Að skapa með forvitni að leiðarljósi: Ronald Heu
27. september 2024 frá 15:00.
Tónlistarsmiðja sem snýst um hvernig hægt er að gera tilraunir með og skapa tónlist án þess að festast í takmörkuðum hugmyndum um lokaafurðina. Er nauðsynlegast að vita nákvæmlega hvað við erum að gera til þess að það hafi eitthvað hafi gildi? Á þessari smiðju verður kannað hvernig tilraunir og tilviljanir hafa gildi í tónlistargerð. Það verður einnig skoðað hvernig hljóðheimur úr umhverfi okkar gæti orðið mikilvægur þáttur í tónlistarsköpun.
Þátttakendur þurfa ekki endilega að kunna að spila á hljóðfæri til að taka þátt, njóta og rannsaka ýmsa hljóðmiðla.
Leiðbeinandi smiðjunar er tónlistarmaðurinn Ronald Heu.
Ronald Heu ólst upp í suðurhluta Svíþjóðar. Á unglingsárum sínum lék hann í ýmsum pönk- og óhefðbundnum hljómsveitum. Eftir menntaskóla lærði hann klassískan gítar við Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff þar sem hann útskrifaðist árið 2002. Með annan fótinn í pönkinu og DIY nálgun þess og hinn í klassískri tónlist, byrjaði hann að semja og árið 2016 kláraði hann sitt fyrsta kvikmyndatónlistarverk.
Árið 2018 samdi hann tónlistina fyrir margverðlaunaða jórdönsku heimildarmyndina Tiny Souls eftir Dina Naser, sem síðan hún var frumsýnd árið 2019 hefur verið sýnd um allan heim.
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði og Barnamenningarsjóði.
Kynning: Patrick Bergeron.
17. september 2024 frá 16:00.
Kynning á verkum með Patrick Bergeron.
Patrick Bergeron er listamaður búsettur í Montréal í Kanada. Hann vinnur bæði í kvikmyndaiðnaðinum og sem myndlistarmaður.
Hann útskrifaðist sem verkfræðingur og fór fljótlega að skapa eigin listaverk eftir að hafa starfað hjá National Film Board of Canada.
Hann vinnur í dag bæði sem listamaður og einnig í kvikmyndabransanum við sjónbrellur.
Á þessu sviði hefur hann tekið þátt í verkefnum eins og The Lord of the Rings, Stranger things og The Matrix.
Innsetningar hans og vídeóverk hafa verið sýnd alþjóðlega í galleríum og kvikmyndahátíðum td. (South by Southwest, ARS Electronica, osfrv …).
Í listaverkum sínum útfærir hann og rannsakar hugtökin tími, minni og hreyfingu. Hann hefur áhuga á gróðri, hringrásum og náttúruöflunum. Hvert verkefni felur í sér tæknilega áskorun. Ferlið til að komast að endanlegri niðurstöðu er oft flókið, en þau eru venjulega ekki sýnd.
Skráning hjá listasafn(hjá)listasafnarnesinga.is
https://www.patrickbergeron.com/ombres/indexf.html
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði.
Slím mygla (slime mould) smiðja með Heather Barnett.
17. september 2024 frá 14:00.
Heather Barnett sýnir verk sitt Slime Mold í Listasafni Árnesinga um þessar mundir og mun kynna verk sín og gefa innsýn inn í hvernig slím mygla hegðar sér. Hún hefur rannsakað fyrirbærið síðustu ár og sýnt verk sín alþjóðlega.
Skráning nauðsynleg á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði.
Steinefni eru lifandi: stopmotion smiðja.
15. September 2024 frá 14:00.
Steinefni eru lifandi: Stop motion smiðja með Thomasine Giesecke og Pascale Chau Huu.
Elstu tegundir jarðar hafa líklega orðið til við rætur eldfjalla, upptök sem áttu sér stað vegna fylgni vatns og basalt bergs.
Frumlífverur urðu til vegna þessa samspils og þróuðust hægt og rólega í gróður, dýr, sveppi og bakteríur.
Á þessari smiðju færðu að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn með því að búa til atburðarás þessara efnafræðilegu kraftaverka sem leiddu til ólíkra lífsforma á jörðinni.
Thomasine Giesecke myndlistarmaður og Pascale Chau Huu munu leiða smiðjuna og aðstoða börnin við að teikna, klippa og vekja fígúrur sínar til lífs og búa til duttlungafulla kvikmynd sem mun án efa vekja undrun !!
Leiðbeinandi smiðjunar er Thomasine Giesecke sem er listakona og býr í París. Hún vinnur einnig sem fræðslufulltrúi hjá Musée D´Orsay og Louvre-safninu. Hún hefur komið til Íslands tvö ár í röð og kennt börnum og unglingum í Árnessýslu og hér í safninu í m.a. stop-motion og nú kemur hún aftur og í þetta skiptið er hún einnig að sýna verk sín Volvox og Mineral is alive á Listasafni Árnesinga sem hún gerði með í samstarfi við aðra listamenn og vísindamenn.
Börn: Frá 7+
2 klukkutímar
Skráning á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Draumasmiðja með Elísabetu Lorange
24. ágúst 2024 frá 14:00.
Draumar dags og nætur.
Okkur dreymir í hvert sinn sem við sofum og jafnvel í vöku, þegar hugurinn reikar án fullrar meðvitundar. En það getur verið þrautin þyngri að taka þá með sér í vökuna og hvað þá skilja þá til hlítar. Í þessari smiðju kynnumst við því hvernig hægt er að nálgast draumana og vinna með þá sem leið til sjálfsþekkingar og til að njóta þeirra sköpunar sem þeir færa okkur.
Leiðbeinandi er Elísabet Lorange sem er annar helmingur Draumsögu, samstarfsverkefni þeirra Elísabetar og Valgerðar H. Bjarnadóttur.
Draumsaga hóf göngu sína árið 2017 og býður upp á nám í draumfræðum sem er byggt á aðferðum og nálgunum til að efla tengsl milli draum- og vökuvitundar. https://www.facebook.com/draumsaga
Elísabet er kennari og listmeðferðarfræðingur að mennt. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 19 ár. Elísabet hefur í tugi ára unnið með sína eigin drauma sem og drauma þeirra sem það vilja og þurfa í listmeðferðinni.
Valgerður H. Bjarnadóttir er félagsráðgjafi, með BA í heildrænum fræðum með áherslu á draumavinnu og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu. Hún hefur nýtt og skoðað draumana sína frá barnsaldri og nýtir drauma og draumvitundina markvisst í öllu sínu starfi.
Takmarkað pláss og skráning á: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Abstrakt málun með Jakobi Veigar Sigurðssyni
15-16. ágúst 2024 frá 13:00-16:00
Jakob Veigar Sigurðsson myndlistarmaður mun leiða tveggja daga smiðju á Listasafni Árnesinga og leiðbeina þátttakendum um hvernig vinna má í akrýl. Jakob mun fara yfir mismunandi aðferðir við akrýlmálun eins og hvernig á að undirbúa striga, mismunandi pensilstrokur, aðferðir abstrakt listar og grunnnotkun á akrýl. Ef veður leyfir verður hluti smiðjunar úti.
Jakob Veigar (1975) starfar og býr í Vínarborg en ólst upp í Hveragerði. Hann fetaði listina síðar á ævinni eftir að hafa snúið baki við byggingariðnaðinum. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og sem “Herr Magister” í myndlist frá Akademie der bildenden Künste í Vínarborg árið 2019. Jakob er þekktur fyrir litrík abstrakt málverk sín á ýmsum miðlum, orkumiklar pensilstrokur með tilvísun í íslenska náttúru.
Þátttakendur fá útvegað efni gegn hóflegri greiðslu eða koma með sitt eigið. Vinnustofan er ókeypis.
Fyrir 14 ára+
ATHUGIÐ AÐ SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ.
Skráning: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Hveragerðisbæ.
Draumasmiðja með Guðrúnu Tryggvadóttur
10. ágúst 2024 frá 13:00.
Listakonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir verður með draumasmiðju í safninu þann 10. ágúst frá 13 – 15.
Guðrún hefur sjálf skráð drauma sína skipulega í fjölmörg ár en draumskráningar hennar telja nú um átjánhundruð. Ferðalagið í draumheima getur verið spennandi og gefandi og jafnvel kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf og hvað undirmeðvitundin er að fást við svona á milli vökustunda. Ýmsar aðferðir er hægt að nota, bæði myndmál og skrifaðan texta en hver og einn er hvattur til að þróa sinn eigin persónulega stíl við skráningarnar.
Nauðsynlegt er að skrá sig á þessa smiðju þar sem takmarkað pláss er í boði.
fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Bókagerð, fjölskyldusmiðja
28. júlí 2024 frá 13:00
Þann 28. júlí næstkomandi verður bókagerð í boði fyrir börn en um er að ræða afar óhefðbundna bók. Bókin sem um ræðir kallast á ensku Tunnel Book en hún er einskonar þrívíddarbók. Þátttakendur fá að spreyta sig á því að búa til heim undirdjúpanna svo að til verði þrívíddar bók eða tunnel bók.
Smiðjan hentar 6 ára og eldri. Nauðsynlegt er að skrá sig á smiðjuna: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Umsjón: Alda Rose Cartwright, verkefnastjóri fræðslu.
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Kintsugi keramik-smiðja
26. júlí 2024 frá 14:00
Kintsugi er japönsk list aðferð sem er notuð til að gera við brotna leirmuni með til dæmis bronsi og silfri. Smiðjan er undir stjórn Clementine Nuttall sem býr í Japan og hefur verið að rannsaka Kintsugi aðferðina um tíma.
Clementine mun kynna Kintsugi aðferðina og þátttakendur fá tækifæri til að koma með brotið eða flísað keramik og læra japönsku tæknina Kintsugi. Þessi samvinna miðar að því að hlúa að tengslum milli samfélagsins og listsköpunar sem býr til sameiginlega frásögn.
Keramikið sem fær viðgerð táknar sameiginlega seiglu samfélagsins og fegurð sem getur sprottið upp úr brotum lífsins.
Clementine Nuttall er bresk listakona búsett í Japan. Hún dvelur um þessar mundir í listamanndvölinni Varmahlíð í Hveragerði og vinnur að verkefni sínu sem ber heitið Faultlines sem leitast við að kanna skurðpunktinn milli japanskrar listar við að lagfæra keramik með gulli, þekkt sem kintsugi, og kraftmikils jarðfræðilegs landslags Íslands. Líkt og heimili hennar í Japan er Ísland staðsett á svæði þar sem mikil skjálftavirkni er, sem utanaðkomandi sjónarhorn telja að feli í sér bæði hættu og fegurð.
Hveragerði er staðsett á flekalínum Norður Ameríku og evrasísu og má segja að verkefnið miði að því að draga hliðstæður á milli lína kintsugi og lína tektónískra fleka, varpa ljósi á tengslin milli skemmdaferlisins og fegurðarinnar við hina gylltu viðgerð og hinnar blómlegu náttúru sem brýst út úr svæðinu á sumrin. Í meginatriðum mun Faultlines fagna hugleiðingum um hið andlega og tengsl manna við náttúruna, með áherslu á íslenska hvera menningu sem tjáningu á lífinu á jarðskjálftasvæði.
Smiðjan hentar vel fyrir 13 ára og eldri og er hún ókeypis.
Clementine dvelur nú í listamannahúsinu Varmahlíð og er smiðjan í boði Hveragerðisbæjar.
Það er nauðsynlegt að skrá sig á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Fjölskyldusmiðjur vor og sumar ´´ 24.
Við höldum áfram okkar mánaðarlegu smiðjum sem fjölskyldur geta sótt ókeypis. Auglýst verður nánar þegar nær dregur.
17. mars: Opin grímusmiðja í krakkakrók.
Páskar 2024: Opin grímusmiðja í krakkakrók.
27. apríl mun gestum listasafn Árnesinga gefast kostur á að taka þátt í vatnslitasmiðju þar sem Sigrún Guðmundsdóttir listamaður í gestavinnustofu Varmahlíðarhússins. Smiðjan er frá kl.14-16.
18. maí: Flugdrekasmiðja fyrir börn og fjölskyldur frá kl. 13-15.
Lærðu að smíða, lita og skreyta einfaldann, léttan og skemmtilegan flugdreka. Sjónlistarkennarinn Arite Fricke leiðir smiðjuna. Arite er lærð skiltagerðakona frá Þýskalandi sem útskrifaðist með M.A. í hönnun 2015 og er með diplóma í listkennslu frá Listaháskólanum. Hún hefur kennt myndlist fyrir börn á grunnskólastigi. Arite er svokallaður artist-teacher sem finnst langbest að vera í bæði í listsköpun og miðlun. Myndlist hennar er litrík og úr fjölbreyttum efnivið, eins og flugdrekar. (www.flugdreki.is)
Skráning hjá fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
15. júní: Teiknismiðja með Gígju Reynisdóttur
Listakonan Gígja Reynisdóttir mun vera með kynningu á verkum sínum og smiðju laugardaginn 15. júní frá 15:30-16:30.
Að lokinni kynningu á verkunum mínum verður haldin smiðja þar sem gestum gefst tækifæri til ad spreyta sig á
þvi að búa til samsettar klippimyndir og/eða teikningar á mismunandi laufblöðum, þurrkuðum blómum og gylltum þinnum. Smiðjan mun taka u.þ.b. 1 klukkustund.
Umsjón: Alda Rose Cartwright, verkefnastjóri fræðslu.
Skráning er á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Smiðjurnar eru styrktar af Hveragerðisbæ og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Jólakorta- og stimplagerð fyrir fjölskyldur.
26. nóvember 2023 kl. 14 – 15:30
Ókeypis
Jólakortagerð fyrir fjölskyldur. Skorið verður út í stimpil-dúk allskonar mynstur og fígúrur til að þrykkja á pappír sem hægt er að brjóta í jólakort eða jafnvel búa til fallegt listaverk. Hægt er að gera mörg eintök með mismunandi myndum eða endurtaka þrykkið.
Allir innilega velkomnir. (Börn yngri en 11 verða að vera í fylgd með fullorðnum).
Efni er innifalið.
Leiðbeinandi er Alda Rose Cartwright
Skráning er á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Grafík fyrir fjölskyldur.
24. september frá 14 – 15:30.
Ókeypis.
Einþrykk smiðja fyrir börn og fullorðna á öllum aldri á Listasafni Árnesinga.
Smiðjan snýst um að skapa einstök listaverk með gelli plate og nota fjölbreytt efni til að mynda mynstur og þrykkja með litríkum þrykk litum á pappír.
Efni er innifalið.
Leiðbeinandi er Alda Rose Cartwright
Skráning er á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Graffiti með Össa.
Sumarnámskeið.
8. – 11. ágúst 2023 13:00-16:30
Össi var með námskeið síðasta sumar sem var mjög vel heppnað og við viljum endurtaka leikinn. Námskeiðið fer fram að mestu leyti utandyra svo mikilvægt að mæta alltaf klædd eftir veðri og er aldurinn miðaður við 11-16 ára.
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.
Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Leirlista- og skúlptúr smiðjur fyrir fullorðna.
5. 6. ágúst frá 13 – 16.
Thomasine Giesecke listakona frá París mun leiðbeina þessum smiðjum sem fer fram helgina 5. og 6. ágúst. Um er að ræða tvær mjög mismunandi aðferðir í skúlptúr, sú fyrsta er að móta úr leir í anda listaverksins Ung stúlka eftir Gerði Helgadóttur og sú seinni er að tálga í sápustein í anda tréskurðameistarans Halldórs Einarssonar en verk eftir báða listamennina má sjá á sýningunni Hornsteinn á Listasafni Árnesinga.
Lýsing:
Á laugardeginum 5. ágúst verður eingöngu notast við leir, þátttakendur skissa fígúru og út frá teikningunni móta hana í leir. Smiðjan hentar vel byrjendum sem vilja læra að móta líkama skref fyrir skref.
Á sunnudeginum 6. ágúst er svo áherslan á að tálga taflmann úr sápusteini innblásið af skáksetti Halldórs Einarssonar. Thomasine mun leiðbeina þessari aðferð skref fyrir skref.
Thomasine er sænsk/frönsk listakona búsett í París og vinnur á Orsay listasafninu. Hún hefur unnið í stærstu söfnum í París og haldið ótal smiðjur og námskeið fyrir bæði fullorðna og börn. Thomasine mun bjóða upp á nokkrar smiðjur á Listasafni Árnesinga á meðan dvöl hennar stendur.
Skráning er nauðsynleg á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Kostnaður: 30000 kr og efniskostnaður er innifalinn.
Takmarkað pláss.
Verkefnið er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Hveragerðisbæjar og styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Grafík fjölskyldusmiðja.
29. júlí 2023 kl. 13 – 15:30
Fólk og börn á öllum aldri innilega velkomið
Skráning á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Frítt
Stephanie Rivray eða Mady Mado eins og hún kallar sig er listakona búsett í París sem sérhæfir sig í blandaðri tækni. Hún dregur innblástur frá myndum af sameiginlegri fortíð okkar. Hún blandar saman gömlum ljósmyndum, formum og mynstrum með ýmsum grafík aðferðum tildæmis einþrykki, þurrnál eða cyanotype til að mynda tengingu á milli fortíðar og nútíma. Stephanie rannsakar minningar, kvenleika, náttúru og sambönd í verkum sínum.
Í þessari smiðju verður búin til leporello bók þar sem notast verður við klippimyndir, teikningu og þurrnál og svo fá þátttakendur að þrykkja með pastavél. Þurrnál aðferðin verður einfölduð svo að fólk og börn á öllum aldri geti tekið þátt. Það má taka með myndir af eigin vali sem innblástur ef vilji er fyrir hendi.
Safneignin lifnar við.
Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn.
24. – 28. júlí 2023 kl. 10:00 – 13:00
Sumar myndlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9 -13 ára er með Frönsk/sænsku listakonunni Thomasine Giesecke. Thomasine er reyndur fræðslufulltrúi og kennari á safni og hefur unnið á stærstu söfnum Parísarborgar, meðal annars við Musee d ́Orsay, Le Louvre og Orangerie museum og nú hefur Listasafn Árnesinga fengið hana í samstarf við að halda myndlistarnámskeið á safninu í sumar. Thomasine leggur áherslu á að örva ímyndunarafl barna með fjölbreyttri nálgun í listsköpun sem felur í sér t.d. að vinna stafræn verk, teikningar, ljósmyndun, grafík, skúlptúr og málun á ýmsa miðla. Drifkraftur Thomasine er að vinna með börnum og fullorðnum á öllum aldri og skoða sköpunarferlið út frá einstaklingnum og í því ferli hefur hún fylgst með því m.a. hvernig möguleikar ólíks efniviðs hvetur börn til að kanna, upplifa og rækta sköpunargáfuna. Unnið verður með fjölbreyttan efniðvið með mismunandi nálgunum.
Unnið verður með safneign Listasafnsins.
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.
Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Thomasine verður í listamannadvöl í Varmahlíð.
Stop motion hreyfimyndasmiðja fyrir fjölskyldur.
23. júlí frá 13 – 15.
Ókeypis.
Virkjaðu ímyndunaraflið og notaðu þínar skapandi hugmyndir til þess að búa til þína eigin stop motion hreyfimynd með innblæstri frá verkum á sýningunni Hornsteinn.
Hugmyndin er að velja eitt listaverk af sýningunni sem þér líkar sem bakgrunn og svo er hægt að bæta ýmsu við til að búa til hreyfimynd, eins og t.d. teikningum, ljósmyndum og fleiru til þess að búa til þína eigin sögu.
Þú færð tækifæri á því að læra margar fjölbreyttar aðferðir og getur jafnvel notað eigin síma eða spjaldtölvu til þess að búa til hreyfimynd.
Smiðjan er frá 13-15 á Listasafni Árnesinga
Fyrir fjölskyldur og börn frá aldrinum 7 ára í fylgd með fullorðnum.
Skráning og upplýsingar er á fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Verkefnið er samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Hveragerðisbæjar og styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Sköpun í náttúrunni – vellíðan og gleði.
Sumarnámskeið.
19. – 23. júní 2023 frá 10-13.
Fyrir börn á aldrinum 8 – 11 ára. Unnið út frá náttúru og vellíðan – Ýmis myndlistarverkefni verða á boðstólnum og unnið út frá listaverkum á sýningunni Hornsteinn.
Námskeiðið fer fram bæði inni og úti, helst úti ef veður leyfir svo mikilvægt að mæta alltaf klædd eftir veðri.
Takmarkaður fjöldi og verð á námskeiðinu er: 25000 kr.
Skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Lærðu að skrifa á Arabísku
Smiðjuþræðir
29. apríl 2023 13:00 – 15:00
Leiðbeinandi: Yara Zein
Yara Zein myndlistarmaður frá Líbanon mun leiða smiðju í arabískri skrift þann 29. apríl frá kl. 13-15. Yara mun segja aðeins frá sínum menningarheimi, tungumáli og arabískri skrautskrift. Yara mun kenna þátttakendum listina að teikna upp arabíska stafi og orð með mismunandi aðferðum.
Nánari upplýsingar koma síðar
(Smiðjan hentar öllum aldri.)
Takmörkuð pláss.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Hugmynda- og teiknismiðja
Smiðjuþræðir
11. mars 2023 13:00 – 15:00
Hugmynda- og teiknismiðja
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur mun leiða hugmynda- og teiknismiðju fyrir áhugasama. Í smiðjunni verður ímyndunaraflið virkjað með einföldum aðferðum og hversdagurinn notaður til að skapa eitthvað alveg nýtt. Þátttakendur þurfa ekki að mæta með neitt nema mögulega forvitni og/eða ögn af áhuga.
Fyrir 10 ára og uppúr.
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning er á fraedsla@listasafnárnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Langspilssmiðja
Smiðjuþræðir
25. febrúar 2023 frá 13-14.
Leiðbeinandi: Eyjólfur Eyjólfsson
Eyjólfur Eyjólfsson tónlistarmaður og þjóðfræðingur mun leiða Langspilssmiðju á Listasafni Árnesinga þann 25.feb. frá klukkan 13-14.
Í langspilssmiðjunni læra þátttakendur undistöðuatriðin í langspilsleik, eins og stramm og plokk með álftafjöðrum. Einnig verður boðið upp á að strjúka strengina með hrosshársbogum. Því næst verða kennd vel valin lög úr þjóðlagasafni sr. Bjarna Þorsteinssonar sem verða að lokum sungin við langspilsleik þátttakenda. Langspil og önnur kennslugögn verða til staðar fyrir þátttakendur smiðjunnar.
Fjölskylduvænn viðburður og ekkert aldurstakmark
Takmörkuð pláss í boði.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Stop Motion smiðja – Stafræn hreyfimyndagerð.
Laugardaginn 22. október frá 13:00.
Fransk/sænska listakonan og kennarinn Thomasine Giesecke leiðir Stop motion smiðjuna. Smiðjan snýst um að búa til kyrr myndir á fjölbreyttan máta sem er svo raðað upp til að úr því verði hreyfimynd. Thomasine vinnur við stærstu söfn Parísarborgar sem fræðslu sérfræðingur, meðal annars við Musee d´Orsay, Le Louvre og Orangerie museum. Smiðjan er ókeypis en það er takmarkað pláss þannig að skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Smiðjuþræðir
Ágúst 2022 – maí 2023
Listasafn Árnesinga setur af stað verkefnið Smiðjuþræðir haustið 2022 sem snýst um að keyra út færanlegar smiðjur og námskeið til grunnskóla í Árnessýslu þar sem börn og unglingar fá tækifæri á að vinna skemmtilega verkefni með listamönnum. Unnið verður með sex listamönnum sem koma úr ólíkum greinum sem má nefna myndlist, myndskreytingu, tónlist, textíl, hreyfimyndagerð og hönnun. Flestir listamannana eru búsett á Suðurlandi og hafa mikla reynslu af því að vinna með börnum. Smiðjurnar eru fjölbreyttar og unnið verður með hugmyndir um íslenska menningararfleifð, fjölmenningu, endurnýtingu á efniviði og náttúruna á Suðurlandi en einnig með alþjóðlegu ívafi.
Verkefnastjóri er Alda Rose Cartwright og verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Til að fá nánari upplýsingar sendið póst á:
fraedsla@listasafnarnesinga.is
Uppnýtt hönnun
Smiðjuþræðir
September – október 2022
Leiðbeinandi: Myrra Rós Þrastardóttir
Myrra Rós Þrastardóttir handverkskona og tónlistarkona sem hannar viðar vængi undir merkinu Fjadrafok mun stýra smiðjunni. Hún hefur lengi unnið með og nýtt afgangs spónarvið sem fellur til við að búa til verk og hefur einstakt lag á að vinna með ólíkan efnivið. Myrra mun leiðbeina nemendum á efstu stigum grunnskóla til að búa til verk úr endurnýttum/uppnýttum efnivið. Í þessu verkefni er sjálfbærni höfð að leiðarljósi og nemendur eru kynntir fyrir möguleikum þess að nýta ólíkan og endurnýttann efnivið til sköpunar.
Til að fá nánari upplýsingar sendið póst á:
fraedsla@listasafnarnesinga.is
Leiðsögn á arabísku.
29. október 2022 kl. 15:00
Listamaðurinn Yara Zein mun ganga um safnið og segja frá sögu safnins sem og kynna sýningu safnsins fyrir gestum á arabísku.
Öll velkomin og ókeypis aðgangur.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
ستتجول الفنانة يارا زين معكم في أرجاء المتحف لتروي لكم تاريخه و تقدّم المعرض للزوار باللغة العربية.
الكلّ مرحّب به والدخول المجاني.
Textíl smiðja
Smiðjuþræðir
Október – nóvember 2022
Leiðbeinandi: Ásta Guðmundsdóttir
Í textíl smiðjunni vekur listamaðurinn Ásta Guðmundsdóttir athygli á verðmæti hráefnis, sjá nýja möguleika í því “gamla” og “ónýta” með því að endurnýta flíkur sem eru taldar ónýtar og búa til úr þeim einhverja nýja flík eða jafnvel listaverk. Börnin mæta á skólann með flík sem hægt er að uppnýta og/eða breyta. Hugmyndin að smiðjunni sprettur upp úr þeirri hvimleiðu neysluþróun sem við eigum öll einhvern þátt í og aðstoða börn við að endurnýta og búa til fallega og skemmtilega hluti. Sauma nýja flík upp úr þeirri “gömlu”, búa til fallegt listaverk á gatið á sokknum, gera peysu úr tveimur slitnum, gefa uppáhalds flíkinni sem er orðin gömul og slitin nýtt líf og svo framvegis. Möguleikarnir eru óteljandi.
Til að fá nánari upplýsingar sendið póst á:
fraedsla@listasafnarnesinga.is
Stop-motion
Smiðjuþræðir
Október – Nóvember 2022
Leiðbeinandi: Thomasine Giesecke
Fransk/sænska listakonan og kennarinn Thomasine Giesecke leiðir Stop motion smiðjuna. Smiðjan snýst um að búa til kyrr myndir á fjölbreyttan máta sem er svo raðað upp til að úr því verði hreyfimynd. Thomasine vinnur við stærstu söfn Parísarborgar sem fræðslu sérfræðingur, meðal annars við Musee d´Orsay, Le Louvre og Orangerie museum. Thomasine hefur leitt fjöldan allan af smiðjum víða og er það mikill heiður að fá hana til landsins í samstarf við safnið.
Til að fá nánari upplýsingar sendið póst á:
fraedsla@listasafnarnesinga.is
Dúkristu-smiðja
30. júlí 2022
Laugardaginn 30 júlí frá 13:00-16:00 mun Listasafn Árnesinga bjóða upp á listasmiðju í dúkristu.
Smiðjan hentar flestum frá 10 ára aldri og uppúr.
Alda Rose Cartwright leiðbeinir þátttakendum hvernig á að nota verkfærin við dúkristu og að prenta af dúk á pappír. Allt efni er innifalið fyrir utan dúkinn en hann er hægt að kaupa í safnbúð Listasafns Árnesinga eða koma með sinn eigin.
Í lok smiðjunar geta þátttakendur tekið mér sér grafík listaverkin heim sem þau unnu á safninu.
Smiðjan er frí öllum.
Takmörkuð pláss í boði og skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Graffiti námskeið fyrir unglinga.
8. – 12. ágúst 2022 frá 13:00 – 16:00.
Listasafn Árnesinga í samstarfi við Hveragerðisbæ bjóða upp á graffiti námskeið fyrir unglinga.
Leiðbeinandi námskeiðsins er vegglistamaðurinn Örn Tönsberg.
Takmörkuð pláss eru í boði.
Skráning er á fraedsla@listasafnarnesinga.is
Námskeiðisgjald er 25.000 kr og allt efni er innifalið.
Myndlistarnámskeið fyrir börn.
27. júní – 1. júlí 2022
Námskeiðið verður haldið 27. júní-1. júlí frá klukkan 13:00-15:00.
Áhersla verður á fjölbreyttum aðferðum til listsköpunar auk þess að þjálfa þá færni sem er til staðar. Farið verður í stuttar vettvangsferðir til að m.a. vatnslita undir berum himni og safna efniviði til listsköpunar. Verkefnin verða af ýmsum toga og þær aðferðir sem notast er við á námskeiðinu eru m.a. teikning, vatnsmálun, mismunandi þrykk aðferðir og blönduð tækni.
Námskeiðisgjald er 25.000 kr og allt efni er innifalið.
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Námskeiðið er styrkt af Uppbyggingarsjóðir Suðurlands.
Lóa Hjálmtýsdóttir, Sam Reese (UK) og Nick White (UK)
Bókverkasmiðja.
Júní 2022
Listasafn Árnesinga mun bjóða almenningi upp á bókverkasmiðjur í sumar. Leiðbeinendur, fyrirlesarar og þátttakendur eru meðal annars: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndlistarmaður, rit- og myndhöfundur, Sam Reese (UK) myndlistarmaður og aðjúnkt í LHÍ sem sérhæfir sig í skapandi prentaðferðum og bókverkagerð, Nick White (UK) myndlistarmaður með áratugareynslu í teikningu og teiknimyndagerð og kennari í Kings College í London.
Vor 2022
Bókverkasmiðjur
Á vormánuðum ´22 mun safnið bjóða upp á ýmsar smiðjur sem tengjast Bókverkinu. Smiðjurnar eru samstarfsverkefni með listakonunni Lóu H. Hjálmtýsdóttur sem er með einkasýninguna Buxnadragt í safninu frá 5. febrúar – 22. maí ´22.
Smiðjurnar verða auglýstar þegar nær dregur.
Janúar – maí 2022
Smiðjuþræðir úr safninu inn í sveitirnar –
og smiðjur í safninu sjálfu !!
Listasafn Árnesinga mun halda áfram smiðjuþræðina og keyra út smiðjur og námskeið til skóla í Árnessýslu. Unnið er með listamönnum sem koma úr mismunandi áttum, myndlistarmenn, leikari og leikstjóri, rithöfundur, raftónlistarmaður og tilraunalistamaður koma að verkefninu að þessu sinni. Einnig verður boðið upp á smiðjurnar í safninu sjálfu og verður það auglýst sérstaklega.
Listasafn Árnesinga í samstarfi við listamennina stendur fyrir smiðjum þar sem listasafnið býður bæði til heimsóknar í safninu sjálfu og einnig munu listamennirnir ferðast á milli skóla og verður boðið upp á þessar 3 smiðjur sem allar eru þverfaglegar.
Stórundarlega smáleikhúsið, lita, ljós og skuggaleikhús
Þar hafa Oddný Eir og Áslaug Saja hannað smiðju þar sem útgangspunkturinn er að búa til sína eigin brúðu en með henni verður líka unnið að hugmyndum um tilfinningar, hlustun, tengsl við aðra, dýr og náttúru og tengsl við okkur sjálf.
Raftónlist og sköpun hljóðheims.
Önnur smiðjan snýst um raftónlist og sköpun hljóðheims þar sem raftónlistarmaðurinn Sölvi Cygnus kennir nemendum að hlusta á hljóðin í kringum okkur, taka þau upp og nota í sköpun hljóðheims og jafnvel byrjun á tónverki.
Tjáning í safni með safneignina.
Þriðja smiðjan tengist enn meira inn í safneign Listasafns Árnesinga þar sem leikari og leikstjóri Hera Fjord vinnur með Öldu Rose að sögugerð og sköpun leikmyndar með verk úr safneign safnsins í forgrunni. Við teljum að allar þessar smiðjur eigi eftir að skilja eftir fræ sem geta svo vaxið og orðið að einhverju stærra í framtíðinni.
Við viljum líka horfa fram á við og sjáum fyrir okkur að endurtaka þessar smiðjur ef vel tekst til á hverju ári.
Verkefnastjóri Smiðjuþræða og fræðslu safnsins er Alda Rose Cartwright.
Endilega hafið samband og tilkynnið þátttöku í verkefninu Smiðjuþræðir á e-mailið: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Verkefnið er styrkt af:
20. mars 2022 13:00 – 16:00
Stórundarlega smáleikhúsið
smiðja
Í Listasafni Árnesinga er boðið upp á skapandi skuggabrúðu-smiðju þar sem regnbogalit tilfinningaróf okkar eru skoðuð og þau látin segja sína sínar björtu og skuggalegu sögur.
Gegnum leikgleði, samræðu og einfalda frásagnar-, skuggabrúðuleikhús- og teiknitækni nálgumst við litríkar þrár okkar og setjum upp skuggalega skemmtilegt smáleikhús byggt á örsögum eigin lífs.
Á námskeiðinu í Listasafni Árnesinga bjóða tvær áhugamanneskjur um tilfinningaskilning, sköpunarkraft, frásögur, brúðuleikhús, skugga, ljós og liti, Oddný Eir, rithöfundur og heimspekingur og Áslaug Saja, myndlistarkona og vöruhönnuður inn á verkstæði sagna, ljóss og skugga.
Þátttaka er opin öllum aldurshópum frá 5 ára og upp úr. Foreldrar velkomnir að vera með og taka þátt. Ekki er krafist neinnar færni eða sérstaks tungumáls, bara þátttöku.
Námskeiðið er frítt en vegna takmarkaðs pláss er mjög mikilvægt að skrá sig hjá Öldu Rose, verkefnastjóra fræðslu: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
September – Desember 2021
Smiðjuþræðir úr safninu inn í sveitirnar.
Listasafn Árnesinga mun með í verkefni keyra út smiðjur og námskeið til skóla í Árnessýslu. Unnið verður með sex listamönnum sem koma úr mismunandi áttum, myndlistarmenn, leikari og leikstjóri, rithöfundur, raftónlistarmaður og tilraunalistamaður koma að verkefninu að þessu sinni.
Listasafn Árnesinga í samstarfi við listamennina mun standa fyrir seríu af námskeiðum þar sem listasafnið býður bæði til heimsóknar í safninu sjálfu og einnig munu listamennirnir ferðast á milli skóla og verður boðið upp á þessar 3 smiðjur sem allar eru þverfaglegar.
Fyrsta smiðjan hafa rithöfundur, heimspekingur og myndlistarmaður hannað smiðju þar sem útgangspunkturinn er að búa til sína eigin brúðu en með henni verður líka unnið að hugmyndum um tilfinningar, hlustun, tengsl við aðra, dýr og náttúru og tengsl við okkur sjálf.
Önnur smiðjan er raftónlist og sköpun hljóðheims þar sem myndlistarmaður vinnur með raftónlistarmanni og munu þau kenna hvernig á að hlusta á hljóðin í kringum okkur, taka þau upp og nota í sköpun hljóðheims og jafnvel byrjun á tónverki.
Þriðja smiðjan tengist enn meira inn í safneign Listasafns Árnesinga þar sem leikari og leikstjóri vinnur með myndlistarmanni að sögugerð og sköpun leikmyndar með verk úr safneign safnsins í forgrunni. Við teljum að allar þessar smiðjur eigi eftir að skilja eftir fræ sem geta svo vaxið og orðið að einhverju stærra í framtíðinni.
Við viljum líka horfa fram á við og sjáum fyrir okkur að endurtaka þessar smiðjur ef vel tekst til á hverju ári.
Verkefnastjóri Smiðjuþræða og fræðslu safnsins er Alda Rose Cartwright.
Endilega hafið samband og tilkynnið þátttöku í verkefninu Smiðjuþræðir á e-mailið: listasafn@listasafnarnesinga.is
Vinsamlega athugið að það eru einungis 10 skólar sem við getum tekið inn í þetta verkefni í haust.
Verkefnið er styrkt af:
17. október 2021
Búðu til þinn eiginn pensil og málaðu!
Sunnudaginn 17. október býður Listasafn Árnesinga áhugasömum á öllum aldri á smiðjuna Búðu til þinn eiginn pensil á milli klukkan 14-16.
Smiðjan verður haldin í smiðju rýminu fyrir aftan safnið.
Þátttakendur fá að spreyta sig á að búa til sinn eiginn pensil úr alls kyns efni, bæði endurunnu og náttúrulegu. Þátttakendur fá svo að skreyta og hanna hann eftir eigin höfði en síðast en ekki síst mála mynd með honum.
Frítt fyrir alla.
Leiðbeinandi smiðju er Alda Rose Cartwright.
Skráning á: mottaka@listasafnarnesinga.is
3. – 4. júlí klukkan 13:00 – 16:00
Kynning á raftónlist – tilraunastofa
strákar á aldrinum 12-14 ára
Boðið verður upp á kennslu í raftónlist í Listasafni Árnesinga og vonandi geta þeir sem taka þátt tekið sín fyrstu skref í sköpun tónlistar. Markmiðið er að ná til ungra aðila sem hafa áhuga á að gera sína eigin tónlist en hafa ekki farið í hefðbundið tónlistarnám. Með þessu námskeiði verður kynnt fyrir 12-14 ára unglingum hvernig hægt er að búa til tónlist á skemmtilegan hátt.
Leiðbeinandi: Cygnus
Verð: 8000 kr. á barn fyrir helgina.
Skráning á mottaka@listasafnarnesinga.is
27. júní 2021 14:00
Grasagrafík
Listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson heimsótti skóla í Árnessýslu á síðasta ári fyrir hönd LÁ og vann með börnum að grasagrafík.
Nú skipuleggjum við sumarnámskeið í júní í Listasafni Árnesinga þann 27. júní frá 14-16.
Skráning á: mottaka@listasafnarnesinga.is
Sjá hér stutt vídeó frá smiðjum síðasta árs.
Verkefnið er styrkt af:
Listnámskeið fyrir börn
21. – 25. júní
frá klukkan 12:30 – 15:30
Alda Rose hefur síðustu ári haldið vinsælar listsmiðjur við ströndina fyrir börn og nú í ár ætlum við að bjóða upp á þær í Listasafni Árnesinga fyrir börn á aldrinum 8 – 12 ára.
Verkin á sýningum safnins verða skoðuð og unnið verður í nærumhverfi safnsins.
Verð: 25.000 fyrir vikuna, allt efni innifalið.
Skráning á: mottaka@listasafnarnesinga.is
19. – 20. júní klukkan 13:00 – 16:00
Kynning á raftónlist – tilraunastofa
stelpur á aldrinum 12-14 ára
Boðið verður upp á kennslu í raftónlist í Listasafni Árnesinga og vonandi geta þeir sem taka þátt tekið sín fyrstu skref í sköpun tónlistar. Markmiðið er að ná til ungra aðila sem hafa áhuga á að gera sína eigin tónlist en hafa ekki farið í hefðbundið tónlistarnám. Með þessu námskeiði verður kynnt fyrir 12-14 ára unglingum hvernig hægt er að búa til tónlist á skemmtilegan hátt.
Leiðbeinandi: Cygnus
Verð: 8000 kr. á barn fyrir helgina.
Skráning á mottaka@listasafnarnesinga.is
27. september klukkan 14:00
Grasagrafík fyrir almenning
Viktor Pétur mun halda opna smiðju í Listasafni Árnesinga fyrir fjölskyldur þann 27. september klukkan 14:00.
Aðeins um verkefnið:
Pressaðar jurtir í íslenskri myndlist eru ekki nýjar af nálinni en margir kannast við hina hefðbundnu grasagrafík, en plöntuáhugafólk hefur í gegnum tíðina þurrkað valdar plöntur eða grös með því að pressa þær á pappír og ramma inn. Viktor hefur alltaf verið heillaður af þeirri list og á eitt slíkt verk sem hann fékk gefins frá ömmu sinni. „Ég er með eina mynd sem amma gerði fyrir 50 árum síðan með pressuðum jurtum hangandi upp á vegg hjá mér og upphaflega hugmyndin var að leika þá list eftir með því að pressa njóla. Það gekk ekki vel, jurtin klesstist og sauð í eigin hita svo að í staðinn fyrir að þorna þá prentaðist gullitað njólablað á pappírinn. Það hafði mikil áhrif á mig þegar ég sá einmitt litinn á jurtunum dreginn fram á pappírnum,“ segir Viktor. „Mynd ömmu hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, tengingin við náttúruna og tengingin við mæður mínar heillar mig líka. Þetta kveikir mörg ljós hjá mér og það má segja að mistökin hafi orðið að þriggja ára sumarstarfi.“
Vegna Covid-19 ráðstafanna þarf að skrá sig í smiðjuna.
Sendið póst á listasafn@listasafnarnesinga.is
Verkefnið er styrkt af: