Skip to content
Listasafn Árnesinga – Hveragerði, Iceland Logo Listasafn Árnesinga – Hveragerði, Iceland Logo
  • English
  • Íslenska
  • English
  • Íslenska
Viðburðir framundanlistarn2023-03-14T21:45:12+00:00

Landið með fránum augum Ásgríms

Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn

1. apríl 2023 kl. 14:00

Laugardaginn 1. apríl kl.14:00 mun Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur verða með leiðsögn um afmarkaðan hluta sýningarinnar Hornsteinn í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Fjallað verður sérstaklega um verk Ásgríms Jónssonar á sýningunni í tenglum við verkefnið Ásgrímsleiðin, þar sem boðið verður upp á skipulegar ferðir á slóðir Ásgríms í Árnessýslu. Samstarfsaðilar eru: Byggðasafn Árnessýslu, Húsið á Eyrarbakka og Listasafn Íslands/Safn Ásgríms Jónssonar. Viðkoma verður á eftirfarandi stöðum auk Suðurkots í Rútstaðahverfi, húsatóftir æskuheimilis listamannsins.

Í dag er Rakel sjálfstætt starfandi sérfræðingur en um 35 ár gegndi hún stöðu sérfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar og síðar rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands. Rakel mun fjalla um mótunarár og feril Ásgríms Jónssonar og áhrif verka hans í tengslum við þjóðernisvakningu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Ásgrímsleiðin

Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn

22. apríl 2023 kl. 14:00

Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Ásgrímur var fæddur og uppalinn í Flóanum og hafði umhverfi bernskuheimilisins sterk áhrif á hann og listsköpun hans. Ásgrímur var vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka um tíma og þar fékk hann sína fyrstu vatnsliti. Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka sem Bjarnveig og synir hennar gáfu, eru eftir Ásgrím Jónsson. Ásgrímur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili, Hús Ásgríms er opið almenningi.

Ásgrímsleiðin er í raun margþætt. Upphaf leiðarinnar getur verið í Hveragerði, á Eyrarbakka eða í Reykjavík. Gestir leiðarinnar geta valið hvar þeir byrja og henni má jafnvel skipta á tvo daga. Leiðin samanstendur af listasýningunni Hornsteini á Listasafni Árnesinga í Hveragerði, sýningunni Drengurinn, fjöllin og Húsið á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, þaðan liggur leiðin meðfram ströndinni í austurátt í Gegnum Stokkseyri og upp Gaulverjabæjarveginn. Ásgrímur hvílir í Gaulverjabæjarkirkjugarði, þar er hægt að stoppa og ganga að leiðinu. Þegar haldið er áfram upp veginn þá sést fjallahringurinn vel sem fóstraði sveininn Ásgrím. Frá veginum er hægt að horfa í átt að bænum (eða bæjarstæðinu) sem er nú löngu horfinn en klettarnir sem Ásgrímur taldi vera álfakirkju sjást greinilega. Hús Ásgríms á Bergstaðastræti 74 er varðveitt af Listasafni Íslands og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum. Upplagt er að heimsækja Hús Ásgríms áður en Ásgrímsleiðin er farinn eða í kjölfar þess.

Verkefnið er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Listasagan okkar

Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn

30. apríl 2023 kl. 14:00

Halldór Björn Runólfsson listfræðingur mun leiða gesti í gegnum sýninguna Hornsteinn með listasöguna að leiðarljósi.

Halldór Björn er með Doktorspróf í listfræði frá Parísarháskóla (Université Paris 1 – Panthéon-Sorbonne) og er fyrrverandi safnstjóri Listasafns Íslands.

Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Bjarnveig Bjarnadóttir

Sögustund með Vilhjálmi Bjarnasyni

14. maí 2023 kl. 14:00

Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður og núverandi formaður Safnaráðs mun segja gestum safnsins frá hinni merku frú Bjarnveigu Bjarnadóttur.

Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Í Ásgrímssafni

Helgi Gíslason segir frá minningum sínum í Ásgrímssafni.

4. júní 2023 kl. 14:00

Myndlistarmaðurinn Helgi Gíslason rifjar upp minningar sínar þegar að hann var að byrja sinn feril sem myndlistarmaður dvaldi hann mörgum stundum í Ásgrímssafni með Bjarnveigu Bjarnadóttur.

Mynd af Helga fengin héðan: https://listasafnreykjavikur.is/en/events/helgi-gislason-where-boundaries-lie

Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Þar sem landið hefst

Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn

25. júní 2023 kl. 14:00

Sunnudaginn 25. júní kl. 14:00 mun Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur verða með leiðsögn um sýninguna Hornsteinn í Listasafni Árnesinga.

Fjallað verður um sýninguna út frá þróun íslenskrar listasögu í ljósi samtals yngri og eldri verka.

Í dag er Rakel sjálfstætt starfandi sérfræðingur en um 35 ár gegndi hún stöðu sérfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar og síðar rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands. Rakel mun fjalla um mótunarár og feril Ásgríms Jónssonar og áhrif verka hans í tengslum við þjóðernisvakningu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.

Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Hildur Hákonardóttir

Leiðsögn um safneignina og sýninguna Hornsteinn.

25. júní 2023 kl. 15:00

Myndlistarkonan Hildur Hákonardóttir mun leiða gesti í gegnum sýninguna Hornsteinn og ræða sögu safnsins og tíma hennar sem forstöðukonu safnsins.

Mynd af Hildi fengin héðan:

https://skald.is/vidtol/17-eins-og-huldukonur-i-sogu-thjodarinnar-vidtal-vid-huldu-hakonardottur

Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Opnun á sýningunni Kosmos Kaos

Ragnheiður Jónsdóttir

2. september 2023 kl. 15:00

Ragnheiður verður 90 ára í júlí 2023 og til að halda upp á það verður opnuð einkasýning í Listasafni Árnesinga í sölum 1-2 og 3. Sýningarstjóri er Daría Sól.

Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur frá þeim tíma unnið óslitið að myndlist til dagsins í dag. Þráðurinn í verkum Ragnheiðar er sjálfblekkingin – blindnin – græðgin – einsemdin – andvaraleysið – umhverfið – heimurinn okkar. Ragnheiður segir að myndlist sé í hennar huga samtal listamannsins og áhorfandans. Að tilganginum sé náð þegar að henni tekst að rumska við áhorfandanum.

Ragnheiður Jónsdóttir er Árnesingur í báðar ættir. Móðir hennar Sigurbjörg var dóttir Ingvars Hannessonar bónda að Skipum Stokkseyrarhreppi og fyrri eiginkonu hans Vilborgar Jónsdóttur frá Sandlækjarkoti Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ingvar bóndi á Skipum og okkar frábæri listamaður Ásgrímur Jónsson listmálari voru systrasynir. Mæður þeirra voru systurnar Sigurbjörg og Guðlaug frá Vantsholti í Flóa. Faðir Ragnheiðar var Benedikt sonur Guðjóns Jónssonar bónda frá Seli og eiginkonu hans Kristjönu Jónsdóttur frá Grímsfjósum Stokkseyri. Þau bjuggu að Leiðólfsstöðum Stokkseyrarhreppi

Sýningarstjóri er Daría Sól.

Sýningin er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Opnun á sýningunni Íran / Ísland

Jakob Veigar Sigurðsson

2. september 2023 kl. 15:00

Jakob Veigar Sigurðsson er myndlistarmaður búsettur í Vín en er frá Hveragerði. Það er sönn ánægja að sýna verk hans í hans heimabæ. Sýningin snýst um samband hans við Íran en hann hefur dvalið þar ótal sinnum og hefur það haft mikil áhrif á sköpunarkraft hans.

Sýningin er unnin í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann og fleiri aðila búsetta í Íran.

Jakob Veigar hefur fengið styrk frá Myndlistarsjóði og Myndstef vegna sýningarinnar.

Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni.

LÁ Art Museum is owned by the eight municipalities in Árnes County in South-Iceland.

Slide

Listasafn Árnesinga er styrkt af:

LÁ Art Museum is supported by:

Slide

Slide
Síðasta haust fengum við gestakennarann Thomasi Síðasta haust fengum við gestakennarann Thomasine Giesecke frá Musée d'Orsay til okkar og fór hún í fjölmarga skóla í Árnessýslu með verkefninu Smiðjuþræðir. Alda Rose verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Árnesinga fór á dögunum í heimsókn til hennar í þetta glæsilega safn í París og fékk að fylgjast með safnakennslu þar.  Samstarfið mun svo halda áfram þar sem Thomasine mun snúa aftur til Hveragerðis í lok sumars og halda fleiri smiðjur hjá okkur. ✨ @museeorsay #museedorsay #paris #hveragerði #árnessýsla #iceland #france #museumeducation #fræðslustarf #safnfræðsla #barnamenningarsjóður #hveragerðisbær
Smiðjuþræðir halda áfram 💛 síðustu vikur Smiðjuþræðir halda áfram 💛 síðustu vikurnar hefur Lóa H. Hjálmtýsdóttir @loaboratorium heimsókt skóla í Árnessýslu og unnið með börnum að gerð bókverka.  Takk #barnamenningarsjóður #bókverk #smiðjur #teikning #hönnun #artbook #creativewriting #creativechildren #skapandiskólastarf #listasafn #fræðsla #árnessýsla #visitsouthiceland
Gjöf til safnsins 💛 Í lok síðasta árs gaf Gjöf til safnsins 💛 Í lok síðasta árs gaf Þórdís Erla Zoëga verkin Routine I, II og III til safnsins og eru þau á sýningunni Hornsteinn.  Innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf Þórdís Erla Zoëga #museumcollection #artmuseum #icelandicartist #routine #museuminiceland #icelandicmuseum #hveragerði #southiceland
Sýningin Hornsteinn hefur verið vel sótt frá o Sýningin Hornsteinn hefur verið vel sótt frá opnun í febrúar.  Við erum einnig mjög þakklát ykkur sem sendið okkur ábendingar og sögur.  Til dæmis kom þetta ágæta fólk að skoða sýninguna fyrir helgi.  Þarna eru Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli f. 1925 sem var bílstjóri Ásgríms og sagði okkur nokkrar sögur af þeirri reynslu og kona hans Edda Emilsdóttir f. 1931. Með þeim var Snorri Tómasson f. 1951.  Hann sendi okkur ljósmynd af málverki eftir Ásgrím af fæðingarstað hans, Suðurkoti í forgrunni og Rútsstaðir að baki. 
Myndin er hluti af stærri vatnslitamynd sem Snorri keypti árið 2003. Hún var áður í eigu Sigríðar systur Ásgríms. 

Kortið er herforingjaráðskort frá ca.1908 sem Snorri á. Þarna virðist búið á öllum bæjunum. 
Eyðibýli voru merkt x.  Takk Snorri 🙏
Verkið Sunnlenskar konur mótmæla á alþingi ef Verkið Sunnlenskar konur mótmæla á alþingi eftir Hildi Hákonardóttur er nú komið heim og verður á sýningunni #Hornsteinn næstu mánuðina.  Verið velkomin, alltaf frítt inn og notalegt að vera. #cornerstone #hildurhákonardóttir #icelandicartist #icelandicart #artmuseum #listasafn #museumcollection #iceland #southiceland #visitsouthiceland #hveragerði #árnessýsla #visithveragerdi
Takk fyrir komuna á hugmynda- og teiknismiðju Lóu H. Hjálmtýsdóttur í gær @loaboratorium 🌟#drawing #workshop #smiðjuþræðir #barnamenningarsjóður #illustration
Til hamingju með daginn konur - Alþjóðlegur ba Til hamingju með daginn konur - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna - og við birtum nokkrar myndir af listaverkum eftir konur á sýningunni Hornsteinn og sumar þeirra með á myndinni // Happy #internationalwomensday #internationalwomensday2023 #hornsteinn #cornerstone #sigrúnharðardóttir #sirrasigrúnsigurðardóttir #guðrúntryggvadóttir #þórdíserlazoëga #þorbjörghöskuldsdóttir #ragnheiðurjónsdóttir #ragnheiðurjónsdóttirream #sigridvaltingojer #arngunnurýrgylfadóttir
Það kom hópur frá Búlgaríu í heimsókn í d Það kom hópur frá Búlgaríu í heimsókn í dag // We got a group visiting from Bulgaria today -  Alliance for regional cooperation and development - thanks for your visit 💛 #bulgaria #europeanfunds #crossthraceconnection #europeanunion
Samsýning sem státar af nokkrum gullmolum. Aða Samsýning sem státar af nokkrum gullmolum.  Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um sýninguna Hornsteinn í Fréttablaði dagsins. #fréttablaðið #myndlist #listasafn #artmuseum #icelandicart #museumcollection #safneign #ásgrímurjónsson #bjarnveigbjarnadóttir
Á heimasíðu safnsins má finna kort með 10 út Á heimasíðu safnsins má finna kort með 10 útilistaverkum og verkum í opinberu rými í Árnessýslu - nú þegar að veðrið er að verða betra er tilvalið að fara í bíltúr og skoða þau 💚 https://listasafnarnesinga.is/hveragerdi/la-art-museum_map_game/ styrkt af @uppbyggingarsjodur @astafridriks skrifaði texta og @viktorp.art aðstoðaði við verkefnið.  Hannað af @rileymaximillian - endilega sendið ábendingar til okkar á listasafn@listasafnarnesinga.is
Afmælisgjöf til safnsins 💛 Í tilefni af 60 ára afmæli safnsins hefur Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir gefið safninu verkið Þú ert kveikjan sem var sýnt í safninu fyrir ári síðan.  Við þökkum Ingunni fyrir höfðinglega gjöf og hlökkum til að sýna það aftur. // The museum received this wonderful art installation You are the Input as a gift from artist Ingunn Fjóla Inþórsdóttir 💛 #ingunnfjóla #youaretheinput #þúertkveikjan
Takk fyrir komuna á Langspilssmiðjuna í dag með Eyjólfi Eyjólfssyni🌟 @turfhousetenor @alda.rose @olischeving @evayogatladottir #langspil #langspilílistasafni #þjóðlegt #listasafn #hornsteinn #cornerstone #artmuseum Takk #barnamenningarsjóður
Instagram post 17977029560069065 Instagram post 17977029560069065
Hver hefur komið áður í safnið? 😍 7. bekku Hver hefur komið áður í safnið? 😍 7. bekkur í Grunnskóla Hveragerðis kom og fékk leiðsögn hjá Öldu Rose @grsk.hvg @alda.rose Takk fyrir komuna 🙏 #safnafræðsla #listasafn #artmuseum #childreinmuseum #safnaheimsókn #hornsteinn #cornerstone #exhibition #syning
Svoooooo gaman að fá ykkur í heimsókn í dag 🥰 #öskudagur #búningar #ashday #hveragerði #árnessýsla #dressup #costumeday
Kíkið á umfjöllun um sýninguna #Hornsteinn í Kíkið á umfjöllun um sýninguna #Hornsteinn í Kastljósi kvöldsins https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/kastljos/33550/9vuknt/myndlist-i-60-ar-i-hveragerdi
#kastljós #ruv #Hornsteinn #cornerstone #anniversary #afmælissýning #Árnessýsla #hveragerði #artmuseum #listasafn
✨ ✨ ✨ ✨ ✨ ✨
Nokkrar myndir frá því í dag 🌟 Takk fyrir a Nokkrar myndir frá því í dag 🌟 Takk fyrir að koma í safnið 💛 📷 Maria Csizmas
Það var mikil gleði og þakklæti hjá starfsmönnum Listasafns Árnesinga og Byggðasafni Árnesinga á fundinum í dag þar sem verkefnið #Ásgrímsleiðin hlaut styrk hjá Safnaráði og áður hjá Uppbyggingarsjóði Suðurlands þannig að nú fer þetta allt að gerast.  Var tilvalið að nota tækifærið og smella mynd með meistaranum 🌟 Takk @safnarad_museumcouncil #uppbyggingarsjóðursuðurlands @byggdasafnarnesinga @laartmuseum_iceland #Ásgrímsleiðin #árnessýsla #hveragerði #árborg #heradsnefndarnesinga #ásgrímurjónsson #ásgrímssafn
Ljósmyndarinn okkar hún frábæra Simone De Gree Ljósmyndarinn okkar hún frábæra Simone De Greef tók helling af æðislegum myndum í gær, hér eru nokkrar svo setjum restina á heimasíðuna.  Takk @fotogreef #imagineiceland #opening #exhibition #artmuseum #museumcollection #hveragerði #árnessýsla #afmæli #60ára #hornsteinn #cornerstone
Nokkrar í viðbót 🟡 few more photos from toda Nokkrar í viðbót 🟡 few more photos from today
Opnun sýningarinnar Hornsteinn fór fram í dag o Opnun sýningarinnar Hornsteinn fór fram í dag og það voru um 400 gestir sem komu sem er ótrúlegt í þessari gulu viðvörun 🟡  Sigurður Ingi Jóhannsson opnaði sýninguna og Helgi Kjartansson formaður Héraðsnefndar sagði nokkur orð. Takk fyrir komuna öll // 💛 We opened today the exhibition Cornerstone and still around 400 guest came regardless of weather. Thanks for coming 💛 #innviðaráðuneytið #heradsnefndarnesinga #árnessýsla #artmuseum #exhibition #artexhibition #museum #museumcollection
Við eigum nokkra hrafnavini sem koma mjög oft og Við eigum nokkra hrafnavini sem koma mjög oft og vilja eitthvað í gogginn - í þetta skiptið skildu þeir eftir skemmtileg spor / Our daily visit from ravens being fed by the staff and this time they left some fun marks #raven #hrafnar #visitsouthiceland #árnessýsla #artmuseum #feedingravens
Ár // ný lína af bollum og diskum hannað sérs Ár // ný lína af bollum og diskum hannað sérstaklega fyrir afmæli safnins - fyrir kaffihúsið og sem söluvara 💚 hannað og framleitt af Rakí - Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur í samtali við starfsmenn safnsins og með lógó safnsins í huga - við erum í skýjunum með þetta 🙏 We worked with ceramic artist @ragnheiduringunnagustsdottir #Rakí who made ceramic cups and plates for our café as well as for our museumshop - we are thrilled with results #keramik #ceramics #museumshop #safnbúð
Viðtöl og umfjöllun um safnið og sýninguna Ho Viðtöl og umfjöllun um safnið og sýninguna Hornstein sem opnar um helgina🌟 Interviews in the press about the museum's anniversary and upcoming exhibition #openingsoon #opnumfljótlega #hornsteinn #cornerstone #hveragerði #artmuseum #museumcollection #árnessýsla #visitsudurland #visitsouthiceland
Og svo fengum við heimsókn í dag frá skemmtile Og svo fengum við heimsókn í dag frá skemmtilegum starfsmönnum Hörpu 💚 Takk innilega fyrir að koma til okkar í #hveragerði #harpa #starfsmannaferð #opnumbráðum #hornsteinn #sýning #árnessýsla #myndlist
Skemmtilegur dagur í dag 💚 Þjórsárskóli ko Skemmtilegur dagur í dag 💚 Þjórsárskóli kom og fékk leiðsögn frá Öldu Rose og Kristínu Scheving.  Takk fyrir komuna @þjórsárskóli #þjórsárskóli #leiðsögn #safnafræðsla #hornsteinn #cornerstone @alda.rose #árnessýsla
@signamerking mætt til að merkja 🌟 #openingso @signamerking mætt til að merkja 🌟 #openingsoon #exhibition #hornsteinn #cornerstone #artmuseum #iceland #hveragerði #árnessýsla #visitsouthiceland
Við ströndina eftir Jóhann Briem verður á sý Við ströndina eftir Jóhann Briem verður á sýningunni Hornsteinn sem opnar 11.02 #sýningaropnun #afmælissýning #icelandicartist #hornsteinn #cornerstone #jóhannbriem #ókeypisaðgangur
Takk elsku @yarazstudio fyrir góðgætið frá @ Takk elsku  @yarazstudio fyrir góðgætið frá @beirut // our lovely friend and colleague brought us some goodies from #lebanon
Það hefur verið mikið verk að fara yfir safne Það hefur verið mikið verk að fara yfir safneignina og er listinn yfir listamenn og listaverk nú tilbúinn og verður birtur innan skamms.  Mörg falleg og áhugaverð verk verða á sýningunni - margar sögur og minning um Bjarnveigu Bjarnadóttur haldið á lofti🌟 Innviðaráðherra #sigurðuringijóhannsson opnar sýninguna þann 11. febrúar kl. 15:00  #innviðaráðuneytið #openingsoon #hornsteinn #cornerstone #exhibition #visualart #icelandicart #icelandicartist
Kennarar, leikskólakennarar og leiðbeinendur á Kennarar, leikskólakennarar og leiðbeinendur á Frístundaheimilum í Hveragerði tóku þátt í starfsþróunarverkefni með áherslu á safneign Listasafns Árnesinga í gær 📸 Alda Rose / leiðbeinandi: Ásthildur Jónsdóttir
Hér eru nokkrar myndir frá námskeiðinu sem fra Hér eru nokkrar myndir frá námskeiðinu sem fram fór um helgina í safninu. Myndlistarmaðurinn Guðrún Tryggvadóttir  @gunnatryggva #Listrými stóð fyrir því í samstarfi við Listasafn Árnesinga  @laartmuseum_iceland #modeldrawing #art #workshop #artworkshop #museum #artmuseum 📸 Guðrún Tryggvadóttir
Síðasti sýningardagurinn runninn upp ⚪️ Las Síðasti sýningardagurinn runninn upp ⚪️ Last day of the exhibition is today ⚪️ opið frá 12-17 ⚪️ Open 12-17 ⚪️
Takk fyrir að senda okkur stop motion myndir 🎄 Takk fyrir að senda okkur stop motion myndir 🎄🎄🎄 Það bættist við í dag 🎞️ Þær verða til sýnis í jólaglugganum okkar til 6. janúar og á vimeo- síðu safnsins - enn er hægt að taka þátt.... Sendið jólamynd á: listasafn@listasafnarnesinga.is 🎄 Spennandi vinningar í boði fyrir áhugaverðar myndir.
Instagram post 17937950156415701 Instagram post 17937950156415701
Takk elsku @loaboratorium fyrir jólakveðjuna 💚💚💚
Load More...

Slide English íslenska

Austurmörk 21,

810 Hveragerði,

Iceland

+(354) 4831727

www.listasafnarnesinga.is listasafn@listasafnarnesinga.is

Strætó / Bus schedule / 51 & 52

Slide Við viljum þakka öðrum styrktaraðilum fyrir stuðninginn.
We would like to thank other sponsors for their support.

Follow us:

Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland | +(354) 4831727 | www.listasafnarnesinga.is | listasafn@listasafnarnesinga.is
Page load link
Go to Top