12/21 Langur fimmtudagur
28 nóvember 2024
frá 12:00-21:00
9-10 nóvember 2024
klukkan 12:00 – 17:00
POL IS ART
Pólskir menningardagar
POL IS ART / Pólskir menningardagar í safninu frá 9 – 10. nóvember í tilefni af þjóðhátíðardegi Póllands sem er 11.11.
Dagskrá 9.11
12:00 opnum húsið / opening
13:30 nokkrar hressar ræður / speeches and welcoming
14:00 tónlistaratriði / music
14-17 Smiðja / workshop
16 – Upplestur úr bók – Maó Alheimsdóttir
Allan daginn – kynningar á listafólki
W weekend 9-10 listopada odbędą się Dni Twórczości i Kultury Polskiej – POL IS ART
——–
POL IS ART – Upplifun og tenging
Helgina 9-10 nóvember ætlum við að halda pólska menningardaga og er það til að halda upp á þjóðhátíðardag Póllands sem er 11.11 og höfum við fengið til liðs við okkur listakonuna og verkefnastjórann Martynu Hopsa (Harasimczuk) sem býr og starfar í Hveragerði. Hún hefur sett saman lista yfir skapandi íslensk/pólska einstaklinga og fyrirtæki sem munu koma saman í Listasafni Árnesinga þessa helgi og vera með kynningar verkum þeirra og starfsemi fyrirtækja þeirra.
Nánari upplýsingar: listasafn@listasafnarnesinga.is
——–
POL IS ART
Doświadczenie i połączenie
W weekend 9-10 listopada odbędą się Dni Twórczości i Kultury Polskiej – POL IS ART, organizowane z okazji Święta Niepodległości Polski, przypadającego na 11 listopada. Pomysłodawczynią tego wyjątkowego wydarzenia jest Martyna Hopsa (Harasimczuk), artystka i kierownik projektu, mieszkająca i tworząca w Hveragerði. Do udziału zaprosiliśmy kreatywne osoby i firmy z Polski, które tworzą na Islandii i zaprezentują swoje prace w Muzeum Sztuki LÁ. Główne cele festiwalu to: promocja i zwrócenie uwagi na polskich artystów mieszkających i tworzących na Islandii, aktywizacja lokalnej społeczności, interakcja między twórcami a mieszkańcami, promocja polskiej kultury, sztuki i rękodzieła oraz celebrowanie inspiracji, jakie daje Islandia.
info: listasafn@listasafnarnesinga.is
Tónlistaratriði
JACEK KARWAN & ANNA MARIA TABACZYŃSKA
9 nóvember 2024
klukkan 14:00
Jacek Karwan stundaði nám við Univeristät der Künste í Berlin og Hochschule für Musik í Basel. Jacek hefur komið víða fram og m.a. leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Podlasie fílharmóníunni, Reykjavík Midsummer Music tónlistarhátíðinni, Sígildir sunnudagar og á Euro kammertónlistarhátíðinni. Á námsárunum lék Jacek með hljómsveitum á borð við musicAeterna Orchestra, Gstaad Festival Orchestra, Gustav Mahler Jugendorchester, European Union Youth Orchestra, Pacific Music Festival Orchestra og Copenhagen Phil og kom m.a. fram á BBC Proms, Edinborgarhátíðinni, Salzburger Festspiele og Schleswig-Holstein tónlistarhátíðinni. Hann hefur leikið undir ölda þekktra stjórnenda, m.a. Sir Neville Marriner, Fabio Luisi, Neeme Järvi, Vladimir Ashkenazy, Teodor Currentzis og Philippe Jordan. Jacek er einn af stofnendum Polish Soloist Ensemble og hefur verið mjög virkur í Íslensku tónlistarlífi, meðal annars leikið með tónlistarhátíðinni Sumartónleikar í Skálholti, með hljómsveit Íslensku óperunnar, með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, með Reykjavík Orkestra og með Elju kammersveit. Hann er í virku samstarfi við pólska sendiráðið á Íslandi og heldur reglulega tónleika þar og kynnir pólska menningu á Íslandi. Jacek var áður leiðari við Gorzow fílharmóníuna en er nú fastráðinn hljóðfæraleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Anna Maria Tabaczyńska er pólskur flautuleikari sem býr á Íslandi. Hún hefur B.A. í flautuleik frá Isstituto Superiore degli Studi Musicali Conservatorio Guido Cantelli di Novara í Ítalíu og B.A. í tónmennt frá Ignacy Jan Paderewski Academy of Music í Poznań í Póllandi. Hún útskrifaðist með meistara í flautuleik frá sömu akademíu. Anna hefur verið leiðbeinandi af mentorum eins og Ulla Miilmann, Paolo Tabalione, Dejan Gavric, Jorn Schau, Gudrun Hindze og Ewa Murawska. Hún einbeitir sér nú að því að flytja klassíska og þjóðlagatónlist, auk þess að frumsýna verk nútímakomponista.
Frá 2021-2022 starfaði Anna Maria sem aðstoðar flautukennari við Listaháskóla Íslands í Reykjavík meðan á starfsnámi hennar stóð, og hún heldur áfram að vera tengd listasköpunarsenu Íslands. Hún hefur brennandi áhuga á öndunartækni í sviðslistum. Árið 2023 útskrifaðist hún með vottun sem öndunarþjálfari. Hún hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur um öndun í Portúgal, Georgíu, Póllandi og Finnlandi. Hún er núna meðlimur í Global Outreach Team fyrir Tampere Flute Fest.
Frá byrjun árs 2024 tengist hún Menntafélag Pólska Móðurmáls PERSONA/Stowarzyszenie Edukacyjne Polska Mowa Ojczysta dla Polskich Dzieci i Młodzieży „Persona” í Reykjavík og Keflavík þar sem Anna Maria ber ábyrgð á styrkumsóknum og menningartengdu þróun. Á árunum 2024/2025 fékk PERSONA samtökin tvo styrki frá Erasmus+: skapandi endurvinnsluna í samstarfi við mismunandi kynslóðir og AI vinnustofu fyrir kennara. Í ágúst 2024 fékk hún styrk frá WindWork tónlistarhátið þar sem hún frumsýndi verk sitt fyrir tvær flautur „Constellations: Through the seas”. Anna Maria hefur birt greinar tengdar öndun og menntun í ýmsum tímaritum og bókum eins og „Music e-Education in the 21st Century – New Challenges and Perspectives” (2021) og „Cultural Contexts of Art Education” (2023). Hún talar fljúgandi pólsku, ítölsku, ensku og hefur grunnþekkingu á íslensku.
2 nóvember 2024
klukkan 15:00
Listamannaspjall
Þrátt fyrir að Þórdís Jóhannesdóttir hafi lengi notað ljósmyndina sem sinn miðil telst hún seint til hefðbundinna ljósmyndara. Ljósmyndir eru grunnurinn sem hún svo brýtur upp á, teygir og togar bæði í yfirfærðri og bókstaflegri merkingu orðanna. Þórdís sækir myndefni sitt í hversdagsleikann; efnistökin eru form og litafletir sem hún fangar á ferðum sínum, ýmist í myndlist annarra, arkitektúr eða úti í náttúrunni. Myndirnar notar hún svo sem grunn til frekari útfærslu þrívíðra verka. Undirlag myndanna eru krossviður eða álplötur sem hafa verið brotnar þannig að þær myndi form sem kallast á við eða endurspegla efnistökin sem birtast í ljósmyndinni. Úr verða fletir sem taka á sig ljós og skugga sýningarrýmisins á mismunandi hátt; verk sem teygja sig útí rýmið og leika á mörkum þess tví- og þrívíða. Þórdís Jóhannesdóttir (f. 1979) nam myndlist við Listaháskóla Íslands; hún lauk B.A. námi árið 2007 og M.A.námi árið 2015. Þórdís hefur sýnt víða hérlendis, bæði sín verk og í samstarfi við Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur undir heitinu Hugsteypan. Af nýlegum sýningum mætti nefna Far í Hafnarborg og Afrit í Gerðarsafni, sem báðar voru hluti af Ljósmyndahátið Íslands 2020.
2. nóvember 2024
klukkan 14:00
Listamannaspjall
Hljóðróf nýr fjölskynjunar skúlptúr eftir Sigurð Guðjónsson í Listasafni Árnesinga. Mun Jóhannes Dagsson spjalla við Sigurð um þetta nýja verk.
Hljóðróf (2024) er heild sem er í sífelldri umbreytingu, kvik af hreyfingu en þó stöðug og sjálfri sér samkvæm. Verkið virkjar rými sýningarsalarins, gengur í samband við það og úr verður skynræn heild. Með því að ganga um rýmið og búa sér þannig til ný og ný sjónarhorn verða til, ekki aðeins augnablik, heldur líðandi sem kallar fram hugrenningar um tíma og takt. Þessi óræði hlutur sem liggur fyrir fótum okkar er bæði aðgengilegur og blekkjandi, augljós og falinn. Í verkinu er varpað fram spurningum um yfirborð og mynd, um hlut, efni, hreyfingu og skynjun. Þetta er gert með því að bjóða áhorfandanum inn í fagurfræðilega upplifun sem virkjar ólík skilningarvit og sjónarhorn.
Sigurður Guðjónsson hefur í mörgum verka sinna leitt áhorfandann inn í heima sem eru ósýnilegir nema í gegnum sjónarhorn tiltekinnar tækni. Hér má nefna verk eins og Perpetual Motion (2022) þar sem áhorfandinn ferðast í gegnum heim málmagna seguls og ljóss sem er aðgengilegur í gegnum aðdráttarlinsu myndavélarinnar eða verk eins og Fluorescent (2021) þar sem efnahvörf eða atburðarás flúorperu eru viðfang verksins en verkið er um leið hugleiðing um ljós og hluti, efni og yfirborð. Þessir hliðarheimar (eða undirheimar) taka á sig merkingu og innihald í gegnum upplifun okkar af verkunum og um leið draga þau fram spurningar um eðli þess að skynja, eðli þess að horfa. Hljóðróf er nýr heimur af þessu tagi. Hljóð og ljós myndarinnar ganga hér í samband við efni hlutheimsins og efniskennd verksins er bæði raunveruleg og byggir á framsetningu eða jafnvel blekkingu.
Sigurður Guðjónsson var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2022. Hann hlaut Íslensku myndlistarverðlaunin 2018 fyrir sýninguna Innljós á vegum Listasafns ASÍ.
Mynd fengin að láni hér:
Kambaganga 5. október klukkan 11:00
28. september 2024
15:00
Ronald Heu
Lifandi tónlist með sænska tónlistarmanninum og tónskáldinu Ronald Heu.
Ronald Heu ólst upp í suðurhluta Svíþjóðar. Á unglingsárum sínum lék hann í ýmsum pönk- og óhefðbundnum hljómsveitum. Eftir menntaskóla lærði hann klassískan gítar við Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff þar sem hann útskrifaðist árið 2002. Með annan fótinn í pönkinu og DIY nálgun þess og hinn í klassískri tónlist, byrjaði hann að semja og árið 2016 kláraði hann sitt fyrsta kvikmyndatónlistarverk.
Árið 2018 samdi hann tónlistina fyrir margverðlaunaða jórdönsku heimildarmyndina Tiny Souls eftir Dina Naser, sem síðan hún var frumsýnd árið 2019 hefur verið sýnd um allan heim.
Viðburðurinn er styrktur af Safnaráði og Barnamenningarsjóði.
Ronald Hue þakkar Norræna Menningarsjóðnum fyrir stuðninginn.
Samtal
15. september 2024
frá 13 – 18
Sunnudagur, 15. september frá 13 – 18 í Listasafni Árnesinga og nágrenni safnsins.
Samtal um Lífrænar Hringrásir er eins dags viðburður sem sameinar alþjóðlega fræðimenn, listamenn og vísindamenn sem deila áhuga sínum á náttúrunni og leitast við að varpa ljósi á gildi umhverfismiðaðra starfshátta með því að dýpka þekkingu okkar og skilning á náttúrunni.
Gestafyrirlesarar kynna sitt framtak sem þátttakendur í þverfaglegu samtali og rannsókn sem miðar að því að umbylta því hvernig við skynjum og komum fram við landslagið sem við búum við. Þannig miðla þeir djúpum skilningi á náttúrunni með rætur í nákvæmri rannsóknarvinnu sem og beinni reynslu.
Samtalið fer fram í samhengi við sýninguna Lífrænar hringrásir og býður upp á einstakan vettvang fyrir óhefðbundnar og framsæknar vangaveltur og nálganir innan vistfræði og lista, greina sem skarast á. Fyrirlesarar munu kynna fyrir hver öðrum og almenningi yfirstandandi rannsóknir sínar og verkefni. Með því að deila sinni sýn, afhjúpa þeir nýja möguleika til að upplifa og tengjast hinum náttúrulega heimi og því lífi sem innan hans þrífst.
Í ljósi þess að áhrif loftslagsbreytinga verða sífellt áþreifanlegri, verður áhersla viðburðarins m.a. á mikilvægi langtímaverkefna og framlaga einstaklinga og fræðasamfélaga sem stuðla að þróun í átt að heildrænni umhverfisvitund. Kynningar fyrirlesara hverfast um náttúrulegar hringrásir, aðferðir reiknirita (algóryþma), aðferðir sjálfs-leiðréttingar og möguleika þess að hlúa að nýjum vistfræðilegum bandalögum með því að þjálfa upp aukna vitund og næmni.
Gestafyrirlesarar og þáttakendur:
Heather Barnett, Patrick Bergeron, Jennifer Helia DeFelice, Magnea Magnúsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Þorgerður Ólafsdóttir, Ole Sandberg, Anna Líndal, Herwig Turk, Volvox – Bruno Palpant, Pawel Wasowicz.
Skipulag: Jennifer Helia Defelice og henni til aðstoðar er Freyja Þórsdóttir.
15. september 2024
9:00
Listamannaspjall og ljóðlestur
Jennifer Helia DeFelice, Heather Barnett tala um verk sín og Freyja Þórsdóttir les ljóð.
Boðið verður upp á morgunverð, egg soðin í hveragarðinum, rúgbrauð bakað í garðinum og kaffi í boði Listasafns Árnesinga.
Viðburður í samstarfi við Hveragarðinn í Hveragerði.
Listgjörningur með Elísabetu Jökulsdóttur
15. september 2024
kl. 11:00
Elísabet mun vera með listgjörning við verk sitt Þetta líður hjá, við Varmá.
Listaverkið er 12 tonna steinn úr grágrýti, fenginn úr Núpafjalli. Elísabet lét flytja steininn að bakka árinnar en myndhöggvarinn Matthías Rúnar Sigurðsson hjó sæti í hann. „Þetta er stóll sem stendur við Varmá og þú getur sest í hann ef þér líður illa, þá líður það hjá eins og áin“. segir Elísabet.
