Ronald Heu

28. september 2024

15:00

Lifandi tónlist með sænska tónlistarmanninum og tónskáldinu Ronald Hue.

Ronald Heu ólst upp í suðurhluta Svíþjóðar. Á unglingsárum sínum lék hann í ýmsum pönk- og óhefðbundnum hljómsveitum. Eftir menntaskóla lærði hann klassískan gítar við Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff þar sem hann útskrifaðist árið 2002. Með annan fótinn í pönkinu og DIY nálgun þess og hinn í klassískri tónlist, byrjaði hann að semja og árið 2016 kláraði hann sitt fyrsta kvikmyndatónlistarverk.

Árið 2018 samdi hann tónlistina fyrir margverðlaunaða jórdönsku heimildarmyndina Tiny Souls eftir Dina Naser, sem síðan hún var frumsýnd árið 2019 hefur verið sýnd um allan heim.

Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði og Barnamenningarsjóði.

Ronald Hue þakkar Norræna Menningarsjóðnum fyrir stuðninginn.

Að skapa með forvitni að leiðarljósi: Ronald Heu

27. september 2024 frá 15:00.

Tónlistarsmiðja sem snýst um hvernig hægt er að gera tilraunir með og skapa tónlist án þess að festast í takmörkuðum hugmyndum um lokaafurðina. Er nauðsynlegast að vita nákvæmlega hvað við erum að gera til þess að það hafi eitthvað hafi gildi? Á þessari smiðju verður kannað hvernig tilraunir og tilviljanir hafa gildi í tónlistargerð. Það verður einnig skoðað hvernig hljóðheimur úr umhverfi okkar gæti orðið mikilvægur þáttur í tónlistarsköpun.

Þátttakendur þurfa ekki endilega að kunna að spila á hljóðfæri til að taka þátt, njóta og rannsaka ýmsa hljóðmiðla.

Leiðbeinandi smiðjunar er tónlistarmaðurinn Ronald Heu.

Ronald Heu ólst upp í suðurhluta Svíþjóðar. Á unglingsárum sínum lék hann í ýmsum pönk- og óhefðbundnum hljómsveitum. Eftir menntaskóla lærði hann klassískan gítar við Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff þar sem hann útskrifaðist árið 2002. Með annan fótinn í pönkinu og DIY nálgun þess og hinn í klassískri tónlist, byrjaði hann að semja og árið 2016 kláraði hann sitt fyrsta kvikmyndatónlistarverk.

Árið 2018 samdi hann tónlistina fyrir margverðlaunaða jórdönsku heimildarmyndina Tiny Souls eftir Dina Naser, sem síðan hún var frumsýnd árið 2019 hefur verið sýnd um allan heim.

Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði og Barnamenningarsjóði.