
Keramiksmiðja
18. maí 2025 frá 13:00.
Í keramik smiðjunni fá þátttakendur að láta sköpunarkraftinn ráða för. Farið verður yfir helstu mótunaraðferðir í leir og svo fá þátttakendur að móta hugmyndir sínar undir handleiðslu Fríðu Möggu sem sér um smiðjuna. Við miðum við að hver og einn móti 1-3 hluti.
Eftir 3 vikur verður svo hægt að ná í hlutina á Listasafnið.
Fríða Magga er grunnskólakennari að mennt en hefur að auki sótt námskeið í keramik hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf nám við KADK í keramik 2014.
Smiðjan er fyrir alla á aldrinum 9 ára og eldri. Pláss er fyrir 8-10 þátttakendur.
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Grafíksmiðja
7. júní 2025 frá 13:00.
Skemmtileg fjölskyldusmiðja þar sem þátttakendur fá tækifæri á að gera grafíkverk með Öldu Rose Cartwright listakonu og verkefnastjóra fræðslu hjá safninu.
Ókeypis smiðja fyrir fjölskyldur
Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Sumarsmiðjur 7 – 11 júlí 2025
Myndlistarnámskeið fyrir unglinga á Listasafni Árnesinga
7.–11. júlí 2025 / Kl. 13-15
Listasafn Árnesinga, Hveragerði
Fyrir unglinga á aldrinum 13–16 ára (2012, 2011, 2010, 2009)
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Verð: 30.000 kr.
Systkinaafsláttur: 30%
Taktu þátt í skapandi og fjölbreyttu 5 daga myndlistarnámskeiði þar sem þú færð tækifæri til að vinna með ólíka miðla og aðferðir undir handleiðslu faglærðra listamanna. Námskeiðið sameinar skemmtilega tilraunavinnu, skapandi hugsun og tæknilega færni. Meðal aðferða sem verða kynntar eru m.a. ljósmynda gel-þrykk, þurrnál á tetrapak (prenttækni), marbling (fljótandi litir á vatni), ýmsar æfingar í teikningu, blandaðir miðlar & textíltækni.
Markmiðið er að styðja við ungt listafólk í að þróa sinn eigin stíl, fá innblástur og auka sjálfstraust í listsköpun. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem hafa reynslu. Leiðbeinendur eru Martyna Hopsa, textíllistakona frá Póllandi og starfsmaður safnsins og Alda Rose Cartwright, myndlistarmaður og verkefnastjóri fræðslu safnsins.
Allur efniviður innifalinn – takmarkað pláss!
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Teikninámskeið fyrir 10 – 12 ára.
23. – 26. júní og 11. – 14. ágúst 2025
Teikning – Sumarnámskeið Bungubrekku
Aldur: 10-12 ára (2012, 2013 og 2014)
Fjöldi: 4 – 12 nemendur
Tími: 4 skipti í 3 klst.
Dagsetning: 23. – 26. júní og 11. – 14. ágúst 2025, kl. 12:30 – 15:30
Námskeið fullt af sköpunar- og leikgleði. Farið verður yfir grunnatriði teikningar og þátttakendur munu læra að teikna eftir fyrirmynd. Unnið verður út frá æfingum úr “Drawing on the right side of the brain”, unnið verður einnig með fundinn efnivið, bleki og vatnslitum og margt fleira.
Námskeiðið verður bæði kennt bæði úti og inni svo mikilvægt er að klæða sig eftir veðri hvern dag. Skráning nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ
![flugdreki1[6]](https://listasafnarnesinga.is/wp-content/uploads/2025/04/flugdreki16-scaled.jpeg)
Flugdrekasmiðja
5. júlí 2025 frá 13:00.
Lærðu að smíða, lita og skreyta einfaldann, léttan og skemmtilegan flugdreka. Sjónlistarkennarinn Arite Fricke leiðir smiðjuna. Arite er lærð skiltagerðakona frá Þýskalandi sem útskrifaðist með M.A. í hönnun 2015 og er með meistaragráðu í list- og verkgreinakennslu frá HÍ. Hún hefur kennt myndlist fyrir börn á grunnskólastigi. Arite er svokallaður artist-teacher sem finnst langbest að vera í bæði í listsköpun og miðlun. Myndlist hennar er litrík og úr fjölbreyttum efnivið, eins og flugdrekar. (www.flugdreki.is)
Takmarkað pláss
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.