Sigurður Guðjónsson

Salur 1

14. september – 22. desember 2024

Á sýningunni frumsýnir Sigurður Guðjónsson nýja innsetningu í áframhaldandi rannsókn sinni á vídeó- og hljóðmiðlinum. Þar kannar hann áður óþekkta sjónræna möguleika í framsetningu á vídeó-efni og hljóði, þar sem samspil áhorfandans, verksins og rýmisins gegnir lykilhlutverki.

Sigurður Guðjónsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2022. Hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2018 fyrir sýninguna Innljós, sem samanstóð af vídeóinnsetningum í Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði.

Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka og samsýningum meðal annars í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Scandinavia House, New York, BERG Contemporary, Reykjavík, Frankfurter Kunstverein, Þýskaland, Arario Gallery, Beijing, Liverpool Biennial, England, Tromsø Center for Contemporary Art, Noregur, og Hamburger Bahnhof, Berlin.