MÖRK

Eygló Harðardóttir , Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal , Ólöf Helga Helgadóttir

24. október 2015 – 21. febrúar 2016

Becky Forsythe

Pappírsverk færa mörk

Pappírinn er eins og persóna: misþurr á

manninn, sveigjanleg, brothætt, gleymanleg,

falleg, bljúg, þjónkandi, tóm, bjóðandi,

gefandi, hlustandi, brotin, beygluð, skorpnuð,

snjáð, ónærgöngul en spyrjandi.

Arkir (2015) Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Sýningin Mörk tengir pappírsverk eftir listamennina Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur.

Þar kallast pappír á við hið tvívíða svið langt út fyrir mörk þess.. Stundum leiðir sýningin okkur ísmeygilega aftur til þess að pappír var tré í skógi og undirliggjandi er einnig sú áminning að efnið er framleitt, hversdagslegt og endurunnið sem minjagripur um menningu samtímans. Í gegnum sýninguna er efnið fært úr einu ástandi í annað, í stöðugri umbreytingu.

Fyrir Eygló, Jónu Hlíf, Karlottu og Ólöfu Helgu verður pappírinn að völundarhúsi og fengist er við yfirborð, tækni, möguleika og svörun. Athugun skynjunin. Áhorfandanum er boðið að lesa form sem færist úr tvívídd yfir í þrívídd og þótt það sé auðvelt að tengja verkin saman á forsendum þess að um pappír sé að ræða þá gerir sú túlkun lítið annað en að takmarka möguleikana. Mörk veitir sýn á pappír sem sveigjanlega formgerð og breytilegt efni á sama tíma og sýningin opinberar eðlislæga viðkvæmni miðilsins. Það er alvara í mörgum verkum sýningarinnar en einnig er slegið á létta strengi. Ef við skoðum verkin sem heild er ljóst að þau eru heft af eigin eðli yfirborðs sem tvívíð verk á sama tíma og þau virðast nánast ætla að hefja sig til flugs sem þrívíddarverk.

Mörk er hugtak sem notað er til að marka breytingu á aðstæðum. Annarsvegar táknar hugtakið upphafspunkt en hinsvegar gefur það til kynna takmörk. Í báðum tilfellum er ákveðið skipulag breytinga. Slíkt á sér stað í læknisfræði, vísindum og rannsóknum, sem leiðarvísir við sársaukamörk, eða fyrirkomulag innan manngerðs umhverfis. Í vorleysingunum flæða lækir yfir bakka sína og hreyfa við mörkum. Að verða gjafvaxta er tímamót sem kalla fram augnablik þar sem eitthvað á sér stað, fráhvarf eða umskipti, spennan fyrir einhverju nýju gerir slíkt hið sama.

En hvað ef við veltum fyrir okkur mörkum pappírs, eiginleikum hans til að breytast eftir því hvernig hann er handfjatlaður, jafnvel þannig að hann verður með öllu óþekkjanlegur, glatar heilindum sínum og verður eitthvað allt annað? Í slíkum vangaveltum felast hugmyndir um að pappír sé sveigjanlegur og þoli vel breytingar.

Í verkinu Mót II (2015) kannar Karlotta Blöndal samband pappírs og litarefnis sem hún velur hvorttveggja af mikilli kostgæfni. Stórar á samfélagi; aðliggjandi rými, blæbrigði lita og samsetningar sem koma fram sem úrklippur litaflata, upp rísa stór, stíf þil lituð af leifum blautra litarefna sem deila eiginleikum brakandi stífaðs líns, verða að útpældum fellingum mynstraðrar áferðar og litaheildar, safnast saman og brengla pappírslengjur verða fletir fyrir fjölda tilraunameð hvernig litarefni virkar við mismunandi þurrkunarferli. Ólíkar leiðir tengjast og skapa margþættan myndflöt. Stóru fletirnir með litamynstrum birtast sem fánar og tjá tengsl við mannshúð: lagskipt yfirborðið ekki alls ólíkt innri líkama. Í einni seríu minna lífræn form á hvernig innyfli og vefir staflast, annað innrammað verk minnir á lungu. Fyrir Karlottu er pappír lifandi efni sem bregst við ákveðinni meðhöndlun og býr yfir karakter sem spilar bæði inn í inntak og formlega þætti hins fullkláraða verks. Mót II býr yfir gagnsæi og vangaveltum sem viðbragð við því að vera litað af listamanninum. Ferlið afmarkar fjölda af blautum „litaeyjum“ sem við þornun mynda hárfína jaðra sem mætast og mynda sameinaða heild.

Þótt flest verk Karlottu séu ný af nálinni eru þau ekki óskyld flokk verka sem glíma við vettvangsrannsóknir á ákveðnum stöðum og umhverfi, við óstöðugleika og umbreytingar, eða hlutverki einstaklingsins samhliða þessum pælingum. Verkin eru misjöfn að stærð og umfangi og stærri verkin verða einskonar glettin gluggatjöld í sýningarrýminu. Áhorfandanum er boðið að upplifa verkin og andspænis fagurfræði þeirra enduróma eðlisþættir frá yfirborði pappírsins og fanga hluta sýningarrýmisins. Framsetningin vísar einnig til uppruna efnisins sem trés, sem vísar svo í lífsferil eða hringrás efniviðarins. Verkin minna um margt á refla þar sem þau hanga niður með veggjum, en ólíkt þeim er pappírinn stífaður af áferðinni sem myndaðist við þurrkunina. Hér er ljóst að með því að bleyta pappírinn og láta hann svo þorna hefur verið reynt á þolgæði efnisins og því att að mörkum tiltekinna umbreytinga.

Eygló Harðardóttir framkvæmir myndrænar tilraunir með litasamsetningar og þar spilar pappír sem mikilvægt byggingarefni hlutverk. Verk hennar búa yfir beintengingu listamanns og efniviðar þar sem pappír verður aðferð til að upplifa breytingar með úthugsuðum gjörðum svo sem að klippa, brjóta, rífa og beygja. Innri eiginleikar pappírs eru líka teknir til athugunar, næmi hans fyrir umhverfisþáttum, sýrustigi, gegnsæi, lit og áferð, en einnig hvernig hann getur miðlað ákveðinni orku. Í verkum eins og Lótus (2015) og Tamil Nadu (2013) er pappír notaður til að túlka þrívítt rými en hann gengur einnig inn í það víddarrými. Litur gegnir mikilvægu hlutverki í þessu tilliti. Eins og fram kemur í öðrum verkum, t.d. Últramarín (2013) og Indígó (2013), er einnig vísað til möguleika hreinna lita til að endurspegla rými. Hvernig við lesum og nálgumst liti er jafnmikilvægt í þessum verkum og uppröðun pappírsins.

Hvernig við lesum og nálgumst liti er jafnmikilvægt í þessum verkum og uppröðun pappírsins. Vönduð samsetning pappírs og hrárrar málningar er flókið ferli þótt það geti virkað sem stríðnislegir skúlptúrar. Margslungið yfirborð kallast frjálslega á við nánasta umhverfi og leysir ímyndunaraflið úr læðingi.

Léttleiki loðir við aðferðir Eyglóar og verk hennar verða eins og svífandi einingar, bæði alvarleg og frjálsleg. Þau kallast á yfir rýmið og hafa á sér blæ forvitni og frelsis. Hvert og eitt túlkar einstaka eiginleika og tekur sitt rými, það er að segja – verkin tala sínu máli. Skynjunin er vakin þegar verkin fara út fyrir órammað rýmið umhverfis þau og augljóst handbragð listamannsins getur talist endurvarp andrár í ferlinu. Litur frá einni athöfn getur fundið sér leið inn á svið annarrar og augnablik á vinnustofunni markast af upplifuninni á verkinu sem áminning um breytilegt eðlið þegar eitt þróast af öðru.

Pappírinn er persónugerður með eiginleika eins og viðkvæmni og persónuleika, sveigjanleika og viðbragð í verkum Jónu Hlífar. Textanotkun og orðalagið eru lykilatriði í listrænni nálgun hennar, enda gegna orðaleikir og handverk jafnveigamiklu hlutverki við túlkun verka hennar. Textar eru augljóst ferli sem Jóna notar til að byrja að teikna með pappír og þennan þráð má finna í því hvernig pappírinn er handleikinn á ýmsan hátt. Orð eins og gegnsæi, festa,samfélag gefa til kynna einskonar pólitískt kerfi eða ramma sem listamaðurinn dregur í efa en lengir samt líka eftir. Verkin eru fíngerð og mínimalísk, en samt er ljóst að sköpunarferlið hefur verið flókið, margbrotið og nákvæmt.

Það er undarleg staðfesta í setningunum og orðunum: umbreyting frá hugsun yfir í eiginlegan texta, úr tvívídd í þrívídd. Listamaðurinn festir í vissum skilningi hugsanir á blað og hreyfingu með hjálp íhugunar, talað orð, blýantsstrik á pappír, útklippt rými á flötu yfirborði verða skuldbindingar við efniviðinn og það verður ekki aftur snúið. Stafirnir verða traust tákn og eiginleg uppbygging orðasambands leið til að teikna með pappír og að klippa út af tilfinningu. Fínleg rými og yfirborð í textaverkum Jónu Hlífar má einnig færa yfir á seríuna Arkir (2015), þar sem litir og form vinna með viðkvæmu en þó sveigjanlegu eðli pappírsins. Í stærra samhengi endurspeglum við okkur í pappír.

Verk Ólafar Helgu eru áminningar um gamansemi og stundum fáránleika hversdagslegra hluta og efnis. Í verkunum á þessari sýningu er látið reyna á mörk og vöngum velt yfir pappírsnotkun.

