Gullkistan 20 ÁR

19. júlí – 20. september 2015

Ben Valentine

Í tuttugu ár hefur Gullkistan verið innblástur og sam­ félag hundraða listamanna víðsvegar að. afmælinu er fagnað með þessari sýningu, með nýjum verkum nokkurra þeirra skapandi, ólíku og sérstöku listamanna sem Gullkistan hefur fóstrað og stutt undir stjórn stofnendanna; myndlistarmannanna Öldu Sigurðar­dóttur og Kristveigar Halldórsdóttur.

Laugarvatn á sér listræna sögu áður en skapandi starf Gullkistunnar hófst. Þórarinn B. Þorláksson, einn frumherji íslenskrar myndlistar dvaldi þar löngum og málaði á efri árum og nóbelsskáldið Halldór kiljan laxness var líka einn margra listamanna sem sótti Laugarvatn heim. Fyrsta listahátíð Gullkistunnar árið 1995 var framhald þessarar sögu og laðaði yfir 130 listamenn að Laugarvatni sem unnu þar að uppsetn­ingu verka sinna. Á tíu ára afmælinu, árið 2005, var aftur efnt til listahátíðar og í þetta sinn flykktust yfir 145 listamenn til laugarvatns og breiddu úr sér um svæðið, inn í skóla, veitingahús, leikfimisal, sundlaug og utandyra. Miðstöð hátíðanna var Héraðsskólinn, hin þekkta bygging Guðjóns Samúelssonar. til urðu hátíðir þar sem hvers kyns sköpun fékk að njóta sín: lifandi og öflug myndlist, tónlist og ritlist þar sem bæði mátti skynja íslensk og erlend menningaráhrif. Úr þessum tveimur tilkomumiklu hátíðum spratt hugmyndin að dvalarstað skapandi listamanna sem fékk heitið Gullkistan – miðstöð sköpunar. Á síðast­ liðnum sex árum hefur Gullkistan hýst ríflega tvö hundruð dvalargesti og verið samastaður fjölbreyttrar tjáningar og skapandi samfélags.

Á sýningunni Gullkistan: 20 ár eru verk tuttugu og fjögurra listamanna frá átta löndum sem sýna fjöl­ breytileika og gæði þátttakenda þessi tuttugu ár. Hún sýnir hvernig Gullkistan snerti við og veitti hverjum og einum innblástur og hvernig þeir skildu eftir sig varanleg spor.

Ég kom fyrst til dvalar hjá Gullkistunni árið 2012. Eftir tveggja ára vinnutörn í listageiranum í Brooklyn nY, hafði ég þörf fyrir að dvelja á rólegum stað í fögru umhverfi til þess að hreinsa hugann. Mögnuð náttúra Íslands og hljóðlátur dvalarstaðurinn stóðst væntingar mínar. Ég sneri aftur þangað sem sjálfboðaliði árið 2014 og í framhaldinu var mér falið að vera sýningar­ stjóri þessarar sýningar.

Það sem heillar mig venjulega mest við sýningar­ stjórn er að móta hugmynd, sem er bæði heildræn og vitsmunalega örvandi, áður en ég leita uppi listamenn sem best falla að hugmyndinni. sú nálgun var fjarri aðdraganda þessarar sýningar. Þar sem um var að ræða yfir 300 ólíka listamenn varð ég að byrja á því að skoða hvað þeir væru að fást við og leita þar að sam­ nefnara eða þema. Við þá vinnu spurði ég sjálfan mig stöðugt hvernig ég gæti á heiðarlegan hátt endur­ speglað stofnun með svo ríka sögu sem nær til svo marga listamanna og fjölbreyttrar starfsemi. Hvaða hugmynd, þemu eða viðfangsefni gætu endurspeglað fjölbreytni og sköpunargleði Gullkistunnar? staðsetning Gullkistunnar á Laugarvatni er á mótum sögulega og landfræðilega merkilegra staða og þar sem margir skapandi einstaklingar hafa átt leið um. Þessi sýning þurfti að ná utan um það.

Á sýningunni Gullkistan: 20 ár eru verk tuttugu og fjögurra listamanna frá átta löndum: vídeó, málverk, ljósmyndir, skúlptúrar, innsetningar, tónlist og textíll. Þó að innblástur og útfærsla sé mismunandi er það Gullkistan sem tengir listamennina saman. Því meira sem ég hugsaði um gildi sýningarinnar, því sann­ færðari varð ég um að verk eftir stofnendurna, Öldu og Kristveigu yrðu að vera með í sýningunni. Í fyrstu voru þær á móti þeirri hugmynd; þær vildu hylla lista­menn sem höfðu tekið þátt í hátíðunum eða dvalið í miðstöðinni, en ekki sig sjálfar. Þrátt fyrir neitun í byrj­un samþykktu þær að lokum að taka þátt og það eru þeirra verk sem taka á móti gestum sýningarinnar. staðbundin innsetning Öldu, Laugarvatn, framan við safnið kallar fram fjarveru hennar í safninu með fót­ sporum sem stefna til laugarvatns. Þetta er huglægt og líkamlegt látbragð; far hennar á staðnum og far laugarvatns á listamönnum sýningarinnar. Verk Kristveigar, Viðkvæmt landslag, er lokkandi, stórt silkiprent af íslenskum dal og á. Með nokkrum einföld­ um aðgerðum svo sem speglun hefur ljósmynd verið aðlöguð abstrakt málverki. snjór, vatn, steinar og mosi eru litir Kristveigar sem notar þá líkt og málningu fyrir heillandi refil. Þetta ferli býður áhorfandanum upp á nánari skoðun, vilji hann reyna að ganga úr skugga um hvar ljósmyndin er tekin.

Alda og Kristveig hafa mótað nærandi og skapandi rými þar sem allir eru velkomnir. Gullkistan er helguð skapandi og frjálsri tjáningu án takmarka og þess vegna hefur starfsemin verið farsæl. að pakka þessu öllu inn í einfalt þema væri að gera lítið úr hinu lifandi ferli og myndi ekki endurspegla kjarna Gullkistunnar. Þar sem ég er ekki fyrir ringulreið og sýningar þar sem allt er leyfilegt vildi ég finna leið til þess að endur­ spegla Gullkistuna bæði á heiðarlegan og fallegan hátt. Mig langaði til að ná utan um hráu orkuna og fjölbreytileikann eins vel og ég gæti á sjónrænan, áhrifaríkan og aðlaðandi hátt. Því breytti ég um stefnu og leitaði uppi frábær verk meðal þeirra fjölbreyttu og hæfileikaríku listamanna sem tengst hafa starfseminni. Gullkistan: 20 ár, er ekki yfirlitssýning, heldur tæki­ færismynd af listamönnum sem hafa verið þátttakend­ur í Gullkistunni og eru enn virkir í listsköpun. sá sem leitar að heildstæðu þema í sýningunni verður líklega fyrir vonbrigðum.

Ferðamenn tala af andakt um háleita fegurð íslensks landslags sem er sannarlega aðdráttarafl margra þeirra alþjóðlegu listamanna sem sækja Gullkistuna heim. Óneitanlega sérðu áhrif frá náttúru Íslands í sýningunni en hún viðheldur ekki þeirri staðalmynd. Hið volduga eldfjall, Hekla, sem blasir við á Laugarvatni er jafnmikill miðpunktur fyrir Gullkistuna sem þorpið. Laugarvatn er áfangastaður sem veitir margslunginn innblástur og hefur áhrif. náttúran er þar aðeins einn liður. samt sem áður eru á sýningunni litir sem eru svo dæmigerðir fyrir íslenska náttúru, fallega ísbláir eins og sjá má í kraftmiklum hálf­abstrakt málverkum eftir Joan Pearlman, Ericu kremenak og Gabriellu Vitollo. Með því að leggja áherslu á lit og með því að óhlut­ gera viðfangsefnið fanga þessir listamenn þá hráu orku sem felst í landslaginu. Endalausa fjölbreytni af mosagrænum lit má sjá í tveimur stórum abstrakt olíumálverkum Hjartar Hjartarsonar.

Næmi fyrir þunglyndislegu og dularfullu andrúms­ lofti er alkunnugt íslenskt fyrirbæri og það er að finna í mörgum verkanna. Linda Buckley skrifaði tónverkið Hekla meðan hún horfði á eldfjallið en var jafnframt innblásin af gömlum gelískum ljóðum um ást og missi. ljósmyndir Keiko Kurita og Lilian Day thorpe og einnig málverk Soffíu Sæmundsdóttur búa yfir dular­ fullri kennd. samt sem áður er birtan í þessum verkum notuð til þess að skapa vettvang sögunnar, en hún er ekki viðfangsefnið. Þessi málverk og fleiri eru innblásin íslensku landslagi en þetta er ekki sýning um náttúru. Alexandra Strada hefur tekið einlægar og á stundum bráðfyndnar ljósmyndir af Íslendingum nútímans. Anika Steppe og Anne Carlin skrá hefðbundið íslenskt bökunarferli. Í vídeólist vefa þær saman náttúrusýn, hefðbundið bökunarferli og lifnaðarhætti nútímans. Á aðgengilegan hátt sýna Steppe og Carlin Ísland nú­ tímans, náttúru og samfélag. Strada dregur upp glögga lýsingu á daglegu lífi á Íslandi sem er langt frá því að vera rómantísk mynd af óbyggðum.

Skúlptúrar Eyglóar Harðardóttur, Málverk, bjóða einnig upp á sérstaka leið til íhugunar og samskipta við umhverfi okkar, ekki bara landslagið. Með því að nota litað plastefni og bjarta málningu í skúlptúrum sínum býður Eygló okkur skúlptúra sína sem óvænta linsu til þess að horfa á umheiminn. Þeir nýtast í senn til leiks og rannsókna án skurðgoðadýrkunar á náttúr­ unni. stórt málverk Hörpu Árnadóttur, Yfirborð minninganna, er einfaldlega sprungið málverk. Þetta fram­ vinduverk er klassískt módernísk verk um efniseigin­ leika málningar. Hins vegar gefur verkið einnig til kynna ís, snjó og freðmýri í töfrandi smáatriðum. Þetta eru einmitt átök og hliðstæður sýningarinnar Gullkistan: 20 ár. skemmtilegar teikningar Catherine Ludwig fanga fall steins. kom hann úr eldfjalli eða barnshönd? Hvar mun hann lenda? Þessar einföldu teikningar veita þá ánægju að ímynda sér söguna á bak við þær og skoða vandvirkar línur þeirra. Það var kaldhæðnislegt að söru Björnsdóttur var gefin bók um Origami skömmu eftir að hún hafði áttað sig á því að hún væri ekki sú manngerð sem væri fyrir viðkvæm og athygl­ iskrefjandi handverk. Í stað þess að brjóta saman eitt­ hvað af nákvæmum sköpunarverkum bókarinnar, ákvað hún búa til sína eigin „Origami snjóbolta“. Hvernig báðir þessir listamenn nota einfaldar og glettnar athafnir sýnir hvernig hugur okkar skynjar verknaðinn fremur en form þeirra. aðalatriðið í ljósmyndum Alfredo De Stéfano og Jösnu Bogdanovska sem og í vídeói Virginiu Griswold er samtímalegt viðfangsefni en íslenskt landslag er í bakgrunni. Verk De Stefano og Griswold falla mjög að „landart“ ­hugmyndafræðinni sem fang­ ar samspil listamannsins við umhverfið. Bæði leggja áherslu á einfalt látbragð sem dregur athygli að birtu og lit á meðan verk Bogdanovska er flóknara og frá­ sagnarlegra að umfangi. Bogdanovska notar land­ fræðilega sérstöðu Íslands, mót tveggja landfleka, sem hugmyndafræðilegt rými til þess að kanna fram­ andleika og innflytjendamál. Þar sem Bodanovska hefur búið hálfa ævi sína í Bandaríkjunum en er fædd og uppalin í Makedóníu, er myndlíking hennar áhrifa­ rík. Ísland býr yfir ríkri frásagnarhefð og suðurland er vettvangur margra fornra sagna. Listamannstvíeykið Raom og Loba og einnig soffía spinna samtímasögur, en eru án vafa undir áhrifum þessara íslensku hefða. ljósmyndir Raom og Loba frá Íslandi fjalla um könnun útlendinga á framandi landslagi. svo virðist sem allar greinar sem fjalla um Ísland í Bandaríkjunum nefni álfa og þá er líka hér að finna. ljósmyndir Hlyns Hallssonar eru eins konar ferðadagbók en eru fjarri því að vera frásagnarskáldskapur eða goðsögur í eðli sínu. Á fimm ára tímabili ferðalaga fangaði Hlynur hversdagsleikann og á myndirnar setur hann texta á íslensku, þýsku og ensku. Örsögurnar eru andstæður stórra frásagna en opna frekar augu okkar fyrir persónulegum og einföld­ um hugleiðingum hans um daglegt líf á ferðalagi um mörg lönd. innsetning Kristínar Reynisdóttur táknar hina helgu geómetríu „lífsblómsins“ sem er að finna innan margra trúarbragða heimsins. Verkið er framhald verks sem hún vann fyrir listahátíðina árið 1995 og endur­speglar þannig þá sköpun og ástríðu sem hefur undið upp á sig í gegnum árin út frá Gullkistunni.

Í sér rými eru ljósmyndir sem skrásetja fyrstu tvær hátíðirnar og aðrar heimildir um virkni Gullkistunnar, sögu hennar og ætlunarverk. Grunninn að dvalarstaðnum Gullkistan – miðstöð sköpunar voru listahátíðarnar sem samanstóðu af ótrúlegum fjölda verka á hinum ýmsu stöðum. ljósmyndirnar og aðrar heimilidir fanga frábæra óreiðu þessarra hátíða. Heim­ildirnar ná jafnframt til fjölmargra annarra viðburða Gullkistunnar. líkt og á sýningunni er hér aðeins skautað yfir þá listsköpun og hæfileika sem flætt hafa um Gullkistuna. að sýna allt sem Gullkistunni viðkem­ ur síðastliðin tuttugu ár er ómögulegt.

Gullkistan: 20 ár sýnir okkur að Gullkistan er virkt afl, drifin áfram af gnótt viðfangsefna og frásagna. saga Gullkistunnar bergmálar út á við frá hundruðum lista­ manna víðsvegar að úr heiminum sem eru innblásnir af veru sinni á Laugarvatni. Ég hvet þig til að nýta eigin sköpunargáfu og ímyndunarafl þegar þú skoðar sýninguna og vona að þú njótir hennar.

Sýningarstjóri:

Ben Valentine BNA / USA

Ben (1989) er sjálfstætt starfandi rithöfundur og sýningarstjóri sem hefur rannsakað víða um heim með hvaða hætti tækni, list og stjórnmál fléttast saman Hann hefur meðal annars skrifað og starfað fyrir SXSW, Salon, SFAQ, Hyperallergic, VICE og The New Inquiry. Ben hefur verið sýningarstjóri nokkurra sýninga, þar á meðal World’s First Tumblr Art Symposium í New York, Global Space fyrir Nútímalistasafn- ið í Indianapolis og Unmasking the Network fyrir A Simple Collective í San Francisco. Ben starfar nú í Kambodíu.

Listamenn:

Alda Sigurðardóttir / Ísland

Alda (1960) lærði tískuteikningu í París (1985) og lauk síðan námi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Alda hefur sinnt margvíslegum störfum við hönnun og í leikhúsi, stjórnað viðburðum og rekið eigin fyrirtæki. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar hér heima og erlendis. Alda rak ásamt öðrum alþjóðlega sýningarstaðinn GUK (1999-2006), hélt útisýninguna Ferjustað á Selfossi (2009) og er annar stofnandi og stjórnandi Gullkistunnar. Alda hefur sinnt ýmsum félagsstörfum og setið m.a. í stjórnum Nýlistasafnsins og Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Jasna Bogdanovska BNA / USA

Jasna (1978) er ljósmyndari, kennari og forfallin ferðakona sem kannar ólíka menningarheima. Hún rannsakar málefni kvenna, menningar og trúarbragða, fortíðarþrá og það að tilheyra með því að nota ýmiss konar miðla á borð við ljósmyndun, innsetningu og vídeó. Hún sýnir verk sín víða um heim á einkasýningum og samsýningum. Hún er fastráðinn aðstoðarprófessor í ljósmyndun við Monroe Community College og forseti Félags ungra atvinnuljósmyndara sem kenna sig við Eastman og tilheyra samnefndu ljósmynda- og kvikmyndasafni Eastmans í Rochester í New York. Jasna fæddist og ólst upp í Makedóníu.

Linda Buckley / Írland

Linda (1979) er tónskáld sem býr í Dublin. Tónlist hennar hefur verið lýst sem „næmri“ (Gramophone) og sem „sér- kennilegri og fallegri“ (Boston Globe) líkt og „tignarlegum jökli“ (RTÉ Ten) þar sem „spennandi safn verka markar henni sess í framvarðasveit yngri kynslóðar írskra tónskálda (Journal of Music). Verk hennar hafa verið flutt af symfóníuhljómsveit breska ríkisútvarpsins (BBC), symfóníuhljómsveit Dresden, Crash Ensemble, Fidelio Trio og á alþjóðlegum tónlistarhá- tíðum. Linda var „RTÉ lyric fm Composer in Residence“ frá 2011-13. Að loknu námi við UCC og Trinity College kennir hún nú við þann síðarnefnda í Dublin.

Alfredo De Stéfano / Mexíkó

Alfredo (1961) fæddist í Mexíkó í miðri eyðimörkinni. Hann hefur ástríðu fyrir landslagi, einkum eyðimörkinni sem hann hefur ferðast um ótal sinnum. Hann hefur haldið margar einkasýningar og samsýningar og verk hans hafa verið sýnd í fimm heimsálfum, þar á meðal París, Sao Paulo, New York, Washington, Madrid, Bogota og Buenos Aires. Hann hefur verið meðlimur í National System of Creators frá 2008.

Eygló Harðardóttir / Ísland

Eygló (1964) lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi frá AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í Hollandi. Árið 2014 lauk hún MA gráðu við list- kennsludeild Listaháskóla Íslands með rannsóknarritgerðinni „Listaverk gefur vísbendingar um þrívíða nálgun í litanámi”. Eygló hefur undanfarið fengist við samsett málverk sem oft eru óhlutbundnir skúlptúrar, staðbundin verk unnin inn í rými ásamt myndbandsverkum. Í verkum sínum skoðar hún mörk málverksins í samspili við rými og áhorfendur. Eygló hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna.

Virginia Griswold BNA / USA

Virginia (1981) lauk meistaranámi frá myndhöggvara- og glerlistadeild Alfred-háskólans í NY árið 2011 og bakkalár- gráðu frá Virginia Commonwealth háskólanum árið 2004. Árið 2009 fékk hún Arts Council Re-Grant styrk frá Brooklyn og árið 2011 var henni boðin námsdvöl í Cité Internationale des Arts í París á vegum Alfred-háskólans. Hún er nú að- stoðarprófessor við Austin Peay State háskólann í Tennessee.

Harpa Árnadóttir / Ísland

Harpa (1965) er þekkt fyrir málverk sín, bæði þau sem hún kallar „sprungumálverk“ og þau sem hún gerir með vatnslit- um. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, flutti síðan til Svíþjóðar og nam við Valand listaháskólann í Gautaborg. Verk Hörpu hafa verið sýnd víða og eru í eigu margra safna í Evrópu. Þau voru valin til sýningar á fyrsta Gautaborgartvíæringnum, á Momentum og sjötta norræna tvíæringnum í samtímalist í Moss í Noregi.

Hjörtur Hjartarson / Ísland

Hjörtur (1961) lauk námi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996 og stundaði nám í teiknideild Háskólans í Granada á Spáni 1996-1997. Hjörtur fæst við liti og form úr náttúrunni sem hann sækir yfirleitt í lítinn dal í nágrenni Reykjavíkur sem hefur tengst honum frá unga aldri. Í dalnum ríkir mikil litadýrð vegna fjölbreytileika í gróðurfari, um hann rennur á og þar eru vötn og tjarnir. Á kyrrum dögum speglast umhverfið í vatnsfletinum og það glittir í botngróðurinn. Verk Hjartar eru reglulega til sýnis bæði hér á landi og erlendis.

Hlynur Hallsson / Ísland

Hlynur (1968) býr og starfar í Hannover og á Akureyri. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands, FH Hannover, HfbK Hamburg og Kunstakademie Düsseldorf. Frá árinu 1999 hefur Hlynur kennt við Myndlistaskólann á Akureyri og Listaháskóla Íslands. Hlynur rannsakar hugtök eins og heimsvaldastefnu, landamæri þjóða og menningar í heimi hnattvæðingar og samskipti ólíkra menningarheima.

Erica Kremenak BNA / USA

Erica (1956) lauk bakkalárgráðu í fagurlistum frá Iowa háskólanum og nam skúlptúr og málaralist við San Francisco háskólann og San Francisco Art Institute. Hún býr nú í Oakland, Kaliforníu og vinnur ýmist við málverk, ljósmyndun eða hönnun.

Kristin Reynisdóttir / Ísland

Kristín Reynisdóttir (1961) stundaði nám við Akademie der Bildenden Künste í Düsseldorf í Þýskalandi, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum. Kristín hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Þýskalandi, Noregi og Finnlandi. Hún er meðlimur í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Nýlistasafninu. Hún hefur hlotið nokkra styrki, þar á meðal frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, styrk fyrir skandinavíska listamenn auk þess að hljóta listamannalaun.

Kristveig Halldórsdóttir / Ísland

Kristveig (1964) er annar af tveimur stofnendum og stjórnendum Gullkistunnar. Hún er jafnframt myndlistarmaður og kennari í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi frá listaháskólanum í Osló árið 1998 með sérhæfingu í textílmyndlist og notkun handgerðs pappírs og plöntutrefja sem hún hélt áfram að nota eftir að hún sneri aftur til Íslands. Myndlist Kristveigar hefur smám saman þróast yfir í notkun annarra miðla og aðferða, einkum ljósmynda og tölvumyndvinnslu en með áframhaldandi tengingu við textíl.

Keiko Kurita / Japan

Keiko ((1975) er japanskur ljósmyndari með meistaragráðu í myndlist og miðlun frá Goldsmiths í London. Verk hennar snúast um að raungera hugmyndina um að það sé skáld- skapur í sannleikanum ef maður trúir því. Hún hefur sýnt myndraðir um þetta þema á einkasýningum í Tokyo, Reykjavík og London.

Catherine Ludwig / Austurríki

Catherine (1976) starfar og býr í Vín. Hún er „transmedia“ listamaður sem fer út fyrir mörk hefðbundinna hindrana ólíkra listmiðla. Catherine lagði stund á grafíska hönnun í Nürnberg í Þýskalandi og „transmedia“ list í Vín við Universität für angewandte Kunst í Vín. Hún hefur dvalið á mörgum listavinnustofum og haldið sýningar í Taiwan, Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu, Bandaríkjunum og Íslandi. Galerie Reintaler í Vín er umboðsgallerí Catherine Ludwig.

Joan Perlman BNA / USA

Joan er búsett í Los Angeles. Hún hefur sýnt málverk sín og vídeóverk á ýmiss konar vettvangi í Bandaríkjunum og víðar. Þar á meðal má nefna Fringe Exhibitions í Los Angeles; Wave Hill í New York; Tufts University Arts Museum í Boston; Long Beach Museum of Art í Kaliforníu og Hafnarborg í Reykjavík. Árið 2014 hlaut Joan styrk úr Amerísk-skandinavíska sjóðnum fyrir skapandi listir og Puffin-sjóðnum fyrir ljósmyndir.

Raom & Loba / Frakkland

Raom (1962) nam myndlýsingu við Escuela de Bellas Artes í Buenos Aires. Loba (1972) er grafískur hönnuður og nam við París VIII háskólann. Þau hafa unnið að gerð ljósmyndaraða frá árinu 1998 en hafa einnig gert teikningar, ætingar, skúlptúra og vídeóverk. Verk þeirra hafa verið sýnd víða um heim. Hver ljósmynd er brot af langri sögu og varpar ljósi á afmarkaðan hluta mannlegs eðlis með því að gera þann hluta sýnilegan á táknrænan hátt.

Sara Björnsdóttir / Ísland

Sara (1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Chelsea College of Art and Design í London. Hún býr og starfar í Reykjavík. Margræð verk Söru endurspegla upplifun hennar á daglegu lífi þar sem hún notar gjörninga, ljósmyndir og vídeó en rannsakar einnig ytra umhverfi sitt af gaumgæfni. Um leið og hún afhjúpar sjálfa sig stöðugt í list sinni gefur hún okkur á hljóðlátan hátt leyfi til að horfast í augu við fegurð okkar jafnt sem mistök.

Soffía Sæmundsdóttir / Ísland

Soffía (1965) útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ 1991, lauk meistaragráðu í málun frá Mills College í Kaliforníu 2001-3 og kennsluréttindum frá LHÍ 2010. Hún hefur staðið fyrir ótal sýningum, tekið þátt í samsýningum, rekið vinnustofu og kennt myndlist um árabil. Hún hefur auk þess tekið þátt í félagsstörfum myndlistarmanna m.a. sem formaður og í sýningarnefnd félagsins Íslensk grafík. Verk hennar eru í eigu fjölmargra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á alþjóðlegum sem innlendum vettvangi og verið valin til þátttöku á sýningum fyrir Íslands hönd.

Anika Steppe and Anne Carlin BNA / USA

Anika (1991) og Anne Carlin (1990) komu til Íslands veturinn 2014 og dvöldu á tveimur listavinnustofum. Meðan á dvölinni á Gullkistunni stóð unnu þær saman að stuttmynd sem ber heitið „Total Time“ (ísl. Frá upphafi til enda). Anika vinnur aðallega með ljósmyndir en Anne á sviði heimildamyndagerðar. Þær eru báðar búsettar í Brooklyn í New York.

Alex Strada BNA / USA

Alex (1998) er ljósmyndari búsett í New York. Verk hennar hafa verið sýnd í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu, Mexíkó og á Íslandi, þar sem hún sótti ljósmyndanámskeið m.a. hjá Mary Ellen Mark. Alex hefur sagt að „ljósmyndun er mikilvægt tæki til þess að hægja á sér, líta í kringum sig og hugsa um tilveru okkar“. Hún stundar nú meistaranám við Columbia háskólann.

Lilian Day Thorpe BNA / USA

Lilian (1991) lauk BFA-prófi frá Pratt Institute í New York árið 2014 með láði. Ljósmyndir Thorpe eru stafræn samklipp gerð í myndvinnsluforriti en byggð á hennar eigin upprunalegu ljósmyndum. Útkoman er ímyndað landslag sem virðist meira í ætt við málverk en ljósmyndir. Hún leitast við að kalla fram sams konar áhrif „handmálunar“ í ljósmyndum sínum og ljósmyndarar í lok 19. aldar. Næstkomandi haust mun Thorpe hefja meistaranám í listasögu við Pratt Institute.

Gabrielle Vitollo BNA / USA

Gabrielle (1989) lauk BFA-prófi frá Maryland Institute listaháskólanum árið 2012. Hún hefur dvalið á nokkrum listavinnustofum og hefur tvisvar hlotið styrk úr sjóði Elizabeth Greenshields. Hún hefur meðal annars haldið einkasýningar í Well Point í Philadelphia (2013), MICA Gateway Gallery í Baltimore (2011) og MADWAL Gallery í New York í Banda- ríkjunum (2014). Hún mun hefja meistaranám við New York Steinhardt-háskólann haustið 2015.

Hér er hægt að hlaða niður sýningarskránni sem pdf.: