
Origami-smiðja
10. apríl 2025 frá 17:00.
Skemmtileg fjölskyldusmiðja þar sem þátttakendur fá tækifæri á að gera origami.
Leiðbeinendur eru Saya og Sara Nonomura sem dvelja í Varmahlíð í byrjun apríl.
Ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ.

Keramiksmiðja
18. maí 2025 frá 13:00.
Í keramik smiðjunni fá þátttakendur að láta sköpunarkraftinn ráða för. Farið verður yfir helstu mótunaraðferðir í leir og svo fá þátttakendur að móta hugmyndir sínar undir handleiðslu Fríðu Möggu sem sér um smiðjuna. Við miðum við að hver og einn móti 1-3 hluti.
Eftir 3 vikur verður svo hægt að ná í hlutina á Listasafnið.
Fríða Magga er grunnskólakennari að mennt en hefur að auki sótt námskeið í keramik hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf nám við KADK í keramik 2014.
Smiðjan er fyrir alla á aldrinum 9 ára og eldri. Pláss er fyrir 8-10 þátttakendur.
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Grafíksmiðja
7. júní 2025 frá 13:00.
Skemmtileg fjölskyldusmiðja þar sem þátttakendur fá tækifæri á að gera grafíkverk með Öldu Rose Cartwright listakonu og verkefnastjóra fræðslu hjá safninu.
Ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Sumarsmiðjur júlí 2025 (dagsetning auglýst síðar)
Alda Rose Cartwright og Martyna Hopsa munu leiða vikulanga smiðju í safninu.
Við munum auglýsa dagskrá fljótlega.
Takmarkað pláss
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
![flugdreki1[6]](https://listasafnarnesinga.is/wp-content/uploads/2025/04/flugdreki16-scaled.jpeg)
Flugdrekasmiðja
5. júlí 2025 frá 13:00.
Lærðu að smíða, lita og skreyta einfaldann, léttan og skemmtilegan flugdreka. Sjónlistarkennarinn Arite Fricke leiðir smiðjuna. Arite er lærð skiltagerðakona frá Þýskalandi sem útskrifaðist með M.A. í hönnun 2015 og er með meistaragráðu í list- og verkgreinakennslu frá HÍ. Hún hefur kennt myndlist fyrir börn á grunnskólastigi. Arite er svokallaður artist-teacher sem finnst langbest að vera í bæði í listsköpun og miðlun. Myndlist hennar er litrík og úr fjölbreyttum efnivið, eins og flugdrekar. (www.flugdreki.is)
Takmarkað pláss
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.