Um leið og Ólöf sækir sér stundum pappír sem fundið efni, þar sem fyrstu skrefin eru að koma sér upp birgðum til þess að raða aftur saman, er hversdaglegu efni ýtt út fyrir sitt hefðbundna hlutverk. Í sumum tilfellum er hlutverki eða notkun skorað á hólm og pappírinn verður verkfæri til að rýna í samtímamenningu. Endurtekningar, tilraunir með að skapa ný form úr gömlum og áþreifanleiki papprírs eru lýsandi fyrir verk Ólafar Helgu. Dagblöðum og umbúðapappír er umbreytt í virkni til þess að þrýsta á mörk rammans, byggja upp lög, gera tilraunir með tví- og þrívíð rými og til að hlaða upp ólíkum flötum. Risastórir plasthlekkir fylltir dagblaðapappír verða glettin tákn fyrir það sem vísað er í og sama má segja um stóra flekann Sturtuna (2015). Eins og sjá má í verkinu Án titils (2015) lætur Ólöf Helga reyna á eiginleika miðilsins á annan hátt, þar sem mörg lög af pappír hafa verið límd saman þannig að úr verður hlutur sem er mun öflugri en eitt pappírsblað. Formið verður svo stíft að það kemst ekki í ramma sveigjanlegs hjóladekksins. – Kímni er rauði þráðurinn í öllum verkunum, enda þótt endurtekin ummerki af vinstri hönd listamannsins í „OK”- handabendingunni í verkinu Hægri höndin (2015) kunni að slá áhorfandann út af laginu. Sífelldar línur teikningarinnar eru skemmtilega flóknar og tímafrekar í framkvæmd en vinna að því að villa um við túlkun á verkinu. Það er ljóst að fyrir Ólöfu Helgu er pappír bæði tól og vettvangur, einhæfur og endurtekningasamur um leið og hann kemur sífellt á óvart.

Á sýningunni Mörk er pappír teygður og togaður í allar áttir, notaður sem flötur til að kanna línur og endurtekningar fyrir hræringar þar sem blaut málning verður að þurru, þéttu efni, þar sem orð skorin í sléttan flötinn verða skyndilega föst í heimi handan hugsana og þar sem litur, snerting og húmor færa skynjun okkar út fyrir mörk tvívíddarinnar. Tilurð pappírsins gerir það að verkum að hann má handleika og ummynda svo hann taki miklum stakkaskiptum og minni varla á sitt upphaflega form og þessar tilfæringar, sem eru bæði fínlegar og grófar, vísa í nýjan skilning. Eygló, Jóna Hlíf, Karlotta og Ólöf Helga opna fyrir nýja möguleika bæði til að skapa og skynja pappírsverk. Í öllum tilfellum verður pappír fyrir valinu vegna ákveðins gildis eða eiginleika. Sumar gerðir hans eiga sér mikla sögu og hafa sértæka þýðingu eða veita sérstaka svörun sem gegnir lykilhlutverki í sjálfri athugun listamannsins. Valið er oft meðvitað og útpælt. Þar sem sjálft ferlið upplýsir hvernig við upplifum inntak þessara verka spilar miðillinn einnig þýðingarmikið hlutverk. Í sífelldu flæði milli aðferða og möguleika er okkur ekki aðeins boðið að nema aðlögunareiginleika pappírsins heldur einnig takmörk hans. Ljóst er af verkum þessara fjögurra listamanna sem hér sýna að þar eru samskipti við pappírinn leið til þess að meta möguleika, taka þátt í einhverju nýju og draga ný mörk.

Becky Forsythe er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í myndlist, rithöfundur, sýningarstjóri og starfar einnig í Nýlistasafninu sem safneignarfulltrúi. Hún er með BFA-gráðu í myndlist frá York háskólanum í Toronto, MA-gráðu í hugvísindum frá Manitoba háskóla og prófskírteini í safnafræðum frá Georgian háskólanum sem allir eru í Kanada. Becky býr og starfar í Reykjavík.

Sýningarstjóri: Inga Jónsdóttir

Listamenn

Eygló Harðardóttir

Eygló (1964) lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987 og framhaldsnámi frá AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í Hollandi 1990. Árið 2005 lauk hún B.Ed. gráðu frá menntavísindadeild Háskóla Íslands og 2014 lauk hún MA gráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Samhliða listsköpun sem hún hefur notið viðurkenningar og styrki fyrir, hefur Eygló sinnt kennslu bæði í Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólanum í Reykjavík að hluta og með hléum. Eygló hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna.

eyglohardardottir.net/

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Jóna Hlíf (1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í eigu opinberra safna.

www.jonahlif.is

Karlotta J. Blöndal

Karlotta (1973) útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1997. Hún var við framhaldsnám í Hollandi og Svíþjóð og lauk MFA-námi frá Listaháskólanum í Malmö árið 2002. Karlotta hefur samhliða listsköpun komið að nokkrum listamannareknum rýmum, staðið að útgáfu listtímarita, m.a. Sjónauka og fengist við kennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún á að baki fjölmargar einka- og samsýningar hér heima og erlendis, m.a. í Þýskalandi, S-Kóreu og á Norðurlöndunum.

this.is/alphabet

Ólöf Helga Helgadóttir

Ólöf Helga (1972) stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands árið 2001, útskrifaðist með BA- gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og MFA-gráðu í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Ólöf hefur sinnt listsköpun frá námslokum, tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis, haldið nokkrar einkasýningar og framundan er einkasýning í Malmö.