Lóa Hjálmtýsdóttir, Sam Reese (UK) og Nick White (UK)
Bókverkasmiðja.
Júní – ágúst 2022
Listasafn Árnesinga mun bjóða almenningi upp á bókverkasmiðjur í sumar. Leiðbeinendur, fyrirlesarar og þátttakendur eru meðal annars: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndlistarmaður, rit- og myndhöfundur, Sam Reese (UK) myndlistarmaður og aðjúnkt í LHÍ sem sérhæfir sig í skapandi prentaðferðum og bókverkagerð, Nick White (UK) myndlistarmaður með áratugareynslu í teikningu og teiknimyndagerð og kennari í Kings College í London.
Myndlistarnámskeið fyrir börn.
27. júní – 1. júlí 2022
Námskeiðið verður haldið 27. júní-1. júlí frá klukkan 13:00-15:00.
Áhersla verður á fjölbreyttum aðferðum til listsköpunar auk þess að þjálfa þá færni sem er til staðar. Farið verður í stuttar vettvangsferðir til að m.a. vatnslita undir berum himni og safna efniviði til listsköpunar. Verkefnin verða af ýmsum toga og þær aðferðir sem notast er við á námskeiðinu eru m.a. teikning, vatnsmálun, mismunandi þrykk aðferðir og blönduð tækni.
Námskeiðisgjald er 25.000 kr og allt efni er innifalið.
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Námskeiðið er styrkt af Uppbyggingarsjóðir Suðurlands.
Dúkristu-smiðja
30. júlí 2022
Laugardaginn 30 júlí frá 13:00-16:00 mun Listasafn Árnesinga bjóða upp á listasmiðju í dúkristu.
Smiðjan hentar flestum frá 10 ára aldri og uppúr.
Alda Rose Cartwright leiðbeinir þátttakendum hvernig á að nota verkfærin við dúkristu og að prenta af dúk á pappír. Allt efni er innifalið fyrir utan dúkinn en hann er hægt að kaupa í safnbúð Listasafns Árnesinga eða koma með sinn eigin.
Í lok smiðjunar geta þátttakendur tekið mér sér grafík listaverkin heim sem þau unnu á safninu.
Smiðjan er frí öllum.
Takmörkuð pláss í boði og skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Graffiti námskeið fyrir unglinga.
Ágúst 2022
Listasafn Árnesinga býður upp á graffiti námskeið fyrir unglinga.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Hveragerðisbæ og verða settar nánari upplýsingar hér fljótlega.
Takmörkuð pláss í boði og skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Námskeiðisgjald er 25.000 kr og allt efni er innifalið.

Janúar – maí 2022
Smiðjuþræðir úr safninu inn í sveitirnar –
og smiðjur í safninu sjálfu !!
Listasafn Árnesinga mun halda áfram smiðjuþræðina og keyra út smiðjur og námskeið til skóla í Árnessýslu. Unnið er með listamönnum sem koma úr mismunandi áttum, myndlistarmenn, leikari og leikstjóri, rithöfundur, raftónlistarmaður og tilraunalistamaður koma að verkefninu að þessu sinni. Einnig verður boðið upp á smiðjurnar í safninu sjálfu og verður það auglýst sérstaklega.
Listasafn Árnesinga í samstarfi við listamennina stendur fyrir smiðjum þar sem listasafnið býður bæði til heimsóknar í safninu sjálfu og einnig munu listamennirnir ferðast á milli skóla og verður boðið upp á þessar 3 smiðjur sem allar eru þverfaglegar.
Stórundarlega smáleikhúsið, lita, ljós og skuggaleikhús
Þar hafa Oddný Eir og Áslaug Saja hannað smiðju þar sem útgangspunkturinn er að búa til sína eigin brúðu en með henni verður líka unnið að hugmyndum um tilfinningar, hlustun, tengsl við aðra, dýr og náttúru og tengsl við okkur sjálf.
Raftónlist og sköpun hljóðheims.
Önnur smiðjan snýst um raftónlist og sköpun hljóðheims þar sem raftónlistarmaðurinn Sölvi Cygnus kennir nemendum að hlusta á hljóðin í kringum okkur, taka þau upp og nota í sköpun hljóðheims og jafnvel byrjun á tónverki.
Tjáning í safni með safneignina.
Þriðja smiðjan tengist enn meira inn í safneign Listasafns Árnesinga þar sem leikari og leikstjóri Hera Fjord vinnur með Öldu Rose að sögugerð og sköpun leikmyndar með verk úr safneign safnsins í forgrunni. Við teljum að allar þessar smiðjur eigi eftir að skilja eftir fræ sem geta svo vaxið og orðið að einhverju stærra í framtíðinni.
Við viljum líka horfa fram á við og sjáum fyrir okkur að endurtaka þessar smiðjur ef vel tekst til á hverju ári.
Verkefnastjóri Smiðjuþræða og fræðslu safnsins er Alda Rose Cartwright.
Endilega hafið samband og tilkynnið þátttöku í verkefninu Smiðjuþræðir á e-mailið: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Verkefnið er styrkt af:

![image001[82]](https://listasafnarnesinga.is/wp-content/uploads/2021/07/image00182.jpg)
Apríl – ágúst 2022
Bókverkasmiðjur
Á vormánuðum ´22 mun safnið bjóða upp á ýmsar smiðjur sem tengjast Bókverkinu. Smiðjurnar eru samstarfsverkefni með listakonunni Lóu H. Hjálmtýsdóttur sem er með einkasýninguna Buxnadragt í safninu frá 5. febrúar – 22. maí ´22.
Smiðjurnar verða auglýstar þegar nær dregur.