
13. mars 2025 Langur fimmtudagur
Hannyrðasamsæti
17:00 – 21:00
Lionsklúbburinn Eden býður til hannyrðasamsætis í Listasafni Árnesinga seinni part og fram á kvöld fimmtudagsins 13. mars nk. Hvetjum alla til að mæta með handverkið sitt og sitja með okkur við iðjuna í skemmtilegu spjalli þar sem við kynnumst hvert öðru og dásemdunum sem við erum að skapa, sama hvort það er prjón, hekl, útsaumur, macrame eða hvaðeina annað sem við erum að fást við.
Í Lionskúbbnum Eden eru miklar kunnáttukonur um ýmiskonar handverk, þ.m.t. því sem snýr að íslensku þjóðbúningunum. Eru konur eindregið hvattar til að koma með búningana sína og fá upplýsingar eða leiðbeiningar við að hnýta slifsi, laga minni háttar saumsprettur, losa af silfur til að koma því í hreinsun, gera lausavasa o.fl. o.fl. Markmiðið er að fá sem flest til að taka þátt í 17. júní hátíðarhöldum bæjarins í íslenskum búning.
Á staðnum er hægt að kaupa ýmsar veitingar en samveran er án endurgjalds.

20. mars 2025 langur fimmtudagur
Alþjóðlegur dagur ljóðsins – margmála ljóðakvöld
19:30
Í tilefni af alþjóðadegi ljóðsins verða Bókabæirnir fyrir austan fjalls í samstarfi við Listasafn Árnesinga með Margmála ljóðakvöld í listasafninu þann 20. mars klukkan 19:30.
Lesarar frá ýmsum þjóðlöndum koma og lesa á sínum tungumálum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.

27. mars 2025 langur fimmtudagur
Draumakvöld með Elísabetu Lorange
19:30
Elísabet Lorange er annar helmingur Draumsögu. Hún er kennari og listmeðferðarfræðingur að mennt og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 12 ár. Hún hefur komið að meðferðarvinnu með hópum og einstaklingum á öllum aldri. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í vinnu með fullorðnum og fósturfjölskyldum. Elísabet hefur í tugi ára unnið með sína eigin drauma sem og drauma þeirra sem það vilja og þurfa í listmeðferðinni.
Elísabet ætlar að gefa gestum innsýn inn í vinnuna hennar með drauma og í kjölfarið verður smiðja haldin.
Takmörkuð pláss og skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is

3. apríl 2025 langur fimmtudagur
Vatnslitanámskeið með Svandísi Egilsdóttur
frá 16:00
Svandís Egilsdóttir hefur unnið með vatnsliti í verkum sínum í yfir tvo áratugi.
Svandís er menntaður myndlistarkennari og starfaði lengi sem slíkur samhliða eigin listsköpun. Svandís vinnur að skólamálum í Reykjavík ásamt því að vinna á eigin vinnustofu að málverkinu
Svandís beitir skapandi og blandaðri tækni í verkum sínum en í þessari smiðju ætlar hún að kenna leiðir til að koma sköpunarferlinu í gang og vinna í flæði með liti og línu.
Það er fátt skemmtilegra en að gefa sér stund til fara út í náttúruna og fanga vorið með vatnslitum og í teikningu.
Nauðsynlegt er að koma klædd eftir veðri og hafa meðferðis eigin vatnsliti, penna og pappír.
(hægt verður að kaupa ferðavatnsliti og vatnslitapappír ef þess þarf í safnbúðinni okkar)
Skráning: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Hveragerðisbæ og er ókeypis fyrir þátttakendur

3. apríl 2025 langur fimmtudagur
AYURVEDA OG BREYTINGASKEIÐIÐ
frá 19:30
Ayurveda-fræðin líta á Breytingaskeiðið sem eðlilegt ferli í æviskeiði konunnar. Þetta er æviskeið sem býður upp á nýja lífssýn og nýja nálgun á lífið. En, það þarf að sleppa tökunum á því gamla til að geta notið þess nýja. Sumar konur upplifa mikil óþægindi á þessu æviskeiði en aðrar finna lítið fyrir því. Allt fer þetta eftir stöðu dósjanna þriggja: Vata, Pitta og Kapha og hvort ójafnvægi sé í gangi þegar við göngum inn um dyr breytingaskeiðsins.
Það er margt sem hægt er að gera með aðstoð ayurveda til að milda einkennin ef ójafnvægi er í dósjunum þremur og bæta lífsgæðin. Verkfærin eru mörg í verkfæratösku ayurveda-fræðanna.
Í fyrirlestrinum verða grundvallaratriði ayurveda útskýrð eins og dósjurnar þrjár, frumkraftarnir fimm, agni meltingareldurinn og síðan verður kafað ofan í breytingaskeiðið með gleraugum ayurveda.
Leiðbeinandi er: Heiða Björk, Ayurveda sérfræðingur (AP)
Heiða Björk starfar við heilsu- og lífsstílsráðgjöf byggða á ayurveda lífsvísindunum og næringarþerapíu. Hún vinnur einnig að heildrænni heilun með aðferð LNT orkumeðferðar.
Ókeypis viðburður er skráning er nauðsynleg – aðeins á þetta e-mail:
fraedsla@listasafnarnesinga.is
Vinsamlegast ekki senda skilaboð þeim verður ekki svarað varðandi þennan viðburð aðeins e-mail.

10. apríl 2025
Langur fimmtudagur
Listgjörningur klukkan 19:30
Japanska listakonan Saya Nonomura heimsækir safnið þar sem hún dvelur í Varmahlíðar í Hveragerði. .
Komið og njótið japanskra strauma í safninu.
Ókeypis viðburður í samstarfi við Hveragerðisbæ.
野々村さや
1952年5月1日生まれ。
広島県尾道市出身。
京都精華芸大美術科絵画卒業。
1979年から1982年、パリ、Carré Silvia Montfort 国立サーカスマイム学校マイム科卒業。
1982年、マイムカンパニーPOKKOWA PA! をJean Claude Pommier と共に、結成、主宰。インターナショナルカンパニーとして活動。
その他、フランスにて行われる文化イベントの際に、カリグラフィー、オリガミのワークショップを指導。
Saya Nonomura
Born May 1st 1952, in Onomichi City, Hiroshima Prefecture, Japan.
Graduated from Kyoto Seika University of Arts, Fine Arts Department, Painting Section, in Kyoto, Japan.
From 1979 to 1982, studied at and graduated from Le Carré Silvia Montfort National School of Circus and Mime, in Paris, France.
In 1982, founded the Mime Theatre company, Compagnie POKKOWA PA ! with Jean-Claude Pommier, in Angers City, France.
Since then, the company performs their Mime Theatre creations worldwide.
Also animates Calligraphy and Origami workshops during cultural events in France.