
Listasmiðja – Draumar og listmeðferð
14. september frá 13:00
Leiðbeinandi: Elísabet Lorange
Fjöldi 8-10 manns
Ókeypis smiðja.
Lýsing: Í þessari smiðju kynnumst við því hvernig hægt er að nálgast drauma okkar og vinna með þá sem leið til sjálfsþekkingar á skapandi, fræðandi og greinandi hátt. Unnið verður út frá nálgun listmeðferðar þar sem draumafræðin verða fléttuð inn í.
Elísabet Lorange er listmeðferðarfræðingur og kennari að mennt. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 20 ár. Hún hefur sinnt einstaklingum á öllum aldri og vinnur út frá sálrænni djúpvinnu með áherslu á tengsl og tilfinningalega úrvinnslu. Elísabet hefur stýrt námskeiðahaldi, handleitt fagfólk og þjónustað stofnanir og samtök á landsvísu. Undanfarin ár hefur Elísabet verið meðferðarstýra Sigurhæða – þjónusta við þolendur kynbundið ofbeldis á Suðurlandi ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Elísabet, ásamt Valgerði H. Bjarnadóttur, er stofnandi Draumsögu – nám í draumfræðum.
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.