
Sköpun í náttúrunni – vellíðan og gleði.
Sumarnámskeið.
19. – 23. júní 2023 frá 10-13.
Fyrir börn á aldrinum 8 – 11 ára. Unnið út frá náttúru og vellíðan – Ýmis myndlistarverkefni verða á boðstólnum og unnið út frá listaverkum á sýningunni Hornsteinn.
Námskeiðið fer fram bæði inni og úti, helst úti ef veður leyfir svo mikilvægt að mæta alltaf klædd eftir veðri.
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.
Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Guided Drawing (leidd teikning).
Ætlað fullorðnum.
Helgarnámskeið 1. og 2. júlí frá 13-17.
Á námskeiðinu verður unnið í litlum hóp. Annars vegar eftir aðferðarfræði leiddrar teikningar (Guided drawing) og hins vegar eftir aðferðum náttúru- og listmeðferðar þar sem unnið er með heilunarmátt náttúrunnar í gegnum listsköpun. Leidd teikning hentar vel til að vinna með erfiðar tilfinningar, áföll eða einfaldlega til að læra meira um sjálfan sig. Þátttakendur teikna taktfast og endurtekið með báðum höndum og með lokuð augu til að tjá innri spennu og tilfinningu í líkamanum.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta sér listsköpun og náttúruna til að kynnast sjálfum sér betur. Ekki þarf að hafa neina kunnáttu á teikningu eða listsköpun til að taka þátt á námskeiðinu, einungis löngun til að skapa og taka þátt.
Leiðbeinandi er Íris Lind Sævarsdóttir listmeðferðarfræðingur og listamaður.
Takmarkaður fjöldi, verð er 20.000 kr. og skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Safneignin lifnar við.
Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn.
24. – 28. júlí 2023 kl. 10:00 – 13:00
Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9 -13 ára er með Frönsk/sænsku listakonunni Thomasine Giesecke. Thomasine er reyndur fræðslufulltrúi og kennari á safni og hefur unnið á stærstu söfnum Parísarborgar, meðal annars við Musee d ́Orsay, Le Louvre og Orangerie museum og nú hefur Listasafn Árnesinga fengið hana í samstarf við að halda myndlistarnámskeið á safninu í sumar. Thomasine leggur áherslu á að örva ímyndunarafl barna með fjölbreyttri nálgun í listsköpun sem felur í sér t.d. að vinna stafræn verk, teikningar, ljósmyndun, grafík, skúlptúr og málun á ýmsa miðla. Drifkraftur Thomasine er að vinna með börnum og fullorðnum á öllum aldri og skoða sköpunarferlið út frá einstaklingnum og í því ferli hefur hún fylgst með því m.a. hvernig möguleikar ólíks efniviðs hvetur börn til að kanna, upplifa og rækta sköpunargáfuna. Unnið verður með fjölbreyttan efniðvið með mismunandi nálgunum.
Unnið verður með safneign Listasafnsins.
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.
Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Graffiti með Össa.
Sumarnámskeið.
8. – 11. ágúst 2023 13:00-16:30
Össi var með námskeið síðasta sumar sem var mjög vel heppnað og við viljum endurtaka leikinn. Námskeiðið fer fram að mestu leyti utandyra svo mikilvægt að mæta alltaf klædd eftir veðri og er aldurinn miðaður við 11-16 ára.
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.
Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is