
Í Ásgrímssafni.
Helgi Gíslason segir frá minningum sínum í Ásgrímssafni.
4. júní 2023 kl. 14:00
Myndlistarmaðurinn Helgi Gíslason rifjar upp minningar sínar þegar að hann var að byrja sinn feril sem myndlistarmaður dvaldi hann mörgum stundum í Ásgrímssafni með Bjarnveigu Bjarnadóttur.
Mynd af Helga fengin héðan: https://listasafnreykjavikur.is/en/events/helgi-gislason-where-boundaries-lie
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Þjóðlegur Þjóðhátíðardagur, spjall um Ásgrím Jónsson og langspil.
17. júní 2023 kl. 14:00
Verið velkomin á Listasafn Árnesinga á Þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní.
Við verðum með málverk eftir Ásgrím Jónsson af fæðingarstað hans Suðurkoti í tímabundnu láni frá Snorra Tómassyni og mun hann einnig segja frá ýmsu sem tengist Ásgrími. Svo verða einkabréf Ásgríms Jónssonar til sýnis og að lokum verður langspilssmiðja með Eyjólfi Eyjólfssyni. Ókeypis aðgangur og verið velkomin.
Við hvetjum fólk einnig til að keyra Ásgrímsleiðina, hér má finna kortið

Þar sem landið hefst.
Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn með Rakel Pétursdóttur.
25. júní 2023 kl. 14:00
Sunnudaginn 25. júní kl. 14:00 mun Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur verða með leiðsögn um sýninguna Hornsteinn í Listasafni Árnesinga.
Fjallað verður um sýninguna út frá þróun íslenskrar listasögu í ljósi samtals yngri og eldri verka.
Í dag er Rakel sjálfstætt starfandi sérfræðingur en um 35 ár gegndi hún stöðu sérfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar og síðar rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands. Rakel mun fjalla um mótunarár og feril Ásgríms Jónssonar og áhrif verka hans í tengslum við þjóðernisvakningu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Hildur Hákonardóttir.
Leiðsögn um safneignina og sýninguna Hornsteinn.
25. júní 2023 kl. 15:00
Myndlistarkonan Hildur Hákonardóttir mun leiða gesti í gegnum sýninguna Hornsteinn og ræða sögu safnsins og tíma hennar sem forstöðukonu safnsins.
Mynd af Hildi fengin héðan:
https://skald.is/vidtol/17-eins-og-huldukonur-i-sogu-thjodarinnar-vidtal-vid-huldu-hakonardottur
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn, með Ingu Jónsdóttur.
13. ágúst 2023 kl. 14:00
Fyrrverandi forstöðumaður Listasafns Árnesinga, Inga Jónsdóttir verður með leiðsögn og spjall við gesti safnsins 13. ágúst frá 14:00. Verið velkomin.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Opnun á sýningunni Kosmos Kaos.
Ragnheiður Jónsdóttir.
2. september 2023 kl. 15:00
Ragnheiður verður 90 ára í júlí 2023 og til að halda upp á það verður opnuð einkasýning í Listasafni Árnesinga í sölum 1-2 og 3. Sýningarstjóri er Daría Sól.
Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur frá þeim tíma unnið óslitið að myndlist til dagsins í dag. Þráðurinn í verkum Ragnheiðar er sjálfblekkingin – blindnin – græðgin – einsemdin – andvaraleysið – umhverfið – heimurinn okkar. Ragnheiður segir að myndlist sé í hennar huga samtal listamannsins og áhorfandans. Að tilganginum sé náð þegar að henni tekst að rumska við áhorfandanum.
Ragnheiður Jónsdóttir er Árnesingur í báðar ættir. Móðir hennar Sigurbjörg var dóttir Ingvars Hannessonar bónda að Skipum Stokkseyrarhreppi og fyrri eiginkonu hans Vilborgar Jónsdóttur frá Sandlækjarkoti Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ingvar bóndi á Skipum og okkar frábæri listamaður Ásgrímur Jónsson listmálari voru systrasynir. Mæður þeirra voru systurnar Sigurbjörg og Guðlaug frá Vantsholti í Flóa. Faðir Ragnheiðar var Benedikt sonur Guðjóns Jónssonar bónda frá Seli og eiginkonu hans Kristjönu Jónsdóttur frá Grímsfjósum Stokkseyri. Þau bjuggu að Leiðólfsstöðum Stokkseyrarhreppi
Sýningarstjóri er Daría Sól.
Sýningin er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Opnun á sýningunni Íran / Ísland.
Jakob Veigar Sigurðsson.
2. september 2023 kl. 15:00
Jakob Veigar Sigurðsson er myndlistarmaður búsettur í Vín en er frá Hveragerði. Það er sönn ánægja að sýna verk hans í hans heimabæ. Sýningin snýst um samband hans við Íran en hann hefur dvalið þar ótal sinnum og hefur það haft mikil áhrif á sköpunarkraft hans.
Sýningin er unnin í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann og fleiri aðila búsetta í Íran.
Jakob Veigar hefur fengið styrk frá Myndlistarsjóði og Myndstef vegna sýningarinnar.