
Hamskipti – Við rætur eldfjalla
Pascale Chau Huu, Thomasine Giesecke & Tom Georgel
14. september – 22. desember 2024
Salur 4
Nýjar vísindarannsóknir hafa leitt í ljós það sem mögulega er elsta lífsformið: það spratt við rætur eldfjalla og orsakaðist af tengslum vatns og basaltkletta.
Víxlverkunin þar á milli gat af sér frumunga sem smám saman þróuðust í plöntur, dýr, sveppi og bakteríur.
Í samhengi við jörðina, sögu hennar og líf á jörðinni er mannslífið eitt augnablik.
Við höfum reynt á ljóðrænan hátt að taka óreiðunni opnum örmum, stinga okkur í sprungurnar og djúpin, í tilraun til að fanga þaðan brot úr sköpunarsögunni: úr jörðu og lofti, hljómandi og holdleg.
Þessi hreyfimynd: – sjónrænt ljóð, var unnin úr myndböndum Thomasine Giesecke, teknum á Íslandi.
Hljóð er eftir Tom Georgel.
Um klippingu og stjórn sá Pascale Chau-Huu. 2024.