
7. febrúar 2026 klukkan 15:00 OPNUN FIMM SÝNINGA
Listamenn:
Bernard Khoury
Rebekka Kühnis
Hlynur Hallsson
Styrmir Örn Guðmundsson & Agata Mickiewicz
Jeannette Castioni
Myndlistin gegnir margvíslegu hlutverki. Stundum er hún spegill, þess megnugur að varpa ljósi á tíðarandann og okkur sjálf. Stundum er hún fegurðarleit. Stundum afhjúpandi kraftur sem hristir upp í því viðtekna – máttur til umbreytingar. Á sýningunum sem opna 7.2 fær listin notið sín í margbreytileika sínum en sköpun sem hreyfiafl er í forgrunni. Sex listamenn úr ólíkum áttum, sem skoða meðal annars vald, rými, minni og ábyrgð frá ólíkum sjónarhornum, umbreyta list í aðgerð, gagnrýni og vettvang fyrir samtal um samtímann. Hér verður safnið ekki griðarstaður notalegrar fortíðarþrár, ekki skjól frá hversdagslegum eða pólitískum áskorunum nútímans heldur rými til að mæta þeim, íhuga þær vandlega og öðlast endurnýjaða sýn.

Vídeóhorn 7. febrúar klukkan 15:00
Augnablik jökuls (2024)
8 mínútur
Augnablik jökuls (2024) er vídeóverk sem beinir sjónum okkar að jökulefni frá Sólheimajökli í gegnum smásjá og gamalt íslenskt þjóðlag, Lóuvísur.. Myndin býður upp á nýtt sjónarhorn á bráðnunina og flytur áhorfandann inn í jökulinn – og allt það efni sem hann ber með sér.
Alberte Parnuuna & Antonía Bergþórsdóttir, Íris María Leifsdóttir & Vikram Pradhan
Listamennirnir Antonía Bergþórsdóttir, Íris María Leifsdóttir, Vikram Pradhan og Alberte Parnuuna skoða jökulís og jökulleir frá Sólheimajökli með smásjá til að afhjúpa hvað leynist í ísnum.
Sermit | Jöklar er þverfaglegt samstarf sem varpar ljósi á áhrif bráðnunar jökla og loftslagsbreytinga. Listamennirnir hafa ferðast fram og til baka til Grænlands og Íslands frá árinu 2023.
www.siorssuk.com | www.irisleifs.is | www.antoniaberg.is | www.vikrampradhan.cargo.site

21. desember klukkan 14:00 Piotr Zbierski – Solid Maze

Vetrarsólstöðudans
21. desember, 15:03
Þegar dagsbirtan er lítil hjálpar hreyfing, tónlist og gleði til að lyfta okkur upp. Við bjóðum ykkur að dansa burt skammdegið á stysta degi ársins.
Njótum þess að kveðja veturinn með hressandi tónlist frá DJ SKE. Dansviðburðurinn er opinn öllum… börnum, foreldrum, ömmum, öfum og vinum.
Símar og upptökur verða bannaðar í dansrýminu. Verum saman í núinu og gleymum amstri dagsins um stund.

Ef ég væri birkitré
7. desember, 14:00
Verið velkomin á útgáfuhátíð þar sem við fögnum útgáfu á bókinni Ef ég væri Birkitré eftir Hildi Hákonardóttur.
Boðið verður upp á jurtate, veitingar, söng og tónlist.
Hildur Hákonardóttir mun kynna nýja bók sína; Ef ég væri birkitré, og segja frá tengslum sínum við birkitréð allt frá barnæsku.
