


![Unnur-1536×1024[1]](https://listasafnarnesinga.is/wp-content/uploads/2025/09/Unnur-1536x10241-1.jpg)
21. október klukkan 13:00 Listasmiðja / fyrirlestur
Dr. Unnur Óttarsdóttir er listmeðferðarfræðingur, kennari og myndlistarmaður að mennt. Hefur hefur starfað sjálfstætt við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og á ýmsum stofnunum í 35 ár.
Ásamt því er Unnur einnig starfandi myndlistarmaður. Hún er stundarkennari við Listaháskóla Íslands og hefur kennt listmeðferð við Símenntun Háskólans á Akureyri og á ýmsum öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Unnur hefur rannsakað listmeðferð og birt niðurstöður í ýmsum ritum í fyrirlestrum á innlendum og erlendum vettvangi. Er hún ein af leiðandi rannsakendum á sviði teikningar og minnis https://www.unnurarttherapy.is/
Skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is

1. nóvember klukkan 15:00
Alkemía með Alembic með PAULINA ŻAKIETA
Alkemía með Alembic er ferðalag skynfæranna í gegnum lykt, snertingu og töfra plantna. Í þessari smiðju munum við kanna leyndardómana á bak við eimingu ilmkjarnaolía og hýdrósóls. Við munum vinna með alembic til að eima og fylgjast með umbreytingu plantna í ilmandi kjarnaolíur. Auk þess fá þátttakendur að læra andlitsnuddtækni sem eykur við náttúrulega fegurð og djúpa slökun. Í seinni hluta vinnustofunnar munum við búa til freyðijurtabombur úr jurtum – fullkomnar fyrir slökunarseremóníu heima við.
Vinnustofuna leiðir Paulina Żakieta – jurtalæknir, kennari og náttúruunnandi. Hún hefur í mörg ár haldið náttúrujurta-, snyrtivara- og skapandi smiðjur víða í Póllandi og Evrópu.
Hún blandar saman hefðbundinni þekkingu og nútímalegri nálgun og skapar rými fyrir innihaldsríka tengingu við plöntur, sjálfan sig og aðra. Stofnandi Macerat-sjóðsins og eigandi náttúrulyfjaverslunarinnar Górskie Zmysły.

8. nóvember klukkan 12:00
Pająk er hefðbundin pólsk skreyting sem er látin hanga úr lofti innanhúss. Skreytingin var búin til úr einföldum efnum eins og stráum, baunum, garni, fjöðrum og textíl, og síðar einnig úr pappír. Pająk er skraut og tákn sem tengist helgisiðum og hátíðum (t.d. jólum, páskum) og er talin veita velmegun og heppni.
Í smiðjunni búa þátttakendur til sitt eigið pająk til að hengja upp heima hjá sér – til að laða að heppni 🙂
fraedsla@listasafnarnesinga.is

8. nóvember klukkan 15:00
Tónleikar með FORREST FORRESTER

15. nóvember klukkan 13:00 Reykjavík Letterpress
Prentsmiðja fyrir alla (5–105 ára)
Verið undirbúin að skoða prentlistina á alveg nýjan hátt! Í þessari vinnustofu notum við óvænta hluti sem prentblokkir — setjið saman ykkar eigin hönnun, prentið hana og takið listaverkið með heim.
Öll verkfæri og efni eru til staðar. Komið bara með ímyndunaraflið (og klæðist fötum sem þið hafið ekkert á móti að fá smá blek).
Þið farið með ykkar eigin handgerðu prent — skemmtilegt fyrir börn, fullorðna og alla þar á milli. Ungir skaparar eru hjartanlega velkomnir, en þeir yngstu þurfa fullorðinn við hlið sér til að fá smá hjálp og eftirlit. Íslenska/enska/pólska
Ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Takmarkað pláss

22. nóvember klukkan 13:00
Kannaðu sköpunargáfuna þína með krafti orðsins með Maó Alheimsdóttur.
Skráning nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Kannaðu sköpunargáfuna þína með krafti orðsins. Í vinalegu og hvetjandi umhverfi munt þú uppgötva nýjar leiðir til sjálfstjáningar og ímyndunarafls. Engin reynsla nauðsynleg – aðeins forvitni og opinn hugur.
Maó Alheimsdóttir skrifar á íslensku þó að móðurmálið hennar sé pólska. Hún hlaut Nýræktarstyrk fyrir handrit að skáldsögu „Veðufregnir og jarðarfarir“ árið 2021. Ritgerð hennar „Mín litla Mongólía“ birtist í Tímariti Máls og Menningar I árið 2021. Hún gaf út ljóðabókina „Ljóðatal“ sem ljóðagjörning á viðburði Reykjavík Peotics árið 2023. Ljóð eftir Maó birtust meðan annars í Ljóðabréfi Tunglsins og Pólífóníu af erlendum uppruna. Maó gerði líka útvarpsþættina „Að fjallabaki“ í samstarfi við Rúv. Maó er formaður „Ós Pressunar“ félagasamtaka rithöfunda og skálda í Reykjavík.
Vinnustofan fer fram á ensku, en þú getur skrifað á þínu eigin tungumáli.

30. nóvember klukkan 13:00
Andrésarkvöld
Andrzejki (Andrésarkvöld) er pólskt spádómskvöld sem haldið er frá 29. til 30. nóvember, kvöldið fyrir Andrésardag. Upphaflega var kvöldið tileinkað ógiftum stúlkum til að spá fyrir um hjúskaparframtíð þeirra en varð síðar skemmtilegur viðburður fyrir alla. Algengir siðir eru meðal annars að hella heitu vaxi í gegnum lykil í vatni, raða skóm upp að dyrum eða spá í eplahýði. Þetta var einnig síðasta tækifærið til hátíðahalda fyrir aðventu.


21. desember klukkan 14:00 Piotr Zbierski – Solid Maze
