
21. desember klukkan 14:00 Piotr Zbierski – Solid Maze

Vetrarsólstöðudans
21. desember, 15:03
Þegar dagsbirtan er lítil hjálpar hreyfing, tónlist og gleði til að lyfta okkur upp. Við bjóðum ykkur að dansa burt skammdegið á stysta degi ársins.
Njótum þess að kveðja veturinn með hressandi tónlist frá DJ SKE. Dansviðburðurinn er opinn öllum… börnum, foreldrum, ömmum, öfum og vinum.
Símar og upptökur verða bannaðar í dansrýminu. Verum saman í núinu og gleymum amstri dagsins um stund.

Ef ég væri birkitré
7. desember, 14:00
Verið velkomin á útgáfuhátíð þar sem við fögnum útgáfu á bókinni Ef ég væri Birkitré eftir Hildi Hákonardóttur.
Boðið verður upp á jurtate, veitingar, söng og tónlist.
Hildur Hákonardóttir mun kynna nýja bók sína; Ef ég væri birkitré, og segja frá tengslum sínum við birkitréð allt frá barnæsku.
