Photo Hrafnkell Sigurðsson

Volvox

Ljós í djúpi

Salur 4

14. september – 22. desember 2024

Thomasine Giesecke myndlistarkona / Jean-Marc Chomaz eðlisfræðingur og listamaður LadhyX / Bruno Palpant eðlisfræðingur LuMIn, Paris-Saclay-háskólinn / Tom Georgel, hljóðlistamaður / Hynd Remita Institut de Chimie Physique, Paris-Saclay-háskólinn / Jean-Michel Wierniezky Ecole Polytechnique / Claude Beghin Maïa Menuiserie /

Volvox (Kyllir) er samvinnuverkefni listafólks og vísindamanna frá Hydrodynamics Laboratory í Ecole Polytechnique (LadHyX), Light, Matter and Interfaces rannsóknarstofunni (LuMIn), og Institute of Physical Chemistry í Paris-Saclay-háskólanum og Institut Polytechnique de Paris og innblásið af samnefndum, örsmáum þörungum. Þegar þessi græni ferskvatnsþörungur hreyfist veldur hann umróti hjá öðrum örverum, sem hreyfa sig í samstilltum hópi. Hingað er búið að flytja þetta fyrirbæri með því að nota nanóagnir úr gulli sem svífa í vatni. Vatnið er í glerhylkjum sem líða sjálf um í dansi sem er í senn samstilltur og handahófskenndur, inni í gegnsærri kúlu sem snýst. Með því að breyta sjónarhorninu í tengslum við útbreiðslu ljóssins upplifa áhorfendur hve afstæðir litirnir geta verið, þegar gylltur breytist í bláan og appelsínugulan. Þetta helgast af ráðandi eiginleikum fyrirbæris í nanóögnunum sem kallast plasmónu-yfirborðsómun (SPR), sem hefur áhrif á bæði gleypingu og dreifingu ljóssins. Hljóðheimur Toms Georgel gerir upplifunina gagnvirka, þar sem áhorfendur hreyfa sig um í verkinu og endurskapa tilviljanakennd kynnin við djúpið.

Volvox-innsetningin sviðsetur dans í lokuðu náttumhverfi, eins og ósýnilegan dans einfrumungsörveranna sem þróast þöglar í sjávardjúpunum við óreglulegan takt hringrásar þar sem snúningsáttin breytist stöðugt – volvox. Hér nýtum við ótrúlega sjónræna eiginleika tvílitra gull-nanóagnanna sem svífa í blásnum glerdropunum, sem sjálfir svífa um líkt og á hafsdjúpi.

Ljósmyndir ©Philippe Henri Doucet

Thomasine Giesecke er myndlistarkona og jógakennari. Verk hennar spanna breiðan skala en í list sinni vinnur hún bæði með það smáa og það stóra. Hún hefur t.a.m. unnið við skartgripagerð, húsgagnasmíði, höggmyndagerð og innsetningar. Uppáhalds efniviður hennar er tvístrað gler sem henni þykir bæði hrífandi og fágað. Hún hefur búið til stóra skúlptúra fyrir höfuðstöðvar fyrirtækja á borð við Alstrom Transport sem er staðsett í París. Þær rannsóknir sem Thomasine hefur gert á gleri hafa leitt hana á vísindalegar slóðir. Hún starfar á mörkum lista og vísinda og í samstarfi við aðra rannsakendur skapar hún skúlptúra og innsetningar sem draga fram duldar hliðar náttúrunnar. Frá árinu 2006 hefur hún boðið upp á heimsóknir og vinnustofur sem hverfast um þau verk hennar sem eru til sýnis á Musées d’Orsay, de l’Orangerie, Le Louvre og Delacroix. Árið 2009 stofnaði hún samtökin l’Atelier de Thomasine og býður upp á listrænar smiðjur fyrir börn og fullorðna. Sem gestalistamaður hefur Thomasine tekið þátt í tveimur residensíum á Listasafni Árnesinga, þeirri fyrri í október 2022 og þeirri síðari í júlí 2023. Sem stendur skipuleggur hún sína þriðju heimsókn á safnið þar sem hún mun kynna samstarfsverkefni sín Volvox og Umbreyting en í þeim báðum er skyggnst inn í heillandi heim steinefna.

Jean-Marc Chomaz er list-eðlisfræðingur (e. artist physicist) sem hefur stýrt rannsóknum hjá CNRS, gegnt prófessorsstöðu hjá La Chaire arts & sciences, École polytechnique, École des Arts-Déco sem og Carasso Foundation sem stuðlaði að stofnun hinnar þverfaglegu miðstöðvar SPIRAL. Hann tók þátt í að stofna Hydrodynamics laboratory of CNRS-École polytechnique, rannsóknarstofuna Systems & Engineering í Paris Saclay University sem og La Diagonale. Eftir að hafa útskrifast frá École Normale Supérieure hefur hann veitt ráðgjöf við skrif 31 doktorsritgerða sem heyra undir listir og vísindi sem og verið meðhöfundur að rúmlega 250 útgefnum verkum. Hann hlaut CNRS silfurverðlaun árið 2007 og Ampere Grand Prize of the Academy of Sciences árið 2012. Rannsóknir Jean-Marc Chomaz spanna vítt svið. Hann hefur rannsakað hreyfifræði sápuhimna (e. dynamics of soap films), í samhengi hreyfifræði, rannsakað óstöðugleikakenningu (e. theory of instability), jarðeðlisfræðilega og marglaga vökva, aflfræði lífs sem og listir og vísindi almennt. Sem listamaður skapaði hann innsetningarnar Un chemin qui chemine, Time traces, Terra Bulla, ser Une solution au problème de raréfaction du Temps – Futur, Bogota (2019), Passé, Anamorphose, Bourges contemporain (2021), Five Black Rivers Paris (2024-), Thousand shades of Green, OU/ERT (2019), Incipit Temporis, Silmarils, Veridis Sol, Reshift-becoming machine og Instandsetzung#3 (2022). Hann skrifaði einnig ljóðaseríuna N56u3N4A sem birt var í tímaritinu Plastir. Að auki tók hann þátt í sköpun rúmlega þrjátíu innsetninga með samvinnuhópnum LABOFACTORY og mörgum öðrum alþjóðlegum listamönnum.

Bruno Palpant gegnir stöðu prófessors við CentraleSupélec í Paris-Saclay-háskólanum. Árið 2020 tók hann þátt í að stofna rannsóknarstofuna Light, Matter and Interfaces (LuMIn) og hefur síðan þá komið að stjórn hennar. Lumin hefur tengsl við Paris-Saclay-háskóla, ENS PAris-Saclay, CNRS og CentraleSupélec. Bruno Palpant gegnir sömuleiðis stöðu dósents hjá INRS í Québec í Canada. Hann stýrir rannsóknarverkefnum sem eru tileinkuð rannsóknum sem og hagnýtingu á hinum merkilegu ljósfræðilegu eiginleikum nanóagna sem finnast í myntum úr málmi og hafa verið nýttir í listaðnaði í árþúsundir. Hann, ásamt teyminu sem hann tilheyrir, hefur í rannsóknum sínum beint sjónum að víxlverkun milli umræddra nanó-agna og skammvinnum geislum púlsleysis. Með þverfaglegum verkefnum sínum hafa þau í hyggju að nýta það sem út úr þessum rannsóknum kemur til þróunar á nýjum efnum með hagnýtanlega eiginleika (e. functional materials) sem og ljóseindatækni og lífeindatækni, m.a. ofurnæma skynjara og nýjar meðferðir. Bruno Palpant leggur líka stund á kennslu á masterstigi.

Sem píanóleikari, tónskáld og spunatónlistarmaður, vinnur Tom Georgel með tónlist á fjölbreyttan hátt. Fyrsta plata hans, Et Toc! (2022), ber þess merki en þar vinnur hann með spunatónlistarfólki á bæði ljóðrænan og leikrænan hátt. Þessi tónlist, sem samin er fyrir hljómsveit, kemur við sögu í Tremblement (2022), Récréation, frumsýnt í Paris Philharmonie (2024) sem og í Aladdin (2024) þar sem hann vinnur með sínum eigin samleikshóp, Camion Rouge. Georgel var fengin af XXl.n til að gera tónlist fyrir verkið Les Jours Ordinaires þar sem hann semur fyrir flautu, harmonikku og fleira og rannsakar tónlist í samhengi mannlegra kynna og félagslegrar fjarlægðar. Verkið er sýnt í Cité de la Voix (Vézelay) og á POTE hátíðinni. Tom Georgel þróaði tónlistina í verkinu Volvox meðan hann var staddur í residensíu hjá École Polytechnique. Hann starfar einnig á sviði kvikmyndatónlistar en í því samhengi má nefna aðkomu hans að verkum Bertrand Hagenmüller, þ.e. Prendre Soin (2018), Jeunesses d’Autres-Mers (2022) og loks Les Esprits Libres sem kemur út 2025. Sem fjölhæfur píanóleikari, hefur hann verið á tónleikaferðalagi með Johan Boutin og tekið þátt í sýningu hans Miz B & Mr G, þar sem frönsk söngljóð koma m.a. við sögu. Hann spilar á tveimur plötum Marie Mifsud, Là og Récif, þar sem hann er hluti af kvintett söngkonunnar með Juliette Meyer og Estelle Meyer. Innan leikhússins hefur hann samið og flutt tónlist fyrir verk Alex Crestey, Philippe Mangenot and Benjamin Groetzinger (Litli prinsinn).

Sýningin er styrkt af: