Hringiða

Lilja Birgisdóttir · Katrín Elvarsdóttir · Eeva Hannula Hertta Kiiski · Marko Mäetamm · Tiina Palmu

24. maí – 6. júlí 2014

Mari Krappala

Hringiða er innsetning með hljóði og mynd sem tekur á mörkum – raunverulegum og ímynduðum. Verkið leitar uppi tilefni, athafnir og hugsanir sem skella okkur í baklás og leiða til þess að við glötum ímyndunaraflinu þegjandi og hljóðalaust. Frásögnin færist frá þessum ógöngum yfir í möguleg átök við aðra eða sjálfsskoðun. Verkið leiðir okkur að mörkum hringhreyfinga sem fylgja snúningi jarðar.

Fuglar sofa allt um kring.

Vængjaþytur í myrkrinu

og hreyfing: skyndileg

óviðbúin.

Skerandi hljóð.

Gargað í himninum,

loftið rifið á hol með hvössum klóm.

Þegar birtan þrýstir sér í gegnum augnlokin

hafa fuglarnir

sig á brott.


Ör nötra í loftinu.

(Jaakko Hämeen-Anttila 2007)¹

Hringiða er svæði afmarkaðrar, flæðandi hringhreyfingar sem hverfist í sömu átt og jörðin.

Þetta birtist alla jafna sem hvirfilvindar sem snúast inn á við og andsælis á norðurhveli en réttsælis á suðurhveli jarðar. Því er vindhraðinn, í hlutfalli við yfirborð jarðar, mestur austan megin fellibyls sem leitar norður en vestan megin fellibyls sem leitar suður, þessu er svo öfugt farið á suðurhveli. Hverfilhreyfing sem þessi er oft kölluð contra solem, á móti sólu.

Raunveruleg og ímynduð mörk

Þegar allar útgönguleiðir eru lokaðar læra bæði dýr og menn að draga sig í hlé í stað þess að flýja eða berjast.²

Julia Kristeva fjallar um úrkast (e. abject), sem er svipuð upplifun og óhugnaður eða andstyggð. Úrkastið lýtur ekki rökum skilgreiningar. Það skapar ástand sem einkennist af óöryggi og hvikulleika. Úrkast virðir ekki mörk og það ógnar sjálfsverunni. Úrkast liggur á mörkunum og er þannig bæði heillandi og hræðilegt.³ Innsetning Marko Mäetamms samanstendur af nokkrum litlum hryllingssenum, nagdýrabúrum með uppstillingum af heimilisofbeldi úr smádóti úr dúkkuhúsi. Búrin tákna myrkar hliðar lífsins. Tónninn er átakanlegur og sláandi.

Mäetamm vill meina að þessi litlu, sætu leikföng líti út fyrir að vera enn dúllulegri innan í búrunum, þótt senurnar einkennist af ofbeldi og hryllingi.en búrin eru upplýst. Úrkast, sem ferli sem skilgreinir mörkin milli þess innra og ytra, má skilja sem rúmfræðileg hugtak. Inn á milli, samsett og tvírætt úrkast virðir ekki mörk, kerfi eða reglur.Búr Mäetamms standa ekki stöðug á stöllum heldur hanga þau neðan úr loftinu, laus og jafnvel ögn á hreyfingu.

Svið úrkasts er staðurinn þar sem sjálfsveran klofnar. Úrkast gefur til kynna sjálfsveru sem staðsetur og fjarlægir sig í sífellu og villist þannig í stað þess að ná áttum, í stað þess að langa, tilheyra eða afneita … í stað þess að spyrja um tilvist sína spyr viðkomandi sig um stað sinn: „Hvar er ég?“ en ekki „Hver er ég?“.Verk Mäetamms tekur á aðstæðum og tímum þegar við erum við það að missa tökin. Þetta eru óljós mörk milli tvennskonar hugarástands – jafnvægis og ójafnvægis milli sjálfstæðra eininga í lífi okkar. Við trúum því að við munum ekki finna okkur í ákveðnum aðstæðum vegna þess að við kunnum að bægja þeim frá eða halda þeim utan seilingar. Þangað til við virkilega lendum í þeim.

Heimilið sem yfirráðasvæði spilar mikilvægt hlutverk í verkum Mäetamms. Heimilið er tvíbentur staður. Það er talið vera sá staður sem veitir okkur öryggi og skjól, staður þar sem við getum slakað á. Á sama tíma getur heimilið verið vettvangur fyrir bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi, skelfilega glæpi, hrylling og ótta.Þegar öllu er á botninn hvolft er úrkast tengt sviði móðurinnar, þar sem óljós mörk móðurlíkamans og ungviðisins veita fyrstu upplifunina af bæði hryllingi og hrifningu.Úrkast getur komið upp í raunveruleikanum sem og í draumum og list.

Átök og speglun við aðra eða okkur sjálf

Þegar við upplifum úrkast höfnum við þáttum í sjálfum okkur sem við getum ekki samsamað okkur við eða skilið að fullu. Það er þá sem að við breytumst í huga okkar í „Hinn“ [e. The other]. Aftur á móti er það spurning um eitthvað kunnuglegt, eitthvað gleymt eða forboðið sem treður sér inn í meðvitund okkar. ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur eru af mannvirkjum í byggingu: berir veggir, tómar dyragáttir og gluggar. Stundum geta byggingar verið tákn fyrir mannshugann.

Ljósmyndir Katrínar sýna eiginleg mörk sem við smíðum á milli okkar, kassana og mannvirkin sem aðskilja fólk sem lifir sínu aðskilda lífi. ef við afneitum ekki úrkastinu getum við leitað að merkingu þess í hinum raunverulega heimi. ef við viljum getum við byrjað á því að finna því stað í lífi okkar. Ljósmyndir Katrínar varpa ljósi á köld, hörð yfirborð, oft á tíðum böðuð hlýju og mjúku sólarljósi.

„Hinn“ blasir við okkur án tillits til rúms eða tíma, eins og í leikriti – en sem er engu að síður mjög satt. Við erum þá á hinu ímyndaða sviði. ljósmyndirnar sýna fólk úti á götu í hinu daglega amstri. Þegar við horfum á baksvipinn á fólki verður líkamstjáningin augljósari – þegar við sjáum ekki svipbrigði fólks lesum við í holningu, klæðnað og samhengi aðstæðna.

Myndir geta verið hrífandi og óraunverulegar en áhrif þeirra mjög raunveruleg. Þegar við göngumst við „Hinum“ í okkur sjálfum verður auðveldara fyrir okkur að skilja umhverfi okkar, það sem er okkur framandi eða óþekkt, ókunnuga og annað fólk.

Að reika í átt að úrkasti tengist ekki aðeins ótta heldur líka hrifningu […] á því að færast nær „Hinum“ og óendanleikanum.¹ Í öðru myndbandsverki Eeva Hannula, Hertta Kiiski og Tiina Palmu sést hringiða sem sterk, vísindaleg, en að því er virðist óbeislað fyrirbæri.¹¹ Í hreyfingunni eins og sést í hringiðunni í myndbandinu er spurning sem tekur á sorg og missi. Hér á Vesturlöndum eigum við til að halda að við höfum stjórn á þessu. Í myndbandinu þyrlast blár litur í skál. Myndavélin er stöðug, eina hreyfingin er hæg dreifing litarins í skálinni. lögmál efnafræðinnar stýra þessum atburði sem virðist tilviljanakenndur. Þarna má sjá framvindu mjög í líkingu við fellibyl, bara á minni skala, sem virðist ekki vera stýrt.

Til er frumviðfang, sem á að miðla í gegnum sorgarferli og handan þess.¹² En hin yfirskilvitlega forsenda er ekki algild. Í kínverskri menningu, til að mynda, er það ekki miðlun á sjálfu viðfanginu sem telur heldur endurtekningar og útfærslur á táknum, þ.e.a.s. umritun.¹³ Óreiða fylgir Hringiðunni í vídeóinu.

Hitt myndbandsverk Eeva, Hertta og Tiina er einskonar klippimynd og andstæða minimalismans sem einkennir fyrra verkið. Yfirborðsmyndin er margþætt og umhverfist sífellt í nýjar myndir. Í myndbandinu er tilvísun í mannveru sem hverfist. Hreyfingin er náin og persónuleg. Ef við snúum okkur aftur að vestrænum hugsanahætti getum við spurt okkur hversvegna við búum yfir þessari nánast þráhyggjukenndu þörf til að miðla frumviðfanginu?

Kristeva¹⁴ heldur því fram að þessi þráhyggja fyrir frumviðfanginu, viðfanginu sem er til skoðunar, geri ráð fyrir möguleika sem vert er að skoða í gagnkvæmum samskiptum við Hinn, milli tákna og ekki þess sem þau skírskota til, heldur upplifun á þeim skírskotunum og ekki er hægt að orða. Ég er hæf til þess að gefa því nafn. Veðmál miðlunarinnar er líka veðmál um að unnt sé að ná tökum á frumviðfanginu. Verk Eeva, Hertta og Tiina með mannlega púslinu gaumgæfir áhrif hringiðu, óreiðu. Venjulegt fólk og fundir þess sjást uppstokkaðir og brotnir, speglaðir í hver öðrum. Þótt myndin sé skýr er kerfið sem blasir við það ekki.

Afneitun frummissis opnar okkur svið tákna, en oft á tíðum er sorgarferlinu ólokið. Það rekur út neitunina og endurvekur minningu af táknum með því að draga þau úr merkingarhlutleysi þeirra. Það hleður þau geðhrifum og gerir þau þannig tvíræð, endurtekin eða einfaldlega stuðluð, tónræn eða jafnvel að þvættingi.¹⁵ Eeva, Hertta og Tiina segja myndbandsverkið lýsa innri upplifun sem er aldrei heil og mótsagnalaus. Í fyrra myndbandinu eru það ytri lögmál sem stjórna, en í því síðara geta áhrifin verið mannlega innræn, lagskipt og í leit að eigin lögmálum.

Þröskuldur hringhreyfinga

Hvernig snýr ímyndunin aftur? Hvernig kemst maður út úr stöðnuðum aðstæðum? Hvaðan getur ný hreyfing komið? einn möguleika er að finna í hljóðfallsfræði. [Það er] tungumál handan tungumáls sem ljær tákninu hrynjandi og stuðlun táknlægs ferlis. einnig kemur til kastanna fjölgildi tákns og merkis, sem setur nafngift úr skorðum, og með því að byggja upp aragrúa aukamerkinga um táknið er sjálfinu gefið tækifæri til að ímynda sér […]¹⁶

Hljóðverk Lilju Birgisdóttur hringsólar um sýningarrýmið, þagnar annað slagið en hefst svo að nýju. Þetta er mantra án upphafs og endis, hringrás hug- leiðslukenndrar endurtekningar. Seiðandi ómurinn jaðrar við tungumál sem enn hefur ekki öðlast orð. lilja vitnar í ljóðskáldið Emerson þegar hún lýsir hugmyndinni á bak við verkið: „Líf mannsins er sjálfsprottin hringrás, sem hefst með örsmáum hring sem augað nemur ekki, en þyrlast síðan út til að mynda nýja og stærri hringi, áfram án enda.“¹⁷

Lilja segir verk sitt hvetja okkur til að tapa okkur til að finnast aftur innan hringiðu hljóða og tóna í athöfn sem er í senn forn og samtímaleg – og leyfa hljóðbylgjunum að skella á okkur eins og brim í fjöru. Verk hennar máir út mörkin milli þess sem við sjáum og vitum og þess sem við finnum og skiljum. Hringurinn er eining en tvígreining aðskilur og klýfur. „Maður getur lokað augunum og hugsað við frumtaktinn í hjarta sínu. núll er hringur, það sem virðist vera ekki neitt reynist vera allt.“¹⁸

Hljóðverk Lilju má þó líta á sem söng Hringiðunnar, sem á sinn hátt útskýrir hversvegna hugsanlegt úrkast er stundum vísvitandi gert sýnilegt, eins og kann að gerast innan listarinnar. listinni tekst mögulega að samþætta það tilbúna tungumál sem hún kemur á framfæri (nýr stíll, ný samsetning, óvænt ímyndun) og ónefnt uppnám sjálfs sem hefðbundin félagsleg og málvísindaleg notkun gerir alltaf munaðarlaust eða kemur í djúpt sorgarferli.¹⁹ Þannig reyna hljóð Lilju að vekja eitthvað til lífsins, eitthvað sem engin yrt útskýring hefur verið fundin yfir, fyrst í líkamanum, ímynduninni, og síðan kannski með aðstoð nýrra tungumála, mynda eða sýnilegra hluta.

Þesskonar ný hreyfing skapast við að draga andann, í tárum eða í ástandi á milli orða. Á stað þar sem vöxtur, endurnýjun og breytingar eru mögu legar.

Hið undarlega haf

Sjaldgæfir fiska smjúga djúpið

ókunnug blóm lýsa ströndina

ég hef séð rautt, gult og aðra liti, –

en fagra hafið er hættulegast að líta,

það vekur manni þorsta eftir

ævintýrum sem bíða

jafnvel getur sagan – gerst fyrir mig.

(Edith Södergran, 1916)²⁰

1 Hämeen-Anttila Jaakko, Matkalla Marakandaan, Gummerus, Jyväskylä 2007. Larissa Krook þýddi á ensku

2 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo, Jyväskylä 1987/1998.

3 Julia Kristeva, Powers of Horror: An essay on abj- ection, Columbia University Press, New York 1982; Oliver Kelly (ed.) The Portable Kristeva, 2002, 225.

4 Lesa má meira um gerð verkanna og annarra verka 2006-2013 í bókinni Marko Mäetamm Family Stories and Many Other Stories. Tallinna Raamatutrükikoda 2013; Marko Mäetamm, A Story of A Man Who is Living in The Woods, Paesaggio, Blauer Hase, 2013.

5 Barrett Estelle, Kristeva Reframed. Interpreting Key Thinkers of the Arts. I.B.Taurus, London, New York 2011,103.

6 Julia Kristeva, Powers of Horror: An essay on abj- ection, Columbia University Press, New York 1982; Bar- rett Estelle, Kristeva Reframed. Interpreting Key Thinkers of the Arts. I.B.Taurus, London, New York 2011,102.

7 Marko Mäetamm, Family Stories and Many Ot- her Stories. Tallinna Raamatutrükikoda 2013; Marko Mäetamm, A Story of A Man Who is Living in The Woods, Paesaggio, Blauer Hase, 2013.

8 Julia Kristeva, Powers of Horror: An essay on abj- ection, Columbia University Press, New York 1982; Oliver Kelly (ed.) The Portable Kristeva, 2002, 225. Eins og Kristeva lýsir aðskilnaðarferlinu í Power of Horror (Máttur hryllingsins), þarf barnið að fara í gegnum stig þar sem það afneitar líkama móður sinnar. Til að unnt sé að venja barnið af brjósti verður barninu bæði að finnast líkami móður sinnar heillandi og hræðilegur.

  • 9 Katrín Elvarsdóttir, viðtal við listamanninn 2013-14.
  • 10 Barrett Estelle, Kristeva Reframed. Interpreting Key Thinkers of the Arts. I.B.Taurus, London, New York 2011,102.

11 Eeva Hannula, Hertta Kiiski, Tiina Palmu, viðtal við listamennina 2013.

12 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo, Jyväskylä 1987/1998, 66-68.

13 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo, Jyväskylä 1987/1998, 66-67.

14 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo, Jyväskylä 1987/1998, 67.

15 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo, Jyväskylä 1987/1998, 42.

16 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo, Jyväskylä 1987/1998, 97.

  • 17 Ralph Waldo Emerson, Circles, 1841.
  • 18 Lilja Birgisdóttir, viðtal við listamanninn 2014
  • 19 Julia Kristeva, Musta Aurinko (Black Sun), Nemo,

Jyväskylä 1987/1998, 51.

20 Edith Södergran 1916. Det underliga havet. Lauslega þýtt úr sænsku af Ingu Jónsdóttur með góðri aðstoð.

Listamenn

Lilja Birgisdóttir

(f. 1983) nam ljósmyndun í við Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi og útskrifaðist með BA-gráðu frá listaháskóla Íslands 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listtímaritið endemi ásamt fleirum. Lilja var höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra, sem var átta mínútna langt skipsflautuverk og nýverið lauk sýningunni Balloon í Rawson Projects gallery, NY þar sem Lilja átti verk.

www.liljabirgisdottir.is

Katrín Elvarsdóttir

(f. 1964) útskrifaðist með BFA-gráðu í ljósmyndun frá Art Instistute of Boston, USA 1993. Hún á að baki nokkrar einkasýningar á Íslandi og hefur líka átt verk á fjölmörgum samsýningum víða um heim. Katrín hefur einnig sinnt sýningarstjórnun og kennt ljósmyndun bæði hér á landi og erlendis. Verk hennar hafa birst í ljósmyndabókum og Crymogea hefur gefið út ljósmyndabækurnar Equivocal (2011) og Vanished Summer (2013) um verk hennar. Katrín hefur verið tilnefnd til ýmissa virtra verðlauna eins og heiðursverðlauna Myndstefs 2007 og Deutsche Börse Photographic Prize 2009.

www.katrinelvarsdottir.com

Eeva Hannula

(f. 1983) stundar meistaranám í ljósmyndun við Aalto lista-, hönnunar og arkitektaháskólann í Helsinki í Finnlandi. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum samsýningum þar á meðal Summer school, í Finnska ljósmyndasafninu 2013 og Foam Magazine Talents exhibition í Rossphoto, Pétursborg í Rússlandi 2014, en á þá sýningu var hún valin sem efnilegur ljósmyndari af alþjóðlega ljósmyndatímaritinu Foam Magazine.

Hertta Kiiski

Lauk BA-gráðu í ljósmyndun frá listaháskólanum í Turku, Finnlandi, 2012 og stundar nú meistaranám í Tíma- og rýmisprógrammi Finnska listaháskólans í Helsinki. Hún vinnur með ljósmyndir, hreyfimyndir og innsetningar. Frá árinu 2009 hefur hún haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum bæði innan Finnlands og erlendis.

www.herttakiiski.com

Marko Mäetamm

(f. 1965) lauk MA-námi frá listaháskólanum í Eistlandi 1995. Hann vinnur verk sín ýmist sem ljósmyndir, skúlptúra, hreyfimyndir, málverk eða texta. Verk hans segja sögur sem gerast bak við luktar dyr og glugga í því afskermaða einkarými sem við köllum heimili. Þar er hið gráa svæði kannað þar sem tvíræð tilfinning fyrir því að stjórna og vera stjórnað renna saman. Með svörtum húmor dregur Mäetamm upp mynd af samfélagi fjölskyldunnar og skoðar hvernig því er stjórnað af stærra samfélagi háð hagfræði, neyslustefnu og lífsgæðastöðlum enn stærra kerfis. Mäetamm á að baki fjölmargar bæði einka- og samsýningar víða um heim og bækur hafa verið gefnar út um verk hans. Hann er kynntur af Temnikova & Kasela-galleríinu í Tallinn og nettie Horn-galleríinu í london. Mäetamm var fulltrúi Eistlands á Feneyjartvíæringnum 2007.

www.maetamm.net

Tiina Palmu

(f. 1984) lauk BA-gráðu frá listaháskólanum í Turku í Finnlandi 2012 og stundar nú meistaranám við Finnska listaháskólann í Helsinki. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum, þar á meðal Im12 í Huuto- galleríinu í Helsinki 2013 og Aesthetics & openings í Fafa galleríinu í Helsinki, 2014.

Sýningarstjóri: Mari Krappala

(f. 1958) er rithöfundur og fræðimaður um samtímalist. Hún er dósent í menningar- og femínistafræðum við Aalto listaháskólann í Helsinki þar sem hún kennir listfræði og aðferðafræði rannsókna. Doktorsrannsókn hennar fjallaði um ferli samtímalistar, ljósmyndun og heimspeki Luce Irigaray um siðfræði kynjamunar. Krappala vinnur líka sem sýningarstjóri með ýmsum sjálfstæðum þverfaglegum listahópum.