Umrót
Íslensk myndlist um og eftir 1970
27. september – 14. desember 2014
UMRÓT er samstarfssýning með Listasafni Íslands, sú þriðja og síðasta af sýningarröð sem er ætlað að veita innsýn í ákveðin tímabil og kynna ríkjandi stefnur í íslenskri myndlist. Jafnframt er gestum, gjarnan skólahópum, boðin fræðsla og verkefni til þess að glíma við og hafa gaman af. UMRÓT tekur til tímabilsins um og eftir 1970 sem einkenndist af umróti nýrra strauma þegar öflugir ungir listamenn fóru að vinna með ný viðfangsefni og nýja miðla. Á sýningunni eru m.a. verk eftir Erró, Dieter Roth, Rúrí, Hildi Hákonardóttur og 50 fleiri listamenn til viðbótar sem hafa ýmist unnið verk sín sem skúlptúra, málverk, grafík, vefnað, innsetningu, ljósmyndaverk, myndbandsverk og eða bókverk. Verkin koma öll úr safneign Listasafns Íslands utan tvö sem fengin eru hjá viðkomandi listamanni.
Eftirtaldir eiga verk á sýningunni UMRÓT
Árni Ingólfsson, Ásta Ólafsdóttir, Ben Sveinsson, Beth Laurin, Birgir Andrésson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Claes Tellvid, Daði Guðbjörnsson, Dieter Roth, Douwe Jan Baker, Eggert Pétursson, Finn Nielsen, Erla Þórarinsdóttir, Erró, Guðrún Tryggvadóttir, Gunnar Örn, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Helge Røed, Helgi Þorgils Friðjónsson, Helgi Skúta, Hildur Hákonardóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ingólfur Arnarson, Ívar Valgarðsson, Jökull Jónsson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Kristján Guðmundsson, Lars Emil Árnason, Magnús Pálsson, Marianne Ågren, Ólafur Lárusson, Ómar Stefánsson, Pétur Magnússon, Philip Corner, Ragna Hermannsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Rhea Gaisner, Robert Flliou, Róska, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí, Sigrún Harðardóttir, Sigurður Guðmundsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Steina Vasulka, Steingrímur E. Kristmundsson, Tryggvi Hansen, Tumi Magnússon, Valgarður Gunnarsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Þór Elís Pálsson, Þór Vigfússon.