
19. júlí 2025 kl. 15:00
Samtal við Ilana Halperin
Kl. 15:00 – 19. júlí 2025
Primer / Felt Event
Dr. Catriona McAra, lektor í listasögu við Háskólann í Aberdeen, stýrir samtali milli listakonunnar Ilana Halperin og Dr. Claire Cousins, jarðvísindakonu við Háskólann í St. Andrews. Þær munu ræða hlut kvenna í jarðvísindum sem tengjast rannsóknum á plánetum og segja frá vettvangsferðum sínum til Orkneyja og Íslands, þar sem þær leituðu „skyldleika“ í landslagi til að öðlast betri skilning á klettamyndunum á Mars.
Eftir sameiginlega vettvangsvinnu á jarðhitasvæðum ofan við Hveragerði hlakka þær til að snúa aftur og miðla niðurstöðum sínum. Á þessum viðburði verður jafnframt frumkynnt sérútgáfa af grafíkverki Ilönu sem ber titilinn Við erum öll jaðarlífverur. Viðburðurinn er inngangur að sýningunni Líffærafræði Mars, sem opnar í Listasafni Árnesinga þann 13. september 2025.
Allir velkomnir!
Þessar rannsóknir hafa hlotið styrk frá bresku geimvísindastofnuninni (UK Space Agency) og Vísinda- og tækniráðuneytinu (Science & Technology Facilities Council).

30. júlí klukkan 16:00
Karen Birna Sigurðardóttir leikur á selló.
Tónleikarnir eru í boði Sóknaráætlunar Suðurlands.
14. ágúst klukkan 16:30
Spennandi tónleikar á Blómstrandi dögum í Listasafni Árnesinga,
Kvartett gítarleikarans Ómars Einarssonar, ásamt Kjartani Valdemarssyni, Jóni Rafnssyni og Erik Qvick munu koma fram í Listasafni Árnesinga með tónleika en þeir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Á efnisskránni verða vel valin verk eftir m.a. Ornette Coleman, John Abercrombie, Victor Young, Pat Metheny og fl. Ekki ólíklegt að frumsamið efni verði einnig á dagskránni.
Ómar Einarsson gítar
Kjartan Valdemarsson pianó
Jón Rafnsson bassi
Erik Qvick trommur
Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar..

15. ágúst 2025 kl. 16:00
Dans Afríka á Blómstrandi dögum
Komið og takið þátt í trommu- og danssmiðju með Dans Afríka á Blómstrandi dögum í Hveragerði.
Skráning er nauðsynleg þar sem takmarkað pláss er í boði.
listasafn@listasafnarnesinga.is
Ókeypis dagskrá í boði Hveragerðisbæjar og Listasafns Árnesinga.

16. ágúst klukkan 15:00
16. ágúst klukkan 15:00 verður einstakur viðburður, tónleikar listamanna: Þuríður Sigurðardóttir söngkona með Borgari Magnasyni tónskáldi og kontrabassaleikara ásamt Óskari Guðjónssyni saxófónleikara.
Þetta einvala lið gleður gesti Blómstrandi daga í Listasafni Árnesinga þar sem kærleikurinn og sköpunarkrafturinn ræður ríkjum.
Elísabet Jökulsdóttir kemur einnig fram og les ljóð.
Ókeypis viðburður og allir velkomnir.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Viðburðurinn er í boði Hveragerðisbæjar.
Þuríður Sigurðardóttir vakti fyrst athygli aðeins sextán ára gömul þegar hún söng sitt fyrsta lag á hljómplötu. Síðan þá hefur hún starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins og komið fram bæði á dansleikjum og tónleikum víða um land. Árið 1969 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, og það sama ár var hún kjörin vinsælasta söngkona landsins. Árið 1981 hlaut hún svo sérstaka viðurkenningu á Stjörnumessu Dagblaðsins&Vísis, þar sem hún var heiðruð sem „Söngkona ársins í fimmtán ár“.
Þuríður er einnig virkur myndlistarmaður. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur sýnt verk sín víða – meðal annars hér í Listasafni Árnesinga.

16. ágúst 2025 kl. 16:00
Krishnamurti, Varanasi og skilaboðin til okkar.
Navneet Raman kynnir indverska heimspekinginn J. Krishnamurti (1885-1986) sem er talinn einn merkasti hugsuður 20. aldar og hafði hann meðal annars mikil áhrif á Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson sem báðir fóru á fund hans á millistríðsárunum. Sjálfur hafnaði Krishnamurti þeirri hreyfingu sem upphaflega kom honum á framfæri við heimsbyggðina og barðist ævilangt gegn hvers kyns átrúnaði og kerfisbundnum lausnum á vanda mannsins. Orð hins indverska spekings eiga jafnvel enn brýnna erindi við heimsbyggðina nú þegar við spyrjum okkur hvernig við getum lifað í sátt við okkur sjálf, hvert annað og náttúruna sem við reiðum okkur á. (texti: Kristinn Árnason sem þýddi bókina Frelsi mannsins, gefin út af bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi).

16 – 17. ágúst 2025
Að brenna brýr að baki sér, gjörningur með Jakobi Veigar Sigurðssyni.
Í nær þurrum árfarvegi Skeiðarár mun Jakob Veigar vera með gjörning sem standa mun yfir í um sólarhring. 17 eldar verða tendraðir við gömlu Skeiðarárbrú og vakað yfir þeim fram á næsta dag.
Gjörningurinn kveður Skeiðará sem er farin og heiðrar minningu þeirra sem bjuggu í sveitunum og áttu allt sitt undir í baráttunni við náttúruöflin og brúarinnar sem áður tengdi saman sveitirnar og og var síðasti hlekkur í opnun hringvegarins.
Á sama tíma og við horfumst í augu við breyttar aðstæður vegna loftslagsbreytinga stendur brúin sem minnisvarði um breytta tíma þar sem fortíð og framtíð mætast í þessum gjörningi
Með beinni útsendingu á alnetinu á gjörningurinn að tengja saman ólíkar víddir landslags, minninga og sameiginlegrar ábyrgðar.
Beint streymi frá gjörningnum verður á skjá í Listasafni Árnesinga í Hveragerði en það er einmitt heimabær Jakobs Veigars þegar að hann er á Íslandi, hann býr og starfar sem myndlistarmaður í Vín.

17. ágúst 2025 kl. 12:10
Jóga og gong með Yoga Sálum sunnudaginn 17. ágúst kl. 12:10-13:00 í boði Hveragerðisbæjar.

24. ágúst 2025
Bær – síðasti sýningardagur
Komið við og hittið listamennina. Léttar veitingar verða í boði.

24. ágúst 2025
Síðasti sýningardagur Meðal Guða og manna,
Pari Stave, sýningarstjóri verður á staðnum og léttar veitingar í boði.