Dúkristu-smiðja
30. júlí 2022
Laugardaginn 30 júlí frá 13:00-16:00 mun Listasafn Árnesinga bjóða upp á listasmiðju í dúkristu.
Smiðjan hentar flestum frá 10 ára aldri og uppúr.
Alda Rose Cartwright leiðbeinir þátttakendum hvernig á að nota verkfærin við dúkristu og að prenta af dúk á pappír. Allt efni er innifalið fyrir utan dúkinn en hann er hægt að kaupa í safnbúð Listasafns Árnesinga eða koma með sinn eigin.
Í lok smiðjunar geta þátttakendur tekið mér sér grafík listaverkin heim sem þau unnu á safninu.
Smiðjan er frí öllum.
Takmörkuð pláss í boði og skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Graffiti námskeið fyrir unglinga.
8. – 12. ágúst 2022 frá 13:00 – 16:00.
Listasafn Árnesinga í samstarfi við Hveragerðisbæ bjóða upp á graffiti námskeið fyrir unglinga.
Leiðbeinandi námskeiðsins er vegglistamaðurinn Örn Tönsberg.
Takmörkuð pláss eru í boði.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Námskeiðisgjald er 25.000 kr og allt efni er innifalið.