20. mars 2022 13:00 – 16:00
Stórundarlega smáleikhúsið
smiðja
Í Listasafni Árnesinga er boðið upp á skapandi skuggabrúðu-smiðju þar sem regnbogalit tilfinningaróf okkar eru skoðuð og þau látin segja sína sínar björtu og skuggalegu sögur.
Gegnum leikgleði, samræðu og einfalda frásagnar-, skuggabrúðuleikhús- og teiknitækni nálgumst við litríkar þrár okkar og setjum upp skuggalega skemmtilegt smáleikhús byggt á örsögum eigin lífs.
Á námskeiðinu í Listasafni Árnesinga bjóða tvær áhugamanneskjur um tilfinningaskilning, sköpunarkraft, frásögur, brúðuleikhús, skugga, ljós og liti, Oddný Eir, rithöfundur og heimspekingur og Áslaug Saja, myndlistarkona og vöruhönnuður inn á verkstæði sagna, ljóss og skugga.
Þátttaka er opin öllum aldurshópum frá 5 ára og upp úr. Foreldrar velkomnir að vera með og taka þátt. Ekki er krafist neinnar færni eða sérstaks tungumáls, bara þátttöku.
Námskeiðið er frítt en vegna takmarkaðs pláss er mjög mikilvægt að skrá sig hjá Öldu Rose, verkefnastjóra fræðslu: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.

September – Desember 2021
Smiðjuþræðir úr safninu inn í sveitirnar.
Listasafn Árnesinga mun með í verkefni keyra út smiðjur og námskeið til skóla í Árnessýslu. Unnið verður með sex listamönnum sem koma úr mismunandi áttum, myndlistarmenn, leikari og leikstjóri, rithöfundur, raftónlistarmaður og tilraunalistamaður koma að verkefninu að þessu sinni.
Listasafn Árnesinga í samstarfi við listamennina mun standa fyrir seríu af námskeiðum þar sem listasafnið býður bæði til heimsóknar í safninu sjálfu og einnig munu listamennirnir ferðast á milli skóla og verður boðið upp á þessar 3 smiðjur sem allar eru þverfaglegar.
Fyrsta smiðjan hafa rithöfundur, heimspekingur og myndlistarmaður hannað smiðju þar sem útgangspunkturinn er að búa til sína eigin brúðu en með henni verður líka unnið að hugmyndum um tilfinningar, hlustun, tengsl við aðra, dýr og náttúru og tengsl við okkur sjálf.
Önnur smiðjan er raftónlist og sköpun hljóðheims þar sem myndlistarmaður vinnur með raftónlistarmanni og munu þau kenna hvernig á að hlusta á hljóðin í kringum okkur, taka þau upp og nota í sköpun hljóðheims og jafnvel byrjun á tónverki.
Þriðja smiðjan tengist enn meira inn í safneign Listasafns Árnesinga þar sem leikari og leikstjóri vinnur með myndlistarmanni að sögugerð og sköpun leikmyndar með verk úr safneign safnsins í forgrunni. Við teljum að allar þessar smiðjur eigi eftir að skilja eftir fræ sem geta svo vaxið og orðið að einhverju stærra í framtíðinni.
Við viljum líka horfa fram á við og sjáum fyrir okkur að endurtaka þessar smiðjur ef vel tekst til á hverju ári.
Verkefnastjóri Smiðjuþræða og fræðslu safnsins er Alda Rose Cartwright.
Endilega hafið samband og tilkynnið þátttöku í verkefninu Smiðjuþræðir á e-mailið: listasafn@listasafnarnesinga.is
Vinsamlega athugið að það eru einungis 10 skólar sem við getum tekið inn í þetta verkefni í haust.
Verkefnið er styrkt af:


17. október 2021
Búðu til þinn eiginn pensil og málaðu!
Sunnudaginn 17. október býður Listasafn Árnesinga áhugasömum á öllum aldri á smiðjuna Búðu
til þinn eiginn pensil á milli klukkan 14-16.
Smiðjan verður haldin í smiðju rýminu fyrir aftan safnið.
Þátttakendur fá að spreyta sig á að búa til sinn eiginn pensil úr alls kyns efni, bæði endurunnu og náttúrulegu. Þátttakendur fá svo að skreyta og hanna hann eftir eigin höfði en síðast en ekki síst mála mynd með honum.
Frítt fyrir alla.
Leiðbeinandi smiðju er Alda Rose Cartwright.
Skráning á: mottaka@listasafnarnesinga.is
3. – 4. júlí klukkan 13:00 – 16:00
Kynning á raftónlist – tilraunastofa
strákar á aldrinum 12-14 ára
Boðið verður upp á kennslu í raftónlist í Listasafni Árnesinga og vonandi geta þeir sem taka þátt tekið sín fyrstu skref í sköpun tónlistar. Markmiðið er að ná til ungra aðila sem hafa áhuga á að gera sína eigin tónlist en hafa ekki farið í hefðbundið tónlistarnám. Með þessu námskeiði verður kynnt fyrir 12-14 ára unglingum hvernig hægt er að búa til tónlist á skemmtilegan hátt.
Leiðbeinendur: Cygnus og Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Verð: 8000 kr. á barn fyrir helgina.
Skráning á mottaka@listasafnarnesinga.is
27. júní 2021 14:00
Grasagrafík
Listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson heimsókti skóla í Árnessýslu á síðasta ári fyrir hönd LÁ og vann með börnum að grasagrafík.
Nú skipuleggjum við sumarnámskeið í júní í Listasafni Árnesinga þann 27. júní frá 14-16.
Skráning á: mottaka@listasafnarnesinga.is
Sjá hér stutt vídeó frá smiðjum síðasta árs.
Verkefnið er styrkt af:



Listnámskeið fyrir börn
21. – 25. júní
frá klukkan 12:30 – 15:30
Alda Rose hefur síðustu ári haldið vinsælar listsmiðjur við ströndina fyrir börn og nú í ár ætlum við að bjóða upp á þær í Listasafni Árnesinga fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára.
Verkin á sýningum safnins verða skoðuð og unnið verður í nærumhverfi safnsins.
Verð: 25.000 fyrir vikuna, allt efni innifalið.
Skráning á: mottaka@listasafnarnesinga.is
19. – 20. júní klukkan 13:00 – 16:00
Kynning á raftónlist – tilraunastofa
stelpur á aldrinum 12-14 ára
Boðið verður upp á kennslu í raftónlist í Listasafni Árnesinga og vonandi geta þeir sem taka þátt tekið sín fyrstu skref í sköpun tónlistar. Markmiðið er að ná til ungra aðila sem hafa áhuga á að gera sína eigin tónlist en hafa ekki farið í hefðbundið tónlistarnám. Með þessu námskeiði verður kynnt fyrir 12-14 ára unglingum hvernig hægt er að búa til tónlist á skemmtilegan hátt.
Leiðbeinendur: Cygnus og Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Verð: 8000 kr. á barn fyrir helgina.
Skráning á mottaka@listasafnarnesinga.is
27. september klukkan 14:00
Grasagrafík fyrir almenning
Viktor Pétur mun halda opna smiðju í Listasafni Árnesinga fyrir fjölskyldur þann 27. september klukkan 14:00.
Aðeins um verkefnið:
Pressaðar jurtir í íslenskri myndlist eru ekki nýjar af nálinni en margir kannast við hina hefðbundnu grasagrafík, en plöntuáhugafólk hefur í gegnum tíðina þurrkað valdar plöntur eða grös með því að pressa þær á pappír og ramma inn. Viktor hefur alltaf verið heillaður af þeirri list og á eitt slíkt verk sem hann fékk gefins frá ömmu sinni. „Ég er með eina mynd sem amma gerði fyrir 50 árum síðan með pressuðum jurtum hangandi upp á vegg hjá mér og upphaflega hugmyndin var að leika þá list eftir með því að pressa njóla. Það gekk ekki vel, jurtin klesstist og sauð í eigin hita svo að í staðinn fyrir að þorna þá prentaðist gullitað njólablað á pappírinn. Það hafði mikil áhrif á mig þegar ég sá einmitt litinn á jurtunum dreginn fram á pappírnum,“ segir Viktor. „Mynd ömmu hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, tengingin við náttúruna og tengingin við mæður mínar heillar mig líka. Þetta kveikir mörg ljós hjá mér og það má segja að mistökin hafi orðið að þriggja ára sumarstarfi.“
Vegna Covid-19 ráðstafanna þarf að skrá sig í smiðjuna.
Sendið póst á listasafn@listasafnarnesinga.is
Verkefnið er styrkt af:

