Skapandi ungt fólk í safninu.
24. júlí 2024 frá 16:00
Við erum að skipuleggja ýmsa viðburði fram að jólum og okkur langar að hafa ungt fólk með okkur í ráðum. Ert þú 15-18 ára og hefur áhuga á menningu og listum? Eina skilyrðið er að búa í Árnessýslu. Hafðu samband: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Styrktaraðili:
Barnamenningarstjóður
Kintsugi keramik-smiðja
26. júlí 2024 frá 14:00
Kintsugi er japönsk list aðferð sem er notuð til að gera við brotna leirmuni með til dæmis bronsi og silfri. Smiðjan er undir stjórn Clementine Nuttall sem býr í Japan og hefur verið að rannsaka Kintsugi aðferðina um tíma.
Clementine mun kynna Kintsugi aðferðina og þátttakendur fá tækifæri til að koma með brotið eða flísað keramik og læra japönsku tæknina Kintsugi. Þessi samvinna miðar að því að hlúa að tengslum milli samfélagsins og listsköpunar sem býr til sameiginlega frásögn.
Keramikið sem fær viðgerð táknar sameiginlega seiglu samfélagsins og fegurð sem getur sprottið upp úr brotum lífsins.
Clementine Nuttall er bresk listakona búsett í Japan. Hún dvelur um þessar mundir í listamanndvölinni Varmahlíð í Hveragerði og vinnur að verkefni sínu sem ber heitið Faultlines sem leitast við að kanna skurðpunktinn milli japanskrar listar við að lagfæra keramik með gulli, þekkt sem kintsugi, og kraftmikils jarðfræðilegs landslags Íslands. Líkt og heimili hennar í Japan er Ísland staðsett á svæði þar sem mikil skjálftavirkni er, sem utanaðkomandi sjónarhorn telja að feli í sér bæði hættu og fegurð.
Hveragerði er staðsett á flekalínum Norður Ameríku og evrasísu og má segja að verkefnið miði að því að draga hliðstæður á milli lína kintsugi og lína tektónískra fleka, varpa ljósi á tengslin milli skemmdaferlisins og fegurðarinnar við hina gylltu viðgerð og hinnar blómlegu náttúru sem brýst út úr svæðinu á sumrin. Í meginatriðum mun Faultlines fagna hugleiðingum um hið andlega og tengsl manna við náttúruna, með áherslu á íslenska hvera menningu sem tjáningu á lífinu á jarðskjálftasvæði.
Smiðjan hentar vel fyrir 13 ára og eldri og er hún ókeypis.
Clementine dvelur nú í listamannahúsinu Varmahlíð og er smiðjan í boði Hveragerðisbæjar.
Það er nauðsynlegt að skrá sig á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Bókagerð, fjölskyldusmiðja
28. júlí 2024 frá 13:00
Þann 28. júlí næstkomandi verður bókagerð í boði fyrir börn en um er að ræða afar óhefðbundna bók. Bókin sem um ræðir kallast á ensku Tunnel Book en hún er einskonar þrívíddarbók. Þátttakendur fá að spreyta sig á því að búa til heim undirdjúpanna svo að til verði þrívíddar bók eða tunnel bók.
Smiðjan hentar 6 ára og eldri. Nauðsynlegt er að skrá sig á smiðjuna: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Umsjón: Alda Rose Cartwright, verkefnastjóri fræðslu.
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Draumasmiðja með Guðrúnu Tryggvadóttur
10. ágúst 2024 frá 13:00.
Listakonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir verður með draumasmiðju í safninu þann 10. ágúst frá 13 – 15.
Guðrún hefur sjálf skráð drauma sína skipulega í fjölmörg ár en draumskráningar hennar telja nú um átjánhundruð. Ferðalagið í draumheima getur verið spennandi og gefandi og jafnvel kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf og hvað undirmeðvitundin er að fást við svona á milli vökustunda. Ýmsar aðferðir er hægt að nota, bæði myndmál og skrifaðan texta en hver og einn er hvattur til að þróa sinn eigin persónulega stíl við skráningarnar.
Nauðsynlegt er að skrá sig á þessa smiðju þar sem takmarkað pláss er í boði.
fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Abstrakt málun með Jakobi Veigar Sigurðssyni
15-16. ágúst 2024 frá 13:00-16:00
Jakob Veigar Sigurðsson myndlistarmaður mun leiða tveggja daga smiðju á Listasafni Árnesinga og leiðbeina þátttakendum um hvernig vinna má í akrýl. Jakob mun fara yfir mismunandi aðferðir við akrýlmálun eins og hvernig á að undirbúa striga, mismunandi pensilstrokur, aðferðir abstrakt listar og grunnnotkun á akrýl. Ef veður leyfir verður hluti smiðjunar úti.
Jakob Veigar (1975) starfar og býr í Vínarborg en ólst upp í Hveragerði. Hann fetaði listina síðar á ævinni eftir að hafa snúið baki við byggingariðnaðinum. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og sem “Herr Magister” í myndlist frá Akademie der bildenden Künste í Vínarborg árið 2019. Jakob er þekktur fyrir litrík abstrakt málverk sín á ýmsum miðlum, orkumiklar pensilstrokur með tilvísun í íslenska náttúru.
Þátttakendur fá útvegað efni gegn hóflegri greiðslu eða koma með sitt eigið. Vinnustofan er ókeypis.
Fyrir 14 ára+
ATHUGIÐ AÐ SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ.
Skráning: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Hveragerðisbæ.
Draumasmiðja með Elísabetu Lorange
24. ágúst 2024 frá 14:00.
Draumar dags og nætur.
Okkur dreymir í hvert sinn sem við sofum og jafnvel í vöku, þegar hugurinn reikar án fullrar meðvitundar. En það getur verið þrautin þyngri að taka þá með sér í vökuna og hvað þá skilja þá til hlítar. Í þessari smiðju kynnumst við því hvernig hægt er að nálgast draumana og vinna með þá sem leið til sjálfsþekkingar og til að njóta þeirra sköpunar sem þeir færa okkur.
Leiðbeinandi er Elísabet Lorange sem er annar helmingur Draumsögu, samstarfsverkefni þeirra Elísabetar og Valgerðar H. Bjarnadóttur.
Draumsaga hóf göngu sína árið 2017 og býður upp á nám í draumfræðum sem er byggt á aðferðum og nálgunum til að efla tengsl milli draum- og vökuvitundar. https://www.facebook.com/draumsaga
Elísabet er kennari og listmeðferðarfræðingur að mennt. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 19 ár. Elísabet hefur í tugi ára unnið með sína eigin drauma sem og drauma þeirra sem það vilja og þurfa í listmeðferðinni.
Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu. Hún hefur nýtt og skoðað draumana sína frá barnsaldri og nýtir drauma og draumvitundina markvisst í öllu sínu starfi.
Takmarkað pláss og skráning á: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Steinefni eru lifandi: stopmotion smiðja.
15. September 2024 frá 14:00.
Steinefni eru lifandi: Stop motion smiðja með Thomasine Giesecke og Pascale Chau Huu.
Elstu tegundir jarðar hafa líklega orðið til við rætur eldfjalla, upptök sem áttu sér stað vegna fylgni vatns og basalt bergs.
Frumlífverur urðu til vegna þessa samspils og þróuðust hægt og rólega í gróður, dýr, sveppi og bakteríur.
Á þessari smiðju færðu að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn með því að búa til atburðarás þessara efnafræðilegu kraftaverka sem leiddu til ólíkra lífsforma á jörðinni.
Thomasine Giesecke myndlistarmaður og Pascale Chau Huu munu leiða smiðjuna og aðstoða börnin við að teikna, klippa og vekja fígúrur sínar til lífs og búa til duttlungafulla kvikmynd sem mun án efa vekja undrun !!
Leiðbeinandi smiðjunar er Thomasine Giesecke sem er listakona og býr í París. Hún vinnur einnig sem fræðslufulltrúi hjá Musée D´Orsay og Louvre-safninu. Hún hefur komið til Íslands tvö ár í röð og kennt börnum og unglingum í Árnessýslu og hér í safninu í m.a. stop-motion og nú kemur hún aftur og í þetta skiptið er hún einnig að sýna verk sín Volvox og Mineral is alive á Listasafni Árnesinga sem hún gerði með í samstarfi við aðra listamenn og vísindamenn.
Börn: Frá 7+
2 klukkutímar
Skráning á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Slím mygla (slime mould) smiðja með Heather Barnett.
17. september 2024 frá 14:00.
Heather Barnett sýnir verk sitt Slime Mold í Listasafni Árnesinga um þessar mundir og mun kynna verk sín og gefa innsýn inn í hvernig slím mygla hegðar sér. Hún hefur rannsakað fyrirbærið síðustu ár og sýnt verk sín alþjóðlega.
Skráning nauðsynleg á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði.
Kynning: Patrick Bergeron.
17. september 2024 frá 16:00.
Kynning á verkum með Patrick Bergeron.
Patrick Bergeron er listamaður búsettur í Montréal í Kanada. Hann vinnur bæði í kvikmyndaiðnaðinum og sem myndlistarmaður.
Hann útskrifaðist sem verkfræðingur og fór fljótlega að skapa eigin listaverk eftir að hafa starfað hjá National Film Board of Canada.
Hann vinnur í dag bæði sem listamaður og einnig í kvikmyndabransanum við sjónbrellur.
Á þessu sviði hefur hann tekið þátt í verkefnum eins og The Lord of the Rings, Stranger things og The Matrix.
Innsetningar hans og vídeóverk hafa verið sýnd alþjóðlega í galleríum og kvikmyndahátíðum td. (South by Southwest, ARS Electronica, osfrv …).
Í listaverkum sínum útfærir hann og rannsakar hugtökin tími, minni og hreyfingu. Hann hefur áhuga á gróðri, hringrásum og náttúruöflunum. Hvert verkefni felur í sér tæknilega áskorun. Ferlið til að komast að endanlegri niðurstöðu er oft flókið, en þau eru venjulega ekki sýnd.
Skráning hjá listasafn(hjá)listasafnarnesinga.is
https://www.patrickbergeron.com/ombres/indexf.html
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði.
Að skapa með forvitni að leiðarljósi: Ronald Heu
27. september 2024 frá 15:00.
Tónlistarsmiðja sem snýst um hvernig hægt er að gera tilraunir með og skapa tónlist án þess að festast í takmörkuðum hugmyndum um lokaafurðina. Er nauðsynlegast að vita nákvæmlega hvað við erum að gera til þess að það hafi eitthvað hafi gildi? Á þessari smiðju verður kannað hvernig tilraunir og tilviljanir hafa gildi í tónlistargerð. Það verður einnig skoðað hvernig hljóðheimur úr umhverfi okkar gæti orðið mikilvægur þáttur í tónlistarsköpun.
Þátttakendur þurfa ekki endilega að kunna að spila á hljóðfæri til að taka þátt, njóta og rannsaka ýmsa hljóðmiðla.
Leiðbeinandi smiðjunar er tónlistarmaðurinn Ronald Heu.
Ronald Heu ólst upp í suðurhluta Svíþjóðar. Á unglingsárum sínum lék hann í ýmsum pönk- og óhefðbundnum hljómsveitum. Eftir menntaskóla lærði hann klassískan gítar við Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff þar sem hann útskrifaðist árið 2002. Með annan fótinn í pönkinu og DIY nálgun þess og hinn í klassískri tónlist, byrjaði hann að semja og árið 2016 kláraði hann sitt fyrsta kvikmyndatónlistarverk.
Árið 2018 samdi hann tónlistina fyrir margverðlaunaða jórdönsku heimildarmyndina Tiny Souls eftir Dina Naser, sem síðan hún var frumsýnd árið 2019 hefur verið sýnd um allan heim.
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði og Barnamenningarsjóði.
Keramik smiðja
Október – dagsetning kemur fljótlega
Við munum bjóða upp á keramik smiðju í október. Upplýsingar koma hér fljótlega.
Verk Ilana Halperin sem er með verk á Lífrænar Hringrásir verða innblástur smiðjunnar.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði.
Agnieszka Waszczeniuk mun leiða grafíksmiðju.
9. nóvember 2024 frá 14:00.
Í tilefni á pólskum dögum í safninu kemur listakonan Agnieszka Waszczeniuk og kennir á október smiðjunni.
Fyrir hverja er smiðjan?
Fyrir þátttakendur eldri en 14 ára (vegna þess að við munum nota beitt verkfæri). Þetta verður fyrir þau sem vilja prófa sig áfram og búa til klippimynd. Smiðjan er ca. 3klst. og er ókeypis í boði Listasafns Árnesinga. Fyrsta stigið verður að búa til skuggamynd af völdum plöntu með því að nota ljósmyndaprentanir og rekja pappír, næsta – að fylla myndina með lögum af lituðum pappírum. Þú munt læra hvernig á að búa til þínar eigin útklipptu myndir sem eru klipptar með skurðarhnífi. Agnieszka mun segja stuttlega frá sögu pappírsskurðar í Póllandi og hennar leið að þessari tækni.
Um listakonuna:
Agnieszka Waszczeniuk, sem er útskrifuð frá Listaháskólanum í Poznań í Póllandi við Hreyfimyndadeild, mun leiða smiðjuna. Hún er leikstjóri teiknimynda, myndlistarmaður, handritshöfundur, teiknari, með víðtæka þekkingu og hefur hlotið verðlaun í Póllandi og erlendis.
Hér má finna verk Agnieszku
fb, ig @skalpelove.wycinanki.podlaskie
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði.
Grafíksmiðja með Dagmar Ísabellu og Melkorku Mýr
7. desember 2024 frá 14:00.
Ungar listakonur í Árnessýslu leiða þessa smiðju þar sem þær kenna grafíktækni.
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði.