Frjóvgun

Gamalt og nýtt í eigu safnsins

13. nóvember – 22. desember 2021

Síðustu vikurnar fyrir jól munum við veita gestum okkar innsýn í safnkost Listasafns Árnesinga. Stórbrotnar landslagsmyndir gömlu íslensku meistaranna og abstraktlist frá sjötta áratugnum ásamt margslunginni samtímalist. Listasafn Árnesinga var stofnað á Selfossi árið 1963 og er þar með fyrsta listasafnið á Íslandi sem tók til starfa utan höfuðborgarinnar. Listasafn Árnesinga starfaði á Selfossi fram til ársins 2001. Þá festi það kaup á Listaskálanum í Hveragerði og hefur verið þar til húsa allar götur síðan.

Safnið býr í dag að safneign um það bil 550 listaverka, allt frá merkustu meisturum íslenskrar myndlistar til áhugalistamönnum í nærliggjandi sveitum.

Þessi stutta (pop-up) sýning gefur um leið forsmekkinn að stærri sýningu sem haldin verður í tilefni af 60 ára afmæli safnsins árið 2023.

Listamenn: Ágúst F. Petersen, Ásgrímur Jónsson, Eyjólfur Jónsson, Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Gunnlaugur Scheving, Halldór Einarsson, Hörður Ágústsson, Jón Jónsson, Jón Stefánsson, Karl Kvaran, Sigríður Melrós Ólafsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Valtýr Pétursson, Þorbjörg Höskuldsdóttir.

Sýningarstjóri: Zsóka Leposa