
29. júní 2025 kl. 14:00
Daría Sól Andrews, sýningarstjóraspjall
Komið og hittið sýningarstjórann Daríu Sól Andrews 29. júní klukkan 14:00.
Daría Sól er sýningarstjóri sýningarinnar BÆR sem er nú til sýnis í sal 4.
Listamenn: Markus Baenziger (US), Barbara Ellmann (US), Katia Klose (DE), Jóna Þorvaldsdóttir (IS), Debbie Westergaard Tuepah (CA), Mike Vos (US)
Á listasýningunni BÆR, gefur að líta verk alþjóðlegra listamanna sem komu saman árið 2022 í vinnustaðardvöl á Listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði. Listamennirnir eru þau Barbara Ellmann, Jóna Þorvaldsdóttir, Mike Vos, Katia Klose, Debbie Westergaard Tuepah og Markus Baenziger. Sýningin BÆR, í Listasafni Árnesinga, er eins konar áframhaldandi könnun á þessari upprunalegu vinnustaðardvöl þeirra frá árinu 2022, þar sem varanleg tengsl og ný áhrif mynduðust í verkum hvers og eins listamanns.

5. júlí 2025 kl. 15:00
Pari Stave, sýningarstjóraspjall
Verið velkomin á sýningarstjóraspjall með Pari Stave um sýninguna Meðal Guða og Manna, íslenskir listamenn í Varanasi.
Spjallið fer fram á ensku.

19. júlí 2025 kl. 15:00
Samtal við Ilana Halperin
Kl. 15:00 – 19. júlí 2025
Primer / Felt Event
Dr. Catriona McAra, lektor í listasögu við Háskólann í Aberdeen, stýrir samtali milli listakonunnar Ilana Halperin og Dr. Claire Cousins, jarðvísindakonu við Háskólann í St. Andrews. Þær munu ræða hlut kvenna í jarðvísindum sem tengjast rannsóknum á plánetum og segja frá vettvangsferðum sínum til Orkneyja og Íslands, þar sem þær leituðu „skyldleika“ í landslagi til að öðlast betri skilning á klettamyndunum á Mars.
Eftir sameiginlega vettvangsvinnu á jarðhitasvæðum ofan við Hveragerði hlakka þær til að snúa aftur og miðla niðurstöðum sínum. Á þessum viðburði verður jafnframt frumkynnt sérútgáfa af grafíkverki Ilönu sem ber titilinn Við erum öll jaðarlífverur. Viðburðurinn er inngangur að sýningunni Líffærafræði Mars, sem opnar í Listasafni Árnesinga þann 13. september 2025.
Allir velkomnir!
Þessar rannsóknir hafa hlotið styrk frá bresku geimvísindastofnuninni (UK Space Agency) og Vísinda- og tækniráðuneytinu (Science & Technology Facilities Council).
14. ágúst klukkan 16:30
Spennandi tónleikar á Blómstrandi dögum í Listasafni Árnesinga,
Kvartett gítarleikarans Ómars Einarssonar, ásamt Kjartani Valdemarssyni, Jóni Rafnssyni og Erik Qvick munu koma fram í Listasafni Árnesinga með tónleika en þeir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Á efnisskránni verða vel valin verk eftir m.a. Ornette Coleman, John Abercrombie, Victor Young, Pat Metheny og fl. Ekki ólíklegt að frumsamið efni verði einnig á dagskránni.
Ómar Einarsson gítar
Kjartan Valdemarsson pianó
Jón Rafnsson bassi
Erik Qvick trommur
Tónleikarnir eru í boði Hveragerðisbæjar..

15. ágúst 2025 kl. 16:00
Dans Afríka á Blómstrandi dögum
Komið og takið þátt í trommu- og danssmiðju með Dans Afríka á Blómstrandi dögum í Hveragerði.
Skráning er nauðsynleg þar sem takmarkað pláss er í boði.
listasafn@listasafnarnesinga.is
Ókeypis dagskrá í boði Hveragerðisbæjar og Listasafns Árnesinga.

16. ágúst klukkan 15:00
16. ágúst klukkan 15:00 verður einstakur viðburður, tónleikar listamanna: Þuríður Sigurðardóttir söngkona með Borgari Magnasyni tónskáldi og kontrabassaleikara ásamt Óskari Guðjónssyni saxófónleikara.
Þetta einvala lið gleður gesti Blómstrandi daga í Listasafni Árnesinga þar sem kærleikurinn og sköpunarkrafturinn ræður ríkjum.
Elísabet Jökulsdóttir kemur einnig fram og les ljóð.
Ókeypis viðburður og allir velkomnir.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Viðburðurinn er í boði Hveragerðisbæjar.
Þuríður Sigurðardóttir vakti fyrst athygli aðeins sextán ára gömul þegar hún söng sitt fyrsta lag á hljómplötu. Síðan þá hefur hún starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum landsins og komið fram bæði á dansleikjum og tónleikum víða um land. Árið 1969 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, og það sama ár var hún kjörin vinsælasta söngkona landsins. Árið 1981 hlaut hún svo sérstaka viðurkenningu á Stjörnumessu Dagblaðsins&Vísis, þar sem hún var heiðruð sem „Söngkona ársins í fimmtán ár“.
Þuríður er einnig virkur myndlistarmaður. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur sýnt verk sín víða – meðal annars hér í Listasafni Árnesinga.