðurs. Krían var vígð 1981 í skógræktarreit sem móðir hans [Ragnars] gaf Eyrarbakkahreppi og skyldi hreppurinn koma upp höggmyndagarði í reitnum.

Listamaðurinn:

Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka árið 1908. Sína fyrstu leiðsögn í list fékk hann frá Ásgrími Jónssyni listmálara en síðar hjá Einari Jónssyni myndhöggvara. Hann hélt til Kaupmannahafnar í nám árið 1928 og sóttist honum námið svo vel að hann hlaut gull viðurkenningu frá skólanum fyrir eitt af verkum sínum árið 1930. Sigurjón kom heim eftir að stríðinu lauk en á meðan á dvöl hans stóð erlendis kynntist hann mörgum af framúrstefnulistamönnum Evrópu á þeim tíma. Þegar hann sneri heim var hann meðal brautryðjanda abstraktlistarinnar hér á landi. Í upphafi ferils síns vann hann flest sín verk í stein en eftir erfið veikindi í lungum þurfti hann að finna sér annan miðil því hann þoldi ekki steinrykið. Hann færði sig þá yfir í málm og við. Á síðari hluta starfsferils Sigurjóns urðu verk hans því mun léttari en einnig mun stærri.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Minnisvarði: Listaverk sem er gert til minningar um persónu eða viðburð sem á sögulegt gildi og ekki má gleyma.

Athugasemdir:

Aðgengi að verkinu er erfitt. Ekki er hægt að leggja bíl í þægilegri göngufjarlægð og engan slóða að sjá sem hægt væri að fylgja að verkinu.

Listamaður: Gunnfríður Jónsdóttir
Staðsetning: Strandakirkja við Engilvík í Selvogi.
Ár: 1940
Grein: skúlptúr
Undirgrein: höggmynd

Listaverkið:

Listaverkið Landsýn stendur við Strandakirkju við Engilvík í Selvogi, höggin í granít. Verkið var reist til minningar um sögu sjómanna sem lentu í slæmu veðri á leið sinni að landi. Dimmt var úti og veðrið svo vont að sjómennirnir óttuðust um líf sitt. Þeir tóku á það ráð að leggjast á bæn og hétu því að ef þeir myndu ná landi myndu þeir reisa þar kirkju með timbri sem þeir höfðu um borð. Við það birtist þeim ljós á landi sem vísaði þeim leiðina í öruggt skjól.
Listakonan Gunnfríður Jónsdóttir hafði heyrt þessa sögu og þegar hún sá Strandakirkju í fyrsta skipti var einmannaleikinn henni minnisstæður við upplifunina. Eftir að styttan kom heim, fullunnin frá Noregi, ákvað Gunnfríður að hún skyldi standa við hlið kirkjunnar til minnis um þessa sögu.

Listakonan: 

Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) var frá Kirkjubæ í Húnavatnssýslu. Hún fór 19 ára í Kvennaskólann á Blönduósi. Að því loknu lærði hún kjólasaum. Árið 1919 hélt hún til Stokkhólms þar sem hún vann fyrir efnaðar fjölskyldur og fékk fyrir það hátt kaup. Á leið sinni þangað kynntist hún Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og gengu þau í hjónaband árið 1924. Gunnfríður vann fyrir þeim báðum á meðan Ásmundur lauk námi. Þegar heim var komið bjuggu þau og störfuðu á Freyjugötu 41 en þar í dag er Ásmundasalur. Gunnfríður lést 1968 og var jarðsett í kirkjugarði Strandakirkju.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Hugmyndir:

Hvað heldur þú að ljósið hafi verið? Trúir þú á kraftaverk?

Listamaður: Gunnfríður Jónsdóttir
Staðsetning: Strandakirkja við Engilvík í Selvogi.
Ár: 1940
Grein: skúlptúr
Undirgrein: höggmynd

Listaverkið:

Listaverkið Landsýn stendur við Strandakirkju við Engilvík í Selvogi, höggin í granít. Verkið var reist til minningar um sögu sjómanna sem lentu í slæmu veðri á leið sinni að landi. Dimmt var úti og veðrið svo vont að sjómennirnir óttuðust um líf sitt. Þeir tóku á það ráð að leggjast á bæn og hétu því að ef þeir myndu ná landi myndu þeir reisa þar kirkju með timbri sem þeir höfðu um borð. Við það birtist þeim ljós á landi sem vísaði þeim leiðina í öruggt skjól.
Listakonan Gunnfríður Jónsdóttir hafði heyrt þessa sögu og þegar hún sá Strandakirkju í fyrsta skipti var einmannaleikinn henni minnisstæður við upplifunina. Eftir að styttan kom heim, fullunnin frá Noregi, ákvað Gunnfríður að hús skyldi standa við hlið kirkjunnar til minnis um þessa sögu.

Listakonan: 

Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) var frá Kirkjubæ í Húnavatnssýslu. Hún fór 19 ára í Kvennaskólann á Blönduósi. Að því loknu lærði hún kjólasaum. Árið 1919 hélt hún til Stokkhólms þar sem hún vann fyrir efnafjölskyldur / [efnaðar fjölskyldur] og fékk fyrir það hátt kaup. Á leið sinni þangað kynntist hún Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og gengu þau í hjónaband árið 1924. Gunnfríður vann fyrir þeim báðum á meðan Ásmundur lauk námi. Þegar heim var komið bjuggu þau og störfuðu á Freyjugötu 41 en þar í dag er Ásmundasalur. Gunnfríður lést 1968 og var jarðsett í kirkjugarði Strandakirkju.

Hugtök:

Skúlptúr: Þrívítt myndlistaverk mótað eða hoggið úr málmi, stein, tré eða öðru efni, oft kallað höggmynd.

Hugmyndir:

Hvað heldur þú að ljósið hafi verið? Trúir þú á kraftaverk?

Hönnun: Max Riley & Kristín Scheving.

Teikningar: Tomy Croze.

Textaskrif: Ásta Friðriksdóttir, listfræðingur.

Yfirlestur: Viktor Pétur Hannesson, listfræðingur.

Styrkt af: Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Nánari upplýsingar: listasafn@listasafnarnesinga.is