
Málþing; Að gefa grafík gaum.
Verk Ragnheiðar Jónsdóttur.
17. nóvember 2023 kl. 14:00
Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir samtal og fræðslu um grafík sem miðil í myndlist, sögu þess og aðferðir og listakonuna Ragnheiði Jónsdóttur sem sýnir nú á Listasafni Árnesinga. Málþingið er ætlað öllum almenningi auk fagmenntuðum í myndlist sem vilja fræðast betur um Ragnheiði og grafík list.
Ragnheiður Jónsdóttir sem varð níræð á árinu var veitt heiðursverðlaun myndlistarverðlaunanna í ár fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Hún vann aðallega í grafík á sínum yngri árum og er einn af frumkvöðlum grafíklistamanna hér á landi og endurreisti m.a. félag grafíklistamanna Íslensk Grafík árið 1969 sem var upphaflega stofnað 1954 og það starfar enn. Markmiðið er að vekja áhuga fólks um hinar ýmsu grafík aðferðir og fræðast um þær og auðvitað um Ragnheiði sjálfa sem mun sjálf flytja erindi meðal annars fagfólks úr stéttinni.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Upplýsingar gefur verkefnastjóri fræðslu Alda Rose: fraedsla (hja) listasafnarnesinga.is

Tónlistarviðburður í tengslum við sýninguna:
Megi hönd þín vera heil.
Jakob Veigar Sigurðsson.
Jakob Veigar Sigurðsson er myndlistarmaður búsettur í Vín en er frá Hveragerði. Það er sönn ánægja að sýna verk hans í hans heimabæ. Sýningin snýst um samband hans við Íran en hann hefur dvalið þar ótal sinnum og hefur það haft mikil áhrif á sköpunarkraft hans.
Sýningin er unnin í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann og fleiri aðila búsetta í Íran.
saLeh roZati / Pourea Alimirzae fluttu tónlistargjörning á opnuninni og verður nú endurtekinn tónlistarviðburður.
Nánari upplýsingar og dagsetning mun verða birt innan skamms.
https://www.youtube.com/watch?v=iJgU7xtWvF0
Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Myndstef og Myndlistarsjóði.