Keramik smiðja
19. október 13:00-15:00
Í keramik smiðjunni fá þátttakendur að láta sköpunarkraftinn ráða för. Farið verður yfir nokkrar mótunaraðferðir en síðan fá þátttakendur frjálsar hendur undir handleiðslu Fríðu Möggu sem sér um smiðjuna. Við miðum við að hver og einn móti 1-3 hluti.
Eftir 3 vikur verður svo hægt að ná í hlutina á Listasafnið.
Fríða Magga er grunnskólakennari að mennt en hefur að auki sótt námskeið í keramik hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf nám við KADK í keramik 2014.
Smiðjan er fyrir alla á aldrinum 12-16 ára. Pláss er fyrir 8-10 þátttakendur.
Skráning nauðsynlega á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði.
Agnieszka Waszczeniuk mun leiða klippimyndasmiðju.
9. nóvember 2024 frá 14:00.
Í tilefni á pólskum dögum í safninu kemur listakonan Agnieszka Waszczeniuk og kennir á nóvember smiðjunni.
Fyrir hverja er verkstæðið?
Smiðjan er í boði fyrir alla eldri en 14 ára (vegna notkun beittra verkfæra) sem vilja prófa að búa til klippimynd. Smiðjan er í um 3 klukkustundir. Fyrsi hlutinn verður að búa til skuggamynd af völdum plöntum með því að nota ljósmyndir, draga í gegn og fylla út í myndina með mörgum lögum af lituðum pappír. Agnieszka Waszeniuk leiðbeinandi smiðjunar mun segja aðeins frá sögu klippimynda í Póllandi og hvernig hún fékk áhuga á klippimyndum.
Hver þátttakandi tekur heim með sér lítið listaverk.
Um leiðbeinanda smiðjunar.
Leiðbeinandi smiðkunar er Agnieszka Waszczeniuk, sem er útskrifuð frá Listaháskólanum í Poznań í Póllandi við teiknimynda deild. Agnieszka býr til teiknimyndir og er myndlistarmaður, handritshöfundur, teiknari, með víðtæka reynslu í listaheiminum og margverðlaunuð bæði í Póllandi og erlendis. Skalpelove klippingar eru frumverkefni listakonunnar sem – eins og hún segir – eru andardráttur hennar, gleði, hugleiðsla, lífsfylling og hrein fegurð sem hún vill deila.
Hér má finna verk Agnieszku
fb, ig @skalpelove.wycinanki.podlaskie
Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði.
Grafíksmiðja
1. desember 2024 frá 14:00.
Spennandi grafík smiðja á Listasafni Árnesinga þar sem notast verður við gelliplate-einþrykk aðferðina og tímarit til þess að flytja ljósmyndir yfir á gelið til að þrykkja svo á pappír. Aðferðin er einföld og skemmtileg og engin reynsla er nauðsynleg. Þátttakendur læra grunn atriðin í gelliplate þrykki og fá að gera allskonar tilraunir með miðilinn.
Þrír nemendur á listnámsbraut í FSU leiða smiðjuna en þær hafa mikla reynslu í þessari aðferð.
Þær eru hluti af ungmennaráði Listasafns Árnesinga þar sem þær ásamt fleiru ungu fólki eru að þróa hugmyndir í samstarfi við safnið til að ná til fleiri ólíkra hópa í samfélaginu.
Smiðjan er fyrir alla aldurshópa (yngri börn í fylgd með fullorðnum)
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan og verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði