Skip to content
Listasafn Árnesinga – Hveragerði, Iceland Logo Listasafn Árnesinga – Hveragerði, Iceland Logo
  • English
  • Íslenska
  • Polski
  • English
  • Íslenska
  • Polski
  • English
  • Íslenska
  • Polski
  • English
  • Íslenska
  • Polski
Fræðsludagskrá framundanlistarn2025-05-23T15:49:51+00:00

Keramiksmiðja

18. maí 2025 frá 13:00.

Í keramik smiðjunni fá þátttakendur að láta sköpunarkraftinn ráða för. Farið verður yfir helstu mótunaraðferðir í leir og svo fá þátttakendur að móta hugmyndir sínar undir handleiðslu Fríðu Möggu sem sér um smiðjuna. Við miðum við að hver og einn móti 1-3 hluti.

Eftir 3 vikur verður svo hægt að ná í hlutina á Listasafnið.

Fríða Magga er grunnskólakennari að mennt en hefur að auki sótt námskeið í keramik hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf nám við KADK í keramik 2014.

Smiðjan er fyrir alla á aldrinum 9 ára og eldri. Pláss er fyrir 8-10 þátttakendur.

Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is

Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Grafíksmiðja

7. júní 2025 frá 13:00.

Skemmtileg fjölskyldusmiðja þar sem þátttakendur fá tækifæri á að gera grafíkverk með Öldu Rose Cartwright listakonu og verkefnastjóra fræðslu hjá safninu.

Ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur

Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is

Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Sumarsmiðjur 7 – 11 júlí 2025

Myndlistarnámskeið fyrir unglinga á Listasafni Árnesinga

7.–11. júlí 2025 / Kl. 13-15

Listasafn Árnesinga, Hveragerði

Fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára (2012, 2011, 2010, 2009)

Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is

Verð: 30.000 kr.

Systkinaafsláttur: 30%

Taktu þátt í skapandi og fjölbreyttu 5 daga myndlistarnámskeiði þar sem þú færð tækifæri til að vinna með ólíka miðla og aðferðir undir handleiðslu faglærðra listamanna. Námskeiðið sameinar skemmtilega tilraunavinnu, skapandi hugsun og tæknilega færni. Meðal aðferða sem verða kynntar eru m.a. ljósmynda gel-þrykk, þurrnál á tetrapak (prenttækni), marbling (fljótandi litir á vatni), ýmsar æfingar í teikningu, blandaðir miðlar & textíltækni.

Markmiðið er að styðja við ungt listafólk í að þróa sinn eigin stíl, fá innblástur og auka sjálfstraust í listsköpun. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem hafa reynslu. Leiðbeinendur eru Martyna Hopsa, textíllistakona frá Póllandi og starfsmaður safnsins og Alda Rose Cartwright, myndlistarmaður og verkefnastjóri fræðslu safnsins.

Allur efniviður innifalinn – takmarkað pláss!

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á fraedsla@listasafnarnesinga.is

Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Teikninámskeið fyrir 10 – 12 ára.

23. – 26. júní og 11. – 14. ágúst 2025

Teikning – Sumarnámskeið Bungubrekku

Aldur: 10-12 ára (2012, 2013 og 2014)

Fjöldi: 4 – 12 nemendur

Tími: 4 skipti í 3 klst.

Dagsetning: 23. – 26. júní og 11. – 14. ágúst 2025, kl. 12:30 – 15:30

Námskeið fullt af sköpunar- og leikgleði. Farið verður yfir grunnatriði teikningar og þátttakendur munu læra að teikna eftir fyrirmynd. Unnið verður út frá æfingum úr “Drawing on the right side of the brain”, unnið verður einnig með fundinn efnivið, bleki og vatnslitum og margt fleira.

Námskeiðið verður bæði kennt bæði úti og inni svo mikilvægt er að klæða sig eftir veðri hvern dag. Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is

Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ

Flugdrekasmiðja

5. júlí 2025 frá 13:00.

Lærðu að smíða, lita og skreyta einfaldann, léttan og skemmtilegan flugdreka. Sjónlistarkennarinn Arite Fricke leiðir smiðjuna. Arite er lærð skiltagerðakona frá Þýskalandi sem útskrifaðist með M.A. í hönnun 2015 og er með meistaragráðu í list- og verkgreinakennslu frá HÍ. Hún hefur kennt myndlist fyrir börn á grunnskólastigi. Arite er svokallaður artist-teacher sem finnst langbest að vera í bæði í listsköpun og miðlun. Myndlist hennar er litrík og úr fjölbreyttum efnivið, eins og flugdrekar. (www.flugdreki.is)

Takmarkað pláss

Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is

Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Listasafn Árnesinga er í eigu Héraðsnefndar Árnesinga, en öll sveitarfélögin í Árnessýslu eiga aðild að henni.

LÁ Art Museum is owned by the eight municipalities in Árnes County in South-Iceland.

Listasafn Árnesinga er styrkt af:

LÁ Art Museum is supported by:

Við viljum þakka öðrum styrktaraðilum fyrir stuðninginn.
We would like to thank other sponsors for their support.
Starfsmenn safnsins eru í fræðsluferð í Finnl Starfsmenn safnsins eru í fræðsluferð í Finnlandi þar sem fyrsta stopp var listasafnið í Pori, við höldum áfram til Helsinki á morgun og skoðum nokkur söfn þar 💛 Takk fyrir frábærar móttökur Mirja Ramstedt-Salonen, Janita Nieminen, Jaakko Luoma, Heidi Porttila, Ilona Juntura & Anni Venalainen safnstjóri og takk #safnaráð 💛 #poriartmuseum @poriartmuseum #pori #finland #finlandiceland
5. bekkur úr grunnskólanum í Hveragerði kom í 5. bekkur úr grunnskólanum í Hveragerði kom í dag og fékk leiðsögn frá Öldu Rose verkefnastjóra fræðslu. Takk fyrir komuna 💫💫💫 @grunnskolinnihveragerdi #hveragerði #safnfræðsla
Takk fyrir komuna á upplesturinn með Guðrúnu E Takk fyrir komuna á upplesturinn með Guðrúnu Evu Mínervudóttur í gær 💫 @minervudottireva
Fleiri leikskólahópar komu til okkar í vikunni Fleiri leikskólahópar komu til okkar í vikunni frá Undralandi 💛 #leikskólalífið #leikskóli #hveragerði #safnfræðsla @alda.rose 💫
Takk fyrir komuna á listamannaspjallið í dag 💫 #meðalguðaogmanna @einarfalur @sigurdurarnis @eyglohardardottir @gketils @margrethblondal @solveig_adalsteinsdottir @paristave #varanasi #india #icelandicartist
Yndislegt að halda keramiksmiðjuna úti 🥰 Tak Yndislegt að halda keramiksmiðjuna úti 🥰 Takk Fríða leirlistakona takk #hveragerði #uppbyggingarsjóðursuðurlands 📷 @alda.rose
Við fengum heimsókn frá tveimur 5. bekkjum úr Við fengum heimsókn frá tveimur 5. bekkjum úr grunnskólanum í #hveragerði - Yndislegir krakkar sem spurðu um margt og skemmtilegt samtal um ólíka menningarheima átti sér stað.  Sum þeirra ætla að koma aftur eftir skóla og kríta parísa fyrir safnið - góða helgi 🌞
Við fögnum alþjóðlegum safnadegi 18. maí og Við fögnum alþjóðlegum safnadegi 18. maí og bjóðum upp á keramiksmiðju / listamannaspjall og ratleik 💫 komið við í safninu ykkar - ókeypis aðgangur 🌞
Og svo kom leikskólinn Undraland einnig í heimsókn #hveragerði 💛💛💛 #leikskólalífið
Tveir hópar frá leikskólanum Óskalandi í #hve Tveir hópar frá leikskólanum Óskalandi í #hveragerði komu í dag og fengu þau kennslu frá Öldu Rose.  Takk fyrir komuna 🙏 #leikskólalífið #fræðsla #safnfræðsla @alda.rose 📷 @mariac1122
Umfjöllun um sýninguna Meðal Guða og Manna í Umfjöllun um sýninguna Meðal Guða og Manna í mbl 10.4 💫💫💫
Það var fullt hús á málþinginu um Listmeðfe Það var fullt hús á málþinginu um Listmeðferð og bók 
Ágústu Oddsdóttur Art Can Heal; um ævi og störf Sigríðar Björnsdóttur listþerapista og listakonu en hún sagði einnig frá eigin reynslu þegar hún sjálf sótti meðferð hjá Sigríði.

Listmeðferðarfræðingarnir Elísabet Lorange og Dr. Unnur Óttarsdóttir kynntu einnig störf listmeðferðarfræðinga á Íslandi í dag og þróun fagsins sem felur meðal annars í sér rannsóknir Dr. Unnar á námslistmeðferð, teikningu og minni sem hafa fengið athygli innanlands og utan og eru því að hafa áhrif á heimsvísu. Elísabet og Dr. Unnur kynntu einnig listmeðferðarsmiðjur sem þær munu halda á Listasafni Árnesinga síðar í sumar.

Alda Rose Cartwright verkefnastjóri fræðslu hélt utan um viðburðinn 💫
Takk fyrir komuna á listamannaspjall í gær. @j Takk fyrir komuna á listamannaspjall í gær.  @jonaphotoart leiddi gesti í gegnum sýninguna Bær og @einarfalur sagði frá sýningunni Meðal Guða og Manna 💫 Gleðilega páska og munið að það er opið um páskana hjá okkur 🐥
Instagram post 17843385723458969 Instagram post 17843385723458969
Gæðastund í safninu í gær með Saya, Sala Jap Gæðastund í safninu í gær með Saya, Sala Japönsk 🇯🇵 / 🇫🇷 frönsku sviðslistakonunum sem dvöldu í Varmahlíð í viku.  Þær fluttu meðal annars frumsamin lög um ást, hamingju og sjóinn 🌊  og tók Aloe 10 ára þátt líka 🎼 og voru þær þá búnar að gefa 2 origami smiðjur / calligraphy smiðju og tónlistargjörning til samfélagsins Takk fyrir komuna og takk #hveragerdi @hveragerdi.is 🐶
Langur fimmtudagur - opið til 21:00 - japanskir s Langur fimmtudagur - opið til 21:00 - japanskir straumar 🇯🇵
Takk fyrir komuna á origami & calligraphy smiðju Takk fyrir komuna á origami & calligraphy smiðjurnar í dag 🇯🇵❤️🇯🇵 sjáumst á fimmtudaginn.  Takk #hveragerði #hveragerðisbær #varmahlíð #japanskasendiráðið #japaneseembassy #sayanonomura #saranonomura
Frá 14-16 í dag 🇯🇵 japanskir straumar í s Frá 14-16 í dag 🇯🇵 japanskir straumar í safninu #japan #japaneseart #origami #calligraphy #japaniceland
Takk fyrir komuna á vatnslitasmiðju með Svandí Takk fyrir komuna á vatnslitasmiðju með Svandísi Egilsdóttur og Ayurvedafræðslu með Heiðu Björk. @ast_og_fridur Við munum endurtaka þetta fljótlega ✨
Opið frá 12-17 í dag 💫 verið velkomin. Hé Opið frá 12-17 í dag 💫 verið velkomin.  Hér má sjá verk eftir @gketils @solveig_adalsteinsdottir og @eyglohardardottir frá sýningunni Meðal Guða og Manna: Íslenskir listamenn í Varanasi. Sýningarstjóri: @paristave #varanasi #icelandindia
Langur fimmtudagur í dag og opið til 21:00 🕘 Langur fimmtudagur í dag og opið til 21:00 🕘 Ókeypis aðgangur ✨ Open until 9PM tonight - free entrance #bær #exhibition #sýning #photographer #sculture #iceland #visitsouthiceland #aplace #árnessýsla #hveragerði @jonaphotoart @barbaraellmann @markusbaenziger @studiomikevos @katiaklose @debbie_tuepah
Meðal guða og manna @sigurdurarnis @gketils @sol Meðal guða og manna @sigurdurarnis @gketils @solveig_adalsteinsdottir @margrethblondal @i8gallery
Vefarinn í Varanasi, olía á striga 150x150cm ef Vefarinn í Varanasi, olía á striga 150x150cm eftir Sigurð Árna Sigurðsson ✨ opið um helgina frá 12-17 / ókeypis aðgangur.  @sigurdurarnis #meðalguðaogmanna sýningarstjóri @paristave #safnaráð #uppbyggingarsjóðursuðurlands #myndstef #varanasi #hveragerði #árnessýsla #visitsouthiceland
Það var glæsilegur hópur sem tók þátt í ma Það var glæsilegur hópur sem tók þátt í margmála ljóðakvöldi í gærkvöldi 💛 Takk innilega fyrir að njóta með okkur.  Takk @bokaustanfjalls og sérstaklega Jónína Sigurjónsdóttir fyrir skipulagninguna ✨#uppbyggingarsjóðursuðurlands #tónlistarskóliárnesinga
Það bættust sex verk við í safneign safnsins Það bættust sex verk við í safneign safnsins í dag og var það gjöf frá Kaupfélagi Árnesinga #kaupfelagarnesinga og fóru starfsmenn safnsins heim til Guðmundar Búasonar og Gudrunar Rossebø Johannsdóttur til að sækja gjöfina og pakka inn - við þökkum innilega fyrir gjöfina 🙏 #safneign #árnessýsla
Indversk vídeóverk í Vídeóhorninu okkar; THE Indversk vídeóverk í Vídeóhorninu okkar;  THE GHOST TAXONOMY
Tushar Waghela

Indian society weaves a complex matrix of inequality. While the usual divisions of caste, religion and
language gradually still, income differentiation has stratified citizens into ever-expanding vertical layers.
Identity and worth of an individual is marked by his income. A person moves a step above, by money power, only to find several others on top. This vortex has institutionalized income disparity as those on the lowest 4steps have little space or opportunity to transcend their status. Leftovers of a sumptuous dinner may feed a family and the expenditure incurred over the meal may sustain some family for a year. The amount needed to buy one liter milk beats the official requirement to cross the poverty line. Worse, we have accepted this cruel classification as a natural consequence of growth, an unpardonable insensitivity that may create irreparable fissures in social fabric. 
#TusharWaghela #indianart #indianartist #indianvideoart #vídeóhorn #videocorner
Hannyrðakvöld 💐 Nú á fimmtudaginn, opið fr Hannyrðakvöld 💐 Nú á fimmtudaginn, opið frá 17 - 21 komið með handverkið ykkar í safnið og hittið skemmtilegt fólk 💫
Takk fyrir komuna á smiðjuna í dag 🥰 leiðbe Takk fyrir komuna á smiðjuna í dag 🥰 leiðbeinandi var @alda.rose #marblingart #workshop #museumeducation #árnessýsla #hveragerði
Verkefni dagsins ✨ fara niður á strönd og ger Verkefni dagsins ✨ fara niður á strönd og gera tilraunir með áhrifum verka @markusbaenziger koma svo í #listasafnárnesinga og njóta myndlistar ✨ @laartmuseum_iceland (hér erum við á ströndinni hjá #hafiðbláa veitingarstað á milli Þorlákshafnar & Eyrarbakka) #ölfus #svartarstrendur #sealovers #þorlákshöfn #árnessýsla #náttúran #nature #iceland
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag 8. m Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag 8. mars #internationalwomensday og það má finna fjölmörg listaverk eftir konur á sýningum okkar um þessar mundir.  Hér er mynd af Jónu Þorvaldsdóttur við verk sín. Opið frá 12-17 í dag 💛 #jónaþorvaldsdóttir @jonaphotoart #photographer #icelandicartist #bær #baerartcenter #exhibition #hveragerði #árnessýsla #southiceland
Fjöllin í Árnessýslu - Brynhildur Þorgeirsdó Fjöllin í Árnessýslu - Brynhildur Þorgeirsdóttir  Frá listakonunni: 

Hálendið er minn uppáhalds staður, þar rísa fjöllin formfögur upp úr jörðinni, en í byggð breyða þau meira úr sér. Það eru mörg Fellin og Fjallsfellin í Árnessýslu og skiljanlega er Miðfellsfjall í Hrunamannahreppi mitt fjall og ég  þekki  það allan hringinn, gatið í fjallinu og hvernig það teygir sig eftir Hellisholtalandinu þar sem stendur stakur klettur með grenitré sér við hlið og lokaapunkturinn  er hinn fullkomnu Hvalbaksklettur sem stendur næst Kvennfélagsreitnum á Flúðum.@bryn.artist @safnbud_listasafnsarnesinga #árnessýsla
Opið 12-17 🥳 Við tökum vel á móti ykkur ✨
Sólveig Aðalsteinsdóttir Þegar Sólveig hélt Sólveig Aðalsteinsdóttir

Þegar Sólveig hélt í fyrsta skipti til Indlands árið 2023, þá hafði hún þegar unnið að teikningum þar sem hún kannaði tjáningarríka möguleika einfaldra „kalligrafískra“ lína. Drjúgan hluta þess tíma þegar hún dvaldi í Kriti, kannaði Sólveig rangala hinnar fornu borgar og fylgdist af athygli með flæði hversdagslífsins; einnig skoðaði hún línulegt flæði hins mikla helga Gangesfljóts og bylgjulaga útlínur hinna helgu Gangatiri kúa, sem hún skissaði líka meðan á dvölinni stóð. Þegar Sólveig síðan snéri heim til Reykjavíkur kaus hún gróftrefjaðan hamp-pappír og India-blek til að skapa stóra teikningu sína í átta hlutum. Hún sótti námskeið í kínverskri kalligrafíu og þjálfaði sig í þeirri tækni, þar sem þykkum pensli er beitt við að móta breiðar, flæðandi línur. Saman mynda teikningarnar einskonar línu sjóndeildarhrings sem teygist milli arkanna. Seinna fór hún svo að hugleiða hvernig uppruni Gangesfljóts í jöklum Himalayafjalla kallaðist, á vissan hátt, á við íslensku jökulárnar. Í áhuga hennar á kúnum, sem eru sínálægar á Indlandi, var síðan önnur tenging; milli helginnar sem er á kúnum í trú hindúanna og svo kýrinnar Auðhumlu í norrænni goðafræði, en hún er nærandi uppspretta sköpunarverksins sem greint er frá í Snorra-Eddu. Auðhumla er heiti teikningaraðar Sólveigar. Skúlptúrarnir sem hún kallar Betula (Birki) eru í einskonar kontrapunkti við tvívíðar láréttar línuteikningarnar. Þeir eru mótaðir úr útskornum birkigreinum, festir á viðarsökkla, og viðkvæmnisleg form greinanna rísa lóðrétt upp eins og grannar reykjarsúlur. @solveig_adalsteinsdottir #varanasi #ganges #icelandicartist #hveragerdi #árnessýsla #artmuseum #listasafnárnesinga
Vídeóhorn/ Videocorner FAR FROM HOME Sabyasachi Vídeóhorn/ Videocorner  FAR FROM HOME
Sabyasachi Bhattacharjee

Sabyasachi builds vivid imaginary worlds. Far From Home takes us to an observation deck, looking out on
what looks like an amusement park, but a world of nightmares unfolds. This seems to be a system of
production, not entertainment. The system appears to be using human beings to produce resources for
itself. At one end, heaps of exhausted bodies are being discarded, probablty to be reprocessed, an
expendable part of the whole system, we realise. #SabyasachiBhattacharjee #indianartist #indianvideoartist❣️ #india #icelandicartmuseum #videocorner #vídeóhorn
Markus Baenziger er listamaður frá Sviss sem bý Markus Baenziger er listamaður frá Sviss sem býr og starfar í Brooklyn, New York. Hann hefur haldið sýningar víða um Bandaríkin og alþjóðlega. Hann hefur hlotið verðlaun John Simon Guggenheim minningarsjóðsins og verk hans sýnd á einkasýningum í Edward Thorp-galleríinu í New York, List-galleríinu í Swarthmore-skóla, Cantor Fitzgerald-galleríinu í Haverford-skóla, Tanya Bonakdar-galleríinu í New York, og fjölda samsýninga, þar á meðal í Rose-listasafninu, Walker-listamiðstöðinni, Walton-listamiðstöðinni og Listagalleríi Yale-háskóla. Verk hans hafa hlotið mikla umfjöllun og þau má finna í safni Walker-listamiðstöðvarinnar í Minnesota og fjölda einkasafna.

Fyrstu viðbrögð mín við stórkostlegu landslaginu í kringum Bæ voru einfaldlega að fara í gönguferð og drekka það í mig. Þannig rakst ég á alls konar plastbrot, hluta af fiskinetum og annað rusl sem hafði rekið á fjörurnar.

Ég safnaði þessu, auk annars efnis úr náttúrunni og bjó til röð af litlum skúlptúrum. Þeir eru innblásnir af skærlitu reipinu sem ég fann hálfsokkið í jörðina og flækt saman við þangið, eða litlu plastbrotunum innan um steinvölurnar á ströndinni. Fyrir mér endurspegla þessi verk skurðpunkta náttúrunnar og hins manngerða heims. Þau eru samræða á milli fagurs náttúrulegs umhverfis okkar og ágengrar nærveru okkar í náttúrunni, sem stöðugt þarf að taka vð áþreifanlegum merkjum um veru okkar þar.
#bær #exhibition #aplace #markusbaenziger @markusbaenziger 
www.markusbaenziger.com / English in comments:
Einar Falur Ingólfsson Langtímum saman á ferli Einar Falur Ingólfsson

Langtímum saman á ferli sínum sem ljósmyndari hefur Einar Falur unnið með hugmyndir um tíma, hvort sem um er að ræða stök verkefni þar sem hann hefur fetað í fótspor ljósmyndara og myndlistarmanna fyrri tíma til að sjá og skilja hvernig landslagið sem þeir fönguðu hefur breyst, eða þegar hann nýlega skrásetti veðrið daglega í heilt ár. „Í Varanasi byrjaði ég að hugsa um hvernig djúp og heillandi lög uppsafnaðra tíma mátti sjá svo víða, hvort sem um var að ræða byggingar sem hafa gegnum aldirnar verið byggðar hver ofan á aðra, í flagnandi málningu á húsveggjum eða í menningu hins daglega lífs.“ Í áranna rás hefur Einar Falur nú varið mörgum mánuðum í Varanasi og skráð um leið meðal annars flæði tímans í tveimur myndröðum. Annars vegar eru það „tímalínur“ sem settar eru saman af litljósmyndum sem teknar eru á stórformats myndavél og sýna sama sjónarhornið ár eftir ár og þá uppsafnaðar breytingar sem birtast í áferðum og litum staðanna og bygginga. Önnur sería eru vídeóverk kvikmynduð á völdum stöðum og sýnd í síendurtekinni hringrás eins og lifandi ljósmyndir af mannlífinu. „Í verkum mínum er ég líka sífellt í sjónrænu samtali við listmenn og ljósmyndara sem hafa starfað á Indlandi á undan mér og á margskonar hátt haft áhrif á það hvernig ég sé og horfi. Og verkin eru líka alltaf dagbók lífs míns, eins manns í flæði þeirra milljóna sem eiga leið þarna um.“ Meðal guða og manna –  Listasafni Árnesinga 2025. @einarfalur #einarfaluringólfsson #varanasi #photography #exhibition #hveragerði #iceland / English in comments:
English íslenska

Austurmörk 21,

810 Hveragerði,

Iceland

+(354) 4831727

www.listasafnarnesinga.is listasafn@listasafnarnesinga.is

Strætó / Bus schedule / 51 & 52

Follow us:

Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Iceland | +(354) 4831727 | www.listasafnarnesinga.is | listasafn@listasafnarnesinga.is
Page load link
Go to Top