Langspilssmiðja
Smiðjuþræðir
25. febrúar 2023 frá 13-14.
Leiðbeinandi: Eyjólfur Eyjólfsson
Eyjólfur Eyjólfsson tónlistarmaður og þjóðfræðingur mun leiða Langspilssmiðju á Listasafni Árnesinga þann 25.feb. frá klukkan 13-14.
Í langspilssmiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum sungin við langspilsleik þátttakenda. Langspil og önnur kennslugögn verða til staðar fyrir þátttakendur smiðjunnar.
Fjölskylduvænn viðburður og ekkert aldurstakmark
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Hugmynda- og teiknismiðja
Smiðjuþræðir
11. mars 2023 13:00 – 15:00
Hugmynda- og teiknismiðja
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur mun leiða hugmynda- og teiknismiðju fyrir áhugasama. Í smiðjunni verður ímyndunaraflið virkjað með einföldum aðferðum og hversdagurinn notaður til að skapa eitthvað alveg nýtt. Þátttakendur þurfa ekki að mæta með neitt nema mögulega forvitni og/eða ögn af áhuga.
Fyrir 10 ára og uppúr.
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning er á fraedsla@listasafnárnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Lærðu að skrifa á Arabísku
Smiðjuþræðir
29. apríl 2023 13:00 – 15:00
Leiðbeinandi: Yara Zein
Yara Zein myndlistarmaður frá Líbanon mun leiða smiðju í arabískri skrift þann 29. apríl frá kl. 13-15. Yara mun segja aðeins frá sínum menningarheimi, tungumáli og arabískri skrautskrift. Yara mun kenna þátttakendum listina að teikna upp arabíska stafi og orð með mismunandi aðferðum.
Nánari upplýsingar koma síðar
(Smiðjan hentar öllum aldri.)
Takmörkuð pláss.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Árnesingarnir Ásgrímur Jónsson og Halldór Einarsson
Smiðjuþræðir
20. maí 2023 13:00 – 15:00
Þann 20.maí mun Alda Rose myndlistarmaður og fræðslufulltrúi listasafnsins leiða listasmiðju fyrir börn á aldrinum 6-10 ára í tengslum við yfirstandandi sýningu Hornsteinn sem er afmælissýning safnsins. Smiðjan verður í anda Ásgríms Jónssonar og Halldórs Einarssonar.
Nánari upplýsingar koma síðar
Tengiliður Alda Rose: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.