Skip to content
Listasafn Árnesinga – Hveragerði, Iceland Logo Listasafn Árnesinga – Hveragerði, Iceland Logo
  • English
  • Íslenska
  • English
  • Íslenska
Fræðsludagskrá framundanlistarn2023-05-25T12:25:39+00:00

Sköpun í náttúrunni – vellíðan og gleði.

Sumarnámskeið.

19. – 23. júní 2023 frá 10-13.

Fyrir börn á aldrinum 8 – 11 ára. Unnið út frá náttúru og vellíðan – Ýmis myndlistarverkefni verða á boðstólnum og unnið út frá listaverkum á sýningunni Hornsteinn.

Námskeiðið fer fram bæði inni og úti, helst úti ef veður leyfir svo mikilvægt að mæta alltaf klædd eftir veðri.

Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.

Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Guided Drawing (leidd teikning).

Ætlað fullorðnum.

Helgarnámskeið 1. og 2. júlí frá 13-17.

Á námskeiðinu verður unnið í litlum hóp. Annars vegar eftir aðferðarfræði leiddrar teikningar (Guided drawing) og hins vegar eftir aðferðum náttúru- og listmeðferðar þar sem unnið er með heilunarmátt náttúrunnar í gegnum listsköpun. Leidd teikning hentar vel til að vinna með erfiðar tilfinningar, áföll eða einfaldlega til að læra meira um sjálfan sig. Þátttakendur teikna taktfast og endurtekið með báðum höndum og með lokuð augu til að tjá innri spennu og tilfinningu í líkamanum.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta sér listsköpun og náttúruna til að kynnast sjálfum sér betur. Ekki þarf að hafa neina kunnáttu á teikningu eða listsköpun til að taka þátt á námskeiðinu, einungis löngun til að skapa og taka þátt.

Leiðbeinandi er Íris Lind Sævarsdóttir listmeðferðarfræðingur og listamaður.

Takmarkaður fjöldi, verð er 20.000 kr. og skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Safneignin lifnar við.

Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn.

24. – 28. júlí 2023 kl. 10:00 – 13:00

Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9 -13 ára er með Frönsk/sænsku listakonunni Thomasine Giesecke. Thomasine er reyndur fræðslufulltrúi og kennari á safni og hefur unnið á stærstu söfnum Parísarborgar, meðal annars við Musee d ́Orsay, Le Louvre og Orangerie museum og nú hefur Listasafn Árnesinga fengið hana í samstarf við að halda myndlistarnámskeið á safninu í sumar. Thomasine leggur áherslu á að örva ímyndunarafl barna með fjölbreyttri nálgun í listsköpun sem felur í sér t.d. að vinna stafræn verk, teikningar, ljósmyndun, grafík, skúlptúr og málun á ýmsa miðla. Drifkraftur Thomasine er að vinna með börnum og fullorðnum á öllum aldri og skoða sköpunarferlið út frá einstaklingnum og í því ferli hefur hún fylgst með því m.a. hvernig möguleikar ólíks efniviðs hvetur börn til að kanna, upplifa og rækta sköpunargáfuna. Unnið verður með fjölbreyttan efniðvið með mismunandi nálgunum.

Unnið verður með safneign Listasafnsins.

Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.

Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Graffiti með Össa.

Sumarnámskeið.

8. – 11. ágúst 2023 13:00-16:30

Össi var með námskeið síðasta sumar sem var mjög vel heppnað og við viljum endurtaka leikinn. Námskeiðið fer fram að mestu leyti utandyra svo mikilvægt að mæta alltaf klædd eftir veðri og er aldurinn miðaður við 11-16 ára.

Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.

Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is

Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni.

LÁ Art Museum is owned by the eight municipalities in Árnes County in South-Iceland.

Slide

Listasafn Árnesinga er styrkt af:

LÁ Art Museum is supported by:

Slide

Slide
Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi fór Korpúlfar félag eldri borgara í Grafarvogi fóru Ásgrímsleiðina í dag ✨ takk fyrir komuna. #korpúlfar #eldriborgarar #ásgrímsleiðin #árnessýsla #suðurland #southiceland #hveragerði
Við fengum fjörugan unglingahóp úr barnaskóla Við fengum fjörugan unglingahóp úr barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar í heimsókn í dag -  takk fyrir komuna ☀️@bes.unglingadeild #árnessýsla #hveragerði #arborg #eyrarbakki #stokkseyri
Takk fyrir að koma í dag á fyrirlestur Helga Gíslasonar.  Hægt er að hlusta á upptöku, á heimasíðu safnsins: https://listasafnarnesinga.is/hveragerdi/syningar/60-ara-2023/ #hornsteinn #afmælissýning #listasafnarnesinga
Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á sögus Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á söguslóðir Ásgríms Jónssonar listmálara með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga og byrjað eða endað er í Listasafni Íslands – í húsi Ásgríms.
Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Hann gerði málaralistina að ævistarfi og varð  brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar.  Umhverfi bernskuheimilisins hafði sterk áhrif á hann og listsköpun hans og ferðin fetar þá slóð.

Í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið. Þar er varpað ljósi æsku hans og unglingsár. Upp úr fermingu réðist Ásgrímur til vistar í Húsinu á Eyrarbakka og var þar ekki í kot vísað.

Farið er um Stokkseyri að Gaulverjabæjarkirkjugarði þar sem Ásgrímur hvílir. Hægt er að heimsækja minnismerki um listamanninn sem stendur innan skógræktarinnar Timburhóls stutt frá æskustöðvum hans.  Þótt húsin í Rútsstaðarhverfi séu löngu horfin má enn sjá frá veginum Álfakirkju Ásgríms.  Á þessari leið sést vel fjallahringurinn sem fóstraði sveininn og veitti honum innblástur.

Svo er sýningin Hornsteinn afmælissýning Listasafns Árnesinga í Hveragerði heimsótt en þar eru fjölmörg verk Ásgríms sýnd. 

Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands.

Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka voru eftir Ásgrím.
Listamaðurinn sjálfur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili á Bergstaðastræti 74 og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum. Upplagt er að heimsækja Hús Ásgríms áður en Ásgrímsleiðin er farinn eða í kjölfar þess.
Með Ásgrímsleiðinni vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna.  Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Ásgrímsleiðin er afmælisþríleikur okkar Árnesinga.
Ásgrímsleiðin er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

 #listasafnárnesinga #byggdasafnarnesinga #listasafníslands #ásgrímsleiðin #ásgrímurjónsson #árnessýsla #visitsouthiceland #southiceland #hveragerði
Það er opið um Hvítasunnuhelgina hjá okkur fr Það er opið um Hvítasunnuhelgina hjá okkur frá 12-17 alla daga, ókeypis aðgangur! ✨ open all week from 12-7.  Free entry!  Mósaíkverk eftir Erró frá 1959.  #erro #icelandicartist #exhibition #sýning #listasafn #hveragerði #visithveragerdi #southiceland #visitsouthiceland #árnessýsla #cornerstone #hornsteinn #afmælissýning #60ára #hvítasunnuhelgi
Takk fyrir komuna í dag 🌟 ekkert smá skemmtil Takk fyrir komuna í dag 🌟 ekkert smá skemmtilegur uppskerudagur 💫✨💫 #smiðjuþræðir #árnessýsla #hveragerði #barnamenningarsjóður #uppbyggingarsjóðursuðurlands #kjörís #gunnarhelgason #vigdíshafliðadóttir #flott
Við fögnum Smiðjuþráðum á morgun með uppsk Við fögnum Smiðjuþráðum á morgun með uppskeruhátíð þar sem boðið verður upp á sýningu á verkum barna úr skólum Árnessýslu, upplestur frá Gunnari Helgasyni, tónlist frá Vigdísi Hafliðadóttur og Flott, 3 mismunandi smiðjur, veitingar og ís frá Kjörís ☀️ Ókeypis þátttaka ☀️#barnamenningarsjóður #uppbyggingarsjóðursuðurlands #kjörís #vigdíshafliðadóttir #flott #gunnarhelgason
Opið í dag frá 12-17 - frítt inn eins og allta Opið í dag frá 12-17 - frítt inn eins og alltaf.  Verið velkomin 💫 Fyrir utan að skoða sýninguna er hægt að taka þátt í spurningaleik, teikna fjöll í anda Ásgríms og svo eru taflborðin okkar vinsælu á staðnum og fleiri leikir. Það er notalegt að koma og dvelja í safninu.  @laartmuseum_iceland #imd2023 #safnadagurinn #visitsouthiceland #visithveragerdi #visiticeland #árnessýsla
Við fengum þessi bréf Ásgríms Jónssonar til Við fengum þessi bréf Ásgríms Jónssonar til bróður hans Jóns Jónssonar og föðurs um helgina en okkur vantar nafn frænku hans og barnabarns Jóns sem kom með bréfin.  Viltu hafa samband við okkur í síma 4831727 eða listasafn@listasafnarnesinga.is 💛💛💛
Takk fyrir komuna í dag - við munum setja upptö Takk fyrir komuna í dag - við munum setja upptöku á heimasíðu safnsins á næstu dögum. www.listasafnarnesinga.is
Til hamingju með daginn mæður. 💚 Stofngjöf Til hamingju með daginn mæður. 💚 Stofngjöf safnsins var gefin af Bjarnveigu Bjarnadóttur og sonum hennar í minningu móður hennar Guðlaugar Hannesdóttir og er þetta verk eftir hana og tekur það á móti gestum á sýningunni Hornsteinn.  Í dag kl. 14:00 munu Vilhjálmur Bjarnason og María Margrét Jóhannsdóttir spjalla um Bjarnveigu og fleira tengt sýningunni.  Verið velkomin.  #hornsteinn #cornerstone #sýning #exhibition #mæðradagurinn #mothersday #bjarnveigbjarnadóttir #hveragerði #árnessýsla #visitsouthiceland ljósmyndir: @fotogreef og @laartmuseum_iceland
Á morgun sunnudag 14. maí kl 14:00 mun Vilhjálm Á morgun sunnudag 14. maí kl 14:00 mun Vilhjálmur Bjarnason taka á móti gestum safnsins og segja frá kynnum sínum af Bjarnveigu Bjarnadóttur og með honum verður María Margrét Jóhannsdóttir.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
Safnstjórar Listasafns Árnesinga og Pori safnsin Safnstjórar Listasafns Árnesinga og Pori safnsins í Finnlandi fóru á dögunum í rannsóknarferð og fengu m.a kynningu á starfsemi nokkurra listasafna í leiðinni - í Louisiana, Malmö konsthall, Moderna Museet og Malmö Art museum.  Spennandi samstarfsverkefni framundan 💥 takk @louisianamuseum @modernamuseetmalmo #malmökonsthall #malmöartmuseum #poriartmuseum #ystadkonstmuseum #listasafnárnesinga
Takk fyrir komuna á tónleikana með Hróðmari S Takk fyrir komuna á tónleikana með Hróðmari Sigurðssyni og hljómsveit hans; Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk. Viðburðurinn var í samstarfi við Hveragerðisbæ.
Instagram post 18357951832028867 Instagram post 18357951832028867
Safnið er opið á morgun 1. maí frá 12-17 // O Safnið er opið á morgun 1. maí frá 12-17 // Open tomorrow from 12-17 ✨ Teikning af safninu er eftir @loaboratorium // Illustration by Lóa H.Hjálmtýsdóttir ✨
Takk fyrir komuna á leiðsögnina í dag með Hal Takk fyrir komuna á leiðsögnina í dag með Halldóri Birni Runólfssyni.  #Hornsteinn #cornerstone #bjarnveigbjarnadóttir #ásgrímurjónsson #ásgrímsleiðin #árnessýsla #hveragerði #listasaga #safnaráð #uppbyggingarsjóðursuðurlands
Takk fyrir komuna á smiðjuna í dag þar sem Yar Takk fyrir komuna á smiðjuna í dag þar sem Yara Zein kenndi okkur arabíska skrift 💫 A great day with Arabic calligraphy workshop led by artist @yarazstudio takk #barnamenningarsjóður #creativewriting #calligraphy #arabiccalligraphy #lebaneseartist #lebanon #iceland
Leikskólabörn frá Óskalandi komu í heimsókn Leikskólabörn frá Óskalandi komu í heimsókn í dag og voru svo áhugasöm 💚 Takk fyrir komuna 💚 Children from the local nursery school came for a visit today 💚 @alda.rose  #childreneducation #safnafræðsla #hveragerði #leikskóli #leikskólakennari #leikskólalífið #myndlist
29. apríl 2023 13:00 – 15:00 Leiðbeinandi: Ya 29. apríl 2023 13:00 – 15:00

Leiðbeinandi: Yara Zein

Yara Zein myndlistarmaður frá Líbanon mun leiða smiðju í arabískri skrift þann 29. apríl frá kl. 13-15. Yara mun segja aðeins frá sínum menningarheimi, tungumáli og arabískri skrautskrift. Yara mun kenna þátttakendum listina að teikna upp arabíska stafi og orð með mismunandi aðferðum.

Takmörkuð pláss. 

Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is

Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Listasagan okkar - Leiðsögn um sýninguna Hornst Listasagan okkar - Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn þann 30. apríl kl. 14:00.
Halldór Björn Runólfsson listfræðingur mun leiða gesti gegnum sýninguna Hornsteinn með listasöguna að leiðarljósi. Hann mun leitast við að lýsa þróun íslenskrar myndlistar frá aldamótunum 1900 til okkar daga með hliðsjón af völdum verkum á sýningunni og tengslum milli höfunda þeirra.
Halldór Björn er doktor í listfræði frá Háskólanum í París (Université de Paris 1 - Panthéon-Sorbonne). Hann er fyrrverandi safnstjóri Listasafns Íslands.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Tomy starfsneminn okkar frá Frakklandi var hissa Tomy starfsneminn okkar frá Frakklandi var hissa að sjá snjóinn í morgun ❄️ ☃️
Starfsmannaferð um sveitir Árnessýslu. Við fe Starfsmannaferð um sveitir Árnessýslu.  Við fengum frábæra kynningu á sögu og fræðslustarfi á Sólheimum frá Karen Ósk Sigurðardóttur og svo frá Elisabeth Bernard hjá Skógræktarfélagi Íslands á Úlfljótsvatni.  Yndislegur dagur í alla staði. ✨✨✨ Takk @solheimareco #sólheimar #úlfljótsvatn #úlfljótsvatnskirkja #sķógræktarfélagíslands #árnessýsla #starfsmannaferð #stafftrip #southiceland
Takk fyrir komuna í dag á leiðsögn Maríu Marg Takk fyrir komuna í dag á leiðsögn Maríu Margrétar Jóhannsdóttur um verk Ásgríms Jónssonar og þið sem tókuð þátt í Ásgrímsleiðinni.  @mariamargretjoh #ásgrímurjónsson #ásgrímsleiðin #byggdasafnarnesinga #listasafníslands #safnaráð #uppbyggingarsjóðursuðurlands 📸 @ragnhildurelisabet 🙏
Við fengum áhugasaman hóp úr Grunnskólanum í Við fengum áhugasaman hóp úr Grunnskólanum í #hveragerði í leiðsögn hjá Öldu Rose, takk fyrir komuna 🌟 Children visiting from the school in Hveragerði.  #fræðsla #safnafræðsla #listasafn #árnessýsla @grsk.hvg @visithveragerdi #museumeducation #artmuseum #artmuseumeducation
Ánægjulegur dagur fyrir aðstandendur Ásgrímsl Ánægjulegur dagur fyrir aðstandendur Ásgrímsleiðarinnar sem var farin í dag 1. apríl.  Ferðin byrjaði hjá Húsinu á Eyrarbakka og var keyrt að leiði Ásgríms í Gaulverjabæjarkirkjugarði, þaðan lá leiðin að Timburhólum þar sem má finna minnismerki um Ásgrím og hægt er að sjá rústir Suðurkots í Rútsstaðahverfi sem var fæðingarstaður Ásgríms.  Svo fékk hópurinn leiðsögn um list Ásgríms frá Rakel Pétursdóttur í Listasafni Árnesinga og svo endaði ferðin í Húsinu þar sem ný sýning var opnuð 'Drengurinn, fjöllin og Húsið'. Hægt verður að nálgast kortið Ásgrímsleiðin sem Lóa H. Hjálmtýsdóttir hannaði fyrir okkur á söfnunum þremur eftir helgi og á heimasíðum safnanna einnig.  Takk fyrir komuna og fyrir frábæra leiðsögn Hannes Stefánsson. Ef þú hefur áhuga á að koma í næstu ferð þann 22. apríl sendu þá póst á asgrimsleid@gmail.com #ásgrímurjónsson #flóahreppur  #árnessýsla #listasafnárnesinga #listasafníslands #húsásgrímsjónssonar #árborg #ölfus #hveragerði #loaboratorium #byggdasafnarnesinga #safnaráð #uppbyggingarsjóðursuðurlands
Hildur Hákonardóttir kom við í safninu í dag Hildur Hákonardóttir kom við í safninu í dag og auðvitað gripum við tækifærið og tókum mynd af henni fyrir framan verkið hennar 💛 #icelandicartist #artmuseum #listamaður #artist #listakonur #hveragerði #southiceland #visithveragerdi #visitsouthiceland #árnessýsla
Tomy franskur starfsnemi hjá okkur kom í dag frá listaháskólanum í Valence / Grenoble og verður hér næstu þrjá mánuðina 🌟 kíkið í kaffi og spjall og tafl...♟️♟️♟️ @esnfrance #valence #grenoble #esad #france #iceland #islande
Síðasta haust fengum við gestakennarann Thomasi Síðasta haust fengum við gestakennarann Thomasine Giesecke frá Musée d'Orsay til okkar og fór hún í fjölmarga skóla í Árnessýslu með verkefninu Smiðjuþræðir. Alda Rose verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Árnesinga fór á dögunum í heimsókn til hennar í þetta glæsilega safn í París og fékk að fylgjast með safnakennslu þar.  Samstarfið mun svo halda áfram þar sem Thomasine mun snúa aftur til Hveragerðis í lok sumars og halda fleiri smiðjur hjá okkur. ✨ @museeorsay #museedorsay #paris #hveragerði #árnessýsla #iceland #france #museumeducation #fræðslustarf #safnfræðsla #barnamenningarsjóður #hveragerðisbær
Smiðjuþræðir halda áfram 💛 síðustu vikur Smiðjuþræðir halda áfram 💛 síðustu vikurnar hefur Lóa H. Hjálmtýsdóttir @loaboratorium heimsókt skóla í Árnessýslu og unnið með börnum að gerð bókverka.  Takk #barnamenningarsjóður #bókverk #smiðjur #teikning #hönnun #artbook #creativewriting #creativechildren #skapandiskólastarf #listasafn #fræðsla #árnessýsla #visitsouthiceland
Gjöf til safnsins 💛 Í lok síðasta árs gaf Gjöf til safnsins 💛 Í lok síðasta árs gaf Þórdís Erla Zoëga verkin Routine I, II og III til safnsins og eru þau á sýningunni Hornsteinn.  Innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf Þórdís Erla Zoëga #museumcollection #artmuseum #icelandicartist #routine #museuminiceland #icelandicmuseum #hveragerði #southiceland
Sýningin Hornsteinn hefur verið vel sótt frá o Sýningin Hornsteinn hefur verið vel sótt frá opnun í febrúar.  Við erum einnig mjög þakklát ykkur sem sendið okkur ábendingar og sögur.  Til dæmis kom þetta ágæta fólk að skoða sýninguna fyrir helgi.  Þarna eru Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli f. 1925 sem var bílstjóri Ásgríms og sagði okkur nokkrar sögur af þeirri reynslu og kona hans Edda Emilsdóttir f. 1931. Með þeim var Snorri Tómasson f. 1951.  Hann sendi okkur ljósmynd af málverki eftir Ásgrím af fæðingarstað hans, Suðurkoti í forgrunni og Rútsstaðir að baki. 
Myndin er hluti af stærri vatnslitamynd sem Snorri keypti árið 2003. Hún var áður í eigu Sigríðar systur Ásgríms. 

Kortið er herforingjaráðskort frá ca.1908 sem Snorri á. Þarna virðist búið á öllum bæjunum. 
Eyðibýli voru merkt x.  Takk Snorri 🙏
Verkið Sunnlenskar konur mótmæla á alþingi ef Verkið Sunnlenskar konur mótmæla á alþingi eftir Hildi Hákonardóttur er nú komið heim og verður á sýningunni #Hornsteinn næstu mánuðina.  Verið velkomin, alltaf frítt inn og notalegt að vera. #cornerstone #hildurhákonardóttir #icelandicartist #icelandicart #artmuseum #listasafn #museumcollection #iceland #southiceland #visitsouthiceland #hveragerði #árnessýsla #visithveragerdi
Takk fyrir komuna á hugmynda- og teiknismiðju Lóu H. Hjálmtýsdóttur í gær @loaboratorium 🌟#drawing #workshop #smiðjuþræðir #barnamenningarsjóður #illustration
Til hamingju með daginn konur - Alþjóðlegur ba Til hamingju með daginn konur - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - og við birtum nokkrar myndir af listaverkum eftir konur á sýningunni Hornsteinn og sumar þeirra með á myndinni // Happy #internationalwomensday #internationalwomensday2023 #hornsteinn #cornerstone #sigrúnharðardóttir #sirrasigrúnsigurðardóttir #guðrúntryggvadóttir #þórdíserlazoëga #þorbjörghöskuldsdóttir #ragnheiðurjónsdóttir #ragnheiðurjónsdóttirream #sigridvaltingojer #arngunnurýrgylfadóttir
Það kom hópur frá Búlgaríu í heimsókn í d Það kom hópur frá Búlgaríu í heimsókn í dag // We got a group visiting from Bulgaria today -  Alliance for regional cooperation and development - thanks for your visit 💛 #bulgaria #europeanfunds #crossthraceconnection #europeanunion
Load More...

Slide English íslenska

Austurmörk 21,

810 Hveragerði,

Iceland

+(354) 4831727

www.listasafnarnesinga.is listasafn@listasafnarnesinga.is

Strætó / Bus schedule / 51 & 52

Slide Við viljum þakka öðrum styrktaraðilum fyrir stuðninginn.
We would like to thank other sponsors for their support.

Follow us:

Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland | +(354) 4831727 | www.listasafnarnesinga.is | listasafn@listasafnarnesinga.is
Page load link
Go to Top