„Verkið fjallar um vináttusamband okkar og náttúrunnar. Og hvað náttúran vill segja okkur á viðkvæmum stundum. Og að okkur er óhætt að lifa með tilfinningum okkar”.
Verkið er tileinkað unglingum.
Elísabet lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1987. Að því loknu stundaði hún nám í kvikmyndahandritsgerð í höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur og lauk BA-prófi í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands árið 2008.
Elísabet hefur verið blaðamaður, baráttukona fyrir umhverfisvernd og forsetaframbjóðandi, og er þá fátt eitt talið. Hún er margverðlaunaður rithöfundur sem skrifar ljóð, smásögur, örsögur, skáldsögur og leikrit, og hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
14. september 2024
15:00
Sýningaopnanir
Salur 1 – Hljóðróf – Sigurður Guðjónsson
Salur 2 – Millibil – Þórdís Jóhannesdóttir
Salur 3 – samsýning: Lífrænar Hringrásir.
Anna Líndal (IS), Elísabet Jökulsdóttir & Matthías Rúnar Sigurðsson, (IS), Freyja Þórsdóttir (IS), Heather Barnett (UK), Herwig Turk (AT), Ilana Halperin (UK), Jennifer Helia DeFelice (US/CZ), Magnea Magnúsdóttir (IS) Patrick Bergeron (CA), Pétur Thomsen (IS), Skade Henriksen (NO), Þorgerður Ólafsdóttir (IS).
Salur 4 – Volvox
Thomasine Giesecke með Jean-Marc Chomaz, Bruno Palpant og hljóðheimur eftir Tom Georgel. (FR/SE)
Salur 4 – Hamskipti – Við rætur eldfjalla, vídeó eftir Pascale Chau-Huu, Thomasine Giesecke og Tom Georgel.
VídeóHorn – Algrímslygi | Sýningarstjóri Nikos Podias
(image: Heather Barnett (UK))
Draumsaga
24. ágúst 2024 14:00
Elísabet Lorange
Elísabet Lorange er annar helmingur Draumsögu. Hún er kennari og listmeðferðarfræðingur að mennt og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listmeðferðarfræðingur sl. 12 ár. Hún hefur komið að meðferðarvinnu með hópum og einstaklingum á öllum aldri. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í vinnu með fullorðnum og fósturfjölskyldum. Elísabet hefur í tugi ára unnið með sína eigin drauma sem og drauma þeirra sem það vilja og þurfa í listmeðferðinni.
Elísabet ætlar að gefa gestum innsýn inn í vinnuna hennar með drauma og í kjölfarið verður smiðja haldin.
Blómstrandi dagar
18. ágúst 2024 16:00
Mandólín
Ókeypis tónleikar í boði Hveragerðisbæjar.
Blómstrandi dagar
15. ágúst 2024 17:00
Teitur Magnússon
Teitur Magnússon hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu, átt mörg lög á vinsældarlistum og endar hringferð sína um landið á Blómstrandi dögum. Eftir að hafa gefið út reggíbræðing með Ojba Rasta forðum daga vakti Teitur fyrst athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötunni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír. Árið 2021 gaf hann út plötuna 33 og hlaut hún þrjár tilnefningar og ein verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum.
Ókeypis tónleikar í boði Hveragerðisbæjar.
15. júní 2024
15:30
Kynning á verkum Gígju Reynisdóttur og smiðja.
Listakonan Gígja Reynisdóttir mun vera með kynningu á verkum sínum og smiðju laugardaginn 15. júní frá 15:30-16:30.
Að lokinni kynningu á verkunum mínum verður haldin smiðja þar sem gestum gefst tækifæri til ad spreyta sig á því að búa til samsettar klippimyndir og/eða teikningar á mismunandi laufblöðum, þurrkuðum blómum og gylltum þinnum. Smiðjan mun taka u.þ.b. 1 klukkustund.
Markmið
Að smiðju lokinni hafa þáttakendur búið til a.m.k. eina klippimynd. Einnig hafa þau lært tiltekna tækni til að teikna á og skera út laufblöð og búa til úr þeim heildstæða mynd.
Náttúran, einkum jurtaríkið, er áberandi þema í verkum Gígju Reynisdóttur. Hún fléttar náttúrulegan efnivið og form saman við huglæg viðfangsefni sem snerta hana, en margbreytileiki mannlegra og félagslegra þátta er henni sérstaklega hugleikinn.
Gígja útskrifaðist með BFA gráðu frá Academy Minerva í Groningen árið 1997 og MFA gráðu frá Sandberg Instituut í Amsterdam árið 2000. Hún hefur síðan búið og starfað í Hollandi.
Annars vegar skiptast verk Gígju í skúlptúra og úrklippuverk og hins vegar í fínlegar blýants- og krítarteikningar. Nýlega þróaði hún sérstaka tækni sem gerir henni kleift að umbreyta laufblöðum í efnivið sem hægt er að teikna á.
Í nærumhverfi sínu í norður Hollandi safnar Gígja ýmis konar laufum fyrir verk sín, bæði úr villtum gróðri en einnig úr garðagróðri og inniplöntum. Teikningarnar eru fínlegar blýants- eða krítarteikningar, oft af fuglum eða dýrum en einnig portrett af fólki.
Plöntulaufin, sem hún velur sér sem efnivið, eru oft úr lítt áberandi villigróðri sem við mannfólkið veitum jafnan fremur litla athygli.
Nánari upplýsingar eru að finna á www.gigjareynisdottir.com
15. júní 2024
15:00
Listamannaspjall við Kristinn Má Pálmason
Kristín Scheving safnstjóri Listasafns Árnesinga spjallar við Kristinn Már Pálmason um sýninguna hans Kaþarsis klukkan 15:00,15. júní.
Kaþarsis / Salur 3 / 2. mars – 25. ágúst 2024
Málverk Kristins Más Pálmasonar eru stór að stærðum og sprúðlandi af lífi, nánast á hreyfingu og draga okkur til sín líkt og hvirfilbylur, svo mikið er að gerast á myndfletinum. Okkur birtast þar ýmis rúmfræðileg form, birtingarmyndir ýmiss tákna og vísanir í táknfræði fyrri tíma og samtímans, hlutbundin og óhlutbundin teikning, sums staðar handskrift og annars staðar náttúruleg form.
Hann notar spray-tækni, pennateikningu og málningu í bland og skapar þannig óræðan heim margvíslegra hluta og forma, sem líkt og svífa í kringum hvorn annan innan myndflatarins. Í málverki Kristins er mikil tónlist, snarpar og grípandi sveiflur hækkandi og lækkandi styrkleika, óreiðukenndur taktur og ólgandi orkusvið sem líkt og víbrar og fær sjáöldur okkar til að hreyfast. Undir niðri hljóma dimmar drunur. Í þessum sjónrænt margslungnu málverkum er óreiðan ekki afl sem þarf að temja heldur órjúfanlegur hluti af myndrænu tónverki. Heimur verka Kristins er í senn skipulagður og brotakenndur, nokkurskonar sjónræn kakófónía, og á sér svæði í yfirtónum vitundarinnar, líku því svæði er draumalífið birtir okkur.
Kristinn Már Pálmason (f. 1967) býr og starfar í Reykjavík. Verk hans hafa verið sýnd víða erlendis og í helstu listasöfnum og listrýmum á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda listtengdra verkefna og verið meðstofnandi að sýningarýmum í Reykjavík, svo sem Anima (2006-2008) og Kling & Bang (frá 2003). Kristinn Már útskrifaðist með MA gráðu frá The Slade School of Fine Art, University College London (1998) og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1994).
Kristinn Már vill þakka Launasjóði listamanna og Myndlistarsjóði fyrir stuðninginn.
Safnaráð og Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkja sýningarnar.
15. júní 2024
14:00
Listamannaspjall Erlu S. Haraldsdóttur
Salur 4 / Draumur móður minnar / 2. mars – 25 ágúst 2024
Kristín Scheving safnstjóri LÁ spjallar við Erlu S. Haraldsdóttur um sýninguna hennar Draumur móður minnar.
Litrík málverkaröð Erlu S. Haraldsdóttur er unnin með olíu á striga en einnig beint á veggi safnrýmisins. Með mynstruðum veggverkunum, sem innblásin eru af mynsturgerð kvenna af Ndbele ættbálknum í Suður-Afríku þar sem Erla býr sjálf; myndar hún marglaga tengingar milli þeirra hlutbundnu verka er endurspegla þætti úr draumum langalangömmu hennar um huldufólk. Draumana skrifaði hún í dagbók ung að aldri. Með dagbókina í sínum fórum, um 160 árum síðar, leitar Erla fanga í draumafrásögnunum og veltir, í formi málverka, fyrir sér gildi þeirra í samtíma okkar og því sem draumarnir eru mögulega að segja okkur um illsýnilegar hliðarveraldir. Verkin á sýningunni eru þriðja útfærsla Erlu af myndröðinni, sem heldur áfram að þróast að sýningu lokinni.
Erla S. Haraldsdóttir notar málverk, teikningar, prentverk og animation sem miðil til þess að vinna með menningarleg tákn og finna þeim stað í áleitnum og narratívum myndum. Hún er menntuð í málaralist og með fjölbreyttan bakgrunn í gjörningalist og vídeóverkum, en einbeitir sér nú að fígúratívum málverkum þar sem eðliseiginleikar málningar og lita skapa og brjóta upp rými, ljós og skugga. Í verkum sínum fléttar hún oft saman brotum úr persónulegum táknmyndum og menningarlegri arfleifð til þess að kanna samspil fjölskyldubanda, minninga og meðvitundar.
Aðferðafræði er þungamiðja í myndlist Erlu; ferlið er látið stýra verkunum sem lúta oft ýmiss konar reglum og takmörkunum eða eru unnin út frá ákveðnum stöðum eða frásögnum, eða jafnvel fyrirmælum sem aðrir hafa sett henni.
Erla nýtir þessar aðferðir oft í kennslustörfum sínum og samstarfi með öðrum listamönnum. Þessari hlið verka hennar er lýst í ritum á borð við Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty (Reykjavík: Listaháskólinn í Umeå og Crymogea, 2014), Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Reykjavík: Crymogea, 2015), sem og síðustu bókum hennar, “My Mother’s Dream” (Stokkhólmur, Arvinius Orpheus publishing, 2022), og “Övergångar” (Stokkhólmur, Arvinius Orpheus publishing, 2021) . Patterns of the Family, (‘uns publishing, Berlín / Ísland, 2019) Erla hefur meðal annars sýnt verk sín í Norrtälje Konsthall í Sviþjóð, Listasafni Reykjavíkur, í Dómkirkjunni í Lundi (Svíþjóð), Hallgrímskirkju, Kalmar Konstmuseum
(Svíþjóð), Moderna Museet í Stokkhólmi (Svíþjóð), Listasafni Akureyrar, Kunstverein Langenhagen (Þýskalandi), Bielefelder Kunstverein (Þýskalandi), Künstlerhaus Bethanien (Þýskalandi), Berlinische Galerie (Þýskalandi) og Momentum, norræna tvíæringnum í samtímamyndlist (Noregi).
Verk hennar eru í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Akureyrar, Listasafns ASÍ, Listasafns Reykjanesbæjar sem og hjá Statens konstråd, Göteborgs Kulturnämnd, og Moderna Museet í Svíþjóð, Erla stundaði nám við Konunglegu akademíuna í Stokkhólmi og San Francisco Arts Institute, og er með MFA gráðu í myndlist frá Valand-akademíunni í Gautaborg árið 1998.
Sýningin er styrkt af:
Safnaráði & Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
18. maí 2024
16:00
Tónleikar með Hróðmari Sigurðssyni og Ingibjörgu Elsu Turchi.
Tónleikar í Listasafni Árnesinga þann 18.maí kl. 16
Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi spila í Listasafni Árnesinga þann 18. maí kl.16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð þeirra sem fram fer víðsvegar um landið vor og sumar 2024. Tvíeykið leikur frumsamda tónlist sem væntanleg er á plötu á þessu ári-en þau hafa nú þegar gefið út tvö lög sem komin eru á streymisveitur. Einnig munu þau leika tónlist af plötum þeirra beggja-Meliae (2020) og Stropha (2023) eftir Ingibjörgu og plötu Hróðmars frá 2021 sem er samnefnd honum.
Hróðmar Sigurðsson, rafgítar/lap steel gítar
Ingibjörg Elsa Turchi, rafbassi
Frítt er inn á tónleikana
Tónleikaröðin er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Flytjendasjóði listamannalauna.
Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum en einnig hefur hún samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem frumflutt var vorið 2021 á vegum Ung-Yrkju og SÍ. Hún hefur einnig leikið í hljómsveit í Þjóðleikhúsinu og verið partur af verki Ragnars Kjartanssonar, Kona í e-moll, sem var sett upp í Hafnarhúsinu 2017. Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae, og hélt áfram að víkka út hljóðheim sinn með hjálp hljómsveitar sinnar.
Árið 2020 hlaut platan Meliae Kraumsverðlaunin, var valin plata ársins af Morgunblaðinu og straum.is og fékk 5 stjörnur í gagnrýni Morgunblaðsins. Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 hlaut Ingibjörg sex tilnefningar og hlaut tvenn verðlaun, annars vegar fyrir plötu ársins í flokki Djass-og blústónlistar og fyrir Upptökustjórn í Opnum flokki. Einnig var hljómsveitin valin til að fara fyrir hönd Íslands á Nordic Jazz Comets 2020 og í kjölfarið á Finnlandstúr í september 2021. Í september 2021 var platan svo tilnefnd til Hyundai Nordic Music Prize. Nýjasta plata Ingibjargar ,,Stropha” hlaut tilnefningu fyrir upptökustjórn á Íslensku tónlistarverðlaununum 2024.
Hróðmar Sigurðsson útskrifaðist úr Tónlistarskóla FÍH árið 2017 með burtfararpróf í rafgítarleik og hefur starfað sem tónlistarmaður síðan. Hann hefur farið um víðan völl og leikið þvert á stíla með tónlistarmönnum eins og Elísabetu Ormslev, Ife Tolentino, Elvari Braga Kristjónssyni, Samúel Jón Samúelssyni og Ingibjörgu Turchi ásamt því að starfrækja sína eigin hljómsveit. Hróðmar gaf út sína fyrstu hljómplötu árið 2021 ,,Hróðmar Sigurðsson” og hefur hlotið mikið lof fyrir. Hróðmar var valin Bjartasta vonin í Djass og blúsflokki á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2022 og hljómsveit Hróðmars hlaut einnig tilnefningu sem flytjandi í sama flokki.
18. maí 2024 / 15:00
Fjöllin í Árnessýslu – ný verk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Brynhildur Þorgeirsdóttir (f. 1955), fædd og uppalin í Hrunamannahreppi. Hún hefur alla tíð unnið með steinsteypu og gler. Hún hefur á síðustu vikum verið að gera ný verk í samstarfi við Listasafn Árnesinga, fjöllin í Árnessýslu. Verður ný sería kynnt og verður boðið upp á veitingar.
Í skúlptúrum Brynhildar, sem eru steyptir með steinsteypu, myndast samtal á milli glersins og sandsins því form glersins leiðir áfram form steypunnar. Þannig lætur hún efnið ráða ferlinu og leyfir verkinu að tala til sín. Hún steypir gler í sand eins og hraunflæði og blæs í gler eins og planta sem vex. Brynhildur hermir ekki eftir náttúrunni, hún vinnur einfaldlega eins og hún. Brynhildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California College of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum. Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins og í erlendum söfnum. Útilistaverk eru í m.a. í eigu Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Akureyrar og Alingsås í Svíþjóð. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og má þar nefna að hún hefur tvisvar sinnum fengið úthlutun úr The Pollock-Krasner Foundation.
18. maí 2024
Alþjóðlegi safnadagurinn
Við höldum upp á daginn í Listasafni Árnesinga og bjóðum upp á skemmtilega dagskrá:
13:00 – 1500 Arite Fricke leiðir Flugdrekasmiðju – komið og búið til ykkar eigin flugdreka. Allt efni á staðnum en nauðsynlegt er að skrá sig: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
15:00 Brynhildur Þorgeirsdóttir kynnir ný verk: Fjöllin í Árnessýslu.
16:00 Hróðmar Sigurðsson og Ingibjörg Elsa Turchi koma fram á ókeypis tónleikum.
Verið velkomin í safnið ykkar.
Meira um alþjóðlega safnadaginn:
Yfirskrift Alþjóðlega safnadagsins í ár, Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. Þá er markmiðið með því að halda upp á daginn að stuðla að vitundarvakningu í þessum efnum, sem og að ýta undir sjálfbæra hugsun og auka jöfnuð á heimsvísu.
Söfn þjóna samfélaginu sem kraftmiklar fræðslumiðstöðvar, þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá eru söfn vel í stakk búin til að efla skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir.
Á hverju ári síðan 2020 hefur Alþjóðlegi safnadagurinn varpað ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en í ár er lögð áhersla á eftirfarandi markmið:
4. Menntun fyrir öll: Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.
9. Nýsköpun og uppbygging: Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfstæðri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.
Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 2024 bjóðum við fólki að leiða hugann að fræðsluhlutverki safna og ímynda sér framtíð þar sem þekkingarmiðlun er ekki fjötrum háð, heldur heim þar sem nýsköpun og hefðir hafa jákvæð gagnverkandi áhrif. Þá hvetjum við ykkur til að taka þátt í að fagna með okkur þann 18. maí næstkomandi er við veltum fyrir okkur þeim mikla þekkingarauði sem söfn hafa að geyma og leggjum okkur fram um að byggja betri heim í sameiningu, með jöfnuð og framfarir að leiðarljósi!
Tekið af https://icom.is/safnadagurinn/
9. maí 2024
14:00
Listamannaspjall við Siggu Björg Sigurðardóttur &
Mikael Lind
Sýningin er styrkt af:
Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Launasjóði listamanna, Myndlistarsjóði og Matkráin í Hveragerði.
25. apríl 2024
14:00
Listamannaspjall við Hrafnkel Sigurðsson
Kristín Scheving safnstjóri spjallar við Hrafnkel Sigurðsson á sumardaginn fyrsta 25. apríl um list hans og sýninguna Loftnet, spjallið hefst klukkan 14:00 og við hvetjum ykkur að koma snemma til að fá sæti.
Loftnet, salur 1, 2. mars – 25. ágúst 2024
Náttúran er ekki bara allt um lykjandi heldur leynist hún sömuleiðis innra með okkur og hindrar okkur í að draga skörp skil milli ytri veraldar og innri vitundar. Þess vegna glímir Hrafnkell Sigurðsson við náttúruna eins og sá sem veit sig vera óaðskiljanlegan hluta hennar í einu og öllu. Hann spennir hornótt og áberandi tjöld sín – framandi aðskotahluti í líkingu við samhverfar geimstöðvar eða austurlenskar pagóður – andspænis mjallhvítri fönninni alltumlykjandi. Leikur hans í náttúrunni einkennist af ögrandi hvatskeytni af því umgjörðin getur ekki fylgt honum eftir í reglufestu en verður að láta sér nægja að vera hlutlaus bakgrunnur sviðsetninga hans. Innri náttúra mannsins birtist hins vegar í öllu sínu veldi í myndbandinu Buchers´ Duel, einvígi tveggja samhverfra slátrara, hangandi á krókum í lausu lofti eins og stríðandi samúræjar í pastelleitum frystihússbúningum á svörtum bakgrunni, tilbúnir að vega hvor annan með breddum sem fá þó aldrei snortist.
Annars konar gestaþraut birtist nú í Loftnetum Hrafnkels, sumpart framhaldi af Fæðingu guðanna, sem hann setti upp í Ásmundarsal 2020 í formi myndbandssnöru á 5 LED-skjám. Hvort tveggja er afrakstur ótal ferða upp á hátind Skálafells, allt frá 2014, þar sem loftnetin þjóna sem grindur til að veiða mjöllina sem á þær hleðst með tilviljanakenndum hætti. Hliðstæðan við burðarteina myndhöggvarans sem hleður þá leir virðist augljós. Munurinn er sá að Hrafnkell kemur hvergi að sjálfri formmótuninni heldur lætur sér nægja að skrásetja ágang veðuráttunnar, afleiðingu náttúruaflanna og komast þannig sem næst almættinu án þess að slá eign sinni á áþreifanlega útkomuna.
Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963) býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist með MFA-gráðu frá Goldsmiths College í London (2002) eftir nám við Jan van Eyck Listaakademíuna í Maastrict (1988-1990) og Myndlista- og handíðaskóla Íslands (1987). Að eigin sögn leggur hann til form sem náttúran byggir á, tekur af þeim ljósmyndir sem hann vinnur svo áfram í tölvu, að hluta til með aðstoð gervigreindar. Mannshöndin, náttúruöflin og stafræn tækni renna saman í heildrænt ferli þar sem endanleg niðurstaða birtist í formi ljósmyndaverka.
Hrafnkell hlaut aðalverðlaun íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2023 fyrir sýningu sína Upplausn, sem átti sér tímabundið stað á 450 skjáum og stórum auglýsingaskiltum utandyra í Reykjavík og var hluti af yfirstandandi sýningaröð Listasafns Reykjavíkur og Y gallerís á útiskjáum.
https://www.hrafnkellsigurdsson.com/
Texti: Halldór Björn Runólfsson
Sýningin er styrkt af:
Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Launasjóði listamanna, Myndlistarsjóði og Matkráin í Hveragerði.
2. mars 2024
15:00
Fjórar opnanir
Sýnendur:
Erla S. Haraldsdóttir Draumurinn hennar mömmu Salur 4
Kristinn Már Pálmason Kaþarsis Salur 3
Sigga Björg Sigurðardóttir Hamflettur Salur 2
Hrafnkell Sigurðsson Loftnet Salur 1
Þann 2. mars opna fjórar einkasýningar, þeirra Erlu S. Haraldsdóttur, Kristins Más Pálmasonar, Siggu Bjargar Sigurðardóttur og Hrafnkels Sigurðssonar.
Verk þeirra eru ný og nýleg, sum hver gerð sérstaklega fyrir sýninguna og fæst hafa áður verið sýnd á Íslandi. Það er því sérlegur fengur fyrir Listasafn Árnesinga að geta boðið gestum sínum að njóta sýninganna.
Verk sýninganna eru unnin í ólíka miðla og spretta af ólíkum uppruna en sterkt tengiefni þeirra á milli liggur í táknfræðilegri nálgun á jaðri hins útskýranlega, sýnilega og mögulega þess skynjanlega, jaðri er ber í sér þætti sem ekki eru augljósir við fyrstu sýn og liggja rétt utan þeirra fimm skilningar- og skynjunarvita er flest okkar skilgreina sem mennsk. Það fer að öllu leyti eftir upplifunum okkar hvers og eins hversu margar víddir skynjunarvitanna við teljum til getu okkar, til að upplifa heiminn og okkur sjálf með, og á hvaða hátt við eflum og nærum þá getu. Þessir mikilvægu þættir mannlegrar verundar liggja litríkum og kraftmiklum verkum sýningarinnar til grundvallar og bjóða safngestum í ferðalag á mörkum margvíslegra hliðarheima.
Sýningarnar eru styrktar af:
Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Launasjóði listamanna, Myndlistarsjóði og Matkráin í Hveragerði.
2. mars 2024
15:15
Tónlistarflutningur
Mikael Lind
Mikael Lind er tónskáld, búsettur í Reykjavík. Hann hefur gefið út þrjár plötur í fullri lengd og hefur hann lokið meistaragráðu rafrænum tónsmíðum frá Edinborgarháskóla.
Photo: In Mengi 2022. Visuals by Sigga Björg.
22. desember frá 15:00
Viðburðir í tilefni af lokadegi sýningarinnar
Megi hönd þín vera heil.
Jakob Veigar Sigurðsson.
Saleh Rozati frá Íran mun flytja gjörning á hefðbundna persneska Daf trommu við undirleik eigin hljóðgjörnings.
Súfisimi er hin dulpekilega hlið á Íslams og er tónlistin notuð til þess að falla í trans með dansi og komast þannig nær guði. Fólki er velkomið að upplifa gjörningin með því að dansa með.
Ókeypis og öll velkomin 💛
Viðburðurinn er haldinn á lokadegi sýningar Jakobs Veigars Sigurðssonar Megi hönd þín vera heil.
Styrkt af Orkunni.
Listamannaspjall
Jakob Veigar Sigurðsson
22. desember 2023 kl. 14:00
Jakob Veigar Sigurðsson er myndlistarmaður búsettur í Vín en er frá Hveragerði. Það er sönn ánægja að sýna verk hans í hans heimabæ. Sýningin snýst um samband hans við Íran en hann hefur dvalið þar ótal sinnum og hefur það haft mikil áhrif á sköpunarkraft hans.
Sýningin er unnin í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann og fleiri aðila búsetta í Íran.
Komi og hlustið á skemmtilega frásögn Jakobs Veigars.
Sýningin er styrkt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Myndlistarsjóði.
Upplestur Esseyja / Island fiction
Þorgerður Ólafsdóttir
26. nóvember 2023 kl. 15:00
Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15:00, mun Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarkona segja frá nýútkominni bók sinni um Surtsey.
Í þessari fallegu útgáfu er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem fjalla um margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar en í nóvember verða 60 ár liðin frá því Surtsey tók að myndast í eldgosi á hafi úti.
Esseyja er þverfaglegt rit þar sem lesendur fá að skyggnast inn í marglaga veröld Surtseyjar út frá ólíku sjónarhorni myndlistar, náttúrufegurðar, menninga- og náttúruminjum, áhrifum mannfólks á náttúruna og ekki síst upplifun okkar af landslagi. Sumarið 2021 hlaut Þorgerður rannsóknarleyfi til Surtseyjar og dvaldi þar í þrjá daga ásamt hópi vísindamanna. Útgáfan inniheldur fjölda ljósmynda af verkum Þorgerðar sem hún hefur unnið að í tengslum við Surtsey, ásamt fjölbreyttum myndum af umhverfi eyjarinnar.
Í samspili við myndlistarverkin í bókinni eru stuttar greinar, eða esseyjur, eftir fjórar fræðikonur og rannsakendur; Birnu Lárusdóttur, íslensku- og fornleifafræðing, Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur, umhverfisheimspeking, Þóru Pétursdóttur, fornleifa-og minjafræðing og Becky Forsythe, listfræðing og sýningastjóra. Útgáfan er vegleg, tvöhundruð blaðsíður á lengd og er bæði með íslenskum og enskum texta og er gefin út í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature sem Þorgerður og Þóra eru einnig þátttakendur í.
Fyrir útgáfuna gefa Þorgerður og Gunndís Ýr Finnbogadóttir myndlistarkona, lesendum innsýn í nýtt verk sem byggir á viðtölum við ólíka hópa Surtseyjarfara. Verkið er hluti af sýningu þeirra, Óstöðugu landi, sem opnar á næsta ári í Gerðarsafni sem fjallar um reynslu fólks af landslagi Surtseyjar.
Í tengslum við útgáfuna og gosafmæli Surtseyjar, hefur Þorgerður sett upp verkið Spor á Kömbunum, þar sem vel sést til Surtseyjar í björtu veðri. Verkið er hluti af Sequences XI myndlistarhátíð sem fer fram í Marshallhúsinu, Safnahúsinu á Hverfisgötu og Norræna húsinu.
Spjall um grafík.
Ragnheiður Jónsdóttir.
17. nóvember 2023 kl. 14:00
Ragnheiður Jónsdóttir sem varð níræð á árinu var veitt heiðursverðlaun myndlistarverðlaunanna í ár fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar. Hún vann aðallega í grafík á sínum yngri árum og er einn af frumkvöðlum grafíklistamanna hér á landi og endurreisti m.a. félag grafíklistamanna Íslensk Grafík árið 1969 sem var upphaflega stofnað 1954 og það starfar enn. Markmiðið er að vekja áhuga fólks um hinar ýmsu grafík aðferðir og fræðast um þær og auðvitað um Ragnheiði sjálfa sem sem mun spjalla við Valgerði Hauksdóttur listamann og Öldu Rose verkefnastjóra fræðslu.
Nánari upplýsingar: fraedsla (hja) listasafnarnesinga.is
Sýningin er styrkt af Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Myndlistarsjóði.
Listamannaspjall.
Ragnheiður Jónsdóttir.
17. september klukkan 15:00
Sýningarstjóri sýningarinnar Daría Sól Andrews mun ganga með Ragnheiði og spjalla um verkin og sýninguna.
Ljósmynd af Ragnheiði: Jóhanna Ólafsdóttir
Listamannaspjall.
Jakob Veigar Sigurðsson.
17. september klukkan 14:00
Jakob Veigar Sigurðsson mun taka á móti gestum safnsins og segja frá sýningunni. Ljósmynd af Jakobi Veigar: Saleh Rozati.
Opnun á sýningunni Kosmos Kaos.
Ragnheiður Jónsdóttir.
2. september 2023 kl. 15:00
Ragnheiður verður 90 ára í júlí 2023 og til að halda upp á það verður opnuð einkasýning í Listasafni Árnesinga í sölum 1-2 og 3. Sýningarstjóri er Daría Sól.
Ragnheiður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1968 og hefur frá þeim tíma unnið óslitið að myndlist til dagsins í dag. Þráðurinn í verkum Ragnheiðar er sjálfblekkingin – blindnin – græðgin – einsemdin – andvaraleysið – umhverfið – heimurinn okkar. Ragnheiður segir að myndlist sé í hennar huga samtal listamannsins og áhorfandans. Að tilganginum sé náð þegar að henni tekst að rumska við áhorfandanum.
Ragnheiður Jónsdóttir er Árnesingur í báðar ættir. Móðir hennar Sigurbjörg var dóttir Ingvars Hannessonar bónda að Skipum Stokkseyrarhreppi og fyrri eiginkonu hans Vilborgar Jónsdóttur frá Sandlækjarkoti Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ingvar bóndi á Skipum og okkar frábæri listamaður Ásgrímur Jónsson listmálari voru systrasynir. Mæður þeirra voru systurnar Sigurbjörg og Guðlaug frá Vantsholti í Flóa. Faðir Ragnheiðar var Benedikt sonur Guðjóns Jónssonar bónda frá Seli og eiginkonu hans Kristjönu Jónsdóttur frá Grímsfjósum Stokkseyri. Þau bjuggu að Leiðólfsstöðum Stokkseyrarhreppi
Sýningin er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Opnun á sýningunni
Megi hönd þín vera heil.
Jakob Veigar Sigurðsson.
2. september 2023 kl. 15:00
Jakob Veigar Sigurðsson er myndlistarmaður búsettur í Vín en er frá Hveragerði. Það er sönn ánægja að sýna verk hans í hans heimabæ. Sýningin snýst um samband hans við Íran en hann hefur dvalið þar ótal sinnum og hefur það haft mikil áhrif á sköpunarkraft hans.
Sýningin er unnin í samstarfi við Shanay Artemis Hubmann og fleiri aðila búsetta í Íran.
saLeh roZati / Pourea Alimirzae munu flytja tónlistargjörning á meðan opnun stendur 2. september frá 15-17 inn í sal 4.
https://www.youtube.com/watch?v=iJgU7xtWvF0
Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Myndstef og Myndlistarsjóði.
Inga Jónsdóttir
Guided tour of the museum collection and the exhibition Cornerstone.
August 13th 2023 at 14:00
Former director of LÁ Art Museum will give a guided tour of the current exhibition Cornerstone. The event will be in Icelandic but there is possibilities to ask questions in English.
The exhibition is supported by:
Museum Council of Iceland and South Iceland Development fund.
Töfrandi Tónar – ókeypis tónleikar.
Vinkonurnar Íris Beata Dudziak og Halldóra Sólveig Einarsdóttir eru tónlistarkonur sem hafa lagt stund á píanó- og söngnám. Íris lauk framhaldsprófi í píanóleik vorið 2021 og undirbýr Halldóra framhaldspróf í söng sem hún hyggst taka á næsta ári. Þær hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands til þess að flytja tónlist í sumar. Á dagskránni eru flutt þekkt tónverk og sönglög með tilheyrandi stemningu og spjalli.
——-
Dwie koleżanki – Íris Beata Dudziak oraz Halldóra Sólveig Einarsdóttir – są muzyczkami, które uczęszczały do szkoły muzycznej w ramach nauki gry na pianinie i śpiewu. Íris ukończyła wiosną 2021 roku szkołę muzyczną egzaminem trzeciego stopnia z gry na pianinie, natomiast Halldóra jest w trakcie przygotowań do egzaminu trzeciego stopnia ze śpiewu, który zaplanowano na przyszły rok. Obie otrzymały dotację z Funduszu Strukturalnego Okręgu Południowego na realizację projektu muzycznego w lecie tego roku. Program przewiduje wykonanie znanych utworów muzycznych wraz z pieśniami oraz stworzenie odpowiedniej atmosfery i możliwości rozmowy.
——-
Two friends—Íris Beata Dudziak and Halldóra Sólveig Einarsdóttir—are musicians who have attended piano and singing classes in music school. Íris graduated from music school as a pianist in the spring of 2021, whereas Halldóra is preparing for her final exam next year before graduating as a vocalist. They have received a grant from the Structural Fund of South Iceland for music performances this summer. The programme contains known music pieces and songs, thus, creating an appropriate atmosphere and an opportunity for chatting.
Guided Drawing (leidd teikning).
Ætlað fullorðnum.
Helgarnámskeið 1. og 2. júlí frá 13-17.
Á námskeiðinu verður unnið í litlum hóp. Annars vegar eftir aðferðarfræði leiddrar teikningar (Guided drawing) og hins vegar eftir aðferðum náttúru- og listmeðferðar þar sem unnið er með heilunarmátt náttúrunnar í gegnum listsköpun. Leidd teikning hentar vel til að vinna með erfiðar tilfinningar, áföll eða einfaldlega til að læra meira um sjálfan sig. Þátttakendur teikna taktfast og endurtekið með báðum höndum og með lokuð augu til að tjá innri spennu og tilfinningu í líkamanum.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja nýta sér listsköpun og náttúruna til að kynnast sjálfum sér betur. Ekki þarf að hafa neina kunnáttu á teikningu eða listsköpun til að taka þátt á námskeiðinu, einungis löngun til að skapa og taka þátt.
Leiðbeinandi er Íris Lind Sævarsdóttir listmeðferðarfræðingur og listamaður.
Takmarkaður fjöldi, verð er 20.000 kr. og skráning er nauðsynleg: fraedsla(hjá)listasafnarnesinga.is
Frussandi flæði í Fossaflöt – Pop up myndlistarnámskeið
29. júní 2023 kl. 19:00
Frussandi flæði í Fossaflöt – POP UP myndlistar- örnámskeið fyrir fullorðna fimmtudaginn 29.júní kl.19:00-20:30 í lystigarðinum Fossaflöt.
Skapandi flæði þar sem unnið er með vatnsliti, olíupastel og blýant. Hefur þig langaði á myndlistarnámskeið en ekki þorað því þú heldur að þú kunnir ekki að teikna? Þá er þetta námskeiðið fyrir þig því við teiknum ekki neitt. Leikum okkur bara með liti og línur út frá tilfinningunni innra með okkur þegar við erum í náttúrunni og svo leyfum við því að flæða á pappírinn.
Aðferðin hentar öllum og engin kunnátta nauðsynleg, bara forvitni og gleði.
Ath! allur efniviður á staðnum en komið vel klædd með garðstóll eða púða til að sitja á. Ekki verra að hafa eitthvað heitt á brúsa.
Leiðbeinandi er Íris Lind Sævarsdóttir listamaður og listmeðferðarfræðingur, Íris Lind dvelur í Varmahlíð og er þetta samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga og Hveragerðisbæjar
Þar sem landið hefst.
Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn með Rakel Pétursdóttur.
25. júní 2023 kl. 14:00
Sunnudaginn 25. júní kl. 14:00 mun Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur verða með leiðsögn um sýninguna Hornsteinn í Listasafni Árnesinga.
Fjallað verður um sýninguna út frá þróun íslenskrar listasögu í ljósi samtals yngri og eldri verka.
Í dag er Rakel sjálfstætt starfandi sérfræðingur en um 35 ár gegndi hún stöðu sérfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar og síðar rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands. Rakel mun fjalla um mótunarár og feril Ásgríms Jónssonar og áhrif verka hans í tengslum við þjóðernisvakningu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Hér er hægt að hlusta á upptöku frá leiðsögninni:
Hildur Hákonardóttir.
Leiðsögn um safneignina og sýninguna Hornsteinn.
25. júní 2023 kl. 15:00
Myndlistarkonan Hildur Hákonardóttir mun leiða gesti í gegnum sýninguna Hornsteinn og ræða sögu safnsins og tíma hennar sem forstöðukonu safnsins.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Hér er hægt að hlusta á upptöku frá fyrirlestrinum:
Þjóðlegur Þjóðhátíðardagur, spjall um Ásgrím Jónsson og langspil.
17. júní 2023 kl. 14:00
Verið velkomin á Listasafn Árnesinga á Þjóðhátíðardaginn okkar 17. júní.
Við verðum með málverk eftir Ásgrím Jónsson af fæðingarstað hans Suðurkoti í tímabundnu láni frá Snorra Tómassyni og mun hann einnig segja frá ýmsu sem tengist Ásgrími. Svo verða einkabréf Ásgríms Jónssonar til sýnis og að lokum verður langspilssmiðja með Eyjólfi Eyjólfssyni. Ókeypis aðgangur og verið velkomin.
Við hvetjum fólk einnig til að keyra Ásgrímsleiðina, hér má finna kortið
Í Ásgrímssafni.
Helgi Gíslason segir frá minningum sínum í Ásgrímssafni.
4. júní 2023 kl. 14:00
Myndlistarmaðurinn Helgi Gíslason rifjar upp minningar sínar þegar að hann var að byrja sinn feril sem myndlistarmaður dvaldi hann mörgum stundum í Ásgrímssafni með Bjarnveigu Bjarnadóttur.
Mynd af Helga fengin héðan: https://listasafnreykjavikur.is/en/events/helgi-gislason-where-boundaries-lie
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Bjarnveig Bjarnadóttir
Sögustund með Vilhjálmi Bjarnasyni
14. maí 2023 kl. 14:00
Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður og formaður safnaráðs segir gestum safnsins frá kynnum barns af Bjarnveigu Bjarnadóttur.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Hróðmar Sigurðsson og hljómsveit.
5. maí 2023 kl. 17:00
Hróðmar Sigurðsson mætir í Listasafn Árnesinga og heldur tónleika með eigin efni þann 5.maí kl.17. Hróðmar gaf út sína fyrstu plötu árið 2021 ,,Hróðmar Sigurðsson”. Hann ásamt hljómsveit sinni hlutu tilnefningu fyrir tónlistar flytjendur ársins í jazz og blús flokki á Íslensku tónlistarverðlaunum fyrir árið 2021 það sama ár var hlaut hann einnig viðurkenninguna ,,bjartasta vonin í jazz og blústónlist”. Hróðmar er í listamannadvöl í Hveragerði í apríl og maí þetta árið og langar hann að halda tónleika til að kynna músíkina sína á meðan dvöl hans stendur.
Viðburðurinn er í samstarfi við Hveragerðisbæ.
Listasagan okkar
Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn
30. apríl 2023 kl. 14:00
Halldór Björn Runólfsson listfræðingur mun leiða gesti í gegnum sýninguna Hornsteinn með listasöguna að leiðarljósi. Hann mun leitast við að lýsa þróun íslenskrar myndlistar frá aldamótunum 1900 til okkar daga með hliðsjón af völdum verkum á sýningunni og tengslum milli höfunda þeirra.
Halldór Björn er doktor í listfræði frá Háskólanum í París (Université Paris 1 – Panthéon-Sorbonne). Hann er fyrrverandi safnstjóri Listasafns Íslands.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Ásgrímsleiðin- Leiðsögn
María Margrét Jóhannsdóttir
22. apríl 2023 kl. 15:30
Boðið verður upp á Ásgrímsferð um Ásgrímsleiðina og er bókað í gegnum e-mailið asgrimsleid@gmail.com
Takmarkað sætapláss er í rútunni og við hvetjum ykkur til að bóka sem fyrst.
Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands. Ásgrímur var fæddur og uppalinn í Flóanum og hafði umhverfi bernskuheimilisins sterk áhrif á hann og listsköpun hans. Ásgrímur var vikapiltur í Húsinu á Eyrarbakka um tíma og þar fékk hann sína fyrstu vatnsliti. Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka sem Bjarnveig og synir hennar gáfu, eru eftir Ásgrím Jónsson. Ásgrímur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili, Hús Ásgríms er opið almenningi.
Ásgrímsleiðin er í raun margþætt. Upphaf leiðarinnar getur verið í Hveragerði, á Eyrarbakka eða í Reykjavík. Gestir leiðarinnar geta valið hvar þeir byrja og henni má jafnvel skipta á tvo daga. Leiðin samanstendur af listasýningunni Hornsteini á Listasafni Árnesinga í Hveragerði, sýningunni Drengurinn, fjöllin og Húsið á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka, þaðan liggur leiðin meðfram ströndinni í austurátt í Gegnum Stokkseyri og upp Gaulverjabæjarveginn. Ásgrímur hvílir í Gaulverjabæjarkirkjugarði, þar er hægt að stoppa og ganga að leiðinu. Þegar haldið er áfram upp veginn þá sést fjallahringurinn vel sem fóstraði sveininn Ásgrím. Frá veginum er hægt að horfa í átt að bænum (eða bæjarstæðinu) sem er nú löngu horfinn en klettarnir sem Ásgrímur taldi vera álfakirkju sjást greinilega. Hús Ásgríms á Bergstaðastræti 74 er varðveitt af Listasafni Íslands og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum. Upplagt er að heimsækja Hús Ásgríms áður en Ásgrímsleiðin er farinn eða í kjölfar þess.
Verkefnið er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Sumardagurinn fyrsti í
Listasafni Árnesinga
20. apríl 2023
Listasafnið verður með hefðbundna opnun frá 12 -17 og franski starfsnemi safnsins Tomy verður með teiknikennslu í fræðsluhorninu.
Þá má benda gestum á að keyra Ásgrímsleiðina í tilefni dagsins eða skoða útilistaverk í Árnessýslu – hvort tveggja er hægt að finna á heimasíðu safnsins.
Landið með fránum augum Ásgríms
Leiðsögn um sýninguna Hornsteinn
1. apríl 2023 kl. 14:00
Laugardaginn 1. apríl kl.14:00 mun Rakel Pétursdóttir, safnafræðingur verða með leiðsögn um afmarkaðan hluta sýningarinnar Hornsteinn í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Fjallað verður sérstaklega um verk Ásgríms Jónssonar á sýningunni í tenglum við verkefnið Ásgrímsleiðin, þar sem boðið verður upp á skipulegar ferðir á slóðir Ásgríms í Árnessýslu. Samstarfsaðilar eru: Byggðasafn Árnessýslu, Húsið á Eyrarbakka og Listasafn Íslands/Safn Ásgríms Jónssonar. Viðkoma verður á eftirfarandi stöðum auk Suðurkots í Rútstaðahverfi, húsatóftir æskuheimilis listamannsins.
Í dag er Rakel sjálfstætt starfandi sérfræðingur en um 35 ár gegndi hún stöðu sérfræðings og deildarstjóra fræðsludeildar og síðar rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands. Rakel mun fjalla um mótunarár og feril Ásgríms Jónssonar og áhrif verka hans í tengslum við þjóðernisvakningu og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Sýningin Hornsteinn er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Landið með fránum augum Ásgríms Jónssonar.
Hér er hægt að hlusta á leiðsögn Rakelar Pétursdóttur um verk Ásgríms frá 1. apríl 2023.
Opnun á sýningunni Hornsteinn
Afmælissýning Listasafns Árnesinga.
11. febrúar 2023 kl. 15:00
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Hornsteinn þar sem margar af perlum safneignar verða til sýnis, sumar í fyrsta sinn þar sem að safninu berst reglulega gjafir.
Safnið býr yfir einstöku samansafni um það bil 550 listaverka, allt frá merkustu meisturum íslenskrar myndlistar til atgervisgróskunnar í sveitunum í kring. Það var stofnað árið 1963 og er þar með fyrsta listasafnið á Íslandi sem tók til starfa utan höfuðborgarinnar. Því verður með réttu haldið fram að Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar Loftur og Bjarni Magnús hafi lagt hornsteininn að Listasafni Árnesinga með rausnarlegri gjöf listaverka úr sinni eigu til Árnessýslu árið 1963.
Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Mmm, Málið, Myndlistin og Músíkin.
1. desember 2022 kl. 20:00
Árlegt samstarf Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði hefst aftur með viðburðinum Mmm, Málið, Myndlistin og Músíkin.
Nú munu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Pjetur Hafstein Lárusson og Þorvaldur S. Helgason lesa úr nýjum bókum.
Eyjólfur Eyjólfsson mun flytja nokkur lög og hægt verður að skoða sýninguna Summa & Sundrung í safninu. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
Boðið verður upp á kaffi og piparkökur.
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Elísabet Jökulsdóttir – Útgáfuteiti.
8. desember 2022 kl. 17:00
Verið velkomin í útgáfuteiti í Listasafni Árnesinga 8. desember frá 17:00 – 19:00.
Elísabet Jökulsdóttir mun lesa úr nýútkominni bók sinni Saknaðarilmur og mun hún árita eintök fyrir gesti.
Páll Óskar mun einnig flytja nokkur lög.
Ölverk í Hveragerði verður með kynningu á jólabjór og öðrum drykkjum.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
Suðurlandstvíæringurinn: Stefnumót
Laugardagurinn 12. nóvember 2022
klukkan 13:00.
Laugardaginn 12. nóvember mun hópur listamanna, hönnuða, arkitekta og fræðimanna koma saman í Listasafn Árnesinga og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Suðurlandstvíæringurinn (SIB) er framsækið hreyfiafl sem tekur á, veltir upp, snýr við og umbreytir. Tilgangurinn er að skapa vettvang sem bræðir saman listir, hönnun og arkitektúr til takast á við samtímann og framtíðina.
Dagskráin byrjar á gjörningagöngu kl.13.00 við inngang safnsins og gestir eru hvattir til að klæða sig vel. Gangan endar aftur við Listasafn Árnesinga þar sem bókverk um ferli tvíæringsins verður frumsýnt auk nýrra innsetningu innblásin af verkum Magnúsar Pálssonar og reynslu listamannanna á Suðurlandinu. Boðið verður upp á léttar veitingar, listasmiðju fyrir börn og fullorðna og upplýsandi samræður um aðkallandi málefni: sjálfbærni, landvernd, nýsköpun, orkunýting, ferðaþjónustu, alþjóðavæðing, hlýnun jarðar, misskipting valds og efnahags.
SIB þróar og undirbýr þverfaglega listviðburði sem haldinir eru haust hvert í uppsveitum Suðurlands við hálendisbrúnina, þar sem menning og náttúra togast á. Að þessu sinni var leitað til listamannanna Steinu Vasulka og Magnús Pálssonar fyrir innblástur fyrir þverfaglega samvinnu. Árlegir viðburðir snúast um að skapa vettvang fyrir frjóar og skapandi hugmyndir, þverfaglegt samtal sem skerpa sýn á tengsl manns við náttúru og umhverfi.
Markmið SIB er að styrkja framsækna og gagnrýna umræðu, rannsóknir og fræðslu þvert á fagsvið myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Með sýningum, ráðstefnum, umræðum, útgáfu og viðburðum beitir SIB sér fyrir því að dýpka samtal um átakalínur samtímans og aðferðir lista til þekkingarsköpunar. Til stendur að efla samtal um það sem efst er á baugi í listum, hönnun og arkitektúr í staðbundnu jafnt sem alþjóðlegu samhengi.
Dagskráin heldur svo áfram í Norræna Húsinu 19. nóvember.
Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóð.
Þátttakendur:
Aðalheiður L. Guðmundsdóttir ,Björk Hrafnsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Garðar Eyjólfsson, Hlökk Þrastardóttir, Joe Keys, Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson, Laufey Jakobsdóttir, María Dalberg, Maríanna Dúfa Sævarsdóttir, Martha Lyons Haywood, Ósk Vilhjálmsdóttir, Óskar Örn Arnórsson, Pétur Eggertsson, Ragnhildur von Weisshappel, Sigrún Birgisdóttir, Sigrún Hrólfsdóttir, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Silja Jónsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Sólveig María Gunnarsdóttir, Tara Njála Ingvarsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, Unnar Örn, Vikram Pradhan, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Þórunn Dís Halldórsdóttir, Þráinn Hjálmarsson.
Stop Motion smiðja – Stafræn hreyfimyndagerð. Nr#2
Þema smiðjunnar er Hrekkjavaka!
Laugardaginn 29. október frá 13:00.
Fransk/sænska listakonan og kennarinn Thomasine Giesecke leiðir Stop motion smiðjuna. Smiðjan snýst um að búa til kyrr myndir á fjölbreyttan máta sem er svo raðað upp til að úr því verði hreyfimynd. Thomasine vinnur við stærstu söfn Parísarborgar sem fræðslu sérfræðingur, meðal annars við Musee d´Orsay, Le Louvre og Orangerie museum.
Smiðjan er ókeypis en það er takmarkað pláss þannig að skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Leiðsögn á arabísku.
29. október 2022 kl. 15:00
Listamaðurinn Yara Zein mun ganga um safnið og segja frá sögu safnins sem og kynna sýningu safnsins fyrir gestum á arabísku.
Öll velkomin og ókeypis aðgangur.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
ستتجول الفنانة يارا زين معكم في أرجاء المتحف لتروي لكم تاريخه و تقدّم المعرض للزوار باللغة العربية.
الكلّ مرحّب به والدخول المجاني.
Stop Motion smiðja – Stafræn hreyfimyndagerð.
Laugardaginn 22. október frá 13:00.
Fransk/sænska listakonan og kennarinn Thomasine Giesecke leiðir Stop motion smiðjuna. Smiðjan snýst um að búa til kyrr myndir á fjölbreyttan máta sem er svo raðað upp til að úr því verði hreyfimynd. Thomasine vinnur við stærstu söfn Parísarborgar sem fræðslu sérfræðingur, meðal annars við Musee d´Orsay, Le Louvre og Orangerie museum. Smiðjan er ókeypis en það er takmarkað pláss þannig að skráning er nauðsynleg: fraedsla@listasafnarnesinga.is
Smiðjan er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Málþing um myndlæsi.
24. september 2022
Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslustjóri hjá Listasafni Íslands, Ingibjörg Hannesdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, myndlistarmaður og Magnús Dagur Sævarsson, myndlistarkennari og listamaður fluttu erindi um aðferðir og möguleika myndlæsis á söfnum og grunnskólum þann 24.sept. kl:13:00-15:00 á Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Alda Rose Cartwright verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Árnesinga stýrði málþinginu.
Fjallað verður um notkun myndlæsis og hvernig aukin færni í myndlæsi getur haft áhrif á sjálfstraust barna í tjáningu, aukin færni í rök- og gagnrýnni hugsun, víðsýni og siðferðisþroska svo eitthvað sé nefnt og mikilvægi þess til að lesa í sjónrænt umhverfi okkar. Auk þess verður rætt um ýmis fræðsluverkefni á vegum listasafna til að fræða og efla áhuga ungmenna á íslenskri myndlist og færni í því að lesa í myndlist.
Ragnheiður Vignisdóttir fjallaði um nýtt fræðsluefni sem ber heitið Sjónarafl – þjálfun í myndlæsi. Verkefnið var fyrst sett fram sem þróunarverkefni yfir tvær skólaannir 2021-2022 í samstarfi við Barnaskóla Hjallastefnunar. Í verkefninu voru notaðar kennsluaðferðir sem markvisst þjálfuðu nemendur í myndlæsi, tjáningu, virkri hlustun og rökhugsun. Í lok verkefnisins sýndu börnin miklar framfarir í að lesa í myndir, sjálfstraust nemenda í tjáningu jókst og færni í rökhugsun. Verkefnið miðar einnig að því að skapa þekkingu á íslenskri myndlist.
Ingibjörg Hannesdóttir og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir fjölluðu um fræðsluverkefnið Abrakadabra sem unnið var í tengslum við sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar.
Abrakadabra hefur að meginmarkmiði að fræða og efla áhuga ungmenna á samtímalist en líka að auka aðgengi kennara og nemenda að námsefni um samtímalist á íslensku til að styrkja samtalið um list með íslenskum hugtökum samtímalistar. Í erindinu munu þær Ingunn Fjóla og Ingibjörg fjalla um hugmyndafræði og tilurð verkefnisins og möguleika í þróun þess og notkun í náinni framtíð.
Magnús Dagur Sævarsson fjallaði um hlutverk kennslu í myndlæsi á grunnskólastigi sem var viðfangsefni meistaraverkefnis hans frá listkennsludeild LHÍ. Magnús rannsakaði í hverju felast grunnþættir myndlæsis, hvernig litir, form og tákn hafa áhrif á daglega upplifun okkar á heiminum og hvernig við drögum merkingu út frá myndum bæði ómeðvitað og meðvitað. Einnig kannaði hann hvort markviss kennsla í myndlæsi geti hjálpað nemendum að skilja eigin samtíma betur, ólíka menningarheima og gert okkur víðsýnni og gagnrýnni. Magnús mun einnig fjalla um þá möguleika sem markviss kennsla í myndlæsi hefur til að efla hugtakaskilning, siðferðisþroska, víðsýni og lýðræðislega hugsun nemenda.
Málþingið var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Hér má horfa á upptöku af málþinginu.
Listamannaspjall með Gary Hill.
18. september 2022 klukkan 14:00
Listamaðurinn Gary Hill mun ganga með gestum um sýninguna “Summa & Sundrung”.
Spjallið verður á ensku.
Vinsamlegast skráið ykkur á þennan viðburð: listasafn@listasafnarnesinga.is
Sýningin “Summa & Sundrung” er styrkt af Thoma Foundation, Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Vasulka Foundation, Hveragerðisbæ og BERG Contemporary.
OPNUN SÝNINGAR
17. september klukkan 15:00
Sýninging Summa & Sundrung teflir saman verkum eftir Gary Hill, Steinu og Woody Vašulka. Markmiðið er að sýna fram á sameiginleg einkenni í listsköpun þeirra snemma á ferlinum og síðan hvernig þau héldu í ólíkar áttir hvað varðar konsept, framkvæmd og pælingar í túlkun sinni á hinu efnislega og óefnislega, einnig er farið í saumana á þremur einstökum ferlum sem endurspegla sérstakt næmi listamannanna og sérstætt myndmál.
Þetta samvinnuverkefni býður upp á nýja leið, þó nokkuð stytta, um víðáttumikla listsköpun þessara listamanna. Á sýningunni er hinu gagnkvæma rannsóknarsambandi milli hljóðs og myndar gert hátt undir höfði. Róf þeirra verka sem hér eru til sýnis spanna marga áratugi og taka til verka frá snemma á ferli listamannanna þar sem unnið er með rafræn úrvinnslutæki til að skrá í rauntíma gagnvirkni véla, frammistöðu þeirra og notkun til að efla skynjunina með verkum sem endurspegla þróun orðfæris hvers og eins þeirra og hvernig listamennirnir nota, skoða eða víkja frá algóritmanum eða kóðanum á einstakan hátt með tilraunakenndum athugunum.
Gary Hill mun skapa nýtt verk sérstaklega fyrir þessa sýningu sem hefur fengið heitið None of the Above. Nýjasta innsetning Steinu, Parallel Trajectories, verður sett upp og fjölmörg sjaldséð verk eftir Woody Vašulka eins og Peril in Orbit og 360 degree space records verða sýnd hér á þessum óvænta samfundi.
Sýningarstjórar: Kristín Scheving, Halldór Björn Runólfsson & Jennifer Helia DeFelice.
Sýningin “Summa & Sundrung” er styrkt af Thoma Foundation, Safnaráði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Vasulka Foundation, Hveragerðisbæ og BERG Contemporary.
Sýningarstjóraspjall
20. ágúst 2022 klukkan 14:00
Sýningarstjóri sýningarinnar ´Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?´ Zsóka Leposa verður með leiðsögn á ensku þann 20. ágúst klukkan 14:00.
Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi.
Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríð að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi.
Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu.
Samvinna íslenskra og unverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru tíðum vott um sjálfshæðni.
Sumarsýning Listasafns Árnesinga 2022 verður endurflutningur þessara viðburða ásamt nýrri verkum eftir sömu listamenn sem tóku þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og blésu með því lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar.
Listamenn: Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí, Sigurður Guðmundsson.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.
FemLink – sýning á Blómstrandi dögum í Hveragerði.
11. – 14. ágúst 2022
Á Blómstrandi dögum í Hveragerði 11 – 14 ágúst 2022 mun Listasafn Árnesinga sýna vídeóverk frá alþjóðlegum samtökum listakvenna FemLink – Art.
FemLink – Art (FL’Art) var stofnað 2005 af myndlistakonunni Veronique Sapin frá Frakklandi og margmiðlunarlistakonunni C.M. Judge frá Bandaríkjunum með það að markmiði að sýna vídeóverk listakvenna í alþjóðlegu samheigi.
145 listakonur frá 64 löndum eru þátttakendur í FemLink og hafa þær unnið verk fyrir 12 þematískar vídeósamsetningar sem innihalda 24 – 34 vídeó hvert þema.
Á vefsíðu FemLink segir “Í sögulegu samhengi hafa konur átt erfitt uppdráttar í listaheiminum og list kvenna var kölluð “kvenna list” í lítillækkandi tilgangi. Enn í dag eru listakonur útskúfaðar í of mörgum löndum heims. Það er meginmarkmið FL’Art” að þær þær fái viðurkenningu sem listamenn.
Á þessari sýningu er það þemað “ Vital” sem varð fyrir valinu og inniheldur það 24 vídeó eftir 24 listakonur frá 24 löndum.
Listakonurnar eru: Sima Zureikat, Jórdanía. Evgenija Demnievska, Serbía. Elena Arzuffi, Ítalía. Samirah Alkassim, Palestína Kamila B. Richter, frá Tékklandi. Van Breest Smallenburg, Holland. Aki Nakazawa, Japan. Véronique Sapin, Frakkland. Raquel Kogan/Lea van Steen, Brasilía. Ana Bezelga, Portugal. Najmun Nahar Keya, Bangladesh. Aliaa El-Gready, Egyptaland. Esther Johson, Bretland. C. M. Judge, Bandaríkin. Dorte Jelstrup, Danmörk. Sigrún Harðardóttir, Ísland. Monica Dower, Mexikó. Verena Schaukal, Þýskaland. Alejandra Delgado, Bolivía. Judith Lava, Austurríki. Carolina Saquel, Chile. Minoo Iran pour Mobarakeh, Íran. Christie Widiarto, Ástralía. Raya Mazigi, Líbanon.
Jazzkvartet Ómars Einarssonar á Blómstrandi dögum í Hveragerði
12. ágúst 2022 klukkan 17:00
Listasafn Árnesinga í samstarfi við Hveragerðisbæ bjóða upp á tónleika með Jazzkvartett Ómars Einarssonar á Blómstrandi dögum.
Á efnisskránni hjá þeim félögum verða vel valdir standardar úr stóru amerísku söngbókinni bæði með suðrænni stemningu í bland við swing.
Ómar Einarsson á gítar, Erik Qvick á Trommur, Sigmar Þ Matthíasson á Bassa, Haukur Gröndal á saxófón
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
Vídeólist frá Líbanon, Yara Zein.
29. júlí – 1. ágúst 2022
Yara Zein er listakona frá Líbanon sem er búsett á Íslandi og tilheyrir kynslóðinni sem varð til eftir Líbönsku borgarastyrjöldina. Í videóverkum sínu fjallar hún um hugmyndir um sameiginlegt minnisleysi og ánægju í ákaflegu flóknu og erfiðu umhverfi. Yara mun kynna videóverk sín um Verslunarmannahelgina 29. júlí – 1. ágúst og þann 29. júlí klukkan 15:00 mun hún halda erindi um verkin og boðið verður upp á léttar veitingar.
Viðburðurinn fer fram á ensku, arabísku (og frönsku), frítt er á safnið og allir velkomnir.
يارا زين فنانة لبنانية مقيمة في آيسلندا تنتمي إلى الجيل الذي نشأ بعد الحرب الأهلية في لبنان. من خلال الفيديو ، تخاطب
زين فكرة فقدان الذاكرة الجماعية والمتعة في بيئة صعبة. ستعرض الأفلام في عطلة نهاية الأسبوع من 29 يوليو إلى 1
أغسطس. سيكون الحدث باللغات الإنجليزية والعربية والفرنسية ، والدخول مجاني والجميع مرحب بهم
Yara Zein is an Iceland based Lebanese artist belonging to the generation raised after Lebanon’s civil war. Through video, Zein addresses the idea of collective amnesia and pleasure in an extremely complex and problematic environment.
She will introduce her films during the bank holiday weekend July 29th – August 1st. the event will be in English, Arabic (and French), free entry and all are welcome.
Yara Zein est une artiste libanaise basée en Islande appartenant à la génération élevée après la guerre civile au Liban. À travers la vidéo, Zein aborde l’idée d’amnésie collective et le plaisir dans un environnement extrêmement complexe et problématique. Elle présentera ses vidéos pendant le week-end férié du 29 juillet au 1er août.
L’événement sera en anglais, arabe et en français, entrée gratuite et tous sont les bienvenus.
Bókverkasmiðjur opin stúdíó.
Júní 2022
Listasafn Árnesinga mun bjóða almenningi upp á bókverkasmiðjur í sumar. Leiðbeinendur, fyrirlesarar og þátttakendur eru meðal annars: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, myndlistarmaður, rit- og myndhöfundur, Sam Reese (UK) myndlistarmaður og aðjúnkt í LHÍ sem sérhæfir sig í skapandi prentaðferðum og bókverkagerð, Nick White (UK) myndlistarmaður með áratugareynslu í teikningu og teiknimyndagerð og kennari í Kings College í London.
http://www.thisisnickwhite.com
www.loaboratorium.com
11. júní frá 14 -16
Málþing; Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
14:00 – 14:05 Stutt kynning frá
Zsóka Leposa og Kristínu Scheving.
14:05 – 14:25 Zsóka Leposa: Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
14:25 – 14: 45 Kristian Handberg; “Exhibiting across the Iron Curtain: The forgotten trail of Danish artists exhibiting in the context of state socialism, ca. 1955-1985”
14:45 – 15:00 Viðtöl vid listamennina Géza Perneczky og Endre Tót
15:00 – 15:20 Unnar Örn Auðarson – ‘The Network is Everlasting’ : A visual essay on artists breaking out of isolation
Í tengslum við sumarsýningu Listasafns Árnesinga: Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Tengslamyndun milli austurs og norðurs býður Listasafn Árnesinga upp á málþing.
Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi.
Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríð að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi.
Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu.
Samvinna íslenskra og ungverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru tíðum vott um sjálfshæðni.
Við þökkum Nordic Culture Point fyrir stuðninginn.
Opnun sýningarinnar
4. júní klukkan 15:00
Allir velkomnir
Strengjasveit Sinfoníuhljómsveitar Suðurlands leikur fyrir gesti.
Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?
Tengslamyndun milli austurs og norðurs
4. júní – 4. september 2022
Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi.
Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríð að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi.
Við munum varpa ljósi á vinnubrögð listamannanna við þessa tengslamyndun og sýningagerð á Íslandi, á tíma þar sem strangar hömlur voru til staðar á ferða- og tjáningarfrelsi í Austur-Evrópu.
Samvinna íslenskra og ungverskra listamanna varð uppspretta spaugilegra viðburða sem vöktu fólk til umhugsunar á sama tíma og þeir báru tíðum vott um sjálfshæðni.
Sumarsýning Listasafns Árnesinga 2022 verður endurflutningur þessara viðburða ásamt nýrri verkum eftir sömu listamenn sem tóku þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og blésu með því lífi í íslenska samtímalist á áttunda áratug síðustu aldar.
Listamenn:
Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Kees Visser, Rúrí, Sigurður Guðmundsson
Sýningarstjóri: Zsóka Leposa
Aðstoðarsýningarstjóri: László Százados
Opið stúdíó með Nick White (UK)
4 -6 júní 2022
Listamaðurinn Nick White verður í listamannadvöl í Hveragerði í júní og mun vera með aðsetur í Listasafni Árnesinga. Hvítasunnuhelgina 4-6. júní verður hann með opna vinnustofu þar sem óvæntir hlutir geta gerst og gestir geta tekið þátt í skapandi starfi með leiðsögn Nicks.
Styrkt af Hveragerðisbæ.
Útgáfuhóf.
Nýtt prentverk eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur.
1. maí 2022 klukkan 13:30
Haldið verður útgáfuhóf í Listasafni Árnesinga 1. maí kl. 13:30 í tilefni af útgáfu PETIT_ARTPRINTS á nýju prentverki í takmörkuðu upplagi eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur.
Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni útgáfunnar.
Verkin verða til sölu í safnbúð Listasafns Árnesinga og í netverslun PETIT_ARTPRINTS (https://www.petitartprints.com).
PETIT_ARTPRINTS er listamannarekið fyrirtæki í Berlín sem sérhæfir sig í prentverkum eftir íslenska og alþjóðlega listamenn. Hugmyndin bakvið fyrirtækið er að gera samtímamyndlist aðgengilega þannig að almenningur geti notið þess að hafa samtímaverk í sínu hversdagslega umhverfi.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA-gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA-gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.
Sýning Ingunnar Fjólu Þú ert kveikjan stendur yfir í Listasafni Árnesinga til 22. maí.
Ljósmynd: Helgi V. Bragason
Kutikuti (FI)
Pop-up sýning og vinnustofur.
21. – 24. apríl 2022
Í tilefni af sýningu Lóu H. Hjálmtýsdóttur ´Buxnadragt´ höfum við boðið til okkar finnska listhópinn Kutikuti sem mun vera með pop-up sýningu og vinnustofur í bókverkagerð frá 21. apríl – 24. apríl.
Listamenn sem munu kynna verk sín eru:
Heikki Rönkkö www.heikkironkko.com
Sanna Hukkanen www.sannahukkanen.com
Terhi Ekebom www.terhiekebom.com
Emmi Valve facebook.com/emmi.valve
Miissa Rantanen www.miissa.com
Hanneriina Moisseinen cargocollective.com/moisseinen
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.
Styrkt af
The Arts Promotion Centre Finland og finnska sendiráðinu í Reykjavík.
Hér má lesa meira um Kutikuti:
Bókverkavinnustofur með Lóu H. Hjálmtýsdóttur og Sam Reese.
21. – 24. apríl 2022
Listamennirnir Lóa H. Hjálmtýsdóttir og Sam Reese munu kynna fyrir gestum ýmsar leiðir til að búa til bókverk.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.
Við þökkum stuðninginn við þessar smiðjur frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands og Hveragerðisbæ
Leiðsögn listamanns
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir leiðir gesti um sýninguna: Þú ert kveikjan.
21. apríl 2022 klukkan 13:00
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna: Þú ert kveikjan á sumardaginn fyrsta klukkan 13:00.
Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt. Innsetningin er fyrst og fremst malerísk, að því gefnu að hægt sé að líta á kerfi mynstra sem malerískt fyrirbæri. Upplifun sýningargesta er hluti af alltumlykjandi kerfi verksins; kerfi sem gestir hafa áhrif þegar þeir ferðast um rýmið og bregðast við þeim vísbendingum sem Ingunn Fjóla hefur byggt inn í verkið. Ætlast er til þess að hreyft sé við innsetningunni, en hvernig sú tilfærsla fer fram veltir upp spurningum um sambandið milli röskunar og myndbyggingar verksins.
Fyrri verk Ingunnar Fjólu hafa að mestu verið málverk og innsetningar. Með því að nota ólík efni, sem á ófyrirsjáanlegan hátt ögra fagurfræðilegri upplifun áhorfenda og hvernig þeir skynja sýningarrýmið, fellir hún saman fyrirframgefnar upplýsingar sem augað nemur við hugmyndafræði sem talar til áþreifanleika líkamans. Áhorfandinn tekur þátt í abstrakt frásögn sem verður til úr ýmiskonar flötum og sjónarhornum. Málaðir fletir í höfundarverki Ingunnar Fjólu vísa í ýmsar áttir – stundum minna þeir á skilrúm eða göngupall en öðrum stundum á merki, svið eða skjá.
Á sýningunni Þú ert kveikjan geta gestir fært til hluti verksins þannig að kerfið kann að rofna eða breytast, allt eftir því hvernig maður skynjar mörkin milli reglu og óreglu. Allt rúmast innan þeirra hreyfinga sem áhorfendur leggja til. Í lok dags er verkið núllstillt með því að raða öllu aftur í sitt í upprunalega horf svo leikurinn geti hafist að nýju næsta dag og þannig dvelur innsetningin í stöðugu flæði milli reiðu og óreiðu.
Sýningarstjóri: Erin Honeycutt.
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Listamanna og sýningarstjóra-
spjall
6. febrúar klukkan 14:00
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir ræðir við sýningarstjórann Erin Honeycutt um sýninguna Þú ert kveikjan sem er í Listasafni Árnesinga til 22. maí.
Vinsamlegast skráið ykkur á þennan viðburð:
mottaka@listasafnarnesinga.is
Þórdís Erla Zoega
Listamanna- og sýningarstjóra-
spjall
6. febrúar klukkan 16:00
Þórdís Erla Zoega ræðir við sýningarstjórann Erin Honeycutt um sýninguna Hringrás sem er í Listasafni Árnesinga til 22. maí.
Vinsamlegast skráið ykkur á þennan viðburð:
mottaka@listasafnarnesinga.is
Ljósmynd: Art Bicknick
Alheimsklukkan
28 . nóvember – 22. desember
24/7
“Við hérna úr myrkrinu, lýsum upp með hugsunum okkar”
“Við hér frá botni sjávar, norðurhveli jarðar horfum upp og lesum í tunglið og norðurljósin”
Nýtt vídeóverk eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur er til sýnis á aðventunni í Listasafni Árnesinga.
Ásdís Sif dvaldi í Varmahlíð í Hveragerði í júlí og eftir það var hún beðin um að gera hugvekju á aðventunni með sérstökum skilaboðum til gesta og gangandi.
Hugvekjurnar á aðventu er verkefni sem safnið byrjaði með á síðasta ári þegar að Covid smitin í samfélaginu voru mörg og var þetta leið safnsins til að senda falleg skilaboð út í myrkrið.
Hægt verður að sjá verkið allan sólarhringinn út um einn af gluggum safnsins.
Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum og mismunandi tímum.
Hlýja
Afhending á fjáröflun fyrir Sigurhæðir
Desember
Sjöl til sölu fyrir Sigurhæðir! Nú fer hver að verða síðastur – eitthvað smá eftir af sjölum hjá Listasafn Árnesinga – LÁ Art Museum ❤️🔥❤️🔥❤️🔥 kíkja á safn – versla jólagjöf – styrkja gott málefni!!!
Góð gjöf sem gefur og gefur 🌺
Verkefnið Hlýja varð til á vormánuðum 2021. Sjöl til sölu fyrir konur sem eru þolendur kynbundins ofbeldis, rennur allur ágóði sölunnar til verkefnisins Sigurhæðir sem ég hvet ykkur að fylgjast með og kynna ykkur.
Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, Inga Hrönn Guðmundsdóttir og Halla Guðmundsdóttir söfnuðu saman ólíkum þráðum og prjónuðum úr þeim 52 Hlýjur sem hver og ein endurspeglar litadýrð úr náttúrunni – Vetur, Sumar, Vor og Haust og hver og ein Hlýja er einstök – rétt eins og allar þær konur sem verkefnið mun umvefja.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
mottaka@listasafnarnesinga.is
Listamannaspjall
24. október klukkan 14:00
Saumaðar teikningar – Kristín Gunnlaugsdóttir
Saumuðu verkin kalla ég saumaðar teikningar þar sem ég styðst við skissur eða hraðteikningar.
Oftast eru þetta konur og ómeðvitaðar línur en stundum krass sem skapast í teiknihreyfingunni.
Ég teikna þær hratt og án umhugsunar og vildi stækka þær en varðveita um leið kraftinn og léttleikann sem býr í þeim. Saumurinn var niðurstaðan og síðan bætist litur þráðarins við, það verður eins og að mála með ullinni.
Textaverkin eru síendurteknar setningar með persónulegri handskrift. Setningarnar liggja í hversdagsleikanum og tengjast myndmáli teikninganna, en með sífeldri endurtekningu þyngist merking orðanna, breytist og magnast.
Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd í Akureyri 1963. Hún stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands frá 1984-87, lærði íkonagerð í klaustri í Róm á Ítalíu 1987-88 og útskrifaðist frá Accademia di belle Arti í Flórens 1988-94.
Kristín hefur eingöngu starfað við myndlist, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis. Verk hennar eru í eigu helstu opinberra safna landsins, ásamt fjölda fyrirtækja og einkaaðila. Kristín hefur einnig verið stundakennari við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík frá 2016. Hún hefur fengið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína og var veitt fálkaorðan árið 2018 fyrir framlag sitt til myndlistar.
Verk Kristínar eru fjölþætt í tækni en byggja á klassískri hefð málaralistarinnar. Hún vinnur með teikningu, málun á pappír og striga, eggtemperu á tré með blaðgulli og saumuð verk á striga.
Hugmyndaheimur Kristínar beinist að tilvistarspurningum manneskjunnar, ekki síst frá sjónarhóli konunnar og stöðu hennar í samtímanum. Á fyrstu árum ferilsins höfðu verk Kristínar yfir sér trúarlegan helgimyndablæ þar sem sýndu meðal annars samband manns og náttúru eða móður með barn. Í kringum 2011 breyttust verk hennar með tilkomu stórra saumaðra veggteppa þar sem myndmálið varð beitt og berort gagnvart kynhlutverkum, kvenlíkamanum og bælingu.
Þrátt fyrir að taka fyrir tabú og konuna sem kynveru má einnig greina ljóðrænan einfaldleika og húmor í verkum Kristínar, ekki síst undanfarin ár.
Í verkum sínum er hún óhrædd að kanna nýjar slóðir og breyta til innan myndmáls síns, gjarnan með að tefla saman andstæðum.
kristing.is
Listamannaspjall
24. október kl. 14:30
Yfirtaka er röð gjörninga eftir Önnu Kolfinnu Kuran, þar sem markmiðið er að fylla ólík rými með kvenorku og líkömum. Kveikju verksins má rekja til vangaveltna um sýnileika kvenna í samfélaginu. Á Íslandi er ekki hægt að fullyrða að konur séu ósýnilegar eða raddlausar. En hvaða konur eru það sem við heyrum í og sjáum? Hverjar eru það sem taka pláss og hafa hljómgrunn? Hugmyndin með Yfirtökunni er að búa til vettvang fyrir konur úr ólíkum samfélagshópum að sameinast í samstöðu og krafti. Verkið kannar mátt mýktarinnar og kyrrðarinnar og orkunnar sem myndast þegar margar konur koma saman.
Fyrir Listasafn Árnesinga hefur Anna Kolfinna skapað þríþætt verk sem byggir á hugmyndafræði Yfirtökunnar: myndbandsverk, gjörning á opnun sýningarinnar og hljóðverk. Í myndbandinu mynda konurnar samstöðu, búa til mynstur og máta sig við arkitektúr listasafnsins. Þetta er staðbundið myndbandsverk þar sem flytjendurnir fást við dularfullar og táknrænar athafnir. Á opnunardegi sýningarinnar þann 5. júní 2021, gerðu konurnar innrás í listasafnið og frömdu gjörning þar sem voru sterkar tilvísanir í athafnir myndbandsins. Þær birtust innan um sýningargesti og leiddu hæga og stigmagnandi athöfn sem skapaði dulúðlega og rafmagnaða stemmningu. Eftir opnunina endurfæddist hluti verksins. Raddhluti gjörningsins á opnunardeginum var tekinn upp og settur aftur inn í rýmið, þar sem hann hljómaði líkt og bergmál gjörningsins, og öðlaðist þannig sjálfstætt líf sem hljóðverk það sem eftir lifir sýningartímabilsins.
Myndbandsverkið, gjörningurinn frá opnunardeginum og hljóðverkið eru þríþætt nálgun á sama viðfangsefnið sem rannsakar mörk tíma og rúms í einum rauðum alheimi.
Anna Kolfinna Kuran (f. 1989) er sjálfstætt starfandi listakona. Hún útskrifaðist með BA- gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013 og með meistaragráðu í performance fræðum (e. performance studies) úr New York Háskóla árið 2017. Verk Önnu Kolfinnu taka á sig ólíkar myndir þar sem flæði milli miðla, greina og aðferða er greinilegt, megin áherslan liggur þó í því sjónræna og líkamlega. Gegnumgangandi þemu í verkum hennar eru að rannsaka viðfangsefni sem við koma líkama konunnar og samtíma femínisma. Anna Kolfinna er meðal stofnenda fjöllistahópanna Dætur og Kraftverk sem unnið hafa að ýmsum sýningum sem meðal annars fyrir Reykjavík Dance Festival (2013) og Sequences Art Festival (2015). Undanfarin ár hefur Anna Kolfinna einblínt á langtíma verkefni sem ber titilinn Konulandslag þar sem hún rannsakar tengsl milli kyns og rýmis. Verkefnið er marglaga listræn og fræðileg rannsókn þar sem hún skoðar vægi kvenlíkamans og sýnileika kvenna í mismunandi umhverfum. Markmiðið með verkefninu er að varpa ljósi á og gera heim kvenna, í sinni margslungnu mynd, sýnilegan í formi lifandi verka á sviði, gjörninga, ljósmynda og myndbandsverka. Meðal þessara verka eru röð gjörninga undir yfirskriftinni Yfirtaka þar sem markmiðið er að fylla ólík rými með kvenlíkömum og röddum.
9. október klukkan 14:00
RÓSKA – Áhrif og andagift.
Ástríður Magnúsdóttir sýningarstjóri sýningarinnar og Dr. Halldór Björn Runólfsson ræða líf og list Rósku.
Róska (1940-1996)
Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska fæddist í Reykjavík árið 1940. Hún stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík einn vetur en innritaðist í Myndlista- og handíðaskólann árið 1960 þar sem hún var við nám til 1962 og kynntist framúrstefnulegum hugmyndum og listamönnum. Hún flutti til Prag og stundaði listnám þar veturinn 1962-1963, bjó á listamannanýlendu París í eitt ár en flutti árið 1965 til Rómar á Ítalíu og stundaði nám í Accademia di Belle Arti di Roma til ársins 1967. Eftir námið var Róska virk í „avant garde“ myndlistarsenunni, hún gekk til liðs við SÚM hópinn, sýndi verk sín víða og tók virkan þátt í baráttu ungra aðgerðasinna í Reykjavík og í Róm.
Árið 1973 hóf Róska nám í kvikmyndagerð við Centro Experimentale Dell Arte Cinematografica og snéri sér að gerð kvikmynda og leikstjórn árið 1976 þegar hún lauk námi. Hún bjó í Róm til ársins 1990, flutti til Íslands í byrjun tíunda áratugsins, sinnti myndlist og sýndi ný verk. Róska hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum m.a. með SÚM hópnum á Íslandi, í Skandinavíu og í Evrópu. Ásamt því að sinna listsköpun og aktívisma kenndi Róska grafík, vann í ítölsku sjónvarpi og skrifaði greinar í blöð og tímarit á Íslandi og erlendis. Róska lést aðeins 56 ára að aldri á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur tíu dögum eftir að hafa framið gjörninginn Rok – Súrrealisminn lifir í Nýlistasafninu árið 1996.
Eftir Rósku liggja ótal verk unnin í ólíka miðla; bersögul málverk og pappírsverk, fagurlega hönnuð og útfærð baráttuplaköt, framúrstefnuleg silkiþrykk, ljósmyndaverk, gjörningar, skúlptúrar og einlægar skissubækur og teikningar sem endurspegla hugarheim konu sem neitaði að gangast við hefðbundnum hugmyndum um list og samfélag í karllægum heimi myndlistar á seinni hluta síðustu aldar. Árið 2000 var haldin yfirlitssýning á verkum Rósku í Nýlistasafni Íslands, sýningarstjóri var Hjálmar Sveinsson. Verk eftir Rósku má finna í safneign Nýlistasafnsins, Listasafns Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Stedelijk listasafninu í Amsterdam, Nýlistasafninu í Madrid, í Bari og Reggio Emilia á Ítalíu og víðar.
Allir velkomnir – frítt inn –
listasafn@listasafnarnesinga.is
Listamannaspjall
9. október klukkan 15:00
Between the lines / Milli línanna. Klippimyndir og textaverk 2011-2020 – Sara Björnsdóttir
„Undanfarin ár hef ég verið að vinna að texta-klippiverkum. Verkin bera titilinn Between the lines sem er lína/setning úr einu verkinu og tilvísun í að þó þetta sé mín hugarsmíð þá eru orðin klippt úr samhengi einhvers annars og liggja því milli línanna, í verkunum sjálfum liggur líka eitthvað milli línanna sem gefið er í skyn en þarf að hugsa um.“
„Textinn er oft á tíðum eins og lítil saga, ljóð eða pæling. Getur verið beittur, ljóðrænn, ádeila, húmor eða súrrealískur. Hann fjallar mikið um listina, að vera listamaður og manneskja. Stundum er ég að tala um fólk sem ég hef hitt á förnum vegi, vini og vandamenn þó það sé ekki vitað við lestur verkanna.“
Sara Björnsdóttir er fædd í Reykjavík 1962. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1991-1995 og MA Fine Art frá Chelsea College of Art & Design í London 1996-1997.
Frá útskrift hefur Sara verið áberandi á íslenskri listasenu og starfað ötullega að myndlist. Hún á að baki fjölda einka- og samsýninga og hefur sýnt á helstu söfnunum á Íslandi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga verk eftir hana. Árið 2001 hlaut Sara viðurkenningu úr Minningarsjóði Dungals og ári síðar 2002 viðurkenningu úr listasjóði Guðmundu Andrésdóttur. Árið 2010 hlaut hún Alternative Routes verðlaunin fyrir myndband á 700IS Hreindýraland. Á árunum 2000-2015 var hún stundakennari við Myndlistaskólann í Reykjavík og við Listaháskóla Íslands. Sara var stjórnarmeðlimur og gjaldkeri í stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur 2010-2011. Einnig hefur hún verið í úthlutunarnefndum Myndlistarsjóðs, Kynningarmiðstöðvar íslenskar myndlistar og Muggs. Hún var einn af stofnendum Gallerí Kling & Bang í Reykjavík sem er í dag eitt virkasta og framsæknasta galleríið á Íslandi.
Árin 2015-2019 bjó Sara í London og stofnaði The Art Society sem er titillinn á verkefni sem voru tvær alþjóðlegar samsýningar með 20 listamönnum báðar haldnar í London. Ásamt því að stofna verkefnið, var hún skipuleggjandi, sýningarstjóri og einn sýnenda í báðum sýningum.
Listamannaspjall
9. október klukkan 15:30
Aqua Maria – Gjörningaklúbburinn
Í verkinu Aqua Maria er sópransöngkona í rými sem svipar til gufubaðs en eftir því sem á líður verður rýmið óræðara. Á meðan söngnum stendur myndast vatnsdropar á hári hennar og andliti, þéttast og þyngjast þangað til að þeir streyma niður andlitið.
Vídeóið hverfist um Aqua Maríu sem er táknmynd baráttuandans sem rís upp úr hafinu sem innblástur fyrir þá umbreytingu sem konur eru að upplifa í samtímanum, undir áhrifum byltingar og baráttuanda gegn óréttlæti og ofbeldi, eins og má sjá um allan heim í herferðum eins og #metoo, Kvennagöngunni, Black Lives Matter, Druslugöngum og Free the Nipple sem eru skipulagðar á netinu.
Aqua Maria tekur einnig á brennandi umhverfismálum og hnattrænni hlýnun. Við eigum aðeins eina jörð og einn líkama, hvortveggja samanstendur af 70% vatni. Aqua Maria er í okkur öllum og byltingin er í okkur öllum, nafn hennar, María, felur bæði í sér hebreska orðið fyrir byltingu og íslenskt orð fyrir haf.
Aqua Maria vísar í sterka strauma samtímans: frá náttúrunni til femínisma, frá list til vistfræði. Verkið táknar mannlegt traust á innsæi í ljósi nýrrar tækni og streymi stafræna hafsins.
Myndlistarkonurnar Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir eru starfandi meðlimir Gjörningaklúbbsins sem var stofnaður af þeim ásamt myndlistarkonunni Sigrúnu Hrólfsdóttur árið 1996. Sigrún starfaði með hópnum til ársins 2016 og grafíski hönnuðurinn Dóra Ísleifsdóttir frá 1996-2001.
Eirún og Jóní útskrifuðust báðar frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996. Eirún stundaði framhaldsnám við Listaháskólann í Berlín 1996-1998 og útskrifaðist með viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands 2014. Jóní stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1997-1999 og útskrifaðist með mastersgráðu í kennslufræðum frá Listaháskóla Íslands 2011.
Hugmyndir Gjörningaklúbbsins tengjast oft félagslegum málefnum með feminískum áherslum í bland við glettni og hressandi einlægni. Gjörningaklúbburinn vinnur í þá miðla sem þjóna hugmyndum hans hverju sinni, svo sem gjörninga, ljósmyndir og innsetningar og nýtir sér gjarnan verkfræði ömmunar, handverk og útsjónarsemi í bland við glæsileika og nútímatækni.
Gjörningaklúbburinn vann með Björk Guðmundsdóttur fyrir Volta plötu hennar 2007 og hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum með listafólki á borð við GusGus, Ensamble Adapter, Ragnari Kjartanssyni og Kiyoshi Yamamoto.
Gjörningaklúbburinn á að baki fjölda einka- og samsýninga í söfnum og galleríum um allan heim þar á meðal ARoS listasafnið í Danmörku, Moma samtímalista-safninu í New York, Kunsthalle Vienna í Austurríki, Schirn Kunsthalle og samtíma-listasafninu Hamburger Bahnhof í Þýskalandi, Amos Anderson listasafninu í Helsinki og Lilith Performance Studio í Svíþjóð.
Gjörningaklúbburinn var einn þriggja listamanna/hópa sem voru valin til þess að útfæra hugmyndir sínar nánar fyrir Feneyjatvíæringinn 2017 og var valinn Listhópur Reykjavíkur 2018 af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur.
Gjörningaklúbburinn er kynntur af Pinksummer Contemporary Art
www.ilc.is
Listamannaspjall
9. október klukkan 16:00
Margsaga – Katrín Elvarsdóttir
Við erum stödd innandyra og horfum út. Við erum stödd utandyra og horfum inn. Kona í rauðri kápu, hjólhýsi eftir miðnætti, gul gluggatjöld – allt eru þetta vísbendingar í brotakenndri frásögn sem vekja upp spurningar frekar en að gefa svör. Í myndaröðinni Margsaga verðum við vitni að óljósum atburðum sem við höfum óvart ratað inní. Eins og óboðnir gestir í sviðsmynd sem neitar að uppljóstra hvort hún sé raunveruleg eða skálduð. Brotin raðast saman og þröngva upp á okkur margræðri atburðarrás. Hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) lagði stund á nám í myndlist og ljósmyndun í Bandaríkjunum. Ljósmyndaverk hennar einkennast af brotakenndum en jafnframt óræðum frásögnum, þar sem leikið er með hugmyndina um sameiginlega minningarsköpun. Verkin innihalda oft frásagnir af dularfullum atburðum sem áhorfandinn verður óafvitandi hluti af, þar sem ákveðnir hlutir eru sýnilegir en öðru er leyft að liggja á milli hluta, og það sem útaf stendur kallast fram í hugskotsjónum áhorfandans. Þannig gerast verkin innan óræðs tíma og sögusviðs, uppfull tilvísana og styðjast við kvikmyndalega aðferðarfræði, mjúkan fókus og snarpa notkun ljóss og skugga.
Á sama tíma og Katrín hafnar hefðbundinni heimildanotkun ljósmyndamiðilsins nýtir hún sér rannsóknarmöguleika hans og eðlislæga eiginleika til áleitinnar myndsköpunar og fagurfræðilegrar tjáningar innan samhengis samtímalista.
Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar hér á landi og erlendis, má þar meðal annars nefna Listasafn Reykjavíkur og Listasafn Íslands, Forum Box í Helsinki, Ljósmyndasafnið í Seoul, Martin Asbæk gallerí í Kaupmannahöfn, BERG Contemporary í Reykjavík og Frankfurter Kunstverein í Frankfurt. Hún hefur hlotið verðskuldað lof fyrir verk sín og ýmis verðlaun, meðal annars hin virtu EIKON verðlaun, Deutsche Börse tilnefningu og Ridgefield Guild of Artists verðlaunin, auk þess sem hún er meðstjórnandi Ljósmyndahátíðar Íslands.
listasafn@listasafnarnesinga.is
3. JÚLÍ 2021 KLUKKAN 15:00
HAFIÐ KEMST VEL AF ÁN OKKAR.
OPNUN Á SAMSÝNINGU GUÐRÚNAR GUNNARSDÓTTUR OG INGER-JOHANNE BRAUTASET.
Sýningin var áður í Oseana Kunst- og Kultursenter í Noregi.
Norski sendiherrann á Íslandi Aud Lise Norheim mun opna sýninguna formlega og styrkir sendiráðið einnig opnunina.
Hafið kemst vel af án okkar“ er samvinnuverkefni sem vísar til hafsvæðanna á milli Íslands og Noregs. Okkur langar til að miðla ferðalagi ofan í og óþekkt undirdjúpin – þar sem við syndum á meðal hákarla, plantna, svifa og annarra framandi tegunda, auk plasts, sem er ný en ekki óþekkt tegund.
„Hafbókin“ efir Morten Strøksnes hefur verið okkar sameiginlega lesefni fyrir þessa sýningu.
Guðrún and Inger-Johanne
Sýningin fékk veglegan styrk frá Norsk Kulturradet og einnig styrkti Uppbyggingarsjóður Suðurlands sýninguna.
17. júní 2021 14 – 16
Tónlist fyrir gesti og gangandi með Ingibjörgu Elsu Turchi og félögum í Listasafni Árnesinga. Frítt inn og viðburðurinn er í samstarfi við Hveragerðisbæ.
Ingibjörg Turchi átti sannarlega eina af plötum ársins á síðasta ári, snilldarverkið Meliae. Á Íslensku tónlistarverðlaununum var hún valin plata ársins í flokki djasstónlistar auk þess sem Ingibjörg og samverkafólk var verðlaunað fyrir upptökustjórn plötunnar. Þann 17.júní mun Ingibjörg ásamt meðspilurum leika ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi milli 14 og 16 á Listasafni Árnesinga. Leikin verða frumsamin lög í bland við spuna.
Open call – we are looking for female participants to take part in a performance in LÁ Art Museum, please contact: annakolfinna@gmail.com
Nabór otwarty – poszukujemy uczestniczek do udziału w przedsięwzięciu w Galerii Sztuki Listasafn Árnesinga, kontakt: annakolfinna@gmail.com
Árnes دعوة مفتوحة: نبحث عن مشاركات للمشاركة في عرض بمتحف للفنون ، ويرجى الاتصال بالبريد الإلكتروني التالي: annakolfinna@gmail.com
ประกาศขอความร่วมมือ
เรากำลังมองหาสุภาพสตรีเพื่อเข้าร่วมการแสดงที่ พิพิฑภันฑ์ศิลป์ ของเมืองเอ๊ารเนส
กรุณาติดต่อที่อีเมล์ annakolfinna@gmail.com
Listakonan Anna Kolfinna Kuran auglýsir eftir konum, og öllum sem skilgreina sig sem kona, á aldrinum 11-80+ sem búa í Árnessýslu til að taka þátt í myndbandsverki og kraftmiklum gjörningi sem fer fram í Listasafni Árnesinga í apríl og júní 2021. Myndbandsverkið og gjörningurinn verða hluti af sumarsýningu listasafnins sem opnar 5. júní og mun standa yfir allt sumarið.
Verkin eru hluti af röð verka undir yfirskriftinni “Yfirtaka” þar sem listakonan gerir tilraunir til að taka yfir rými með hjálp kvenna úr mismunandi áttum úr samfélaginu. Sýningin í Listasafni Árnesinga verður fimmta yfirtakan til þessa, en um ræðir verk sem hefur einfalda uppbyggingu og er hugsað sem einskonar athöfn, þar sem litríkur hópur kvenna á öllum aldri notar orku, samstöðu og raddbeitingu til þess að taka yfir rými.
Fyrri sviðsreynsla eða raddþjálfun og íslensku kunnátta eru ekki skilyrði. Allar áhugasamar eru hjartanlega velkomnar að taka þátt.
Í tilefni hins árlega alþjóðlega safnadags velur ICOM þema sem tengist málefnum sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og fólki hugleikin.
Þema alþjóðlega safnadagsins 2021 er; Framtíð safna: Uppbygging og nýjar áherslur. Söfnum, fagfólki, starfsfólki safna og almenningi er boðið að nota þemað eða leiðarstefið sem ICOM hefur valið í ár til að móta nýjar stefnur og þróa hugmyndir sem geta nýst menningarstofnunum við þeim ýmsum áskorunum sem blasa við í jafnréttis-, efnahags- og umhverfismálum um þessar mundir. Markmiðið er að samfélagið allt njóti góðs af.
Árið 2020 var óvenjulegt og reyndist mörgum erfitt. Heimsfaraldur af völdum COVID-19 hafði áhrif á flesta þætti lífs okkar. Sum vandamál sem ekki hefur tekist að leysa versnuðu þegar heimsfaraldurinn skall á og urðu til þess að efasemdaraddir um hvernig samfélög okkar eru uppbyggð tóku að heyrast víða og kröfur um jafnrétti fyrir allar manneskjur urðu háværari en áður.
Söfn fóru ekki varhluta af ástandinu sem skapaðist í heimsfaraldrinum því loka þurfti fjölmörgum þeirra, tímabundið. Ástandið hafði slæm fjárhagsleg, samfélagsleg og sálræn áhrif á allan menningargeirann og ekki sér enn fyrir endann á því. En það hafa einnig verið jákvæð teikn á lofti því að þessi erfiða staða varð til þess að ýmsar nýjungar voru kynntar til sögunnar sem líklega eru komnar til að vera. Nægir að nefna aukna áherslu á stafræna miðlun og nýstárlegar hugmyndir um menningarupplifun og miðlun þeirra.
Við sem samfélag stöndum á mikilvægum tímamótum. Í þessu árferði hafa skapast tækifæri fyrir söfn til að skoða betur aðferðir sínar við að ná athygli samfélagsins sem þau þjóna. Söfn eru því hvött til að skoða þá fjölbreyttu rafrænu möguleika sem í boði eru til að miðla, fræða og skemmta. Þannig geta söfn lagt lóð á vogarskálar réttlátrar og sjálfbærrar framtíðar. Við þurfum að fanga tækifærið og vera í forsvari fyrir nýsköpun í menningarstarfi sem gerir heiminn að betri stað, núna og eftir að heimsfaraldurinn heyrir sögunni til.
Við óskum ykkur gleði og velgengni á alþjóðlega safnadeginum 2021!
Listamannaspjall með sýningarstjóra
7. febrúar 2021 klukkan 14:00
Jonatan Habib Engqvist sýningarstjóri spjallar við, Kristján Steingrím, Pétur Magnússon og Tuma Magnússon um verk þeirra á sýningunni тройка.
Við minnum á fjöldatakmarkanir og grímunotkun.
Reglum um fjöldatakmarkanir er framfylgt með talningu gesta.
Listamannaspjall með sýningarstjóra
7. febrúar 2021 klukkan 16:00
Jonatan Habib Engqvist sýningarstjóri spjallar við Bjargeyju Ólafsdóttur um sýninguna Rófurass.
Við minnum á fjöldatakmarkanir og grímunotkun.
Reglum um fjöldatakmarkanir er framfylgt með talningu gesta.
List án Landamæra
16. október – 1. nóvember 2020
Pop-up sýning í Listasafni Árnesinga í samstarfi við List án landamæra og Sólheima.
Birta Guðjónsdóttir setti upp sýningu með verkum Pálínu Erlendsdóttur og Elfu Björk Jónsdóttur sem báðar eru búsettar á Sólheimum.
Birta: “Sem listrænn stjórnandi Listar án landamæra , listahátíðar fatlaðra, sem stofnuð var árið 2003 og hefur verið starfandi sleitulaust og árlega síðan. Það er mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að starfa með Listasafni Árnesinga og Sólheimum og listakonunum Pálínu og Elfu Björk og þeirra leiðbeinendum, að leyfa gestum safnsins að njóta listfengis þeirra og hugarheims. Þær eru einstakir listamenn og mér finnst mjög líklegt að andi gesta safnsins muni lyftast enn hærra yfir sýningu þeirra í safninu.”
List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin var fyrst haldin árið 2003 á Evrópuári fatlaðra og hefur verið haldin árlega síðan. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. Æ fleiri verða meðvitaðir um gildi hátíðarinnar í samfélaginu. Með því að skapa vettvang skapast tækifæri og leiðir opnast, jafnvel inn á nýjar brautir. Með því að leiða saman ólíka hópa og einstaklinga opnast alltaf fleiri og fleiri dyr og tækifæri. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.
Hátíðin hefur stuðlað að samstarfi á milli ólíkra hópa og m.a. verið í samstarfi við listasöfn, starfandi listafólk, leikhópa og tónlistarfólk. Hátíðin hefur einnig stuðlað að umræðu um ímynd fatlaðra listamanna í listum og list fatlaðra m.a. í samvinnu við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið og Norræna húsið. List án landamæra leggur áherslu á að list fatlaðs listafólks sé metin til jafns innan listheimsins og list ófatlaðs listafólks.
Listamannaspjall
20. september klukkan 15:00
Daría Sól Andrews sýningarstjóri spjallar við Arngunni Ýr og Ernu Skúladóttur um verk þeirra á sýningunni Norðrið.
Norðrið einblínir á Norðurlöndin og hið breytilega umhverfi þeirra, og skoðar þau áhrif sem náttúrubreytingar eru að hafa á hugmyndir og tjáningu listamanna, út frá veðurfarsbreytingum, sér í lagi veðurfari Skandinavíu. Sem tilraun til að setja skilning í þessar hröðu breytingar á landslagi Norðurlanda, staðhæfa listamennirnir sem valdir voru, að óstöðugleiki og breytingar séu nauðsynlegur hluti náttúrunnar. Þar sem áhrif veðurfarsbreytinga á Norðurlöndin hafa í för með sér óvissu með framtíð þess landslags sem við þekkjum, setja þessir sex listamenn fram nýja sýn á tilgang og stöðu mannsins, og nýta sér list sína til að komast í sátt við breytingu og endursköpun náttúrunnar.
Tíðarandi
Spjall við Skúla Gunnlaugsson
6. september klukkan 14:00
Skúli Gunnlaugsson hjartalæknir og listaverkasafnari verður með spjall um safneign sína og áhuga sinn á myndlist almennt í LÁ sunnudaginn 6. september klukkan 14:00.
Tíðarandi – Sýningarstjóraspjall
19. júlí klukkan 14:00
Vigdís Rún Jónsdóttir listfræðingur er sýningarstjóri sýningarinnar Tíðarandi og mun leiða gesti um sýninguna sunnudaginn 19. júí klukkan 14:00.
Sýningin samanstendur af fjölbreyttum verkum úr safni læknisins og listaverkasafnarans Skúla Gunnlaugssonar og eiga verkin það sameiginlegt að vera unnin á síðastliðnum áratug. Listamennirnir á sýningunni tilheyra yngri kynslóð listamanna og hafa verið áberandi í íslensku myndlistarlífi undanfarin ár. Samband listamanns við menningu og anda síns tíma er útgangspunktur sýningarinnar og skoðað verður hvernig lesa má þjóðfélagslegar hræringar í gegnum listir.
18. maí Alþjóðlegi safnadagurinn
Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi í samstarfi við Íslandsdeild ICOM. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi.
Í tilefni dagsins býður Listasafn Árnesinga upp á kynningu á verkefninu ´Múrar brotnir´ sem tvær listakonur vinna nú að með starfsmönnum og föngum á Litla Hrauni.
Múrar brotnir
Múrar brotnir er samstarfsverkefni listakvennanna Hrefnu Lind Lárusdóttur og Heru Fjord, fangelsisins á Litla Hrauni og Listasafns Árnesinga. Hrefna og Hera eru hluti af listrænu teymi Saga Listavinnusetri á Eyrarbakka sem hefur verið starfandi síðan 2015. Múrar brotnir er afsprengi gjöfullar vinnu sem átti sér stað innan veggja Litla hrauns febrúar 2020 og eru Hera og Hrefna að þróa listavinnustofu í samstarfi við fangesismálastofnun þar sem fangarnir fá að koma rödd sinni og tilfinningum í listrænan farveg. Að lokum fær almenningur að njóta afrakstursins.
Listasafn Árnesinga hefur boðið Heru og Hrefnu að vera með kynningu á alþjóðlegum degi safna þann 18.maí næstkomandi á verkefninu og verður það birt á heimasíðu safnsins og á samfélagsmiðlum þar sem safnið er lokað vegna framkvæmda. Þema dagsins í ár er:
Söfn eru jöfn. Fjölbreytni og þátttaka allra 2020. Ýtum undir fjölbreytni og þátttöku allra í menningarstofnunum samfélagsins.
Verkefnið hefur fengið styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands.
Baniprosonno verkefnamappa
Listasafn Árnesinga færði öllum grunn- og leikskólum á Suðurlandi sumargjöf í formi verkefnamöppu á verkum indverska myndlistarmannsins Baniprosonno, en hann hefur haldið fjölmörg námskeið og listasmiðjur í safninu fyrir börn og fjölskyldur þeirra og listgreinakennara frá því hann kom hingað fyrst til lands árið 2007.
Verkefnamappan er til sölu í safnbúð LÁ.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands styrkti þetta verkefni.