Ljósmyndir (c) Simone De Greef og Kristín Scheving.

Summa & Sundrung

Gary Hill, Steina & Woody Vasulka

17. september – 23. desember 2022

Samvinnuverkefnið Summa & Sundrung varð til sem tækifæri til að skoða og leggja áherslu á skurðpunkta, kanna margbreytileika, og gefa áhorfendum möguleika á að ferðast um verk vídeó- og raflistarfrumkvöðlanna Garys Hill, Steinu og Woodys Vasulka, með því að leggja stíga í gegnum yfirgripsmikið höfundarverk listafólksins. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á sameiginlega eiginleika elstu verka þeirra og hvernig listræn vinna þeirra þróaðist svo sitt í hverja áttina; á hugtakslega, framkvæmda og íhugula túlkun hins efnislega og hins smávægilega í þremur einstökum ferlum sem endurspegla sérstæði hvers og eins þeirra og einstæða málskipan. Róf þeirra verka sem hér eru til sýnis spannar áratugi og tekur til verka frá því snemma á ferlinum þar sem unnið er með rafræn úrvinnslutæki til að skrá í rauntíma gagnvirkni véla, frammistöðu þeirra og notkun til að efla skynjunina. Önnur verk endurspegla þróun orðfæris hvers og eins þeirra og sýna hvernig listamennirnir nota, skoða eða víkja frá algóritmanum eða kóðanum á einstakan hátt með tilraunakenndum athugunum. Hið gagnkvæma rannsóknarsamband milli hljóðs og myndar býður upp á að gestir íhugi og dragi í efa eðli, uppruna og samhengi miðilsins sjálfs og þeirra upplýsinga sem hann ber og miðlar. Hin sjaldséðu tilraunaverk Woodys Vasulka, Peril in Orbit og 360 degree space records er að finna á sýningunni. Tvö ný verk hafa verið unnin sérstaklega fyrir Summu & Sundrungu: Parallel Trajectories eftir Steinu rekur, fer aftur í og enduruppgötvar sjónrænt tungumál samvinnuverkefna Vasulka-hjónanna; og Gary Hill færir okkur verkið None of the Above, þar sem listamaðurinn fer með sjálfhverfan texta og skapar eðlislægar vísanir með handahreyfingum.

Sýningarstjórar eru Jennifer Helia DeFelice, Halldór Björn Runólfsson og Kristín Scheving.

www.garyhill.com

www.vasulka.org

Hér er hægt að hlaða niður sýningarskránni sem pdf:

.

Sýningin er styrkt af: