Textílsmiðja
4. desember 2024 frá 17:00.
Textíl smiðja: viltu læra að vefa bókamerki?
4. desember kl. 17:00 á Listasafni Árnesinga
Viltu læra að vefa bókamerki? Textíl smiðja þar sem þú færð tækifæri til að búa til einstakt, handgert bókamerki fyrir sjálfan þig eða ástvin. Frábær hugmynd að sérstakri hátíðargjöf! Smiðjan mun standa í 2-3 klukkustundir og við útvegum allt efni. Hentar fyrir þátttakendur 15 ára og eldri.
Leiðbeinandi er Martyna Hopsa textíl listakona.
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði
Mosa-smiðja
7. desember 2024 frá 13:00.
Skemmtileg fjölskyldusmiðja þar sem þátttakendur fá tækifæri á að hanna litla öðruvísi skreytingu fyrir jólin með því að nota mosa og annað lífrænt efni. Leiðbeinandi er landgræðslu- og mosa sérfræðingurinn Magnea Magnúsdóttir sem hefur mikið notað mosa í sinni eigin listsköpun og er endalaus uppspretta fróðleiks þegar kemur að fallega dúnmjúka mosanum sem þrífst á Íslandi.
Ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur
Skráning ekki nauðsynlegt en takmarkað magn er til af efni þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði