
Opin leirsmiðja fyrir fjölskyldur.
29. október frá 14 – 15:30.
Ókeypis.
Nemar úr FSU munu leiða Fimó-leirsmiðju og verður einnig hægt að teikna á bolla og diska.
Vinsamlegast skráið ykkur svo að nægilegt efni verði til fyrir alla:
fraedsla (hja) listasafnarnesinga.is

Jólakorta- og stimplagerð fyrir fjölskyldur.
26. nóvember 2023 kl. 14 – 15:30
Ókeypis
Jólakortagerð fyrir fjölskyldur. Skorið verður út í stimpil-dúk allskonar mynstur og fígúrur til að þrykkja á pappír sem hægt er að brjóta í jólakort eða jafnvel búa til fallegt listaverk. Hægt er að gera mörg eintök með mismunandi myndum eða endurtaka þrykkið.
Allir innilega velkomnir. (Börn yngri en 11 verða að vera í fylgd með fullorðnum).
Efni er innifalið.
Leiðbeinandi er Alda Rose Cartwright
Skráning er á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is