
25. apríl klukkan 14:00
Þrykksmiðja
Alda Rose mun halda opna smiðju í Listasafni Árnesinga fyrir fjölskyldur þann 25. apríl klukkan 14:00.
Þátttakendur fá tækifæri á að prófa einfaldar grafík aðferðir í bland við mismunandi tækni og búa til mótív og mynstur til að þrykkja á pappír. Í lok smiðjunar fá þátttakendur að taka með sér heim grafík verk sem þau hafa þrykkt.
Leiðbeinandi smiðjunar er Alda Rose Cartwright.
Vegna Covid-19 ráðstafanna þarf að skrá sig í smiðjuna, hámarksfjöldi er 10 manns.
Fyrir skráningu sendið póst á mottaka@listasafnarnesinga.is
Vor 2021
Grasagrafík
Við munum halda áfram með grasagrafík á næsta ári. Listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson hefur nú þegar farið í heimsóknir í skóla á Suðurlandi og mun halda áfram næsta vor þegar að náttúran tekur við sér aftur. Þá verður boðið upp á vor-námskeið fyrir almenning og haldin pop-up sýning í kaffihúsi Listasafns Árnesinga með verkum sem gerð verða í smiðjunni.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á: listasafn@listasafnarnesinga.is
Verkefnið er styrkt af:

